Slæmt ástand vega á höfuðborgarsvæðinu

Holutímabilið er hafið

22.2. Tíðarfarið að undanförnu er farið að setja mark sitt á vegi landsins. Víða eru teknar að myndast djúpar holur og það getur gerst á skömmum tíma. Þegar er byrjað að fylla upp í hættulegar holur en djúp hjólför sem víða má sjá eru einnig varasöm. Áframhaldandi leysingar bæta ástandið ekki. Meira »

Djúpar holur við háskólann

9.2.2016 Vegfarendur um Sæmundargötu við Háskóla Íslands hafa margir tekið eftir stórum og djúpum holum í malarfláka sem liggur þvert yfir veginn. Undanfarna mánuði hafa kvartanir borist borginni vegna holanna og þá hafa atvinnubílstjórar amast yfir ástandi vegarins samkvæmt heimildum mbl.is. Meira »

Hræðist nokkra vegkafla í vetur

11.8.2015 Vegagerðin leggur ríflega 300 þúsund fermetra af nýju malbiki á höfuðborgarsvæðinu í sumar sem er mun meira en hefur verið á undanförnum árum. Þrátt fyrir það er eftirlitsmaður hjá Vegagerðinni svartsýnn á ástand nokkurra vegakafla fyrir komandi vetur. Meira »

Lenti í holu og missti stjórn á hjóli

30.5.2015 Um kl. 20 í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp á Höfðabakka þar sem ökumaður bifhjóls hafði misst stjórn á bifhjóli sínu eftir að hafa lent í holu. Lögregla og sjúkralið var sent á vettvang. Ökumaðurinn var fluttur til aðhlynningar á slysadeild en áverkar hans eru taldir minni háttar. Meira »

Töluvert verk framundan

6.5.2015 Ekki liggur fyrir hvenær malbikunarframkvæmdir á höfuðborgarsvæðinu hefjast. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er búið að bjóða verkið út en enn er eftir að semja við verktaka. Meira »

Lenda í holum en fá engar bætur

17.4.2015 Kári Þór Rúnarsson er einn þeirra sem orðið hef­ur fyr­ir barðinu á vega­kerf­inu á höfuðborg­ar­svæðinu, en fyr­ir skömmu lenti hann ofan í holu á Mýrargötu í Reykjavík og skemmdi tvö dekk auk þess sem sprunga kom í framrúðu bílsins við höggið. Meira »

200 tjón vegna holanna

15.4.2015 Um tvöhundruð tilkynningar um tjón vegna holuaksturs hafa borist Vegagerðinni það sem af er ári. Eru tjónin þegar orðin um tvöfalt fleiri en allt árið í fyrra, þegar 110 tilkynningar bárust. Aukningin er því gríðarleg á milli ára. Meira »

Keyrði yfir staur og bíllinn skemmdist

29.3.2015 Jón Gíslason lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu þann 15. mars sl. að keyra yfir ljósastaur á Reykjanesbraut fyrir ofan Innri Njarðvík. Staurinn hafði fallið yfir götuna og lá þvert á hægri akrein. Hafði hann slegið út rafmagnið af öllum ljósastaurunum við þessi mislægu gatnamót. Meira »

Tvö sprungin dekk en engar bætur

28.3.2015 Davíð Ernir Harðarson er einn þeirra sem orðið hefur fyrir barðinu á vegakerfinu á höfuðborgarsvæðinu, en fyrir skömmu keyrði hann ofan í brúnahvassa 20 sentímetra djúpa holu á gatnamótum Hringbrautar og Njarðargötu. Við þetta hvellsprakk á tveimur dekkjum og felgurnar skekktust. Meira »

„Skapi stórhættu oft á dag“

27.3.2015 Það er engum greiði gerður með stórhættulegu gatnakerfi að mati Bílgreinasambandsins, sem telur sig knúið til að benda stjórnvöldum á þá alvarlegu stöðu sem skapi stórhættu á degi hverjum „og gæti endað með banaslysi“. Meira »

Verstu holur höfuðborgarsvæðisins

25.3.2015 Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mikið að undanförnu og víða hafa myndast djúpar holur í götum. Mbl.is hefur borist fjöldi ábendinga um holur víða um borgina, sem hafa oft á tíðum valdið tjóni á bílum. Meira »

Meðvitað skapað ástand veldur tjóni

20.3.2015 „Við teljum ábyrgð veghaldara meiri en fram hefur komið í þessum tjónamálum því að þeir máttu alveg vita að þetta færi í þennan farveg.“ Meira »

Tilkynningum um holur rignir inn

19.3.2015 Ábendingum um holur í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, og tjón af þeirra völdum, rignir inn til sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og tryggingarfélaga. Meira »

Láta reyna á ábyrgð veghaldara

9.3.2015 Tjónum vegna holuaksturs á höfuðborgarsvæðinu hefur fjölgað um 248% á milli ára. Frá áramótum hefur verið tilkynnt um 122 tjón vegna holuaksturs, á sama tíma í fyrra voru þau 35. FÍB ætlar að láta reyna á hvort veghaldarar hafi skapað sér skaðabótaskyldu með ónógu viðhaldi. Meira »

Mikið tjón á gatnakerfinu

26.2.2015 Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja það til við borgarráð að fjárveiting til malbiksframkvæmda verði aukin allt að 150 milljónir króna. En þetta er gert til að mæta brýnni þörf þar sem gatnakerfið kemur illa undan vetri. Meira »

Röng forgangsröðun veghaldara?

23.2.2015 Dagur B. Eggertsson segir slæmt ástand vega sem borgin sér um að reka ekki vera afleiðingu rangrar forgangsröðunnar á undanförnum árum. Rekja megi það til veikari fjárhagsstöðu, hann vill að stærri hlutur bensín- og bifreiðagjalda sé nýttur til viðhalds og uppbyggingar vega á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Eitt tjón af 61 fengist bætt

19.2.2015 61 tjón vegna holuaksturs á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu og í akstri innan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar hafa komið inn á borð hjá Sjóvá frá áramótum. Í aðeins einu tilfelli hefur tjónþoli fengið tjónið bætt. Tilfellin eru þó mun fleiri og biðraðir hafa myndast á dekkjaverkstæðum. Meira »

Mikið álag á leigubílum vegna hola

18.2.2015 Tveir leigubílstjórar lentu í tjóni sama kvöldið fyrr á þessu ári þegar þeir óku báðir ofan í sömu holuna á Suðurlandsvegi. Dekk sprakk á báðum bílunum og þá eyðilagðist einnig dempari á öðrum bílnum. Bílstjórarnir bera sjálfir kostnaðinn vegna viðgerða og varahluta. Meira »

Dekk sprungu á 7 bílum í sömu holu

17.2.2015 Á laugardaginn sprengdu sjö bílar dekk með skömmu millibili í sömu holunni á Vesturlandsvegi á leið austur gegnt Nóa Siríus, að sögn viðmælanda mbl.is sem lenti í því sama. Frá áramótum hafa 30 ökumenn tilkynnt Vegagerðinni um tjón á bílum vegna skemmda í vegum, líklegt er að þeir séu mun fleiri. Meira »

Göturnar að breytast í malarvegi

16.2.2015 Ástand vega á höfuðborgarsvæðinu hefur versnað mjög hratt frá áramótum þar sem víða hafa myndast djúpar holur í götum. Ástandið mun versna á næstunni. Eftir hrun hafa verið notaðar ódýrari lausnir til að viðhalda slitlagi í stað þess að leggja nýjar yfirlagnir. Meira »

Slæmir vegir skemma bíla

15.2.2015 Skortur á viðhaldi og slæm tíð að undanförnu hefur leitt af sér óvenju slæmt ástand vega á höfuðborgarsvæðinu. Stórar, djúpar holur er að finna víða sem hafa valdið tjónum á bílum og dregið úr umferðaröryggi. Veghaldarar geta í vissum tilfellum verið bótaskyldir en sönnunarbyrðin er sterk. Meira »