Skýstrókar yfir Norðurhjáleigu

Fá bætur vegna skýstróka

22.11. Tryggingafélagið VÍS hefur samþykkt að greiða bændum bætur vegna tjóns sem þeir urðu fyrir í sumar þegar skýstrókar gengu yfir bæinn Norðurhjáleigu í Álftaveri í Skaftárhreppi 24. ágúst, en áður hafði félagið hafnað bótaskyldu. Meira »

„Erum algjörlega í lausu lofti“

31.8. „Það hringir enginn í okkur og enginn hefur áhuga á að skoða þetta eða meta neitt,“ segir Sæunn Káradóttir, bóndi í Norðurhjáleigu. Skýstrókar fóru yfir bæinn síðasta föstudag og ollu þar verulegu tjóni. Vátryggingafélag þeirra og NTÍ hafna bótakröfu, en þau vonast til að bjargráðasjóður skoði málið. Meira »

Fer fram á að ábúendum verði bætt tjónið

30.8. „Sveitarstjórn fer fram á að almannatryggingakerfið taki til endurskoðunar skilgreiningu á því hvað telst til náttúruhamfara í ljósi nýliðinna atburða vegna tjóns af völdum skýstróks í Norðurhjáleigu.“ Þetta kemur fram í ályktun sveitarstjórnar Skaftárhrepps vegna skýstróks sem gekk yfir bæinn Norðurhjáleigu síðastliðinn föstudag. Meira »

Veðurfræðingar í vettvangskönnun

29.8. „Við vorum að reyna að átta okkur á krafti og stærð skýstrókanna,“ sagði Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, sem heimsótti Norðurhjáleigu í gær ásamt veðurfræðingnum Guðrúnu Nínu Petersen. Meira »

Þyrfti lagabreytingu fyrir skýstrókana

28.8. Náttúruhamfaratrygging Íslands (NTÍ) nær yfir tjón sem verður af völdum eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vantsflóða og er bundið í lög um stofnunina. Ástæða þess að tryggingin tekur ekki einnig til skýstróka er sú að foktrygging stendur til boða hjá tryggingafélögunum. Meira »

Algengt að bændur velji óveðurstryggingu

27.8. Húseigendatrygging og sérstök óveðurstrygging bætir tjón líkt og það sem varð á bænum Norðurhjáleigu í Álftaveri við Kúðafljót á föstudag er skýstrókar fóru þar yfir. Brunatrygging, sem er eina lögboðna tryggingin, og náttúruhamfaratryggingin sem henni fylgir gera það hins vegar ekki. Meira »

„Vilja ekkert fyrir okkur gera“

27.8. „Það er búið að hafa samband við okkar tryggingafélag og senda inn einhvers konar tilkynningu um tjón á netinu,“ segir Sæ­unn Kára­dótt­ir, bóndi í Norður­hjá­leigu, í Álfta­veri við Kúðafljót. „Af því að við erum ekki með svonefnda foktryggingu þá vilja þeir ekkert fyrir okkur gera.“ Meira »

Kraftur skýstrókanna „með ólíkindum“

25.8. „Þetta er það sem við þekkjum og heyrum af í Bandaríkjunum og víðar í heiminum en við höfum ekki séð þetta hingað til í þeirri mynd. Ég man ekki til þess að það hafi orðið tjón hér á landi vegna þessa,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur um skýstrókana sem gengu yfir bæinn Norðurhjáleigu síðdegis í gær. Honum finnst með ólíkindum að strókurinn hafi náð að fleygja bíl út í skurð. Meira »

„Það var allt í rúst“

24.8. Stór jeppi með kerru þeyttist út í skurð, þakplötur fuku fleiri hundruð metra og girðingar lögðust á hliðina þegar skýstrókar fóru yfir bæinn Norðurhjáleigu í Álftaveri við Kúðafljót síðdegis í dag. „Aðkoman er við komum heim í dag var ólýsanleg, það var allt í rúst,“ segir bóndinn á bænum. Meira »