Stefnuræða forsætisráðherra 2018

Frekar gæsluvarðhald en ræðurnar

13.9. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist hugsa að heldur skárra hefði verið að „sitja í gæsluvarðhaldi í einangrun en að afplána ræður stjórnarandstæðinga í þinginu í gærkvöldi um stefnuræðu forsætisráðherra.“ Meira »

Kjaramál í deiglunni á Alþingi

13.9. Komandi kjarasamningar voru ofarlega í huga margra þingmanna á Alþingi í gær í umræðum um stefnuræðu Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Í ræðu sinni fjallaði hún meðal annars um samráð ríkisstjórnarinnar við aðila vinnumarkaðarins. Meira »

Þessari vitleysu verður að ljúka

12.9. „Þessari vitleysu verður að ljúka,“ sagði Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra á Alþingi í kvöld þegar hann ræddi um áform stjórnenda N1 um að taka á ný upp kaupaukakerfi. „Þessa tillögu verður að draga til baka.“ Meira »

Boðar sókn í rafvæðingu stjórnsýslunnar

12.9. Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði í eldhúsdagsumræðum það miður að verkefni sem væru til umræðu á Alþingi á hverjum tíma væru gjarnan metin að verðleikum eftir fjárheimildum, líkt og að ekki væri hægt að taka framfaraskref án þess að þess sæi stað í fjárlögum næsta árs. Meira »

Alþingi þarf að fjarlægja þröskulda

12.9. Smári McCarthy, þingmaður Pírata, sagði á Alþingi í kvöld að blikur væru á loft nú þegar nýtt þing gengi í garð. Krónan stundaði meiri loftfimleika en vanalega, stutt væri í hörku í kjaraviðræðum og árið hefði verið ferðaþjónustunni erfitt. Meira »

Félagslegur stöðugleiki mjög mikilvægur

12.9. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði að á tímum þar sem hatursöflum yxi ásmegin víða um lönd skipti öllu máli að stjórnmálahreyfingar og flokkar gættu að meginreglum lýðræðis og mannréttinda, spyrntu fast á móti heimsku og valdníðslu og freistuðust ekki til að laga málflutning sinn að heiftinni og hatrinu. Meira »

Vonar að skynsamir stöðvi „Trumpara“

12.9. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að börn væru að fæðast um þetta leyti sem komu undir um svipað leyti og núverandi ríkisstjórn. Meira »

Ekkert dýrmætara en heilsa og hamingja

12.9. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, sagði í eldhúsdagsumræðum á Alþingi að síðasta þing hefði reynst henni erfitt. Hún hefði haft miklar væntingar til starfsins og fólksins á þinginu. Vonbrigðin hefðui verið mikil þegar hún áttaði sig á því að mikilvægum málum yrði fórnað í nafni stöðugleika. Meira »

Bjarni: „Báknið er ekki að vaxa“

12.9. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði í ræðu sinni á eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld gagnrýni á útgjaldavöxt íslenska ríkisins. Sagði hann útgjöld „ekki hafa vaxið sem nokkru nemur sem hlutfall af landsframleiðslu“ og á meðan útgjöld ríkisins aukist ekki hlutfallslega sé ekki hægt að segja að báknið sé að vaxa. Meira »

Vilja koma Íslandi í fremstu röð

12.9. „Markmiðið er skýrt hjá ríkisstjórninni. Að koma Íslandi í fremstu röð og efla samkeppnishæfni á sem flestum sviðum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og samgönguráðherra, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Meira »

Gáttaður á svikum Framsóknarflokksins

12.9. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, skaut föstum skotum á fyrrverandi félaga sína í Framsóknarflokknum í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Hann sagði að það hefði tekið á að fylgjast með flokknum gefa eftir öll sín stærstu loforð undanfarið. Meira »

„Góðærið hefur ekki náð til allra“

12.9. „Ýmislegt bendir til að við séum á leið niður í dal eftir að hafa verið á tindi hagsveiflu í langan tíma. Komandi mánuðir eru afgerandi,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Meira »

Umhverfismál eitt af flaggskipunum

12.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sér fyrir sér að umhverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum utanríkisstefnu Íslands, rétt eins raunin sé þegar orðin varðandi jafnrétti kynjanna. Þetta kom fram í stefnuræðu hennar á Alþingi í kvöld. Meira »

Eldhúsdagsumræður að hefjast

12.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur stefnuræðu sína á Alþingi klukkan 19.30 í kvöld. Að henni lokinni fara fram umræður um ræðuna, svonefndar eldhúsdagsumræður. Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og mun ljúka laust fyrir klukkan 22. Meira »