Sveitarstjórnarkosningar

Píratar kæra aftur í Reykjavík

4.6.2018 Píratar hafa kært sveitarstjórnarkosningar í Reykjavík öðru sinni. Þetta staðfestir starfsmaður sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. Fyrri kæru Pírata var vísað frá af kærunefnd. Nýja kæran er sambærileg þeirri fyrri en þó með viðbót. Meira »

Neitar samkomulagi við Framsókn

2.6.2018 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, neitar því að til staðar sé samkomulag um myndun meirihluta með Framsókn í Kópavogi á komandi kjörtímabili. Meira »

Reyna að lægja öldur í Kópavogi

2.6.2018 Viðræðum um myndun nýrra meirihluta að loknum kosningum er ýmist lokið eða þær standa enn yfir. Búið er að mynda meirihluta í sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins. Meira »

Dagur og Eyþór tókust á

29.4.2018 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mættust í þjóðmálaþættinum Þingvellir á útvarpstöðinni K100 undir þáttarstjórn Bjartar Ólafsdóttur. Meira »

Húsnæðisvandinn leysist sjálfkrafa

28.4.2018 Að sögn Reimars Marteinssonar kaupfélagsstjóra á Hvammstanga hefur húsnæðisskortur verið „rosalegt vandamál“ á staðnum seinustu ár. Með hækkandi fasteignaverði er þó orðið fýsilegra að byggja og íbúar hafa verið að sækja um lóðir. Meira »

Gunnlaugur leiðir Frelsisflokkinn

23.4.2018 Frelsisflokkurinn birti í dag framboðslista sinn í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Listinn var kynntur á fundi flokksins sem haldinn var fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur. Meira »

Máttu ekki afhenda lista um meðmælendur

6.1.2015 Yfirkjörstjórn í Kópavogi mátti ekki afhenda Þóri Jónssyni, fyrrverandi upplýsingafulltrúa bæjarins, upplýsingar um meðmælendur einstakra framboða sem buðu fram í sveitarstjórnarkosningunum á síðasta ári. Þetta er niðurstaða Persónuverndar. Meira »

30% nenntu ekki að kjósa

30.10.2014 Í heildina sögðu 30% þeirra sem ekki kusu ekki hafa nennt því. Þetta er óvenju há tala og hún er ennþá hærri meðal karla (34%), yngstu svarendanna (35%) og í stærstu sveitarfélögunum (32%) svo dæmi séu tekin. Meira »

Kosningabaráttan kostaði rúma milljón

11.10.2014 Heildarkostnaður við kosningabaráttu Pírata fyrir borgarstjórnarkosningarnar síðastliðið vor var 1.076.268 krónu samkvæmt rekstraryfirliti sem kynnt var á aðalfundi svæðisfélags Pírata sem fram fór í dag. Meira »

Konur kusu frekar en karlar

14.8.2014 Kjörsókn í borgarstjórnarkosningunum í vor var 63% og hefur ekki verið minni síðan árið 1928. Kjörsóknin var mest meðal eldra fólks, en undir heildarmeðaltali á aldursbilinu 18–39 ára. Konur kusu frekar en karlar. Meira »

Bjart framundan á Reykjanesi

31.7.2014 „Ég sé endalaus tækifæri á Reykjanesskaganum eins og hann leggur sig. Við höfum gengið í gegnum þrengingar eins og aðrir en það er bjart framundan,“ segir Kjart­an Már Kjart­ans­son, nýráðinn bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Meira »

Kjartan verður bæjarstjóri

31.7.2014 Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur samþykkt að ráða Kjartan Már Kjartansson sem bæjarstjóra Reykjanesbæjar til loka þessa kjörtímabils og formanni bæjarráðs veitt heimild til að ganga frá ráðningarsamningi við hann og leggja fyrir bæjarráð. Meira »

Guðný Hrund ráðin sveitarstjóri

29.7.2014 Guðný Hrund Karlsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri Húnaþings vestra, en 30 manns sóttu um starfið, 8 konur og 19 karlar. Guðný Hrund er fyrsta konan sem gegnir starfi sveitarstjóra í Húnaþingi vestra. Meira »

Skúli sveitarstjóri Hvalfjarðarsveitar

26.7.2014 Skúli Þórðarson, fyrrum sveitarstjóri í Húnaþingi, hefur verið ráðinn sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Gert er ráð fyrir að hann taki til starfa um miðjan ágústmánuð. Meira »

„Alltaf hægt að gera betur“

24.7.2014 Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar hlakkar til að takast á við starfið, en segist þurfa að ljúka ýmsum verkefnum á næstu dögum svo hann geti byrjað með hreint borð. Hann er búsettur í Garðabæ og segir þau hjónin ekki hafa tekið afstöðu til þess ennþá hvort þau flytji í Hafnarfjörðinn. Meira »

Haraldur ráðinn bæjarstjóri

24.7.2014 Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum sem nú stendur yfir að ráða Harald Líndal Haraldsson hagfræðing í stöðu bæjarstjóra. Meira »

Fimmtán vilja sveitarstjórastöðuna

22.7.2014 Fimmtán umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra í Húnavatnshreppi, en umsóknarfrestur rann út 7. júlí síðastliðinn. Flestir eru umsækjendur af höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Væri margbúinn að segja sig úr flokknum

21.7.2014 „Hvað ætli einstakir frambjóðendur annarra flokka hafi oft talað þvert á stefnu flokka sinna án þess að flokksforystan brygðist sérstaklega við, hvað þá að aðrir flokkfélagar hafi sagt sig úr þeim?“ Meira »

„Ég skil ekki mennina“

19.7.2014 „Ég skil ekki mennina. Þeir sitja uppi með þessa skoðun en við höfum í miðstjórn flokksins tekið eins ákveðið á þessu máli og hægt er,“ segir Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, aðspurð um viðbrögð við úrsögn Hreiðars Eiríkssonar og Þorsteins Magnússonar úr flokknum. Meira »

Segir sig úr Framsóknarflokknum

19.7.2014 „Forystan hefur fallið á siðferðilegu prófi og niðurstaða miðstjórnarfundarins sýnir að flokkurinn styður þann málsstað sem settur var fram í borgarstjórnarkosningunum.“ Þetta segir Hreiðar Eiríksson sem skipaði 5. sæti á lista Framsóknar og flugvallarvina í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Ásta með 1,6 milljónir á mánuði

17.7.2014 Á fundi bæjarráðs Árborgar, sem haldinn var í morgun, kom fram að heildarlaun Ástu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra sveitarfélagsins og bæjarfulltrúa, eru 1.600.000 kr. á mánuði. Meira »

Hættir í Framsókn vegna moskumáls

17.7.2014 Þorsteinn Magnússon, varaþingaður í Reykjavíkurkjördæmi norður, hefur sagt sig úr Framsóknarflokknum. Tilefnið er moskumálið svokallaða sem kom upp í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna. Meira »

Gunnar Andersen vill verða sveitarstjóri

15.7.2014 Gunnar Þ. Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, og Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, eru á meðal 63 umsækjenda um starf sveitarstjóra Hvalfjarðarsveitar. Alls sóttu sjötíu og þrír um starfið en tíu umsækjendur drógu umsókn sína til baka. Meira »

Rannsaka minnkandi kjörsókn

14.7.2014 Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra undirritaði í dag samstarfssamning sem felur í sér rannsókn á kjörsókn í sveitarstjórnarkosningunum sem fóru fram í lok maímánaðar. Meira »

Ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps

11.7.2014 Þröstur Friðfinnsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Grýtubakkahrepps frá 1. ágúst nk. Hann segir það mikinn heiður en jafnframt áskorun að setjast í stól Guðnýjar Sverrisdóttur sem skilað hafi svo frábæru verki að eftir var tekið. Meira »

Ármann safnaði mestu fyrir prófkjör

8.7.2014 Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, er sá frambjóðandi sem fékk hæstu heildarframlögin frá einstaklingum og fyrirtækjum í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hinn 31. maí. Meira »

Sigurður Valur áfram bæjarstjóri

4.7.2014 Bæjarráð Fjallabyggðar hefur ákveðið að Sigurður Valur Ásbjarnarson verði ráðinn áfram sem bæjarstjóri Fjallabyggðar á kjörtímabilinu sem nú er hafið en hann gegndi starfinu á síðasta kjörtímabili. Meira »

Kröfu um ógildingu hafnað

30.6.2014 Kröfum kæranda um ógildingu og endurtekningu á sveitarstjórnarkosningum í Reykjavík sem fram fóru þann 31. maí síðastliðinn hefur verið hafnað samkvæmt úrskurði þriggja manna kjörnefndar sem fjallaði um kæruna, en sýslumaðurinn í Reykjavík skipaði nefndina. Meira »

Nýr meirihluti í Langanesbyggð

28.6.2014 Skrifað var í gær undir málefnasamning um meirihlutasamstarf í sveitarstjórn Langanesbæjar.  Meira »

Auglýsa eftir bæjarstjóra

24.6.2014 Reiknað er með að tillaga um að auglýsa eftir nýjum bæjarstjóra verði borin upp síðdegis í dag á fyrsta bæjarstjórnarfundi nýs meirihluta í Reykjanesbæ. Meira »