SpKef-málið

Geirmundur fær 18 mánaða dóm

14.12.2017 Geir­mund­ur Krist­ins­son­, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðsins í Kefla­vík, var í dag dæmdur í 18 mánuða skilorðsbundið fangelsi í Hæstarétti fyrir umboðssvik. Þá var honum gert að greiða allan áfrýjunarkostnað málsins og málsvarnarlaun verjanda síns, samtals 6,1 milljón. Meira »

Krafa um refsingu lækkuð um tvö ár

22.11.2017 Ákæruvaldið fer fram á tveggja ára fangelsisrefsingu í máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður var fyrir umboðssvik. Þetta kom fram í málflutningi Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara, sem flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Meira »

Máli Geirmundar áfrýjað til Hæstaréttar

3.1.2017 Máli Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, hefur verið áfrýjað af ríkissaksóknara. Geirmundur var sýknaður 4. nóvember af ákæru um umboðssvik, en ákæruvaldið hafði farið fram á fjögurra ára fangelsisrefsingu yfir Geirmundi. Meira »

Hvorki auðgunarásetningur né fjártjónshætta

4.11.2016 Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, lýsir yfir mikilli ánægju með niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness, sem sýknaði hann í dag af ákæru um umboðsvik. Geirmundur telur niðurstöðuna að öllu leyti í samræmi við gögn og staðreyndir málsins. Meira »

Geirmundur sýknaður

4.11.2016 Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem var ákærður fyrir umboðssvik. Dómur var kveðinn upp klukkan 10. Meira »

Krafa ákæruvaldsins út í hött

7.10.2016 Verjandi Geirmundar Kristinssonar, fyrrverandi sparisjóðsstjóra Sparisjóðsins í Keflavík, sem ákærður er fyrir umboðssvik, segir rannsókn málsins hafa verið verulega ófullnægjandi. Þá segir hann kröfu ákæruvaldsins um fjögurra ára fangelsisrefsingu „algjörlega út í hött“. Meira »

Krefst fjögurra ára fangelsisvistar

7.10.2016 Ákæruvaldið krefst þess að Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, sæti óskilorðsbundinni fangelsisrefsingu, ekki skemur en til fjögurra ára. Þetta er meðal þess sem fram kom í málflutningi sækjanda í máli á hendur honum, en hann er ákærður fyrir umboðssvik. Meira »

Vissi ekki ástæðu ummæla sinna

7.10.2016 Fyrrverandi endurskoðandi Sparisjóðsins í Keflavík sagðist fyrir dómi í dag ekki vita af hverju hann lét þau ummæli falla, í símtali árið 2011, að sonur sparisjóðsstjórans, Sverrir Geirmundsson, ætti engan hlut í félaginu Fossvogshyl. Meira »

Skoraðist ekki undan vitnisburði um föður sinn

3.10.2016 Sverrir Geirmundsson, sonur Geirmundar Kristinssonar sem ákærður er meðal annars fyrir umboðssvik í starfi sínu sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, sagðist aðspurður ekki myndu skorast undan því að bera vitni fyrir dómi í máli föður síns. Meira »

Hafði víðtækar heimildir til útlána

3.10.2016 Geirmundur Kristinsson hafði víðtækar heimildir til lánveitinga í krafti starfs síns sem sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík. Þetta er meðal þess sem fram hefur komið við skýrslutökur vitna í dag, en aðalmeðferð máls á hendur honum fer nú fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness. Meira »

Baðst undan spurningum fyrir dómi

3.10.2016 Geirmundur Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, sagðist ekki myndu svara spurningum ákæruvaldsins um liði þeirrar ákæru sem hefur verið gefin út á hendur honum, við aðalmeðferð málsins sem fram fer í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Meira »

Milljarða tjón fyrir skattgreiðendur

1.9.2016 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði það grafalvarlegt ef rétt væri, að stjórnvöld og fjármálaráðuneytið hefðu ekki verið upplýst um öll þau gögn sem fyrir lágu um stöðu Sparisjóðs Keflavíkur, þegar ákvörðun var tekin um að reyna að halda honum á floti á síðasta kjörtímabili. Sú ákvörðun hafi haft í för með sér milljarða tjón fyrir skattgreiðendur. Meira »

Greiddi lítið af skuldum sínum

3.5.2016 Innlánin sem SpKef safnaði á starfstíma sínum og nutu ríkisábyrgðar voru aðeins að takmörkuðu leyti notuð til að greiða af lánum sjóðsins sem ekki nutu ríkisábyrgðar. Stærstu lán sjóðsins höfðu verið fryst á þessum tíma þegar viðræður við kröfuhafa stóðu yfir. Meira »

Vildu ekki tapa meiri peningum

3.5.2016 „Við getum flest orðið sammála um að betra hefði verið að standa öðruvísi að ýmsu, eins og að horfast í augu við vanda Sparisjóðs Keflavíkur, ef mönnum hefði verið hann ljós,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi fjármálaráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

Endurreisn SpKef pólitísk ákvörðun

3.5.2016 Fulltrúar Seðlabankans geta tekið undir það sem fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um fall sparisjóðanna að ákvörðunin um að endurreisa SpKef hafi verið pólitísk. Meira »

19 hrunmál enn til skoðunar

11.4.2016 Embætti héraðssaksóknara hefur enn til skoðunar 19 mál sem tengjast fjármálahruninu til viðbótar við þann fjölda mála sem hefur verið ákært í eða er til meðferðar hjá dómstólum landsins. Af þeim eru þrjú mál sem tengjast stóru viðskiptabönkunum þremur sem féllu. Meira »

Geirmundur neitaði sök í SpKef máli

6.4.2016 Þingfesting í máli héraðssaksóknara gegn Geirmundi Kristinssyni, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík, fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Fjárhæðir málsins nema tæpum átta hundruð milljónum króna. Brotin geta varðað allt að sex ára fangelsi. Meira »

Ríflega 700 milljóna umboðssvik

18.3.2016 Héraðssak­sókn­ari hef­ur ákært Geir­mund Krist­ins­son, fyrr­ver­andi spari­sjóðsstjóra í Kefla­vík fyr­ir umboðssvik með því að mis­nota aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum með lán­veit­ing­um til einka­hluta­fé­laganna Duggs og Fossvogshyls og nemur fjárhæðin ríflega 700 milljónum króna. Meira »

Geirmundur sparisjóðsstjóri ákærður

16.3.2016 Héraðssaksóknari hefur ákært Geirmund Kristinsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóra í Keflavík fyrir umboðssvik með að misnota aðstöðu sína hjá sparisjóðnum með lánveitingum til einkahlutafélaga. Meira »

Eru enn til rannsóknar

16.7.2015 Starfsemi Sparisjóðsins í Keflavík og Byrs sparisjóðs, í aðdraganda og kjölfar bankahrunsins, er til rannsóknar hjá Sérstökum saksóknara samkvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins. Meira »