Suður-Súdan

Hjálparstarfsmanna saknað í Suður-Súdan

19.12. Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Suður-Súdan krefst þess að sex starfsmenn hjálparstofnanna verði leystir úr haldi „fljótt og örugglega“. Fólkið hvarf sporlaust í norðvesturhluta landsins. Meira »

Eyða tugum milljóna í dróna

4.12. Stjórnvöld í Suður-Súdan, sem glíma við viðverandi fjárskort og óðaverðbólgu, hafa eytt milljónum dollara í dróna til eftirlits og öryggismyndavélar til að berjast gegn glæpum í höfuðborginni Juba. Meira »

Neitað um bernsku í Suður-Súdan

8.7. Sex ár eru síðan Suður-Súdan fékk sjálfstæði en vegna mikilla átaka og skorts á nauðsynlegri þjónustu búa börn þar í landi við hörmulegar aðstæður segir UNICEF. Meira »

„En nú er barnið mitt komið“

12.6. Faðmlagið varir lengi og er tilfinningaþrungið. En það er einnig hálfundarlegt því Jorgina, sem grætur með ekka, þekkir varla son sinn Emmanuel sem hefur stækkað mikið frá því hún sá hann síðast. Meira »

„Þá mun fólk deyja úr hungri“

11.4. Sameinuðu þjóðirnar vara við vaxandi hættu á stráfelli hungraðra íbúa Sómalíu, Suður-Súdans, Jemen og Nígeríu. Langvarandi þurrkar og stríðsátök hafa orsakað matvælaskort og hungursneyð á sumum svæðum. Meira »

Hætta á hungursneyð í fjórum löndum

10.4. Hungursneyð ríkir nú í Suður-Súdan og að auki eru Jemen, Nígería og Sómalía á barmi hungursneyðar. Ástandið er það versta frá stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmum 70 árum og raunveruleg hætta er á fjórum hungursneyðum í heiminum á sama tíma. Það hefur aldrei gerst áður frá stofnun SÞ. Meira »

40 milljónir til neyðaraðstoðar

8.3. Utanríkisráðherra hefur ákveðið að fela Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna að ráðstafa 40 milljónum króna, annars vegar til flóttafólks frá Suður-Súdan og hins vegar til vannærðra íbúa Borno og Yobe héraðanna í norðaustur Nígeríu. Meira »

Straumur flóttafólks til Súdan

27.2. Um 32 þúsund Suður-Súdanar hafa flúið til nágrannalandsins Súdan það sem af er ári. Fólkið flýr hungursneyð af mannavöldum en borgarastyrjöld hefur geisað í landinu í fjögur ár. Meira »

Flúði ólétt úr brennandi þorpi

20.2. Á heilsugæslustöð í Juba, höfuðborg Suður-Súdans, eru saman komnar mæður með vannærð börn sín. Þær hafa þurft að flýja heimkynni sín undan ofbeldi og stríðsátökum. Ástand barnanna er misjafnt. Sum eru mjög alvarlega vannærð og í lífshættu, önnur eru á batavegi og vonin skín úr augum mæðra þeirra. Meira »

Hungursneyð af mannavöldum

20.2. Íbúar Suður-Súdan eru að týna tölunni. Þeir eru að deyja úr hungri. Hungursneyðin sem nú geisar er af mannavöldum.   Meira »

Sleppa á annað hundrað barnahermönnum

26.10.2016 Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna segist hafa samið um að tveir hópar uppreisnarmanna í Suður-Súdan sleppi samtals 145 barnahermönnum. Sameinuðu þjóðirnar áætla að um sextán þúsund börn berjist nú eða vinni með vopnuðum hópum í landinu, þar á meðal stjórnarhernum. Meira »

Vill 4.000 hermenn í verndarskyni

22.8.2016 John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur lagt áherslu á að sent verði 4.000 manna herlið til Suður-Súdans í verndarskyni. Það mun styðja við bakið á 12.000 manna friðargæsluliði Sameinuðu þjóðanna sem þar er fyrir. Meira »

Ganga dögum saman án matar og vatns

19.7.2016 Fólkið er hungrað og þreytt er það kemur í flóttamannabúðirnar. Margir hafa gengið dögum saman með eigur sínar og börn á bakinu. Aðrir eru vannærðir enda hvorki hægt að komast í mat né vatn á leiðinni. Meira »

Bandarískt herlið til Suður-Súdans

13.7.2016 Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að senda 47 manna herlið til Suður-Súdans til að vernda bandaríska sendiráðið í landinu og starfsfólk þess. Meira »

Flytja erlenda ríkisborgara frá Suður-Súdan

13.7.2016 Þýsk stjórnvöld segja að nú sé unnið að því að koma öllum Þjóðverjum og öðrum erlendum ríkisborgurum frá Suður-Súdan eftir að átök blossuðu upp af krafti í landinu á föstudag. Talið er að mörg hundruð manns hafi þegar fallið í bardögum og tugþúsundir hafa flúið heimili sín. Meira »

Tugir falla í nautgripastríði

8.12. Að minnsta kosti sextíu hafa fallið og tugir særst í átökum um nautgripi í Suður-Súdan. Átök milli þjóða sem búa í norðvesturhluta landsins blossa upp með reglulegu millibili og eru oft mannskæð. Meira »

Milljón flýr frá Suður-Súdan til Úganda

17.8. Borgarastríðið í Suður-Súdan hefur neytt rúma milljón manns til að flýja til nágrannaríkisins Úganda og milljón manna til viðbótar hefur leitað hælis annars staðar. 85% þeirra sem leitað hafa hælis í Úganda eru konur og börn undir 18 ára aldri. Meira »

Færri svelta en fleiri hungraðir

21.6. Sameinuðu þjóðirnar segja að hungursneyð ríki ekki lengur í Suður-Súdan þar sem tekist hefur að koma meiri neyðaraðstoð til íbúanna. Engu að síður býr um 1,7 milljón manna í landinu við mikinn matarskort og hungur. Meira »

Íslensk reynsla nýtist í Úganda

26.4. Þrír sendifulltrúar Rauða krossins á Íslandi fóru til Úganda í gær. Þeir munu þjálfa sjálfboðaliða og starfsfólk Rauða krossins í Úganda í sálrænum stuðningi og að bregðast við áföllum vegna mikils fjölda flóttamanna Meira »

Rændu fólk og skutu það

10.4. Mannskæð átök brutust út í næststærstu borg Suður-Súdans í dag og þúsundir lögðu á flótta. Óbreyttir borgarar voru meðal þeirra sem féllu í átökum stjórnarhersins og uppreisnarmanna. Meira »

Sex hjálparstarfsmenn drepnir

26.3. Sex einstaklingar sem gegndu hjálparstörfum í Suður-Súdan létu lífið í launsátursárás í gær. Þetta fullyrða Sameinuðu þjóðirnar en um er að ræða mannskæðasta tilvikið af þessum toga síðan borgarastríð braust út í landinu. Meira »

Hvað er hungursneyð?

28.2. Allt frá Rómarveldi til forna og til dagsins í dag hefur mannkynið þurft að þola tímabil hungurs vegna þurrka, stríða og misráðinna stjórnmála. Afleiðingarnar eru til langframa á andlega og líkamlega heilsu heilu samfélaganna. Og þúsundir geta dáið. Meira »

Hvað er að gerast í Suður-Súdan?

21.2. Nauðganir hafa verið notaðar sem vopn í stríðinu í Suður-Súdan. Nú er skollin á hungursneyð, ofan á allt saman, og hún er af mannavöldum. Efnahagurinn er í rúst og milljónir eru á flótta. Tugþúsundir hafa þegar fallið í valinn í átökum, vegna sjúkdóma og hungurs. Meira »

Flúði fótgangandi með börnin

20.2. Klukkan var um tíu að morgni í júlí er Helen fór að sjá og heyra hvininn í byssukúlunum nálægt sér. Hún var þá úti við að þvo þvott í þorpi utan við höfuðborg Suður-Súdans, Juba. Meira »

Hungursneyð lýst yfir í Suður-Súdan

20.2. Hungursneyð var í morgun lýst yfir í Unity-ríki í Suður-Súdan. UNICEF er með mikinn viðbúnað í landinu. Hungursneyð var síðast lýst yfir í heiminum árið 2011 og þá í Sómalíu. Meira »

Yfir milljón flúin frá S-Súdan

16.9.2016 Átök sem ekkert lát virðist ætla að verða á í Suður-Súdan hafa sent 185 þúsund íbúa landsins á flótta frá landinu frá því í júlí. Alls er yfir einn milljón íbúa landflótta, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. Meira »

Senda hermenn til Suður-Súdans

13.8.2016 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gærkvöldi að senda fjögur þúsund hermenn til Juba, höfuðborgar Suður-Súdans. Stjórnvöld í landinu hafa lagst gegn áformunum. Meira »

Dæmt til glötunar frá upphafi

17.7.2016 „Stærsta verkefnið sem Suður-Súdanar stóðu frammi fyrir var að koma á stöðugleika í ríkinu. En þarna erum við með þjóðernismisskipti, grímulausa spillingu og mjög brothætta innviði,“ segir Elís Orri Guðbjartsson sem skrifaði BA-ritgerð í mannfræði um þjóðarbrotið Núa sem býr í Suður-Súdan. Meira »

Ástandið „algjörlega óásættanlegt“

13.7.2016 Ástandið í Suður-Súdan, þar sem hundruð hafa látið lífið í átökum síðustu fjóra daga, er „algjörlega óásættanlegt“. Þetta segir forseti Afríkusambandsins, Nkosazana Dlamini-Zuma. Meira »

Flýja í örvæntingu af vígakri

12.7.2016 Öngþveiti og örvænting eru allsráðandi í yngsta ríki heims. Þyrlur hafa sveimað yfir skotmörkum sínum og engum hlíft. Hjálparsamtök og alþjóðastofnanir reyna að forða starfsfólki úr landinu. Íbúarnir hafa hins vegar ekkert skjól fyrir grimmilegum átökunum. Meira »