Smábátaveiðar

Þriðjungur aflans kominn á land

í gær Um helgina var búið að veiða um þriðjung þess afla sem miðað var við á strandveiðum sumarsins, eða 3.327 tonn af 10.200 tonnum. Meira »

„Tómt klúður“

12.6. „Smábátaeigendur eru slegnir yfir þeirri ákvörðun stjórnvalda að hafa ekki enn leiðrétt veiðigjald hjá litlum og meðalstórum útgerðum. Þingmenn í öllum flokkum ásamt ráðherrum hafa lýst því yfir að þar sé vandinn gríðarlegur.“ Meira »

Fagna hækkandi verði á þorski

29.5. Meðalverð á óslægðum þorski seldum á fiskmörkuðum hefur verið 9% hærra það sem af er maímánuði en það var á sama tímabili í fyrra. Sjómenn fagna þessari þróun og vona að hún verði viðvarandi, segir á vef Landssambands smábátaeigenda, þar sem bent er á að síðustu sjö daga hafi verðþróunin verið með miklum ágætum. Meira »

Þrír bátar náð að nýta alla tólf dagana

28.5. Þrír bátar höfðu á föstudag náð að nýta alla tólf veiðidagana sem þá hafði verið heimilt að stunda strandveiðar.  Meira »

„Þetta er algjört hrun“

21.5. Lítil ásókn í strandveiðar á svæði B, sem nær frá Strandabyggð á Vestfjörðum að Grýtubakkahreppi í Eyjafirði, þykir sláandi að mati Landssambands smábátaeigenda. Alls hafa 66 leyfi verið gefin út til strandveiða á svæðinu í ár, saman borið við 105 leyfi á sama tíma í fyrra. Meira »

Þúsund tonna múrinn rofinn

18.5. Níu dagar eru nú liðnir af strandveiðitímabilinu og hefur alls 1.003 tonnum verið landað, eða fimmtungi minna en á sama tíma á síðasta ári. Töluvert færri bátar en þá eru að veiðum nú, en 352 bátar hafa landað afla saman borið við 435 báta í fyrra. Meira »

Aflaheimildir auknar um þúsund tonn

27.4. Strandveiðifrumvarp atvinnuveganefndar Alþingis var samþykkt í gær. Það felur í sér breytingar á lögum um stjórn fiskveiða með það að markmiði að auka öryggi sjómanna og auka sveigjanleika í kerfinu. Meira »

Frumvarp um strandveiðar samþykkt

26.4. Frumvarp atvinnuveganefndar um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða var samþykkt á Alþingi síðdegis í dag. Alls féllu 36 atkvæði með frumvarpinu en tveir þingmenn greiddu atkvæði gegn því. Átta þingmenn greiddu ekki atkvæði. Meira »

Framför eða skref aftur til fortíðar?

26.4. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Landssamband smábáteigenda eru ósammála um ágæti nýs frumvarps atvinnunefndar um breytingar strandveiða. Frumvarpið gæti hlotið samþykki Alþingis í dag. Meira »

„Þetta er galið fyrirkomulag“

17.4. „Það er bagalegur hringlandaháttur í þessu fyrirkomulagi um ákvörðun fjölda daga,“ segir Axel Helgason, formaður Landssambands smábátaeigenda, spurður um fyrirhugaða reglugerð atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, þar sem leyfi báta til grásleppuveiða verða lengd úr 32 dögum í 44 daga. Meira »

„Þjóðin á betra skilið en þetta“

26.3. „Nei takk, Lilja Rafney Magnúsdóttir, það hefur enginn beðið ykkur um að gera strandveiðikerfið jafn lélegt fyrir alla strandveiðimenn allt í kringum landið eins og þetta frumvarp miðar að.“ Þetta segir í yfirlýsingu frá smábátafélaginu Hrollaugi á Hornafirði, sem mótmælir með öllu frumvarpi atvinnuveganefndar um breytingu strandveiðikerfisins. Meira »

Nýtt frumvarp um strandveiðar

23.3. Heimilt verður að stunda strandveiðar í tólf daga í hverjum mánuði frá maí og fram í ágúst á þessu ári, nái nýtt frumvarp fram að ganga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða. Atvinnuveganefnd þingsins leggur frumvarpið fram og er gert ráð fyrir að það verði að lögum áður en strandveiðar hefjast 2. maí. Meira »

Aflinn hefði aukist um 3.941 tonn

19.3. Heildarafli strandveiða á síðasta ári hefði orðið 13.701 tonn og aukist um 3.941 tonn, eða um 40,4%, ef veiðar hefðu verið heimilaðar fjóra daga í viku frá 2. maí til og með 30. ágúst. Þetta kemur fram í svari Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar, þingmanns Vinstri grænna, en svarið birtist á vef Alþingis á föstudag. Meira »

Aflaheimildir í ufsa brenni inni ár hvert

15.3. Niðurstöður úttektar Sjáv­ar­út­vegs­miðstöðar Há­skól­ans á Ak­ur­eyri á strandveiðum gefa tilefni til að endurskoða tiltekna þætti í kerfinu, meðal annars varðandi nýliðun í greininni og hvernig nýting og virði hráefnis sé hámarkað. Meira »

Aukinn afli, minni verðmæti

15.3. Staða strandveiða er óljósari nú en oft áður. Aldrei hafa jafn miklar aflaheimildir verið settar inn í kerfið og á síðasta ári, en þrátt fyrir það hafa aldrei jafn fáir bátar sótt strandveiðarnar frá því þær hófust árið 2009. Meira »

Afturkalla MSC-vottun fyrir grásleppuveiðar

29.12. MSC-vottun fyrir grásleppuveiðar við Ísland hefur verið afturkölluð frá og með 4. janúar næstkomandi. Í ljós hefur komið að meðafli við veiðarnar er umfram viðmiðunarmörk hvað varðar fjórar tegundir, þ.e. landsel, útsel, dílaskarf og teistu. Meira »

Eðlilegt að breyta krókaaflamarkinu

19.12. Eðlilegt væri að breyta krókaaflamarkinu í venjulegt aflamark þar sem enginn munur er orðinn á þessum tveimur stjórnkerfum fiskveiðanna. Þetta kemur fram í færslu á vef Sjómannasambands Íslands, sem ætlað er að svara „ávirðingum“ Landssambands smábátaeigenda. Meira »

„Þetta er náttúrlega sorglegt“

15.12. Tillaga starfshóps um niðurfellingu stærðar- og vélaraflstakmarkana skipa við veiðar hefur vakið hörð viðbrögð. Landssamband smábátaeigenda segir að vegið sé að framtíð smábátaútgerðar. Meira »

Ofhleðsla báta er ekki afrek

5.12. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur gefið út skýrslu um atvik sem varð á Breiðafirði fyrr á þessu ári. Þá munaði minnstu að verulega ofhlaðinn bátur, Hjördís HU 16, sykki en um borð voru tveir menn. Meira »

Óska eftir fundi með ráðherra

7.11. Byggðarráð Skagafjarðar óskar eftir fundi með sjávarútvegsráðherra hið fyrsta, vegna ákvörðunar hans um afléttingu friðunar á hluta Skagafjarðar fyrir dragnótaveiðum. Meira »

„Maður vonar að þetta séu endalokin“

6.11. „Þeir koma með svo miklar rangfærslur og fullyrðingar sem standast enga skoðun. Aldrei nokkurn tímann hafa þeir lagt fram gögn máli sínu til stuðnings. Það eru bara fullyrðingar út í loftið, sem ekkert er á bak við.“ Meira »

Opnað fyrir dragnótaveiði inn í botn á Skagafirði

6.11. Trillukarlar og smábátaeigendur í Skagafirði upplifa nú það sem þeir óttuðust, en vonuðu þó að ekki gerðist, að felld yrði úr gildi friðun í innanverðum firðinum fyrir dragnótaveiði. Meira »

Gagnrýna leyfi til dragnótaveiða

3.11. Landssamband smábátaeigenda gagnrýnir að dragnótaveiðar skuli nú hafa verið leyfðar á ákveðnum svæðum á grunnslóð, en tímabundin reglugerð var ekki framlengd. Meira »

Íhuga sölu á fiski beint á erlenda markaði

20.10. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda hófst í gær með ræðum Axels Helgasonar, formanns LS, Arnar Pálssonar framkvæmdastjóra og Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur sjávarútvegsráðherra. Meira »

Ræða veiðigjald og strandveiðar

17.10. Aðalfundur Landssambands smábátaeigenda verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík 19. og 20. október og er fundurinn sá 33. í röðinni frá stofnun LS. Axel Helgason, formaður LS, setur fundinn á fimmtudag kl. 13, en síðan flytur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra ávarp. Meira »

„Á að hengja bakara fyrir smið“

4.10. Ekki er eðlilegt að notast sé við tveggja ára gamlar upplýsingar þegar álagning veiðigjalda er reiknuð, og að í útreikningunum séu í einum potti afkoma landvinnslu, frystitogara, uppsjávarskipa, ísfisktogara, báta og smábáta. Meira »

Endurskoði takmarkanir á veiðarfærum

2.10. Kominn er tími til að endurskoða ákvæði sem heimila aðeins notkun línu og handfæra við veiðar smábáta, að undanskildum hrognkelsaveiðum. Þetta var niðurstaða aðalfundar smábátaeigendafélagsins Kletts, sem fram fór á Akureyri á laugardag. Meira »

Þrengt að smábátum í Reykjavíkurhöfn

26.9. Smábátaeigendur í Reykjavík hafa áhyggjur af framtíð smábátaútgerðar í höfuðborginni. Stöðugt er verið að þrengja að aðstöðu þeirra í höfninni og er þar ferðaþjónustan fyrirferðarmest. Þetta er meðal þess sem fram kom í ávarpi formanns Smábátafélags Reykjavíkur á aðalfundi félagsins á föstudaginn. Meira »

Birta frá Djúpavogi aflahæsti báturinn

17.9. Birta SU-36, sem gerður er út frá Djúpavogi, var aflahæsti báturinn á nýliðinni vertíð strandveiða með rúm 44,8 tonn.  Meira »

Aldrei meiri meðalafli í róðri

13.9. Meðalafli í róðri hefur aldrei verið meiri en á nýliðinni vertíð strandveiða, en hann var 623 kg. Á síðasta ári var hann 614 kg og hefur því aukist um 1,5% á milli vertíða. Meira »