Sveitarstjórnarkosningar 2018

Vill opna á stórframkvæmdir

Í gær, 16:39 Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, flutti í dag tillögu á fundi borgarstjórnar um endurskoðun á samgöngusamningi ríkisins og Reykjavíkurborgar sem felur í sér að ekki verði farið í stórframkvæmdir í samgöngumálum borgarinnar til ársins 2022. Meira »

Prófkjör tryggi ekki næga fjölbreytni

14.1. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyja, hefur áhyggjur að því að ef farin sé leið prófkjörs takist ekki að tryggja eðlilega aldurs- og kynjadreifingu frambjóðenda á lista. Fólk innan Sjálfstæðisflokksins virðist ekki sammála um það hvaða leið henti best. Sjálfur talaði Elliði fyrir leiðtogaprófkjöri. Meira »

Heiða sækist eftir öðru sæti á lista Samfylkingarinnar

13.1. Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor og óska hún eftir stuðningi í 2. sæti framboðslistans. Meira »

Verið að leita að afgerandi kosti

11.1. „Ég hugsa að það sem liggi þarna að baki sé ekki síst það að verið sé að leita að einhverjum afgerandi valkosti til þess að reyna að ná eða allavega nálgast fyrri stöðu flokksins í borginni. Það er náttúrulega orðið töluvert langt síðan flokkurinn tapaði þeirri sterku stöðu sem hann naut áður í borginni.“ Meira »

Ekkert verður af prófkjöri í Eyjum

11.1. Á fundi fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum var tillaga um prófkjör felld og ákveðið var að fara í röðun á lista, líkt og verður gert á Akureyri. Samkvæmt heimildum mbl.is sögðu 40 já við þessari tillögu og 13 nei. Meira »

Fimm framboð bárust

10.1. Fimm verða í framboði í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík sem fram fer 27. janúar. Frestur til þess að skila inn framboðum rann út klukkan fjögur í dag. Meira »

Vilhjálmur gefur kost á sér

10.1. Vilhjálmur Bjarnason, lektor og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ákveðið að bjóða sig fram í leiðtogakjöri hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík. Meira »

Ólafur tekur ekki slaginn

10.1. Ólafur Arnarson hagfræðingur hyggst ekki gefa kost á sér í leiðtogakjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Þetta tilkynnir hann á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »

14 á lista Sjálfstæðisflokks á Akureyri

9.1. Fjórtán gefa kost á sér til röðunar við val á sex efstu sætum framboðslista Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara í vor. Framboðsfrestur rann út í dag. Meira »

Vaxandi líkur á framboði Eyþórs

9.1. Vaxandi líkur eru á framboði Eyþórs Arnalds, framkvæmdastjóra og fyrrverandi oddvita sjálfstæðismanna í Árborg, til að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Vala íhugar að bjóða sig fram

8.1. Vala Pálsdóttir, formaður Landssambands Sjálfstæðiskvenna, íhugar að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Hún er að vega og meta stöðuna, en frestur til að skila inn inn framboði rennur út á miðvikudag. Meira »

Jón Karl fer ekki í framboð

8.1. Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri flugvallarsviðs Isavia, ætlar ekki að taka þátt í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Meira »

Magnús Örn stefnir á 2. sætið

8.1. Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi sem haldið verður 20. janúar. Meira »

Borgar ekki á leið í borgarmálin

6.1. Borgar Þór Einarsson, hæstaréttarlögmaður og aðstoðarmaður utanríkisráðherra, segist í samtali við mbl.is ekki vera á leiðinni í leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninganna sem fram fara í vor. Meira »

Unnur Brá fer ekki fram í borginni

6.1. „Ég hef tekið ákvörðun og ég mun ekki gefa kost á mér í Reykjavík,“ segir Unnur Brá Konráðsdóttir, fyrrverandi forseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Unnur Brá var gestur í þættinum Vikulokin á Rás 1 í dag. Meira »

„Hver ber ábyrgð á þessu?“

í fyrradag „Reykvíkingar eiga heimtingu á að fá greinargóðar skýringar á því hvernig þetta gat gerst? Hver ber ábyrgð á þessu?“ segir Eyþór Arnalds framkvæmdastjóri á Facebook-síðu sinni í kvöld en hann sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Slagurinn verði Kjartans, Áslaugar og Eyþórs

14.1. Viðar Guðjonsen, leigusali og athafnamaður sem gefið hefur kost á sér í leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins vegna borgarstjórnarkosninganna í vor, endurspeglar ekki sjónarmið meginþorra sjálfstæðismanna. Þetta fullyrti Friðjón R. Friðjónsson í þættinum Silfrinu á RÚV nú í morgun. Meira »

Samfylkingin með flokksval í Reykjavík

13.1. Fulltrúaráð Samfylkingarinnar í Reykjavík hittist í morgun og samþykkti tillögu stjórnar fulltrúaráðsins um að halda flokksval til að velja á framboðslista fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Meira »

Framsókn stillir upp í borginni

11.1. Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hyggst stilla upp framboðslista vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Þetta var samþykkt á kjördæmisþingi sem fram fór í gærkvöldi að sögn Jóns Inga Gíslasonar, formanns kjördæmisráðs Framsóknarfélaganna í Reykjavík. Meira »

Viðar Guðjohnsen í leiðtogakjörið

10.1. Viðar Guðjohnsen, leigusali og athafnamaður, gefur kost á sér í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Fram kemur í fréttatilkynningu að hann vilji gefa flokksmönnum færi á að kjósa sterkan og stefnufastan leiðtoga með skýrar áherslur. Meira »

„Dæmdur til að leiða minnihluta “

10.1. Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, segir á facebooksíðu sinni að hann hafi varað Eyþór Arnalds við framboði í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík áður en hann frétti að Eyþór hefði ákveðið að gefa kost á sér. Meira »

Vala fer ekki fram

10.1. Vala Pálsdóttir hefur ákveðið að taka ekki þátt í leiðtogavali Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.   Meira »

Einn af þeim sem hafa fengið símtöl

9.1. „Ég er einn þeirra sem hafa fengið nokkur símtöl,“ segir hagfræðingurinn Ólafur Arnasson sem staðfestir í samtali við mbl.is að hann liggi nú undir feldi og hugleiði að bjóða sig fram til að leiða lista sjálfstæðismanna í borgarstjórnarkosningunum í vor. Meira »

Eyþór vill leiða í Reykjavík

9.1. Eyþór Arnalds, fram­kvæmda­stjóri og fyrr­ver­andi odd­viti sjálf­stæðismanna í Árborg, tilkynnti á Facebook-síðu sinni nú á sjötta tímanum að hann gæfi kost á sér til að leiða lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í Reykja­vík í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um í vor. Meira »

Aldís fer ekki fram í Reykjavík

9.1. „Nei, ég held ekki. Ég er bæjarstjóri hér í Hveragerði og líkar það ágætlega og hef hug á því að fá að klára þau stóru verkefni sem hér eru fram undan,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, um hvort hún íhugi að bjóða sig fram í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Meira »

Hættur að verja óbreytt prófkjör

8.1. Halldór Halldórsson, fráfarandi oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni, telur að sjálfstæðismenn þurfi að breyta prófkjörsreglum sínum, meðal annars til að koma í veg fyrir að þrír karlmenn skipi efstu sætin, líkt og ítrekað hefur gerst. Þetta kom fram í viðtali við Halldór í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Ekki á leið í pólitík

8.1. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hvetur á vef sínum Frosta Sigurjónsson, fyrrverandi þingmann Framsóknarflokksins, til þess að taka þátt í leiðtogakjöri Sjálfstæðisflokksins. Frosti segir í samtali við mbl.is að hann stefni ekki aftur í pólitík. Meira »

Júlíus Hafstein vill fram í Kópavogi

8.1. Júlíus Hafstein, fyrrverandi sendiherra og áður borgarfulltrúi í Reykjavík, gefur kost á sér á lista sjálfstæðismanna í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Meira »

Jón Karl að hugsa málið

6.1. „Þetta er enn þá tal en við höfum svona aðeins verið að hugsa þetta,“ segir Jón Karl Ólafsson í samtali við mbl.is en nafn hans hefur verið nefnt í tengslum við fyrirhugað leiðtogakjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Meira »