Svifryksmengun

Sætta sig ekki við óbreytt ástand

14.3. „Hin mikla svifryksmengun sem leggst reglulega yfir borgina ógnar heilsu borgarbúa. Ekki er hægt að sætta sig við óbreytt ástand,“ segir í bókun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á fundi þess í morgun þar sem rætt var um svifryksmengun. Meira »

Svifryksmengunin heilsuspillandi vandamál

9.1. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir umferðarteppur í borginni eiga sinn þátt í mikilli svifryksmengun og vill liðka fyrir umferðinni, en formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að hægja þurfi á bílaumferðinni og reyna að minnka hana. Meira »

Ekki lengur „ferskasta land í heimi“

5.1. Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands segir ástandið vegna svifryks í Reykjavík, meðal annars af völdum flugelda, vera slæmt þessa dagana. Þörf sé á markvissum aðgerðum til að slíkt ástand skapist ekki aftur. Meira »

Viðkvæmir forðist umferðargötur

4.1. Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Svifryksmetið slegið

2.1. „Við vorum að slá annað met núna, að því er okkur sýnist að þetta sé hæsta sólarhringsgildi í svifryki sem við höfum mælt í Reykjavík,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

„Þetta er líklega mengunarmet“

1.1. „Þetta er líklega mengunarmet á gamlárskvöld hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mældust við Dalsmára í Kópavogi 4500 míkrógrömm í rúmmetra eins og það er kallað. Þar var líka mjög há mæling í fyrra eða þrjú þúsund.“ Meira »

Skyggni fór niður í 700 metra

1.1. Skyggni á höfuðborgarsvæðinu var takmarkað frá því miðnætti og þar til klukkan fór að ganga tvö í nótt. Mældist skyggnið ekki nema um 700 metrar, en skyggnið er mælt við höfuðstöðvar Veðurstofu Íslands. Einnig var svifryksmengun langt yfir heilsuverndarmörkum. Meira »

Vill frekar banna eitruð innihaldsefni

29.12. Frekar ætti að banna almenna notkun flugelda um áramót á þeim forsendum að þeim fylgi mengun sem innihaldi skaðleg eiturefni. Því mætti banna slík eiturefni í flugeldum. Meira »

Búast við mengun yfir heilsuverndarmörkum

29.12. Búist er við svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum fyrsta dag ársins vegna flugelda og veðurskilyrða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá eru borgarbúar hvattir til þess að sýna aðgát, huga að börnum og gæludýrum og ganga rétt frá flugeldarusli. Meira »

Forðist útivist í návist umferðargatna

29.12. Styrkur svifryks hefur farið hækkandi það sem af er degi samkvæmt mælingum við Grensásveg og Hringbraut í Reykjavík. Klukkan 14:30 var hálftímagildi svifryks við Grensásveg 204 míkrógrömm á rúmmetra og 100 míkrógrömm á rúmmetra við Hringbraut. Meira »

Mengun af flugeldum á við náttúruhamfarir

28.12. Svifryk frá flugeldum getur jafnast á við styrk mengunar vegna náttúruhamfara, t.d. þegar eldfjallaaska berst til Reykjavíkur. Meira »

Heilbrigt fólk gæti fundið fyrir áhrifum

28.12. Sé tekið mið af veðurspá fyrir áramót má ætla að svifryksmengun geti orðið svipuð og hún var á fyrsta degi ársins 2017, en þá mældist mengun mikil. „Við höfum áhyggjur af því að við þessar aðstæður eru miklar líkur á að svifryksmengun fari langt yfir heilsuverndarmörk,“ segir heilbrigðisfulltrúi. Meira »

Sævar Helgi vill banna flugelda

27.12. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og kennari, leggur til að notkun almennra flugelda verði bönnuð. Hann greinir frá þessu á twittersíðu sinni. Meira »

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum

27.11. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar fólk sem þjáist af öndunarfærasjúkdómum og börn við að vera mikið úti í nágrenni við miklar umferðargötur vegna lélegra loftgæða sem stafa af kyrru veðri og þurru á höfuðborgarsvæðinu en Veðurstofa Íslands spáir svipuðu veðri á morgun. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

20.11. Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Bílaumferð aðalorsök svifryks

6.7.2017 Um 80% svifryks í Reykjavík má rekja til bílaumferðar. Þetta kemur fram í rannsókn sem Vegagerðin lét verkfræðistofuna EFLU vinna vorið 2015 og birt var á dögunum. Meira »

80 ótímabær dauðsföll vegna svifryks

30.6.2017 Samband er á milli loftmengunar í Reykjavík og dauðsfalla meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins, en merkja má fjölgun í dauðsföllum einum til tveimur dögum eftir að að mælingar fara yfir heilsuverndarmörk um að rúmum fimm prósentum yfir sumarmánuðina. Meira »

Borgin vill rukka fyrir nagladekk

7.6.2017 Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar vill gjaldtökuheimild á nagladekk í umferðarlög. Tillaga þess efnis frá umhverfis- og skipulagssviði borgarinnar var samþykkt í dag. Er sviðinu þá falið að koma tillögu að lagabreytingu á framfæri við samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Alþingi. Meira »

Mikil mengun á höfuðborgarsvæðinu

1.1.2017 Landsmenn hafa kvatt gamla árið á hefðbundinn máta, eða með því að sprengja fleiri tonn af áramótabombum. Veðrið hefur verið ljómandi gott, kalt en stillt. En sá böggull fylgir skammrifi að þetta þýðir að svifryksmengun, að minnsta kosti í borginni, er langt yfir heilsuverndarmörkum. Meira »