Suður-Súdan

Nauðguðu 150 konum og stúlkum

4.12. Yfir 150 konur og stúlkur hafa undanfarna 12 daga stigið fram og greint frá kynferðislegu ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir í Suður-Súdan. Meira »

Milljónir líða enn sult

2.10. Leiðtogar stríðandi fylkinga í Suður-Súdan skrifuðu undir enn eitt friðarsamkomulagið í síðasta mánuði og á meðan þeir leggja á ráðin um hvernig þeir ætli að deila völdunum héðan í frá heldur hungrið áfram að sverfa að íbúum þessa yngsta ríkis heims. Þá blossa þar enn upp átök þrátt fyrir fögur fyrirheit. Meira »

Dæmdir fyrir að nauðga hjálparstarfsmönnum

6.9. Herréttur í Suður-Súdan hefur dæmt 10 hermenn til fangelsisvistar fyrir að nauðga erlendum hjálparstarfsmönnum og fyrir morð á blaðamanni. Þyngstu dómarnir varða lífstíðarfangelsi. Stjórnvöldum var þá gert að greiða eiganda hótelsins þar sem árásirnar áttu sér stað tvær milljónir dollara í bætur. Meira »

Brothætt sátt í Suður-Súdan

7.8. Misklíð þeirra hefur valdið blóðugum átökum í Suður-Súdan en nú segjast erkifjendurnir Salva Kiir og Riek Machar ætla að reyna að deila völdum og ætla að gera enn eina tilraunina til að semja um frið í þessu yngsta ríki heims. Meira »

Enn ein tilraun gerð til friðar

27.6. Salva Kiir, forseti Suður-Súdans og erkifjandi hans, Riek Machar, samþykktu í dag „varanlegt“ vopnahlé sem á að taka gildi innan þriggja sólarhringa. Vonast er til að þetta friðarsamkomulag bindi enda á margra ára blóðuga borgarastyrjöld í landinu. Meira »

Hjálparstarfsmönnum sleppt úr haldi

30.4. Tíu hjálparstarfsmönnum, sem var rænt í Suður-Súdan í síðustu viku, hefur verið sleppt úr haldi. Þetta staðfestir alþjóðanefnd Rauða krossins. Meira »

Átján ára og 11 kíló

19.3. Nyakol var fimmtán ára er suðursúdanskir hermenn réðust á heimabæ hennar, Leer, svo hún neyddist til að flýja út í fenin ásamt móður sinni. Meira »

Neyddur til að nauðga ömmu sinni

23.2. Sendinefnd Sameinuðu þjóðanna telur nú næg sönnunargögn fyrir hendi til að ákæra að minnsta kosti 40 yfirmenn hersins og aðra valdamenn í Suður-Súdan fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni. Meira »

„Hugsaði daglega til fjölskyldu minnar“

7.2. Bakhita var bara 12 ára gömul er uppreisnarmenn rifu hana úr örmum fjölskyldu sinnar og gerðu hana að þátttakanda í borgarastríðinu í Suður-Súdan. Hún er í hópi rúmlega 300 barna sem uppreisnarmenn afhentu Sameinuðu þjóðunum í dag. Meira »

Hjálparstarfsmanna saknað í Suður-Súdan

19.12.2017 Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan krefst þess að sex starfsmenn hjálparstofnanna verði leystir úr haldi „fljótt og örugglega“. Fólkið hvarf sporlaust í norðvesturhluta landsins. Meira »

Tugir falla í nautgripastríði

8.12.2017 Að minnsta kosti sextíu hafa fallið og tugir særst í átökum um nautgripi í Suður-Súdan. Átök milli þjóða sem búa í norðvesturhluta landsins blossa upp með reglulegu millibili og eru oft mannskæð. Meira »

Eyða tugum milljóna í dróna

4.12.2017 Stjórnvöld í Suður-Súdan, sem glíma við viðverandi fjárskort og óðaverðbólgu, hafa eytt milljónum dollara í dróna til eftirlits og öryggismyndavélar til að berjast gegn glæpum í höfuðborginni Juba. Meira »

Milljón flýr frá Suður-Súdan til Úganda

17.8.2017 Borgarastríðið í Suður-Súdan hefur neytt rúma milljón manns til að flýja til nágrannaríkisins Úganda og milljón manna til viðbótar hefur leitað hælis annars staðar. 85% þeirra sem leitað hafa hælis í Úganda eru konur og börn undir 18 ára aldri. Meira »

Neitað um bernsku í Suður-Súdan

8.7.2017 Sex ár eru síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði en vegna mikilla átaka og skorts á nauðsynlegri þjónustu búa börn þar í landi við hörmulegar aðstæður segir UNICEF. Meira »

Færri svelta en fleiri hungraðir

21.6.2017 Sameinuðu þjóðirnar segja að hungursneyð ríki ekki lengur í Suður-Súdan þar sem tekist hefur að koma meiri neyðaraðstoð til íbúanna. Engu að síður býr um 1,7 milljón manna í landinu við mikinn matarskort og hungur. Meira »

„En nú er barnið mitt komið“

12.6.2017 Faðmlagið varir lengi og er tilfinningaþrungið. En það er einnig hálfundarlegt því Jorgina, sem grætur með ekka, þekkir varla son sinn Emmanuel sem hefur stækkað mikið frá því hún sá hann síðast. Meira »

Íslensk reynsla nýtist í Úganda

26.4.2017 Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi fóru til Úganda í gær. Þeir munu þjálfa sjálfboðaliða og starfsfólk Rauða krossins í Úganda í sálrænum stuðningi og að bregðast við áföllum vegna mikils fjölda flóttamanna Meira »

„Þá mun fólk deyja úr hungri“

11.4.2017 Sameinuðu þjóðirnar vara við vaxandi hættu á stráfelli hungraðra íbúa Sómalíu, Suður-Súdans, Jemen og Nígeríu. Langvarandi þurrkar og stríðsátök hafa orsakað matvælaskort og hungursneyð á sumum svæðum. Meira »

Rændu fólk og skutu það

10.4.2017 Mannskæð átök brutust út í næststærstu borg Suður-Súdans í dag og þúsundir lögðu á flótta. Óbreyttir borgarar voru meðal þeirra sem féllu í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Meira »

Hætta á hungursneyð í fjórum löndum

10.4.2017 Hungursneyð ríkir nú í Suður-Súdan og að auki eru Jemen, Nígería og Sómalía á barmi hungursneyðar. Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Það hefur aldrei gerst áður frá stofnun SÞ. Meira »

Sex hjálparstarfsmenn drepnir

26.3.2017 Sex einstaklingar sem gegndu hjálparstörfum í Suður-Súdan létu lífið í launsátursárás í gær. Þetta fullyrða Sameinuðu þjóðirnar en um er að ræða mannskæðasta tilvikið af þessum toga síðan borgarastríð braust út í landinu. Meira »

40 milljónir til neyðaraðstoðar

8.3.2017 Utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna að ráðstafa 40 milljónum króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu. Meira »

Hvað er hungursneyð?

28.2.2017 Allt frá Rómarveldi til forna og til dagsins í dag hefur mannkynið þurft að þola tímabil hungurs vegna þurrka, stríða og misráðinna stjórnmála. Afleiðingarnar eru til langframa á andlega og líkamlega heilsu heilu samfélaganna. Og þúsundir geta dáið. Meira »

Straumur flóttafólks til Súdan

27.2.2017 Um 32 þúsund Suður-Súdanar hafa flúið til nágrannalandsins Súdan það sem af er ári. Fólkið flýr hungursneyð af mannavöldum en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu í fjögur ár. Meira »

Hvað er að gerast í Suður-Súdan?

21.2.2017 Nauðganir hafa verið notaðar sem vopn í stríðinu í Suður-Súdan. Nú er skollin á hungursneyð, ofan á allt saman, og hún er af mannavöldum. Efnahagurinn er í rúst og milljónir eru á flótta. Tugþúsundir hafa þegar fallið í valinn í átökum, vegna sjúkdóma og hungurs. Meira »

Flúði ólétt úr brennandi þorpi

20.2.2017 Á heilsugæslustöð í Juba, höfuðborg Suður-Súdans, eru saman komnar mæður með vannærð börn sín. Þær hafa þurft að flýja heimkynni sín undan ofbeldi og stríðsátökum. Ástand barnanna er misjafnt. Sum eru mjög alvarlega vannærð og í lífshættu, önnur eru á batavegi og vonin skín úr augum mæðra þeirra. Meira »

Flúði fótgangandi með börnin

20.2.2017 Klukkan var um tíu að morgni í júlí er Helen fór að sjá og heyra hvininn í byssukúlunum nálægt sér. Hún var þá úti við að þvo þvott í þorpi utan við höfuðborg Suður-Súdans, Juba. Meira »

Hungursneyð af mannavöldum

20.2.2017 Íbúar Suður-Súdan eru að týna tölunni. Þeir eru að deyja úr hungri. Hungursneyðin sem nú geisar er af mannavöldum.   Meira »

Hungursneyð lýst yfir í Suður-Súdan

20.2.2017 Hungursneyð var í morgun lýst yfir í Unity-ríki í Suður-Súdan. UNICEF er með mikinn viðbúnað í landinu. Hungursneyð var síðast lýst yfir í heiminum árið 2011 og þá í Sómalíu. Meira »

Sleppa á annað hundrað barnahermönnum

26.10.2016 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segist hafa samið um að tveir hópar uppreisnarmanna í Suður-Súdan sleppi samtals 145 barnahermönnum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextán þúsund börn berjist nú eða vinni með vopnuðum hópum í landinu, þar á meðal stjórnarhernum. Meira »