Skotárás í Utrecht

Fórnarlömbin í Utrecht orðin fjögur

28.3. Fórnarlömb skotárásar í sporvagni í hollensku borginni Utrecht 18. mars síðastliðinn eru orðin fjögur. 74 ára karlmaður sem særðist í árásinni lést af sárum sínum í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá saksóknara í Hollandi. Alls létust fjórir í árásinni og fjórir særðust. Meira »

Játar skotárás í Utrecht

22.3. Karlmaður sem fæddist í Tyrklandi hefur játað að hafa gert skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht sem varð þremur að bana á mánudaginn. Meira »

Ákærður fyrir hryðjuverk

21.3. Maðurinn sem skaut þrjá til bana og særði fimm í sporvagni í hollensku borginni Utecht verður ákærður fyrir hryðjuverk, samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara. Hann verður leiddur fyrir dómara á morgun. Meira »

Fundu bréf í bíl árásarmannsins

19.3. Bréf, sem fannst í bílnum sem Gökmen Tanis flúði á að lokinni skotárás í sporvagni í hollensku borginni Utrecht í gær, er ein ástæða þess að yfirvöld telja mögulega um hryðjuverk að ræða. Þrír fórust í árásinni og fimm til viðbótar særðust, þar af þrír alvarlega. Meira »

Þrír yfirheyrðir vegna árásarinnar

19.3. Hollenska lögreglan yfirheyrði í morgun þrjá menn vegna skotárásarinnar í sporvagni við 24. október-torgið í borginni Utrecht í gær. Þrír létust í árásinni og fimm særðust. Meira »

Búið að handtaka árásarmanninn

18.3. Hollenska lögreglan hefur nú handtekið manninn sem talinn er hafa orðið þremur að bana í Utrecht í morgun. Saksóknarinn Rutger Jeuken staðfesti á fundi með fréttamönnum nú fyrir skemmstu að búið væri að handtaka Gök­men Tan­is, 37 ára gamlan Tyrkja sem grunaður er um árásina. Meira »

Þrír látnir og fimm særðir í Utrecht

18.3. Þrír eru látnir eftir skotárás í Utrecht í Hollandi í morgun. Þetta staðfestir Jan van Zanen, borgarstjóri Utrecht, í samtali við fjölmiðla. Fimm eru særðir, þar af þrír lífshættulega. „Málið er rannsakað líkt og um hryðjuverk sé að ræða,“ segir Zanen. Meira »

Birta mynd af hinum grunaða

18.3. Lögreglan í Utrecht hefur birt mynd úr eftirlitsmyndavél af karlmanni sem grunaður er um að hafa skotið á fjölda fólks í sporvagni við 24. október-torgið í Utrecht í Hollandi í morgun. Meira »

Óhugnanlegt að vita af árásarmanninum

18.3. „Allir eru í miklu sjokki,“ segir Guðrún Þorsteinsdóttir, meistaranemi í upplýsingatækni við háskólann í Utrecht, í samtali við mbl.is. Guðrún er búsett rétt hjá 24. október-torginu þar sem maður hóf skotárás á farþega í sporvagni um klukkan 10 að staðartíma í morgun. Meira »

Skothríð á nokkrum stöðum

18.3. Skotum var hleypt af á nokkrum stöðum í borginni Utrecht í Hollandi í dag. Þetta kom fram í máli Pieter-Jaap Aalbersberg, yfirmanns hjá hollensku lögreglunni, á blaðamannafundi í Haag í dag í kjölfar þess að karlmaður hóf skothríð í sporvagni í Utrecht í morgun. Meira »

Einn látinn í skotárás í Utrecht

18.3. Að minnsta kosti einn er látinn og fjölmargir særðir eftir skotárás í sporvagni í borginni Utrecht í Hollandi í morgun. Hæsta viðbúnaðarstigi vegna hryðjuverkaógnar hefur verið lýst yfir í borginni. Meira »

Skotárás í hollenskum sporvagni

18.3. Nokkrir særðust þegar hafin var skothríð í sporvagni í borginni Utrecht í Hollandi í morgun. Þetta kemur fram í frétt AFP og vísað í upplýsingar frá hollensku lögreglunni. Talið er hugsanlegt að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Meira »