Sporðaköst

Sporðaköst frá liðnu sumri

13.10. Veiðivefurinn Sporðaköst fer nú í vetrarfrí fram yfir áramót og mætir aftur þegar sól fer að hækka á lofti. En svona í lok sumars er við hæfi að rifja upp nokkrar góðar stundir sem birtust hér á vefnum. Meira »

Mokveiðin og harðlífið – Myndskeið

27.8. Veiðitölur úr hinum ýmsu ám segja ekki allt. Við kíktum við í mokveiðinni í Eystri-Rangá og einnig í harðlífið í Húnaþingi. Þó að það séu teknar saman tölur um fjölda veiddra laxa gefur það ekki yfirlit yfir magnaðar upplifanir veiðimanna. Hér er stutt myndskeið frá því fyrr í sumar. Meira »

Ný og öflug tækni í laxveiði – myndskeið

31.7. Katka Svargrova frá Tékklandi er leiðsögumaður í Laxá í Kjós og hún notar allt aðra tækni við laxveiði en flestir Íslendingar, þegar dregur úr töku með hefðbundnum aðferðum. Hún notar mjög smáar púpur og hennar tækni er ótrúlega veiðin. Meira »

Veiða og missa í Soginu - myndskeið

26.7. Veiðin í Soginu hefur verið með ágætum og mun betri en í fyrra. Sporðaköst fylgdust með Árna Baldurssyni, einum af landeigendum veiða í gær. Hans kenning er að netabændur hafi átt í erfiðleikum með netalagnir vegna mikils vatns. Meira »

Lærðu að hitcha – myndskeið

19.7. Hér fer Ólafur Vigfússon kenndur við Veiðihornið yfir undirstöðuatriðin í því að beita gáruaðferðinni, eða hitcha. Þorsteinn Joð gerði myndina og þarna koma fram nokkur af helstu atriðunum sem þarf að hafa í huga. Meira »

Sjáðu Gylfa hnýta Krókinn

19.7. Ein magnaðasta silungafluga sem hefur komið fram á Íslandi í seinni tíð er að öðrum ólöstuðum Krókurinn hans Gylfa Kristjánssonar. Gylfi lést um aldur fram árið 2007, þá 59 ára gamall. Hér er hins vegar myndskeið af Gylfa þar sem hann hnýtir Krókinn og segir frá því hvernig hann varð til. Meira »

Að opna laxveiðiá

27.6. Nú eru flestar laxveiðiár búnar að opna. Við tókum hús á veiðimönnum við Laxá á Ásum þegar fyrstu köstin voru tekin. Sturla Birgisson matreiðslumeistari fór með okkur í hinn fornfræga veiðistað Dulsur, rétt neðan við þjóðveginn. Hér er stutt frásögn af þeirri ferð. Meira »