Kosningar 2018 Kosningar 2018 Kosningar 2018

Reykjavíkurborg   Reykjavíkurborg  

  Atkv. % Fulltr.
C C - Viðreisn
4.812  8,2% 2 fulltrúi fulltrúi
D D - Sjálfstæðisflokkurinn
18.146  30,8% 8 fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi
F F - Flokkur fólksins
2.509  4,3% 1 fulltrúi
J J - Sósíalistaflokkur Íslands
3.758  6,4% 1 fulltrúi
M M - Miðflokkurinn
3.615  6,1% 1 fulltrúi
P P - Píratar
4.556  7,7% 2 fulltrúi fulltrúi
S S - Samfylkingin
15.260  25,9% 7 fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi fulltrúi
V V - Vinstrihreyfingin - grænt framboð
2.700  4,6% 1 fulltrúi
Síðast inn: S S — Næst inn: D D
8 framboð án fulltrúa falinSýna öll
Á kjörskrá: 90.135
Kjörsókn: 60.422 (67,0%)
 
Talin atkvæði: 60.417 (100,0%)
Auð: 1.268 (2,1%); Ógild: 183 (0,3%)
Uppfært 27.5. kl. 06:54

Sveitarstjórnarkosningar 2018

„Umtalsverðir annmarkar“ á kosningunum

17.8. Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað kröfum þeirra Elíasar Svavars Kristinssonar og Ólafs Valssonar um að ráðuneytið felli úr gildi úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum vegna sveitarstjórnarkosninganna í Árneshreppi og úrskurði sömuleiðis kosningarnar ógildar. Meira »

Styrkja flokkana um 13,3 milljónir

17.8. Skrifstofa borgarstjórnar hefur undirbúið útgreiðslu fjárframlags Reykjavíkurborgar til þeirra stjórnmálaflokka sem fulltrúa eiga í borgarstjórn. Samtals er um að ræða 13,3 milljónir. Sjálfstæðisflokkurinn fær hæstu greiðsluna, eða rúmar 4,3 milljónir króna. Meira »

Finnur Yngvi ráðinn í Eyjafjarðarsveit

16.8. Finnur Yngvi Kristinsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, en ráðningin var samþykkt á fundi sveitarstjórnar í dag. Finnur Yngvi tekur við starfinu af Ólafi Rúnari Ólafssyni sem þegar hefur látið af störfum að eigin ósk. Meira »

Ráðinn bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar

7.8. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur ákveðið að ráða Guðmund Gunnarsson sem bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar.   Meira »

Aðalheiður ráðin bæjarstjóri á Seyðisfirði

2.8. Aðalheiður Borgþórsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar. Meirihluti bæjarstjórnar lagði fram tillögu um ráðningu Aðalheiðar á bæjarstjórnarfundi í gær og var tillagan samþykkt með fjórum atkvæðum fulltrúa L-listans sem hefur meirihluta í sveitarstjórn. Tveir greiddu atkvæði gegn tillögunni og einn sat hjá. Meira »

Þorbjörg nýr sveitarstjóri í Mýrdalshreppi

2.8. Þorbjörg Gísladóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Mýrdalshreppi. Staða sveitarstjóra var auglýst eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor og var Þorbjörg valin úr hópi tíu umsækjenda, en umsóknarfrestur um starfið rann út 15. júlí. Meira »

22 vilja í stól sveitarstjóra

1.8. 22 sækjast eftir stöðu sveitarstjóra í Eyjafjarðarsveit að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur rann út 29. júlí. Meira »

Ásthildur nýr bæjarstjóri á Akureyri

31.7. Ákveðið hefur verið að ganga til samninga við Ásthildi Sturludóttur um að taka að sér starf bæjarstjóra á Akureyri. Hún tekur við af Eiríki Birni Björgvinssyni sem var bæjarstjóri síðustu átta ár. Meira »

Þór nýr sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps

27.7. Þór Steinarsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps. Var ráðning hans staðfest á fundi sveitarstjórnar í dag, að því er fram kemur í frétt á vef sveitarfélagsins. Meira »

Kristján er nýr sveitarstjóri

27.7. Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti í gær að ráða Kristján Sturluson, sérfræðing í dómsmálaráðuneytinu, sem næsta sveitarstjóra. Alls sóttu þrettán um starfið. Meira »

Snýst um að gera en ekki að vera

26.7. „Ölfusið stendur frammi fyrir sögulega miklum tækifærum sem ég veit að kjörnir fulltrúar og íbúar hafa tækifæri á að nýta. Að fá að taka þátt í því eru forréttindi sem ég stend auðmjúkur frammi fyrir,“ segir Elliði Vignisson, nýráðinn bæjarstjóri Ölfuss, um nýja starfið í samtali við mbl.is. Meira »

Rebekka nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar

24.7. Rebekka Hilmarsdóttir hefur verið ráðin bæjarstjóri Vesturbyggðar en bæjarráð samþykkti það á fundi í dag. Rebekka var valin úr hópi níu umsækjenda. Meira »

Fjórtán sóttu um – þrír hættu við

21.7. Fjórtán sóttu um stöðu sveitarstjóra Sveitarfélagsins Skagafjarðar en þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka.  Meira »

Gísli verður bæjarstjóri Árborgar

20.7. Gísli Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar verður næsti bæjarstjóri Árborgar. Þetta staðfestir Eggert Valur Guðmundsson, formaður bæjarráðs Árborgar í samtali við mbl.is. Meira »

Níu sóttu um starf sveitarstjóra

20.7. Níu umsækjendur eru um stöðu sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps en einn dró umsókn sína til baka.   Meira »

20 vilja stýra Grindavíkurbæ

19.7. Alls bárust tuttugu umsóknir um stöðu bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, en umsóknarfrestur um starfið var til 11. júlí.   Meira »

Magnús Stefánsson ráðinn bæjarstjóri

18.7. Á fundi bæjarstjórnar Sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Garðs í dag var samþykkt tillaga um að Magnús Stefánsson verði ráðinn bæjarstjóri í Sameinuðu sveitarfélagi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs kjörtímabilið 2018-2022. Meira »

Blönduósbær ræður sveitarstjóra

13.7. Valdimar O. Hermannsson hefur verið ráðinn sveitarstjóri Blönduósbæjar, en ráðningin var staðfest á fundi sveitarstjórnar í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Blönduósbæ. Meira »

13 sóttu um stöðu bæjarstjóra Ísafjarðar

12.7. Þrettán umsóknir bárust um stöðu bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar. Fyrrverandi bæjarstjóri, Gísli H. Halldórsson, lét af störfum 12. júní. Í-listinn missti meirihluta í sveitarstjórnarkosningunum í vor og var það samkomulag Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem mynda nýjan meirihluta, að ráða bæjarstjóra. Meira »

Fimmtán vilja stýra nýju sveitarfélagi

12.7. Nítján manns sóttu um starf bæjarstjóra hins nýja sameinaða sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs. Fjórir umsækjendur drógu hins vegar umsóknir sínar til baka áður en þær voru opinberaðar, svo eftir standa fimmtán. Meira »

Þrettán sóttu um á Vopnafirði

12.7. Þrettán manns sóttu um stöðu sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, en umsóknarfresturinn rann út á mánudag. Sjö karlar og sex konur sóttu um stöðuna. Meira »

18 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Ölfusi

5.7. 18 sóttu um stöðu bæjarstjóra í Ölfusi en umsóknarfrestur rann út 2. júlí. Upphaflega sóttu 23 um stöðuna en fimm drógu umsókn sína til baka eftir að listi með umsækjendum var birtur umsækjendum. Meira »

Fjarðabyggð ræður bæjarstjóra

5.7. Karl Óttar Pétursson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Fjarðabyggðar, en gengið var frá ráðningu hans á bæjarráðsfundi í morgun. Karl Óttar er 47 ára gamall og hefur undanfarin ár starfað sem forstöðumaður lögfræðisviðs Arion banka. Meira »

Sextán sóttu um stöðu bæjarstjóra

5.7. Sextán sóttu um stöðu bæjarstjóra á Akureyri en umsóknarfrestur rann út nú í vikunni. Tveir drógu umsókn sína til baka en það var hægt að gera fram til hádegis í fyrradag. Meira »

Tólf vilja stýra Seyðisfjarðarkaupstað

3.7. Tólf umsóknir bárust vegna starfs bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar. Leitað verður til ráðningarskrifstofu með áframhaldandi vinnslu gagna og mat á hæfni umsækjenda. Meira »

Níu vildu bæjarstjórastólinn

3.7. Níu sóttu um starf bæjarstjóra Fjarðabyggðar en umsagnarfrestur rann út í dag.   Meira »

Telur að lög hafi verið brotin

26.6. Skrifstofustjóri borgarstjórnar telur að ákvæði sveitastjórnarlaga um réttindi og skyldur kjörinna fulltrúa og siðareglur kjörinna fulltrúa hjá Reykjavíkurborg hafi verið brotin á fundi borgarstjórnar þegar starfsmenn borgarinnar voru sakaðir um trúnaðarbrest og brot á starfsskyldum. Meira »

Linda sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit

23.6. Linda Björk Pálsdóttir hefur verið ráðin sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit. Linda sinnti áður starfi skrifstofustjóra sveitarfélagsins. Meira »

Ný bæjarstjórn Hafnarfjarðar kom saman

20.6. Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar Hafnarfjarðar fór fram í kvöld. Á fundinum var lagður fram samstarfssáttmáli nýs meirihluta Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar 2018-2022 og kosið í ráð og nefndir á vegum bæjarins. Ágúst Bjarni Garðarsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Kristinn Andersen forseti bæjarstjórnar. Meira »

Eva áfram oddviti Árneshrepps

18.6. Eva Sigurbjörnsdóttir var endurkjörin oddviti Árneshrepps í dag þegar hreppsnefndin kom saman í fyrsta sinn eftir sveitarstjórnarkosningar í maí. Meira »