Start Your Inpossible

„Læt ekkert stoppa mig“

13.7. Þó Patrekur hafi fengið stærri verkefni í lífinu en margir aðrir lætur hann ekkert stoppa sig. Hann slasaðist á fæti í vetur en sýndi frábæran árangur á Íslandsmeistaramótinu á dögunum. Hann er eini blindi spretthlaupari á landinu. Meira »

„Njótið lífsins á meðan þið getið“

11.7. Stefanía Daney Guðmundsdóttir sló fjögur Íslandsmet nýverið og stökk yfir lágmarkið inn á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó árið 2020. Hún segir best að vera ekki feiminn við að viðurkenna ódæmigerða einhverfu. Það stoppi mann ekki svo síður sé. Meira »

„Þýðir ekkert að kvarta og kveina“

10.7. Már Gunnarsson lítur ekki á sig sem fatlaðan einstakling, enda eru allir að fást við eitthvað og hann mörgum hæfileikum gæddur. Hann stefnir á Ólympíuleika fatlaðra í Tókýó árið 2020 og eins og staðan er í dag eru miklar líkur á því að hann verði sendiherra landsins í sundi þar. Meira »

Sundið styrkir röddina

13.2. Már Gunnarsson stefnir á Ólympíuleika fatlaðra árið 2020 en hann segir að tónlistin hjálpi honum á þeirri leið. Ásamt því að æfa á fullu er hann að senda frá sér nýja plötu og halda tónleika. Meira »

Erfiði er auðvelt ef það er gaman

25.8. Þrátt fyrir ungan aldur er hinn 18 ára gamli Már Gunnarsson ekki aðeins einn fremsti sundmaður Íslendinga, þar sem hann slær hvert Íslandsmetið á fætur öðru í lauginni, heldur er hann í ströngu tónlistarnámi þar sem hann er núna að vinna að útgáfu sinnar fyrstu plötu. Meira »

Missti sjónina á hálfu ári

18.8.2018 Spretthlauparinn Patrekur Andrés Axelsson var 19 ára þegar hann missti sjónina, þá að ljúka námi á rafiðnaðarbraut og á fullu í fótbolta. Sjónin fór úr fullkominni hundrað prósenta sjón niður í fimm prósent á aðeins hálfu ári. Meira »

Verst að fórna sauðburði

11.8.2018 Einni fremstu íþróttakonu Íslands í röðum fatlaðra finnst ekkert mál að fórna skólaskemmtunum til að ná sínum markmiðum en náttúrubarnið í henni er ekki eins sátt með að komast ekki í sauðburð. Meira »

Tekur tíma, þolinmæði og þrjósku

29.7.2018 Arna Sigríður Albertsdóttir hefur verið frumkvöðull í keppnishjólreiðum hérlendis en hún stefnir á að keppa á Ólympíumóti fatlaðra í Japan 2020. Hún var 16 ára er hún hlaut mænuskaða í skíðaslysi í Noregi, en er nú komin á stað sem marga hjólareiðamenn dreymir um – að keppa á stórmótum í hjólreiðum. Meira »

Fjórar íslenskar ofurhetjur

28.7.2018 Stefndu að hinu ómögulega eða „Start your impossible“ er yfirskrift herferðar sem fjórar íslenskar ofurhetjur eru farnar í með stuðningi Toyota á Íslandi. Þær ætla að sigra sjálfar sig og aðra með því að komast á Olympíuleikana í Tókýó árið 2020. Smartland hvetur landsmenn til að fylgjast með fólkinu á samfélagsmiðlum og sýna því stuðning í verki. Meira »

Ætla á ólympíumót í Japan

26.7.2018 Fjórir íslenskir íþróttamenn hafa tekið höndum saman með stuðningi Toyota á Íslandi undir yfirskriftinni „Start your impossible“. Er markmið þeirra að komast á ólympíumót fatlaðra í Tókýó í Japan árið 2020. Meira »