Sveitarstjórnarkosningar 2018

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur

05:49 Sjálfstæðisflokkurinn mælist með ríflega 30 prósent fylgi í nýrri könnun sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert á meðal kjósenda í Reykjavík. Hann yrði stærsti flokkurinn í Reykjavík ef þetta yrðu niðurstöðurnar. Meira »

Forgangsraða fjármunum í grunnþjónustu

Í gær, 20:14 Miðflokkurinn í Reykjavík ætlar að forgangsraða fjármunum borgarinnar í grunnþjónustu og margfalda húsnæði fyrir fjölskyldur og ungt fólk í úthverfum borgarinnar. Meira »

Steinar Ingi oddviti L-listans

Í gær, 11:00 Steinar Ingi Þorsteinsson mun leiða L-listann á Fljótsdalshéraði, en samtök félagshyggjufólks á Fljótsdalshéraði – Héraðslisti samþykktu samhljóða tillögu uppstillingarnefndar um lista frambjóðenda fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí nk. Meira »

Bæjarstjórinn kannast ekki við óánægju

í gær Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, kveðst ekki kannast við þá óánægju á meðal sjálfstæðisfólks á Nesinu sem Skafti Harðarson lýsti hér í Morgunblaðinu í gær. Meira »

Óli Halldórsson í efsta sæti V-listans

í gær V-listinn hefur nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Meira »

Margrét í efsta sæti Á-listans

í gær Á-listinn, listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál, býður fram í þriðja sinn í komandi sveitarstjórnarkosningum í Rangárþingi ytra. Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, núverandi sveitarstjórnarmaður, leiðir listann. Meira »

Elliði næði ekki kjöri

í gær Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, næði ekki kjöri í bæjarstjórn ef kosið yrði nú. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoð­anakönnunar sem Fréttablaðið og frettabladid.is hafa gert. Meira »

Gunnlaugur leiðir Frelsisflokkinn

í fyrradag Frelsisflokkurinn birti í dag framboðslista sinn í Reykjavík vegna komandi sveitarstjórnarkosninga. Listinn var kynntur á fundi flokksins sem haldinn var fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur. Meira »

Íris efst á lista Fyrir Heimaey

22.4. Framboðslisti bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í næsta mánuði var samþykktur einróma á fundi félagsins í dag, en listinn var kynntur í Eyjum klukkan 17. Meira »

Sameiginleg framboð til skoðunar

22.4. Miðflokkurinn mun bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum í öllum stærri sveitarfélögum landsins. Hvar boðið verður fram er þó ekki endanlega ákveðið, en til skoðunar er að bjóða fram sameiginlega með öðrum framboðum eða flokkum á nokkrum stöðum. Meira »

Ingþór leiðir E-listann í Vogum

22.4. Ingþór Guðmundsson, forseti bæjarstjórnar, leiðir E-listann í Vogum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Meira »

Samfélagsverkefni að sitja í sveitarstjórn

21.4. „Það er frábært að búa hérna. Hér er fullt af tómstundum og íþróttastarfi fyrir börn og fullorðna. Leikskólagjöldin eru með þeim lægstu á landinu og næg vinna fyrir þá sem vilja vinna,“ segir Margrét Harpa Guðsteinsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarkona í Lambhaga á Rangárvöllum. Meira »

Guðveig leiðir lista framsóknarmanna í Borgarbyggð

21.4. Guðveig Anna Eyglóardóttir leiðir lista Framsóknarflokksins í Borgarbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn var samþykktur á félagsfundi í gær. Meira »

Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax

21.4. Efsta mál Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar sem fram fara þann 26. maí næstkomandi er að fá Borgarlínu og Miklubraut í stokk strax. Þetta kom fram í ræðu Dags B. Eggertssonar í Gamla bíói rétt í þessu þar sem hann kynnti helstu stefnumál flokksins. Meira »

Streymi frá fundi Samfylkingar

21.4. Samfylkingin í Reykjavík kynnir stefnumálin sín fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík í Gamla bíói í dag. Hægt er að fylgjast með streymi frá viðburðinum. Meira »

Húsnæði, heilbrigðismál og samgöngur

21.4. Húsnæðisskortur, samgöngumál, bygging hjúkrunarheimila, heilbrigðisþjónusta og sambúðin við ferðamenn eru þau mál sem brenna hvað helst á Sunnlendingum þegar nær dregur kosningum til sveitarstjórna. Meira »

Lýðræðið látið undan síga hér á landi

21.4. „Hugmyndin virðist vera sú að það sé óhætt að hætta að róa, báturinn muni áfram færast í sömu átt. En þegar það gerist er ekki aðeins er hætta á að báturinn staðnæmist, straumurinn mun bera hann með sér, jafnvel upp á sker,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í setningarræðu. Meira »

Framboðslisti Alþýðufylkingar kynntur

20.4. Framboðslisti Alþýðufylkingarinnar til borgarstjórnarkosninganna í Reykjavík í vor var kynntur í Friðarhúsi við Njálsgötu í morgun. Meira »

Anna leiðir Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði

20.4. Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar, leiðir lista Sjálfstæðismanna og óháðra á Fljótsdalshéraði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Listinn hlaut samþykki fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins á Fljótsdalshéraði í gær, sumardaginnfyrsta. Meira »

Tómas leiðir Miðflokkinn í Árborg

20.4. Tómas Ellert Tómasson leiðir M-lista Miðflokksins í Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.   Meira »

Framboðslisti VG og óháðra í Skagafirði

20.4. Framboðslisti Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs og óháðra í Sveitarfélaginu Skagafirði vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor liggur fyrir. Fyrsta sætið skipar Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, annað sætið Álfhildur Leifsdóttir grunnskólakennari og það þriðja Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir sölumaður. Meira »

Enginn myndi keyra, bara hlaupa

20.4. Krakkarnir á leikskólanum Sólborg í Sandgerði voru að ljúka við að borða hádegismatinn sinn, steiktan fisk, grænmeti og kartöflur, þegar blaðamann og ljósmyndara Morgunblaðsins og mbl.is bar þar að garði um daginn. „Ef ég myndi stjórna bænum myndi ég kaupa sandkassa með engu loki,“ stakk einn nemandinn upp á. Meira »

Frjáls með framsókn kynnir lista

20.4. Framboðslisti Frjáls með framsókn var samþykktur á félagsfundi í Hveragerði í gær.  Meira »

Fimm sveitarfélög verða að fjórum

19.4. Á Suðurnesjum eru núna fimm sveitarfélög, sem reyndar verða að fjórum eftir kosningarnar þegar Sandgerði og Garður sameinast, en það var samþykkt í íbúakosningu í nóvember síðastliðnum. Meira »

Kristján leiðir XD í Norðurþingi

19.4. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri Norðurþings mun leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Norðurþingi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar, en hann var ráðinn sveitarstjóri í kjölfar síðustu kosninga. Meira »

Samgöngur, umhverfismál og aldraðir

19.4. Talsvert önnur staða er uppi í sveitarfélögunum á Suðurnesjunum nú, en þegar íbúar þar kusu síðast til sveitarstjórna fyrir fjórum árum. Síðan þá hefur atvinnutækifærum fjölgað mikið og sömuleiðis hefur fólksfjölgun verið þar fordæmalaus. Meira »

Samsvarar heilli stóriðju

19.4. Íbúum á Suðurnesjum fjölgaði um rúm 16% árin 2010-2017, sem er hér um bil tvöfalt meira en á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjölgunin var næstmest. Þessari nánast fordæmalausu fólksfjölgun fylgir meira álag á alla innviði sveitarfélaganna á svæðinu sem íbúar segjast finna vel fyrir. Meira »

Vilja gera Garðabæ fjölbreyttari

18.4. „Við sjáum gríðarleg tækifæri í að gera miklu miklu betur. Garðabær er mjög stöndugt sveitarfélag og í okkar augum á þetta ekki að vera stórmál, að vinna að samfélagi fyrir alla,“ segir Sara Dögg Svanhildardóttir, leiðtogi Garðabæjarlistans, sem kynnti stefnumál sín í dag. Meira »

Silja leiðir Samfylkingu í Norðurþingi

17.4. Framboðslisti Samfylkingarinnar og annars félagshyggjufólks í Norðurþingi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí var samþykktur í kvöld á fundi framboðsins. Meira »

Jón Ingi leiðir Viðreisn í Hafnarfirði

17.4. Jón Ingi Hákonarsson, ráðgjafi í starfsendurhæfingu og MBA, leiðir lista Viðreisnar í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 26. maí. Meira »