Stuðningsfulltrúi ákærður fyrir kynferðisbrot

Varðhald yfir stuðningsfulltrúa staðfest

17.5. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá 11. maí um að karlmaður, sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg, skuli sitja í gæsluvarðhaldi til 8. júní. Meira »

Ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum

11.5. Karlmaðurinn sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg er ákærður fyrir brot gegn fjórum börnum í málinu sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Meira »

Stuðningsfulltrúi áfram í varðhaldi

11.5. Gæsluvarðhald yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg hefur verið framlengt um fjórar vikur. Meira »

Stuðningsfulltrúinn neitar sök

11.5. Karlmaður á fimmtugsaldri sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi er hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg neitaði sök þegar málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Meira »

Gæsluvarðhald yfir stuðningsfulltrúa staðfest

24.4. Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness í máli stuðningsfulltrúa sem héraðssaksóknari hefur ákært fyrir ítrekuð og langvarandi kynferðisbrot gegn börnum og nauðganir. Skal maðurinn sæta varðhaldi til 11. maí. Meira »

Ákæra birt og gæsluvarðhald framlengt

13.4. Embætti héraðssak­sókn­ara gaf í dag út ákæru í máli karl­manns á fimm­tugs­aldri sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kyn­ferðisof­beldi en hann starfaði sem stuðnings­full­trúi hjá Reykja­vík­ur­borg. Meira »

Ný kæra ekki send til héraðssaksóknara

13.4. Ný kæra sem hefur borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu vegna kynferðisbrots stuðningsfulltrúa barnaverndar er ekki meðal þeirra sjö mála sem lögreglan sendi til héraðssaksóknara til ákærumeðferðar fyrir páska. Meira »

„Ég skammaðist mín svo mikið“

12.4. „Þetta hafði gríðarlega mikil áhrif á mig og hefur breytt mér mikið. Ég er allt annar maður í dag en ég var áður. Það hefur bæði komið slæmt og gott úr þessu. Ég hef áttað mig á því að ég hef stuðning ef það koma upp vandamál og lít á þetta sem uppbyggingu fyrir bjartari framtíð.“ Meira »

Stuðningsfulltrúinn verður ákærður

12.4. Embætti héraðssaksóknara mun gefa út ákæru í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem er sakaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi en hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Meira »

Ný kæra á hendur starfsmanni barnaverndar

7.4. Lögð hefur verið fram ný kæra á hendur fyrrverandi starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur, karlmanni á fimmtugsaldri, sem grunaður er um gróf kynferðisbrot gagnvart að minnsta kosti sjö börnum. Meira »

Opna á rafrænar ábendingar til Barnaverndar

5.4. Opnað hefur verið fyrir rafrænar ábendingar til Barnaverndar á tilkynningasíðu sem sett hefur verið upp á vef Reykjavíkurborgar. Segir í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg að á síðunni sé hægt að velja rafrænan ábendingahnapp eftir eðli mála. Meira »

Mál stuðningsfulltrúa til saksóknara

3.4. Lögregla hefur lokið rannsókn í máli karlmanns á fimmtugsaldri sem sakaður er um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi, en hann starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Málið er komið til ákærumeðferðar hjá embætti héraðssaksóknara. Meira »

Áfram í haldi vegna grófra brota

23.3. Landsréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð héraðsdóms í máli stuðningsfulltrúa sem er grunaður um að hafa beitt börn grófu kynferðisofbeldi. Maðurinn skal sæta varðhaldi til 13. apríl. Meira »

Bað fórnarlömbin afsökunar

20.3. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, bað fyrir hönd flokksins fórnarlömb afsökunar og aðstandendur þeirra sem hafa átt um sárt að binda vegna mistaka starfsmanns Reykjavíkurbogar sem leiddu til þess að tilkynning um kynferðisbrot barst ekki til stjórnenda. Meira »

Stuðningsfulltrúi gengst undir sálfræðimat

19.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið dómkvaddan sálfræðing til að framkvæma sálfræðimat á þroska og heilbrigðisástandi stuðningsfulltrúa sem er grunaður um kynferðisbrot gegn börnum. Meira »

Stuðningsfulltrúinn áfram í gæsluvarðhaldi

16.3. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag að fyrrverandi starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur skuli sæta áframhaldandi gæsluvarðhaldi á grundvelli almenningshagsmuna. Maðurinn hefur setið í varðhaldi frá því að hann var handtekinn í janúar og var varðhaldsúrskurðurinn framlengdur til 13. apríl. Meira »

Verða að axla ábyrgð

16.3. Þetta eru kerfislæg mistök sem hafa átt sér stað bæði hjá lögreglu og borginni. Lögregla hefur játast við því og tekið á því. Borgin er því miður, og þá er ég að tala um Velferðarsvið, er að búa til skýringar á að ótilgreindur starfsmaður hafi gert mistök, segir lögmaður í máli stuðningsfulltrúans Meira »

Kanna bótarétt sinn gagnvart borginni

15.3. Umbjóðendur Sævars Þórs Jónssonar, lögmanns, sem hafa kært karlmann sem starfaði sem stuðningsfulltrúi hjá Barnavernd Reykjavíkur fyrir kynferðisbrot, munu kanna bótarétt sinn gagnvart borginni. Í skýrslu Innri end­ur­skoðunar Reykja­vík­ur­borg­ar kemur fram að ekki var farið eftir verkferlum. Meira »

Starfsmaður borgarinnar gerði mistök

15.3. Móttaka tilkynningar til Barnaverndar Reykjavíkur árið 2008 vegna gruns um kynferðisbrot starfsmanns skammtímaheimilis að Hraunbergi gagnvart börnum var ekki í samræmi við verkferla. Meira »

Stuðningsfulltrúi verði áfram í haldi

15.3. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir fyrrverandi starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur. Meira »

„Auðvelt að átta sig á hver á í hlut“

27.2. „Mér finnst verið að virða þeirra persónuvernd að vettugi. Það er ekki verið að nafngreina fólkið, en það er verið að lýsa því með þeim hætti að það er mjög auðvelt að átta sig á því hver á í hlut. Þetta eru það alvarleg og viðkvæm mál sem varða einstaklinga sem eru mjög viðkvæmir.“ Meira »

Braut gegn barni og hló í kjölfarið

26.2. Einn þeirra sem kært hefur fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur fyrir kynferðisofbeldi gegn sér þegar hann var á barnsaldri, segist hafa upplifað brotin að nýju þegar hann hitti manninn fyrir tilviljun í verslun fyrir nokkrum árum. Meira »

Innri endurskoðun rannsakar málið

22.2. Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag. Meira »

Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

16.2. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum viðkomandi. Meira »

Vilja stuðningsfulltrúa áfram í haldi

16.2. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um ítrekuð kynferðisbrot gagnvart börnum. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Mun skoða möguleika á skaðabótaskyldu

13.2. Sævar Þór Jónsson, lögmaður drengs sem kærði stuðningsfulltrúa sem starfaði fyrir barnavernd fyrir kynferðisbrot, segist ætla að skoða möguleika á skaðabótaskyldu barnaverndar ef hún hafi ekki sinnt hugsanlegum tilkynningum um kynferðisbrot starfsmanna á tímabilinu fyrir árið 2010. Meira »

Atburðarásin í stuðningsfulltrúamálinu

13.2. Í gær hélt lögreglan á höfuðborgarsvæðinu blaðamannafund þar sem greint var frá ferli og rannsókn lögreglunnar á meintu kynferðisbroti stuðningsfulltrúa gegn dreng sem var í hans umsjón á sex ára tímabili. Málsmeðferðin hefur verið gagnrýnd harðlega, en mbl.is skoðar hér tímalínu málsins. Meira »

Alvarlegt að póstunum var ekki svarað

12.2. Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður segir það forkastanlegt að ítrekuðum tölvupóstum hans til lögreglu hafi ekki verið svarað vegna veikinda lögreglufulltrúa. Sævar er réttargæslumaður drengs sem lagði fram kæru á hendur karlmanni í ágúst fyrir meint kynferðis­brot á ár­un­um 2004 til 2010. Meira »

Enginn rekinn eða færður til í starfi

12.2. Enginn starfsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður látinn sæta ábyrgð í kjölfarið á því að það dróst að hefja rannsókn á meintum kynferðisbrotum karlmanns sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Þess í stað verður kynferðisafbrotadeild lögreglunnar styrkt um sex stöðugildi. Meira »

Mistök voru gerð í upphafi

12.2. „Okkar niðurstaða er að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Við sjáum engin merki um að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en 17. janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson yf­ir­lög­regluþjónn á blaðamannafundi lögreglu í dag þar sem niðurstöður skoðunar lög­regl­unn­ar, á því sem fór úr­skeiðis þegar dróst á lang­inn að hefja rann­sókn á ætluðum kyn­ferðis­brot­um karl­manns, sem starfaði hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur og sem stuðnings­full­trúi, voru kynntar. Meira »