Stuðningsfulltrúi sakaður um kynferðisbrot

Innri endurskoðun rannsakar málið

22.2. Unnið hefur verið að því að afla upplýsinga um mál starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur sem grundaður er um kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, frá því að upplýst var um málið. Þetta kemur fram í skriflegu svari velferðarsviðs sem lagt var fram í borgarstjórn á þriðjudag. Meira »

Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

16.2. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag fyrrverandi starfsmann Barnaverndar Reykjavíkur í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í tengslum við rannsókn hennar á ætluðum kynferðisbrotum viðkomandi. Meira »

Vilja stuðningsfulltrúa áfram í haldi

16.2. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir starfsmanni Barnaverndar Reykjavíkur sem grunaður er um ítrekuð kynferðisbrot gagnvart börnum. Þetta staðfestir Kristján Ingi Kristjánsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Mun skoða möguleika á skaðabótaskyldu

13.2. Sævar Þór Jónsson, lögmaður drengs sem kærði stuðningsfulltrúa sem starfaði fyrir barnavernd fyrir kynferðisbrot, segist ætla að skoða möguleika á skaðabótaskyldu barnaverndar ef hún hafi ekki sinnt hugsanlegum tilkynningum um kynferðisbrot starfsmanna á tímabilinu fyrir árið 2010. Meira »

Atburðarásin í stuðningsfulltrúamálinu

13.2. Í gær hélt lögreglan á höfuðborgarsvæðinu blaðamannafund þar sem greint var frá ferli og rannsókn lögreglunnar á meintu kynferðisbroti stuðningsfulltrúa gegn dreng sem var í hans umsjón á sex ára tímabili. Málsmeðferðin hefur verið gagnrýnd harðlega, en mbl.is skoðar hér tímalínu málsins. Meira »

Alvarlegt að póstunum var ekki svarað

12.2. Sæv­ar Þór Jóns­son lögmaður segir það forkastanlegt að ítrekuðum tölvupóstum hans til lögreglu hafi ekki verið svarað vegna veikinda lögreglufulltrúa. Sævar er réttargæslumaður drengs sem lagði fram kæru á hendur karlmanni í ágúst fyrir meint kynferðis­brot á ár­un­um 2004 til 2010. Meira »

Enginn rekinn eða færður til í starfi

12.2. Enginn starfsmaður lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verður látinn sæta ábyrgð í kjölfarið á því að það dróst að hefja rannsókn á meintum kynferðisbrotum karlmanns sem starfaði hjá Barnavernd Reykjavíkur. Þess í stað verður kynferðisafbrotadeild lögreglunnar styrkt um sex stöðugildi. Meira »

Mistök voru gerð í upphafi

12.2. „Okkar niðurstaða er að ferill málsins við úthlutun hafi verið mjög óformlegur. Við sjáum engin merki um að þetta mál hafi verið rætt á vikulegum fundum deildarinnar fyrr en 17. janúar 2018,“ sagði Karl Steinar Valsson yf­ir­lög­regluþjónn á blaðamannafundi lögreglu í dag þar sem niðurstöður skoðunar lög­regl­unn­ar, á því sem fór úr­skeiðis þegar dróst á lang­inn að hefja rann­sókn á ætluðum kyn­ferðis­brot­um karl­manns, sem starfaði hjá Barna­vernd Reykja­vík­ur og sem stuðnings­full­trúi, voru kynntar. Meira »

Gera þarf breytingar á lögreglukerfinu

12.2. Þau mistök voru gerð hjá embætti lögreglu að upplýsingar um að karlmaður sem var kærður fyrir kyn­ferðis­brot­ gegn dreng hefði starfað með börnum voru ekki sendar barnaverndaryfirvöldum fyrr en í janúar 2018 þegar rannsókn málsins hófst. Meira »

Lögreglan boðar til blaðamannafundar

12.2. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 17:15 í dag þar sem kynna á niðurstöður skoðunar lögreglunnar á því sem kann að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum stuðningsfulltrúa gegn dreng. Meira »

Níunda málið til skoðunar

9.2. Eitt mál til viðbótar þeim átta kærum sem borist hafa vegna meintra kynferðisbrota fyrrverandi starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur er til skoðunar. Lögreglan skoðar ítarlega hvað kunni að hafa farið úr­skeiðis þegar dróst á lang­inn að hefja rann­sókn á ætluðum brotum. Meira »

Innri rannsókn lögreglu gengur vel

9.2. Undanfarna daga hefur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu skoðað ítarlega hvað kunni að hafa farið úrskeiðis þegar dróst á langinn að hefja rannsókn á ætluðum kynferðisbrotum karlmanns, sem tilkynnt var um í sumarlok 2017. Meira »

Grunur um brot gegn 8 börnum

9.2. Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar enn eitt málið gegn stuðningsfulltrúa, sem sætir gæsluvarðhaldi fyrir að hafa brotið gegn skjólstæðingi sínum. Gæsluvarðhald yfir manninum var í dag framlengt um viku, en hann er grunaður um kynferðisbrot gegn minnst 8 börnum. Meira »

Óttast að fleiri hafi sögur að segja

7.2. Það er fjarstæðukennt að Barnavernd telji eðlilegt að vísa frá tilkynningum um starfsmann sem hefur gerst brotlegur við börn ef sá sem brotið var á er nú orðinn lögráða. Þetta segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs borgarinnar. Hún óttast að fleiri þarna úti hafi sögur að segja. Meira »

Áhættumat á starfsemi Barnaverndar

6.2. Framkvæmt verður sérstakt áhættumat á allri starfsemi Barnaverndar Reykjavíkur og allir verkferlar varðandi ábendingar og tilkynningar til Barnaverndar endurskoðaðir með það að markmiði að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig. Meira »

Rannsókn lögreglu langt komin

5.2. Rannsókn lögreglu í máli fyrrverandi starfsmanns Barnaverndar Reykjavíkur miðar vel en maðurinn er í gæsluvarðhaldi fram á föstudag. Hann var handtekinn í síðasta mánuði, grunaður um kynferðisbrot. Meira »

Skýrsla um drátt í lok viku

5.2. „Við útilokum ekki að fleiri tilkynningar um brot gætu borist á næstu dögum en rannsókninni á kynferðisbrotamálinu hefur miðað mjög vel. Það sama má segja um athugunina á því hvað fór úrskeiðis við meðferð lögreglunnar vegna kæru á hendur stuðningsfulltrúa sem starfaði á vegum barnaverndaryfirvalda og grunaður er um kynferðisbrot í starfi sínu með skjólstæðingum barnaverndaryfirvalda.“ Meira »

Tekið mjög hart á brotunum

4.2. „Við erum með 211 börn í varanlegu og tímabundnu fóstri,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Hart sé tekið á brotum gegn skjólstæðingum sviðsins og dæmi um fyrirvaralausar brottvikningar og leyfi. Meira »

„Fannst ég hafa brugðist honum“

3.2. „Loksins þegar hann var tilbúinn ákvað hann að kæra. Hann varð fyrst og fremst að vera tilbúinn. Það var ekki nóg að við værum tilbúin. Við virtum það. Hann er mjög jákvæður núna og er ótrúlega sterkur drengur.“ Þetta segir móðir drengs sem varð fyrir kynferðisofbeldi þegar hann var barn. Meira »

Skimað betur fyrir kynferðisbrotum

2.2. „Úrræði í barnaverndarmálum hafa mjög mikið byggst á trausti, og þetta er nokkuð sem ég er hugsi yfir í ljósi síðustu atburða,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Algengt sé að einn starfsmaður sé að vinna með einu barni. Meira »

Áfram í gæsluvarðhaldi vegna gruns um kynferðisbrot

2.2. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í dag karlmann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 9. febrúar á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Lögreglan rannsakar brot gegn 7 þolendum

1.2. Rannsókn stendur yfir hjá lögreglu á kynferðisbrotum fyrrverandi starfsmanns barnaverndaryfirvalda gegn sjö manns. Frá þessu greindi Karl Steinar Valsson lögreglumaður í Kastljósi í kvöld. Meira »

Boðar fund vegna stuðningsfulltrúans

1.2. Fulltrúar Barnaverndar Reykjavíkur, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og velferðarsviðs Reykjavíkur hafa verið boðaðir á fund í Velferðarráðuneytinu á mánudag vegna máls stuðningsfulltrúa, sem nú situr í gæsluvarðahaldi grunaður um að hafa misnotað skjólstæðing sinn er hann var á barnsaldri. Meira »

Byrjað að ræða við börnin

1.2. Búið er að ræða við um 10 þeirra barna sem dvalið hafa á vistheimili þar sem karlmaður starfaði, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn sem skjólstæðingi sem hann var stuðningsfulltrúi fyrir. Þá eru fyrirspurnir teknar að berast Bjarkarhlíð vegna málsins. Meira »

Leita að eldri kvörtunum

1.2. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var Barnavernd Reykjavíkur tilkynnt um meint eldri kynferðisbrot starfsmanns stofnunarinnar sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng á árunum 2004 til 2010. Meira »

Ganga lengra en lög segja til um

31.1. Leiki grunur á að einstaklingur sem starfað hefur með börnum hafi brotið gegn barni, þá ber lögreglu að kanna það. Þetta segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Málin eigi ekki að staflast upp

31.1. „Lögreglan á ekki að vera svo fjárþurfi og mannaflsþurfi að kærur um kynferðisofbeldi gegn börnum staflist upp í þykkan málabunka á skrifstofuborðinu,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG. Meira »

„Fólk segist kannast við þennan mann“

31.1. Margir hafa sett sig í samband við lögmann og réttargæslumann drengs sem lagði fram kæru á hend­ur karlmanni síðasta ári fyr­ir kyn­ferðis­brot sem hann á að hafa framið gegn hon­um, til að koma á framfæri upplýsingum um meint brot mannsins og til að fá staðfestingu á því hver hann er. Meira »

Segist vita um tíu brotaþola

30.1. Sævar Þór Jónsson, lögmaður, segist vita um tíu einstaklinga sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hendi karlmanns á fimmtugsaldri sem situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng. Maðurinn er núverandi starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur. Meira »

„Það fór bara framhjá okkur“

30.1. Yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu segir að um leið og lögregla hafi haft sannanir fyrir því að karlmaður á fimmtugsaldri, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um gróf kynferðisbrot gagnvart ungum dreng, væri núverandi starfsmaður Barnaverndar Reykjavíkur hafi verið gripið til ráðstafana. Meira »