Snjallt fyrir krakka

Hið eina sanna Rocky Road

3.2. Margir þekkja „Rocky Road“ sem er aldagömul uppskrift að gómsætu konfekti með sögu og fullkomið með kaffinu.   Meira »

Æðislegt ostapasta sem allir í fjölskyldunni elska

2.2. Þetta þarf oft ekki að vera flókið án þess að það bitni á gæðunum. Þessi réttur er klárlega það sem við þurfum á að halda í dag enda er hann löðrandi í osti, rjóma og almennum huggulegheitum. Meira »

Kjúklingabollur sem börnin elska

29.1. Gott, hollt, girnilegt og einfalt – er hægt að biðja um eitthvað meira?   Meira »

Disney plokkfiskur sem krakkarnir elska

17.12. Plokkfiskur klikkar aldrei og hér erum við með uppskrift úr Stóru Disney uppskriftabókinni sem kom út á dögunum og er algjörlega að slá í gegn. Uppskriftin er einföld og hugsunin er að krakkarnir geti því sem næst eldað þetta sjálf - ef þau fá smá aðstoð með það erfiðasta. Meira »

Pönnukökurnar sem Pétur getur ekki verið án

15.12. Þessar forkunnarfögru pönnukökur eru úr smiðju Tobbu Marínós og eru ein fjölmargra uppskrifta sem prýða Matreiðslubók Mikka sem kom út á dögunum. Meira »

Bókin sem öll börn verða að eignast

13.12. Undirrituð er mögulega ögn hlutdræg þegar kemur að þessari bók enda í senn mikill aðdáandi Tobbu Marínós og hetjanna frá Disney. Hér erum við að tala um nýju Disney-matreiðslubókina sem nýtur mikilla vinsælda nú fyrir jólin og verður eflaust í fjölmörgum jólapökkum. Meira »

Sætir sænskir snúðar

11.11. Það er erfitt að standast snúða – alveg sama í hvaða formi þeir eru. Hér er ein ljúffeng dekuruppskrift að ekta sænskum snúðasyndum með fyllingu. Meira »

Ofurauðveldir cinnabon-snúðar

6.11. Hver elskar ekki cinnabon - þessa brjálæðislega dásamlegu amerísku kanilsnúða sem gera allt betra? María Gomez á þessa uppskrift sem hún segir að sé allt of góð og svo sé svo auðvelt að gera þá. Það er ekki hægt að kvarta undan því. Meira »

Ofnbakaður grjónagrautur sem klikkar aldrei

29.10. Flestir þekkja þá kvöl og pínu sem fylgir því að sjóða grjónagraut. Hér gefur hins vegar að líta uppskrift frá Svövu Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum sem á ekki að geta klikkað. Þessi uppskrift er í uppáhaldi hjá mörgum og því var ekki annað hægt en að deila. Meira »

Hjördís skellti í Fortnite veislu

28.10. Það er nokkuð víst að einhverjir láta sig dreyma um að fá sitt eigið Fortnite-afmæli. Hér gefur að líta myndir og uppskriftir af frekar frábærri Fortnite-veislu sem haldin var á dögunum. Meira »

Eldhúsgaldrar að hætti Harrys Potters

27.10. Nú geta sannir Harry Potter-aðdáendur tekið gleði sína því Williams Sonoma býður nú upp á fremur ómótstæðilega Harry Potter-eldhúsáhaldalínu. Búast má við því að vörurnar rjúki út enda margir sem hafa látið sig dreyma um þessa gripi svo árum skiptir. Meira »

Svalasta barbídúkka sem sést hefur

26.10. Það er ekki á hverjum degi sem miðaldra suðurríkjakona fær draum sinn um að breytast í barbídúkku uppfylltan. En það er einmitt það sem gerðist og nú skulum við segja þessa frétt almennilega. Meira »

Eldhús fyrir krakkana með marmaraplötu og klakavél

26.10. Útsendari matarvefjarins rakst á þessa forláta eldhúseiningu á dögunum sem er mögulega það sem alla verðandi eldhússnillinga dreymir um. Meira »

Sushi sem kemur á óvart

23.10. Þetta er krúttlegasta og ferskasta sushi-uppskrift sem við höfum séð lengi og tekur enga stund að græja. Eflaust einhverjir krakkar sem myndu vilja gæða sér á þessu því hér getur maður leikið sér með hvaða hráefni sem er í fyllinguna. Meira »

Búðu til þitt eigið snakk

19.10. Það er alls ekkert flókið að búa til sínar eigin flögur í eldhúsinu heima. Þessar peruflögur eru bragðgóðar og einstaklega hollar og ætti ekki að vera erfitt að koma þeim ofan í krakkana á heimilinu eða taka með í vinnuna sem millimál. Meira »

Heimagert krap fyrir krakkagemlinga

13.10. Krap er eitt af því sem allir krakkar elska og ósjaldan sem það gefur gott „brain-freeze“ í leiðinni. Þetta er upplagt að prófa með krökkunum á heimilinu, og gott er að byrja á þessu deginum áður þó að það megi vel framkvæma sama morgun og bera á krapið fram. Meira »

Heimalöguð lúsavörn sem svínvirkar

1.10. Nú þegar lúsapóstarnir eru byrjaðir að berast foreldrum er ekki seinna vænna en að deila með lesendum aðferð sem er ákaflega fyrirbyggjandi og svínvirkar! Meira »

Súkkulaðikleinuhringir sem krakkarnir elska

29.9. Mömmur.is er með skemmtilegri vefsíðum á landinu en þar er að finna aragrúa snjallra hugmynda og skemmtilegra uppskrifta. Það er Hjördís Dögg Grímarsdóttir sem er konan á bak við síðuna og hér fáum við hjá henni frábæra uppskrift að súkkulaðikleinuhringjum sem eru í sérstöku uppáhaldi hjá krökkum. Meira »

Kanntu brauð að baka?

27.9. Heimabakað brauð er mögulega það lekkerasta sem hægt er að bjóða upp á auk þess sem það þykir sérlega vandað að senda börnin með þannig veislukost í nesti. Meira »

Snarlbakki Ebbu Guðnýjar

12.9. Snarlbakkar eru sívinsælir og þessi er sérlega huggulegur enda kemur hann úr smiðju Ebbu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Hér má segja að sé hið fullkomna hjónaband huggulegheita og hollustu sem ætti alls staðar að slá í gegn. Meira »

Sláðu í gegn og gerðu þitt eigið fuglafóður

8.9. Það getur verið afslappandi að horfa út um gluggann og gleyma sér í amstri dagsins – sjá litla gogga flögra um garðinn, þá oftar en ekki í leit að mat. Hér er uppskrift að ótrúlega góðu fuglafóðri sem mann langar helst sjálfan til að gæða sér á. Meira »