Svifryksmengun

Mætti með svifryk í pontu

19.3. Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, mætti með svifryk í pontu á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur í umræðu um tillögu flokksins um aðgerðir í loftslagsmálum. Meira »

Byrja að rykbinda stofnbrautir í dag

5.3. Ákveðið hefur verið að rykbinda hluta af þjóðvegum og stofnbrautum í þéttbýli í Reykjavík í dag, en í gær var svifryk yfir heilsuverndarmörkum í höfuðborginni. Er magnesíumklóríði úðað á göturnar, en það hefur reynst vel við rykbindingu. Meira »

Mun minni svifryksmengun í ár

1.1. „Þetta var miklu skárra en í fyrra,“ segir Þorsteinn Jóhannsson, loftgæðasérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, um svifryksmengun á gamlárskvöld. Hann segir að veðrið sé ríkjandi þáttur en þrátt fyrir stillt veður í gærkvöldi og nótt var meiri hreyfing á vindi en áramótin 2017/2018. Meira »

Svifryksmengunin náði hámarki klukkan 1

1.1. Svifryksmengun á mælum Umhverfisstofnunar í Dalsmára náði hámarki klukkan eitt í nótt, en þá mældist magn svokallaðs PM10 svifryks 1.036,7 míkrógrömm í hverjum rúmmetra. Fíngerðara svifryk, svokallað PM2,5, mældist hins vegar 901,1 míkrógrömm í rúmmetra þegar mest var í nótt. Meira »

Skotglaðir borgarbúar

1.1. Íbúar höfuðborgarsvæðisins, rétt eins og aðrir og landsmenn, skutu flugeldum upp í gríð og erg til að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Ljósmyndari mbl.is tók þetta myndskeið úr dróna sem sýnir hvernig var umhorfs séð frá Kársnesi í Kópavogi. Meira »

Mjög lítil loftgæði

1.1. Loftmælar sýna nú mjög lítil loftgæði við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði, Dalsmára í Kópavogi og Grensásveg í Reykjavík, lítil við Húsdýragarðinn og miðlungs við Egilshöll í Grafarvogi. Meira »

Loftgæðin fara þegar minnkandi

31.12. Loftgæði eru þegar orðin lítil samkvæmt mælistöð við Dalsmára í Kópavogi og við Hvaleyrarholt í Hafnarfirði og er staðan þar sögð slæm samkvæmt vef Umhverfisstofnunar Loftgæði.is.Ástæðan er svifryk en þegar er farið að skjóta talsverðu upp af flugeldum á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Hvetja til stuðnings án flugeldakaupa

28.12. Ungir umhverfissinnar hvetja almenning til að styðja við björgunarsveitir landsins með öðrum hætti en flugeldakaupum. Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna, segir í samtali við mbl.is að ár hvert láti 80 manns lífið af völdum svifryks og flugeldasprengingar auki svifryk í andrúmslofti. Meira »

Mengun líklega yfir mörkum

28.12. Búist er við svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2019 vegna mengunar frá flugeldum. Styrkur svifryks var hár nær allan sólarhringinn 1. janúar 2018 en venjulega fellur styrkurinn hratt þegar líða tekur á nýársnótt. Meira »

Mæla efnainnihald svifryks á áramótum

27.12. Tveimur sérstökum svifrykssöfnurum hefur verið komið fyrir á Grensásvegi og við Dalsmára í þeim tilgangi að safna svifrykssýnum á gamlárskvöld. Sýnin verða efnagreind á rannsóknarstofum bæði á Íslandi og erlendis til þess að greina efnainnihald svifryks á gamlárskvöld. Meira »

Nýr vefur um loftgæði tekinn í notkun

20.12. Ný heimasíða sem miðlar upplýsingum um loftgæði var tekin í notkun í dag. Umhverfisstofnun á heiðurinn af síðunni, loftgæði.is, „og já, það má nota íslenska stafi í slóðina!“ segir í tilkynningu frá stofnuninni. Meira »

Styrkur svifryks mælist hár

20.12. Styrkur köfnunarefnisdíoxíðs (NO2) og svifryks (PM10) mælist hár við mælingastöð Umhverfisstofnunar við Grensásveg í dag. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hægviðri og hitastigi við frostmark í dag og næstu daga og því líklegt að styrkur efnanna haldist hár. Meira »

Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra

19.12. „Við höfum engin önnur úrræði en að halda okkur innandyra og loka gluggum,“ segir Kjartan Mogensen, formaður Samtaka lungnasjúklinga, um mengun frá flugeldum um hver áramót. Meira »

Engin breyting á sölu skotelda

24.11. „Það hefur ekki verið gerð nein breyting á reglugerð um skotelda. Innflutningur og sala verður því með hefðbundnu sniði,“ segir Jón Svanberg Hjartarson, framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en flestir skoteldar sem seldir verða um komandi áramót séu þegar komnir til landsins. Meira »

Hækkaður styrkur svifryks á Akureyri

23.11. Aukinn styrkur svifryks hefur undanfarið mælst á loftgæðamælistöð Akureyrarbæjar og Umhverfisstofnunar sem staðsett er við Strandgötu á móts við Hof. Mikil umferð á Akureyri er meginorsök svifryksmengunarinnar í bænum. Meira »

Rykmagn veldur háum styrk svifryks

15.11. Mikið ryk hefur í dag þyrlast upp úr umhverfinu og hefur styrkur svifryks því verið hár, eða PM10, samkvæmt mælingum í mælistöðvum við Grensásveg og Víkurvegur, að því er fram kemur í tilkynningu frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur. Meira »

Sætta sig ekki við óbreytt ástand

14.3.2018 „Hin mikla svifryksmengun sem leggst reglulega yfir borgina ógnar heilsu borgarbúa. Ekki er hægt að sætta sig við óbreytt ástand,“ segir í bókun umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar á fundi þess í morgun þar sem rætt var um svifryksmengun. Meira »

Svifryksmengunin heilsuspillandi vandamál

9.1.2018 Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir umferðarteppur í borginni eiga sinn þátt í mikilli svifryksmengun og vill liðka fyrir umferðinni, en formaður umhverfis- og skipulagsráðs segir að hægja þurfi á bílaumferðinni og reyna að minnka hana. Meira »

Ekki lengur „ferskasta land í heimi“

5.1.2018 Formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands segir ástandið vegna svifryks í Reykjavík, meðal annars af völdum flugelda, vera slæmt þessa dagana. Þörf sé á markvissum aðgerðum til að slíkt ástand skapist ekki aftur. Meira »

Viðkvæmir forðist umferðargötur

4.1.2018 Styrkur svifryks fer hækkandi í Reykjavík og má búast við að svo verði fram eftir degi. Þau sem eru viðkvæm fyrir ryki ættu að forðast göngur í nánd við umferðargötur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Meira »

Svifryksmetið slegið

2.1.2018 „Við vorum að slá annað met núna, að því er okkur sýnist að þetta sé hæsta sólarhringsgildi í svifryki sem við höfum mælt í Reykjavík,“ segir Svava S. Steinarsdóttir, heilbrigðisfulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, í samtali við mbl.is. Meira »

„Þetta er líklega mengunarmet“

1.1.2018 „Þetta er líklega mengunarmet á gamlárskvöld hérna á höfuðborgarsvæðinu. Þannig mældust við Dalsmára í Kópavogi 4500 míkrógrömm í rúmmetra eins og það er kallað. Þar var líka mjög há mæling í fyrra eða þrjú þúsund.“ Meira »

Skyggni fór niður í 700 metra

1.1.2018 Skyggni á höfuðborgarsvæðinu var takmarkað frá því miðnætti og þar til klukkan fór að ganga tvö í nótt. Mældist skyggnið ekki nema um 700 metrar, en skyggnið er mælt við höfuðstöðvar Veðurstofu Íslands. Einnig var svifryksmengun langt yfir heilsuverndarmörkum. Meira »

Vill frekar banna eitruð innihaldsefni

29.12.2017 Frekar ætti að banna almenna notkun flugelda um áramót á þeim forsendum að þeim fylgi mengun sem innihaldi skaðleg eiturefni. Því mætti banna slík eiturefni í flugeldum. Meira »

Búast við mengun yfir heilsuverndarmörkum

29.12.2017 Búist er við svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum fyrsta dag ársins vegna flugelda og veðurskilyrða, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þá eru borgarbúar hvattir til þess að sýna aðgát, huga að börnum og gæludýrum og ganga rétt frá flugeldarusli. Meira »

Forðist útivist í návist umferðargatna

29.12.2017 Styrkur svifryks hefur farið hækkandi það sem af er degi samkvæmt mælingum við Grensásveg og Hringbraut í Reykjavík. Klukkan 14:30 var hálftímagildi svifryks við Grensásveg 204 míkrógrömm á rúmmetra og 100 míkrógrömm á rúmmetra við Hringbraut. Meira »

Mengun af flugeldum á við náttúruhamfarir

28.12.2017 Svifryk frá flugeldum getur jafnast á við styrk mengunar vegna náttúruhamfara, t.d. þegar eldfjallaaska berst til Reykjavíkur. Meira »

Heilbrigt fólk gæti fundið fyrir áhrifum

28.12.2017 Sé tekið mið af veðurspá fyrir áramót má ætla að svifryksmengun geti orðið svipuð og hún var á fyrsta degi ársins 2017, en þá mældist mengun mikil. „Við höfum áhyggjur af því að við þessar aðstæður eru miklar líkur á að svifryksmengun fari langt yfir heilsuverndarmörk,“ segir heilbrigðisfulltrúi. Meira »

Sævar Helgi vill banna flugelda

27.12.2017 Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins og kennari, leggur til að notkun almennra flugelda verði bönnuð. Hann greinir frá þessu á twittersíðu sinni. Meira »

Svifryk yfir heilsuverndarmörkum

27.11.2017 Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur varar fólk sem þjáist af öndunarfærasjúkdómum og börn við að vera mikið úti í nágrenni við miklar umferðargötur vegna lélegra loftgæða sem stafa af kyrru veðri og þurru á höfuðborgarsvæðinu en Veðurstofa Íslands spáir svipuðu veðri á morgun. Meira »