Stjórnarkjör í Eflingu

Sólveig tekin við formennsku í Eflingu

27.4. Sólveig Anna Jónsdóttir tók í kvöld formlega við formennsku í stéttarfélaginu Eflingu af Sigurði Bessasyni sem nú lætur af formennsku. Meira »

Óskaði Sólveigu Önnu til hamingju

13.3. „Það er ekkert sjálfgefið að framboð til forseta sé endilega með velvilja forystumanna stærstu félaga eða sambanda. Það eru bara þingfulltrúarnir sem ákveða þetta,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um gagnrýni verkalýðsforingja á setu hans í forystu ASÍ. Meira »

Sólveig fundaði með félagsmönnum

11.3. B-listinn boðaði til fundar með félagsmönnum Eflingar í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, nýkjörinn formaður Eflingar, segir í samtali við mbl.is þetta hafa verið fyrsta fundinn af mörgum þar sem fram fer opið lýðræðislegt spjall meðal félagsmanna. Meira »

Skjálfti í hreyfingunni en varað við skotgröfum

9.3. Titringur er innan verkalýðshreyfingarinnar eftir sigur B-lista Sólveigar Önnu Jónsdóttur í Eflingu og óvissa um hvaða breytingar gætu verið í farvatninu á vettvangi ASÍ og um samstarf stéttarfélaga. Meira »

Umbrotin vegna lægstu hópa

9.3. „Menn hafa vanrækt lægstu hópana. Þessir hópar hafa setið eftir og bilið breikkar á milli lægstu hópanna og annarra hópa,“ segir Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, vinnumarkaðssérfræðingur og dósent við HÍ. Meira »

Hyggst leita leiðsagnar fólksins

8.3. Sólveig Anna Jónsdóttir, nýr formaður Eflingar, hyggst nota næstu vikur til að móta stefnuna. Ný stjórn muni funda með félagsmönnum Eflingar og vinna að stefnumótun á lýðræðislegan hátt. Meira »

Formaður VR spáir fleiri „hallarbyltingum“ í ár

8.3. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir formannskjörið í Eflingu enn eitt ákallið um breytingar. „Það er mikil undiralda. Hún hefur verið að byggjast upp. Meira »

„Verðum með mjög róttækar áherslur“

7.3. Ný stjórn Eflingar-stéttarfélags verður með mjög róttækar áherslur sem verða í samræmi við málflutnings B-listans, sem vann stjórnarkjör Eflingar í gær undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttir. Nýi formaðurinn ætlar ekki að sætta sig við þá 3% hækkun sem rætt hefur verið um í komandi kjarasamningum. Meira »

Sólveig Anna nýr formaður Eflingar

7.3. B-listi, undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur, sigraði með miklum yfirburðum í stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags. B-listinn fékk 2.099 atkvæði, eða rúm 80 prósent atkvæða, en A-listi stjórnar og trúnaðarráðs fékk 519 atkvæði. Úrslit lágu fyrir nú fyrir skömmu. Meira »

Enginn kannast við atvikið

5.3. Enginn starfsmaður Eflingar kannast við atvik þar sem kona af erlendu bergi brotnu á að hafa verið hvött til kjósa A-listann frekar en B-listann þegar hún ætlaði að greiða utankjörfundaratkvæði í stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags. Meira »

Rafræn kosning kom til greina

5.3. Formaður kjörstjórnar í stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags segir það hafa verið inni í umræðunni að hafa kosninguna rafræna í ár. Meira »

Miður sín að dragast inn í umræðuna

5.3. Þráinn Hallgrímsson, skrifstofustjóri Eflingar-stéttarfélags, segir að ekki sé hægt að líkja saman stjórnmálaafskiptum sínum og Sólveigar Önnu Jónsdóttur sem býður sig fram til formanns Eflingar. Meira »

Funda vegna mögulegrar kæru

5.3. Gísli Tryggvason, lögfræðingur B-lista í stjórnarkjöri Eflingar-stéttarfélags, ætlar að funda með leiðtogum B-listans síðdegis í dag um hvort kæra verður lögð fram vegna kosningarinnar. Meira »

Sökuð um brot á kosningalögum

5.3. Gísli Tryggvason, lögfræðilegur ráðgjafi B-lista í stjórnarkjöri Eflingar, sendi Magnúsi Norðdahl, formanni kjörstjórnar, bréf með yfirlýsingu tveggja einstaklinga sem segja að kona sem starfar á skrifstofu Eflingar hafi hvatt konu sem er af erlendu bergi brotin til að kjósa A-lista er hún ætlaði að greiða utankjörfundaratkvæði. Meira »

Styðja fulltrúa sem rugga ekki bátnum

30.1. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það þekkta pólitíska aðferðarfræði að rétta kyndilinn áfram til þeirra sem eru ólíklegri til að rugga bátnum eða fara gegn hugmyndafræði þeirra sem fyrir sitja. Þetta skrifar hann á Facebook-síðu sína vegna komandi kosninga í stéttarfélaginu Eflingu. Meira »

Sósíalistaflokkurinn bjóði fram

30.1. „Það er mjög óvanalegt að það gerist, og hefur ekki gerst í að verða áratug, að framboð sé nánast beinlínis boðið fram í gegnum pólitískt umhverfi eins og í gegnum Sósíalistaflokkinn.“ Meira »

Upplausn í VR en rólegt í Eflingu

29.1. Sumarliði R. Ísleifsson, sagnfræðingur sem skrifaði sögu ASÍ, telur það ósennilegt að framboð undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur til stjórnar Eflingar, nái í gegn og á von á því að erfitt verði að steypa stjórninni sem fyrir er af stóli. Hann segir að aðstæðurnar í Eflingu og VR séu ólíkar. Meira »

Skiluðu um 600 undirskriftum

29.1. „Þetta gekk ótrúlega vel, við vorum með fjöldann allan af undirskriftum og erum búin að skila þeim. Við vonum að hlutirnir gangi vel og að þetta verði tekið gilt,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir. Meira »

Skammist sín ekki fyrir léleg kjör

29.1. Framboðslisti undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttir hefur lokið við að safna þeim 120 undirskriftum sem skila þarf inn fyrir klukkan 16 í dag vegna mótframboðs til stjórnar Eflingar. Meira »

Kjánahrollur fór um Ragnar Þór

29.1. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að kjánahrollur hafi farið um sig þegar hann las ummæli Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, í Morgunblaðinu í morgun um að afskipti Ragnars Þórs af Eflingu, öðru félagi í ASÍ, væru fordæmalaus. Meira »

Afskipti formanns VR fordæmalaus

29.1. „Mér finnst mjög athyglisvert að formaður VR sé með svona beinum hætti að hafa afskipti af kjöri í öðru félagi. Ég man ekki eftir að hafa heyrt af slíku,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Verða að standa saman

28.1. „Við munum leggja áherslu á bætt lífskjör verkafólks. Við lítum svo á að hér er ekki hægt að lifa ef þú tilheyrir láglauna stétt verkafólks,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir sem býður sig fram sem formannsefni lista til stjórnar í stéttarfélaginu Eflingu. Meira »

Vonar að byltingin haldi áfram

28.1. „Ég vona að byltingin innan hreyfingarinnar haldi áfram,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir kynningarfund á nýjum framboðslista til stjórnar verkalýðsfélagsins Eflingar. Meira »