Skútuþjófnaður

Skilorðsbundið fangelsi í skútumáli

13.12. Þjóðverjinn, sem tók skútuna Inook úr höfninni á Ísafirði 14. október, var í dag dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hann greiðir þá sakarkostnað upp á rúma milljón króna. Meira »

Framlengja farbann í skútumáli

12.11. Héraðsdómur Vestfjarða féllst á kröfu lögreglunnar á Ísafirði um að framlengja farbann yfir manninum sem ákærður hefur verið fyrir að stela skútu úr höfninni á Ísafirði í síðasta mánuði og sigla henni í burtu. Meira »

Neitar þjófnaði í skútumálinu

12.11. Karlmaður sem ákærður var fyrir að stela skútunni INOOK úr höfninni á Ísafirði í síðasta mánuði neitaði sök eins og hún var sett fram í ákærunni. Þingfesting í málinu fór fram í Héraðsdómi Vestfjarða á Ísafirði í morgun. Hann játaði hins vegar að hafa tekið bátinn í heimildarleysi. Meira »

Ákærður fyrir skútuþjófnað

9.11. Ákæra hefur verið gefin út í tengslum við stuld á seglskútunni Inook. Skútan var leyst frá bryggju í Ísafjarðarhöfn 13. október og siglt í burtu. Meira »

Vill koma skútunni í öruggt skjól

22.10. Rann­sókn lög­regl­unn­ar á Vest­fjörðum á skútuþjófnaði á Ísaf­irði aðfaranótt 14. október er langt komin. Einn er í haldi lögreglu, grunaður um þjófnaðinn, og var hann úrskurðaður í farbann til 12. nóvember. Maðurinn, sem er erlendur, hefur tvívegis verið yfirheyrður vegna málsins. Meira »

Skútuþjófurinn yfirheyrður í gær

16.10. Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á skútuþjófnaði á Ísafirði aðfaranótt sunnudags miðar vel samkvæmt Hlyni Hafberg Snorrasyni, yfirlögregluþjóni. Maður var handtekinn um borð í skútunni á Rifi á Snæfellsnesi á sunnudag og úrskurðaður í farbann í gær. Meira »

Krefjast farbanns yfir skútuþjófnum

15.10. Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt manninn sem handtekinn var um borð í skútu á Rifi á Snæfellsnesi í gær.   Meira »

Yfirheyra skútuþjófinn á Ísafirði

15.10. Maðurinn, sem er grunaður um að hafa tekið skútuna Inook ófrjálsri hendi í Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags, er erlendur. Yfirheyrslur yfir manninum standa nú yfir að sögn Hlyns Hafbergs Snorrasonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vestfjörðum. Meira »

Vel skipulagður þjófnaður

15.10. Þjófnaðurinn á skútunni Inook úr Ísafjarðarhöfn aðfaranótt sunnudags var vel skipulagður og krafðist aðkomu eins eða fleiri manna sem kunnu til verka. Þetta segir heimildarmaður Morgunblaðsins á Ísafirði. Meira »

Skútan komin til hafnar á Rifi

14.10. Skútunni Inook var stolið úr Ísafjarðarhöfn í nótt. Varðskipið Þór og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa veitt henni eftirför í dag. Skútan kom til hafnar á Rifi á Snæfellsnesi um kl. 21 í kvöld og voru tveir sérsveitarmenn á meðal þeirra sem veittu henni móttöku. Meira »