Sundhöllin í Keflavík

Ekki stætt á öðru en að samþykkja

22.3. „Við frestuðum afgreiðslu á deiliskipulaginu um mánuð í samvinnu við Minjastofnun til að gefa samtökunum tækifæri á að koma með einhverjar hugmyndir um hvað hægt væri að gera,“ segir formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar. Hvorki hafi hins vegar verið lagt fram tilboð í húsið né áætlun. Meira »

Heimila niðurrif Sundhallar Keflavíkur

20.3. „Ég er auðvitað mjög ósátt við þetta en er ekki tilbúin að gefast upp í málinu. Þetta er eins og í stríðinu, þessi orrusta tapaðist en stríðinu er ekki lokið.“ Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir í samtali við mbl.is. Meira »

Skorað á bæjarstjórn að þyrma Sundhöllinni

2.2. Hafin er söfnun undirskrifta undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að fresta afgreiðslu breytingar á deiliskipulagi sem heimilar niðurrif Sundhallar Keflavíkur. Meira »

„Þetta er sagan okkar“

25.1. „Meira að segja Grindvíkingar sem búa lengst í burtu lærðu sund í þessari sundlaug,“ segir Bjarki Þór Wíum um Sundhöll Keflavíkur sem fólk berst nú fyrir að bjarga. „Þetta er sundlaug allra Suðurnesjamanna. Þetta er sagan okkar.“ mbl.is kíkti á Sundhöllina í dag þar sem nú eru iðkaðir hnefaleikar. Meira »

Segir menn á villigötum

25.1. „Guðjón Samúelsson undirritar þessar teikningar ásamt Bárði Ísleifssyni sem starfaði fyrir hann hjá embætti húsameistara ríkisins. Guðjón var húsameistari ríkisins á þessum tíma og Sundhöll Keflavíkur er óyggjandi hans verk.“ Meira »

Trúi ekki að neinn langi að rífa sundhöllina

19.1. „Ég geri varla annað en að samþykkja beiðnir um inngöngu,“ segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi ráðherra, sem stofnaði í gær Facebook-hópinn Björgum sundhöll Kelfavíkur og í dag eru félagarnir orðnir tæplega 900. Hún segist trúa því að innst inni langi engan að rífa húsið. Meira »

„Óafturkræft stórslys“ að rífa Sundhöllina

8.1. Það væri óafturkræft stórslys ef gamla Sundhöllin í Keflavík yrði rifin líkt og breytingar á deiliskipulagi Reykjanesbæjar gera ráð fyrir. Þetta segir Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sem birtir á Facebook síðu sinni bréf sem hún sendi skipulagsfulltrúa bæjarins. Meira »