SPRON-málið

Í málinu eru ákærð þau Guðmund­ur Örn Hauks­son, fyrr­ver­andi for­stjóri SPRON, og Ari Berg­mann Ein­ars­son, Jó­hann Ásgeir Bald­urs, Mar­grét Guðmunds­dótt­ir og Rann­veig Rist, fyrrverandi stjórnarmenn SPRON fyrir umboðssvik. Þeim er gefið að sök að hafa mis­notað aðstöðu sína hjá spari­sjóðnum og stefnt fé hans veru­lega í hættu með því að fara út fyr­ir heim­ild­ir til lán­veit­inga þegar fé­lagið lánaði Ex­ista tveggja millj­arða lán, án trygg­inga, 30. september 2008.

Staðfesti sýknudóm í SPRON-málinu

19.1.2017 Hæstiréttur staðfesti í dag sýknudóm Héraðsdóm­s Reykja­vík­ur í SPRON-málinu svonefnda. Mál­svarn­ar­laun þeirra greiðast úr rík­is­sjóði en þau hlaupa sam­tals á nokkr­um millj­ón­um króna. Meira »

Verulega frábrugðið öðrum málum

11.1.2017 Ekki er hægt að líkja SPRON-málinu svokallaða við önnur hrunmál þar sem bæði tilurð lánveitingarinnar sem ákært er fyrir og meint lánsáhætta eru allt annars eðlis en í þeim málum sem hefur verið sakfellt í hingað til. Þetta kom fram í málflutningi verjenda fyrir Hæstarétti í dag. Meira »

SPRON-málið fyrir Hæstarétti í dag

11.1.2017 Málflutningur í SPRON-málinu svokallaða fer fram í Hæstarétti í dag, en í málinu voru stjórn og sparisjóðsstjóri SPRON ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða lánveitingar til félagsins Exista í lok september 2008. Í héraðsdómi voru allir hinir ákærðu aftur á móti sýknaðir. Meira »

SPRON-málið á dagskrá Hæstaréttar

9.12.2016 SPRON-málið svokallaða er komið á dagskrá Hæstaréttar þann 11. janúar á næsta ári. Í málinu voru stjórn og sparisjóðsstjóri SPRON ákærð fyrir umboðssvik vegna tveggja milljarða lánveitingu til félagsins Exista þann 30. september 2008. Meira »

„Veruleg“ þekking á Exista

25.6.2015 Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í SPRON-málinu svonefnda segir að ekkert hafi komið fram sem styðji það ákæruatriði að hinir ákærðu, fyrrverandi stjórnarmenn SPRON, hafi látið hjá líða að afla upplýsinga um greiðslugetu og eignastöðu Exista eða kynna sér slíkar upplýsingar. Meira »

Lánareglurnar til leiðbeiningar

25.6.2015 Í dómi héraðsdóms kemur fram að í ákæru sérstaks saksóknara hafi ekki komið fram hvers vegna ákærðu í málinu hafi verið óheimilt að lána Existu hf. peningamarkaðslán án trygginga. Segir enn fremur að skilja hafi mátt ákæruna svo að útlánareglur SPRON hafi fortakslaust bannað slík lán. Meira »

Ekki fjártjónshætta við þetta lán

25.6.2015 „Mér sýnist að þetta [dómurinn] sé byggt á þessum forsendum sem lagðar voru til grundvallar, að það hafi ekki verið um að ræða umboðssvikabrot þ.e.a.s. að það hafi ekki verið fjártjónshætta við þetta lán,“ segir Andri Árnason, lögmaður, um dóm í Spron-málinu. Því hafi forsendur ákærunnar brostið. Meira »

Sýknað í SPRON-málinu

25.6.2015 Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun alla þá sem ákærðir voru í SPRON-málinu svonefndu. Málsvarnarlaun þeirra greiðast úr ríkissjóði en þau hlaupa samtals á nokkrum milljónum króna. Meira »

Full ástæða til að gæta varúðar

3.6.2015 Saksóknari í SPRON-málinu telur að fyrrum sparisjóðsstjóri og stjórnarmenn SPRON hafi átt að gera sjálfstæða könnun á því hvort til væri laust fé innan sparisjóðsins þannig að hægt væri að lána Exista tveggja milljarða lán í lok september 2008. Full ástæða hafi verið til að gæta allrar varúðar. Meira »

Mótsagnakenndur málatilbúnaður

3.6.2015 Það er mótsagnakennt að annars vegar tortryggja tveggja milljarða króna innlán VÍS til SPRON, samhliða því að Exista fái lán sömu fjárhæðar frá SPRON, og halda því hins vegar fram að lánið til SPRON hafi haft neikvæð áhrif á lausafjárstöðu sparisjóðsins. Þetta segir verjandi Rannveigar Rist. Meira »

Ekki í aðstöðu til að binda SPRON

3.6.2015 Fyrrum forstjóri SPRON, sat ekki í stjórn sparisjóðsins þegar ákveðið var að veita Exista tveggja milljarða króna lán. Hann var ekki í aðstöðu til að skuldbinda sparisjóðinn með þessum hætti og ber því að sýkna hann. Þetta kom fram í máli verjanda hans í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

1,3 milljarðar greiddir vegna lánsins

3.6.2015 Telja má að um 1,3 milljarðar króna hafi verið greiddir til baka vegna tveggja milljarða króna peningamarkaðsláns sem SPRON veitti Exista 30. september 2008. Þetta kom fram í máli Daníels Isebarn Ágútssonar, verjanda eins af sakborningunum í SPRON-málinu svonefnda, í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Meira »

„Brot ákærðu stórfelld“

3.6.2015 Birgir Jónasson, saksóknari í SPRON-málinu, telur að brot ákærðu, fyrrum stjórnarmanna og forstjóra SPRON, hafi verið stórfelld. Þeim hafi ekki getað dulist að tveggja milljarða króna lán, sem þau samþykktu að veita Exista, hafi verið ólögmætt og valdið sparisjóðnum verulegri fjártjónshættu. Meira »

Munnlegur máflutningur í SPRON-máli

3.6.2015 Munnlegur málflutningur í SPRON-málinu svonefnda hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Birgir Jónasson, saksóknari í málinu, hefur leik en í kjölfarið munu verjendur sakborninganna flytja mál sitt. Málflutningurinn mun standa yfir í dag. Meira »

Áhættunni velt yfir á SPRON

2.6.2015 Sama dag og SPRON veitti Exista tveggja milljarða króna peningamarkaðslán fékk SPRON lán að sömu fjárhæð frá VÍS, dótturfélagi Exista. Sérstakur saksóknari telur að áhættunni af láninu til Exista hafi verið velt af VÍS og yfir á sparisjóðinn, sem hafi þannig setið uppi með fullt tjón vegna lánsins. Meira »

Lánin lutu allt öðrum lögmálum

2.6.2015 Páll Árnason, fyrrverandi regluvörður og yfirmaður áhættustýringar SPRON, sagði við aðalmeðferð í SPRON-málinu í dag að í flestum tilvikum væri ekki hægt að taka tryggingar vegna svokallaðra peningamarkaðslána. Tryggingin væri í raun efnahagsreikningur félagsins sem tæki lánið í hvert sinn. Meira »

Ekkert óeðlilegt við lánið

2.6.2015 Erlendur Hjaltason, fyrrum forstjóri Exista og stjórnarformaður SPRON, telur að ekkert óeðlilegt hafi verið við tveggja milljarða króna peningamarkaðslán sem SPRON veitti Exista þann 30. september 2008. Hann vék af stjórnarfundi áður en ákvörðun var tekin um lánveitinguna sama dag. Meira »

Eðlilegur hluti af lausafjárstýringu

2.6.2015 Fyrrum starfsmenn fjárstýringar hjá Exista sögðu við aðalmeðferð í SPRON-málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun að félagið hefði alla jafna tekið fjölmörg peningamarkaðslán. Þau lán hefðu ávallt verið tekin án veða. Meira »

Al-Thani hafði áhrif á stjórnina

2.6.2015 Kaup sjeiksins Mohamed Al-Thani frá Katar á fimm prósenta hlut í Kaupþing banka í lok september 2008 efldi tiltrú manna á íslensku efnahagslífi og sannfærði fyrrum stjórnarmenn í SPRON um að Exista, sem átti stóran hlut í Kaupþingi, stæði styrkum fótum. Meira »

Hverfandi líkur á greiðslufalli

2.6.2015 Sérfræðileg greining Dr. Hersis Sigurgeirssonar, dósents í fjármálum við Háskóla Íslands, á líkum þess að greiðslufall yrði af tveggja milljarða króna láni sem SPRON veitti Exista sýnir að þær hafi verið hverfandi. Er þá miðað við upplýsingar um fjárhagsstöðu Exista þann dag sem lánið var veitt. Meira »

Exista með öruggari lántakendum

1.6.2015 Hlutafélagið Exista var með öruggari lántakendum SPRON fyrir hrun. Stjórnendur sparisjóðsins þekktu fjárhagsstöðu félagsins mjög vel og töldu að hún hafi verið býsna sterk í lok septembermánaðar 2008, þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán. Meira »

Rannveig: „Samviska mín er hrein“

1.6.2015 Rannveig Rist, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON og núverandi forstjóri Rio Tinto Alcan á Íslandi, sér ekki að neinar reglur hafi verið brotnar þegar stjórn SPRON samþykkti að veita Exista tveggja milljarða króna peningarmarkaðslán þann 30. september 2008. Meira »

Öll lán sem tapast óheppileg

1.6.2015 „Það er auðvitað þannig að allar lánveitingar sem tapast eru óheppilegar. Alveg eins og allar fjárfestingar sem tapast eru óheppilegar. Auðvitað var fólk algjörlega miður sín yfir því hvernig staðan var.“ Þetta segir Jóhann Ásgeir Baldurs, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON. Meira »

„Þetta er eins og að aka bíl“

1.6.2015 „Þetta er eins og að aka bíl. Þetta er bara í höfðinu á manni. Auðvitað hefur maður hliðsjón af reglunum.“ Þetta sagði Ari Bergmann Einarsson, fyrrverandi stjórnarmaður í SPRON, við aðalmeðferð í SPRON-málinu svokallaða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun og átti við útlánareglur sparisjóðsins. Meira »

„Eitt öflugasta fyrirtæki á Íslandi“

1.6.2015 Fyrrverandi forstjóri og stjórnarmenn SPRON töldu sig gjörþekkja stöðu Exista þegar ákveðið var að veita félaginu tveggja milljarða króna peningamarkaðslán 30. september 2008. Félagið var eitt það öflugasta á landinu, að sögn Guðmundur Arnar Haukssonar, þáverandi forstjóra SPRON. Meira »

„Stórfelld“ brot í SPRON-máli

1.6.2015 Aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknara gegn fyrrverandi stjórnarmönnum og sparisjóðsstjóra SPRON hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þau eru ákærð fyrir umboðssvik og sögð hafa misnotað aðstöðu sína og stefnt fé sparisjóðsins í verulega hættu. Málið snýst um tveggja milljarða lán sem veitt var Ex­ista. Meira »

Fá ekki annan frest

19.3.2015 Fyrirtaka í SPRON-málinu fór fram í morgun en verjendur í málinu óskuðu þann 2. febrúar sl. eftir fresti til þess að skila greinargerð í málinu. Greinargerðir voru hins vegar ekki lagðar fram í morgun og fengu verjendur annan frest til þess að skila greinargerðum. Meira »

Ekki hætta á gjaldþroti Exista

3.2.2015 Fyrirtaka í SPRON-málinu fór fram í morgun og lögðu verjendur fram gögn í málinu. Meðal gagna sem verjendur lögðu fram var sérfræðiálit á fjárhagsstöðu Exista þegar lánveitingin átti sér stað sem að sögn þeirra sýndi fram á gjaldþrot félagsins hafi alls ekki verið líklegt á þeim tímapunkti og ekki veruleg hætta á því að sú staða kæmi upp. Meira »

Vildu lengri frest til skrifta

6.1.2015 Verjendur í SPRON-málinu fóru fram á lengri frest til greinargerðaskrifa fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun þegar til stóð að taka málið fyrir. Gáfu þeir þá skýringu að torsóttara hefði reynst að ganga frá greinargerðum en gert hefði verið ráð fyrir. Meira »

Rannveig Rist neitaði sök

29.10.2014 Rannveig Rist og Jóhann Ásgeir Baldurs neituðu bæði sök þegar SPRON-málíð svonefnda var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Málinu var því næst frestað fram yfir áramót, en næst er fyrir verjendur að skila greinargerðum. Meira »