Sviptivindar í flugrekstri

Skúli leitaði eftir ríkisábyrgð

í gær Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, leitaðist eftir því fyrr í þessari viku að ríkissjóður veitti ríkisábyrgð fyrir láni sem fyrirtækið hyggst slá vegna útistandandi skulda samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans. Meira »

Óvissa um flotamál Icelandair

í gær Icelandair þarf að fara í góða og hraða endurnýjun á flota sínum að mati Sveins Þórarinssonar, sérfræðings hjá Landsbankanum. Meira »

Óslóarvélin þurfti að lenda í Stokkhólmi

19.3. Farþegar Icelandair, sem voru á leið frá Ósló til Keflavíkur á sunnudagskvöld, þurftu á heimleiðinni að fara í vél sem var á leið til Stokkhólms og þaðan til Íslands. Flugi FI325 frá Ósló til Keflavíkur 17. mars var breytt en fara átti með Boeing Max-þotu. Meira »

Kyrrsetning Max-þota gæti hækkað virði WOW

17.3. Kyrrsetning Boeing MAX-þota um heim allan hefur veikt stöðu Icelandair og jafnvel hækkað virði WOW air þar sem félagið notast við Airbus-flugvélar. Þetta er mat Kristjáns Sigurjónssonar, ritstjóra túrista.is. Meira »

Tjá sig ekki fyrr en Boeing talar

16.3. Icelandair mun ekki tjá sig um möguleg viðbrögð við stöðunni sem upp er komin varðandi leiðakerfi félagsins vegna kyrrsetningar allra Boeing 737 Max 8- og 9-flugvéla. Boeing tilkynnti í vikunni um kyrrsetningu allra véla þessara tegunda í vikunni í kjölfar tveggja flugslysa 737 Max 8-véla með nokkurra mánaða millibili. Meira »

Ákveðin líkindi með flugslysunum

14.3. Boeing hefur kyrrsett allan 737 Max-flugflotann eftir að rannsókn leiddi í ljós nýjar upplýsingar á vettvangi slyssins þar sem þota Ethiopian Airlines fórst á sunnudagsmorgun. Alls er 371 þota af 737 Max-gerð í notkun í heiminum. Meira »

Snertir um 70 flugmenn

14.3. Kyrrsetning þriggja Boeing 737 MAX 8-véla Icelandair hefur áhrif á störf og þjálfun um 70 flugmanna félagsins, en Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) hefur bannað notkun farþegaþotna af þessari gerð í lofthelgi Evrópu í kjölfar flugslyssins í Eþíópíu sl. sunnudag. Meira »

Hafa áfram fulla trú á flugvélunum

12.3. „Við höfum sem fyrr fulla trú á þessum flugvélum og höfum ekki fengið neinar upplýsingar sem hafa áhrif á það sjálfstæða mat okkar. Við höfum í raun heldur ekki neinar raunverulegar upplýsingar um það hvað liggur að baki þessari ákvörðun í Bretlandi.“ Meira »

Sviptingar hjá Icelandair Group

12.3. Icelandair tók snarpa dýfu í Kauphöll Íslands í gær. Er lækkunin m.a. rakin til þeirrar staðreyndar að félagið hefur í rekstri 3 Boeing 737 MAX 8-vélar en tvær vélar af þeirri tegund hafa farist með fimm mánaða millibili. Með vélunum fórust 346 manns. Meira »

Tekur lán upp á 80 milljónir dollara

11.3. Gengið hefur verið frá samningi á milli Icelandair Group og innlendrar lánastofnunar um lán að fjárhæð 80 milljónir dollara, eða sem nemur rúmlega 9,7 milljörðum króna, gegn veði í tíu þotum félagsins af gerðinni Boeing 757. Meira »

Bréfin lækkuðu um 9,66% í dag

11.3. Hlutabréf í Icelandair lækkuðu um 9,66% í viðskiptum í Kauphöllinni í dag, en mest fóru þau niður um 10,6% áður en þau hækkuðu aðeins á ný. Um helgina komu frekari fréttir um viðræður WOW air og Indigo partners og þá hafa fréttir af hrapi flugvélar Ethiopian airlines í gær haft áhrif á gengi flugfélaga í dag. Meira »

Gengi Icelandair hríðfellur

11.3. Hlutabréfaverð í Icelandair lækkaði um 10,6% í fyrstu viðskiptum dagsins í Kauphöll Íslands. Viðskiptin námu 57,3 milljónum króna. Meira »

Hafa ekkert að segja um WOW

8.3. „Fólk hefur leitað til okkar, en við höfum þurft að bera til baka orðróm. Það eru samningaviðræður í gangi og þær dragast á langinn. Við vitum ekki annað en stefni í rétta átt,“ segir Vignir Örn Guðnason, formaður Íslenska flugmannafélagsins. Meira »

Farþegar WOW 34% færri en í febrúar 2018

6.3. WOW air flutti 139 þúsund farþega til og frá Íslandi í febrúar og eru það um 34% færri farþegar en í febrúar árið áður, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þá var sætanýting WOW air 84%, en hún var 88% í sama mánuði á síðasta ári. Meira »

Tugprósenta afskriftir í húfi

6.3. Fulltrúar Indigo Partners krefjast þess að skuldabréfaeigendur WOW air taki á sig tugprósenta afskriftir og að endanlegur hlutur Skúla Mogensen verði minni en áður hefur verið rætt um. Skilyrðin ollu Skúla miklum vonbrigðum. Meira »

WOW í vanskilum með mótframlagsgreiðslur

5.3. Flugfélagið WOW air hefur ekki greitt mótframlagsgreiðslur í lífeyris- og séreignarsparnað frá því í október á síðasta ári, en greiðslur vegna nóvember-, desember- og janúarmánaðar eru komnar fram yfir eindaga. Gjalddagi vegna greiðslna febrúar er hins vegar enn ekki runninn upp. Meira »

Fella niður flug til Dusseldorf

4.3. WOW air hefur gert nokkrar breytingar á leiðakerfi sínu fyrir sumarið og næstu mánuði. Samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu eru breytingarnar gerðar til þess að ná sem bestri sætanýtingu í flugflotanum. Nýlega hafi fækkað í flota félagsins líkt og áður hafi komið fram. Meira »

12% samdráttur í innanlandsflugi

4.3. Farþegum í innanlandsflugi fækkaði um 12% í janúar en á síðasta ári fækkaði farþegum um 5%. Inni í þessum tölum eru þeir sem nýttu sér Íslandsflug Super Break til og frá Akureyrarflugvelli. Meira »

Kópavogur bíður svara frá WOW air

2.3. Bæjaryfirvöld í Kópavogi bíða enn svara frá WOW air varðandi lóð félagsins í Kársnesi. Vegna anna hjá WOW air vannst ekki tími til að svara fyrirspurn í síðari hluta febrúar. Meira »

Vildi Icelandair aftur að borðinu

1.3. Þungur róður í viðræðum Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra WOW air, við fjárfestingarfélagið Indigo Partners olli því að hann leitaði til Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair Group, í því skyni að kanna flöt á aðkomu síðarnefnda félagsins að WOW air. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Meira »

Icelandair heldur áfram að hækka

1.3. Hlutabréf í Icelandair halda áfram að hækka í dag eftir að hafa hækkað um 7,5% í viðskiptum í gær í Kauphöllinni. Í 40 milljóna viðskiptum í dag hafa bréf félagsins hækkað um 6,1% og er gengi þeirra nú 8,65 krónur á hlut. Meira »

WOW air fær mánaðarfrest

1.3. Undir miðnætti í gærkvöldi tilkynnti WOW air að þótt félagið hefði ekki náð samkomulagi við Indigo Partners um fjárfestingu þess síðarnefnda í WOW air, hefði verið ákveðið að halda vinnu í samkomulagsátt áfram til 29. mars. Felur það í sér mánaðar framlengingu á fyrra samkomulagi. Meira »

Viðræðum verður haldið áfram

28.2. Viðræður um kaup bandaríska fjárfestingafélagsins Indigo Partners á stórum hlut í WOW air hafa ekki enn skilað sér í samkomulagi að því er segir í tilkynningu frá flugfélaginu en til stóð að ljúka þeim fyrir lok þessa mánaðar. Meira »

WOW semur við leigusala

27.2. Gengið var frá samkomulagi á milli WOW air og leigusala flugfélagsins í lok síðustu viku. Þar með hefur síðasta skilyrðið fyrir fjárfestingu Indigo Partners í félaginu verið uppfyllt. Unnið er að því að leggja lokahönd á viðskiptin. Meira »

Mótmæla skerðingu á flugi

22.2. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps leggur þunga áherslu á mikilvægi þess að flugþjónusta við Vopnafjörð og Þórshöfn verði ekki skert. Miklu máli skipti að jaðarbyggðir landsins búi við traustar og skilvirkar almenningssamgöngur og örugga sjúkraflutninga. Meira »

Draga Boeing og Airbus að borðinu

21.2. Icelandair Group hefur sent flugvélaframleiðendunum Boeing og Airbus erindi þar sem kallað er eftir formlegum viðræðum um möguleg kaup félagsins á nýjum þotum sem ætlað er að bætast við flota þess á komandi árum. Meira »

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

21.2. Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira »

Mögulega bakað félaginu tjón

20.2. Rannsóknir skiptastjóra þrotabús Primera Air á Íslandi, sem var í eigu Andra Más Ingólfssonar, hafa „leitt í ljós að mögulegt sé að fyrirsvarsmenn félagsins hafi bakað því tjón“ í að minnsta kosti tveimur tilvika. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Uppgjör í venjulegum fasa

19.2. WOW air skuldar ekki lendingargjöld á erlendum flugvöllum sem félagið flýgur enn á og lokauppgjör til flugvalla sem WOW hefur hætt að fljúga til er í venjulegum uppgjörsfasa. Þetta kemur fram í skriflegu svari Svanhvítar Friðriksdóttur, upplýsingafulltrúa WOW air, til mbl.is. Meira »

Óskar eftir greiðslufresti

17.2. Stjórnendur WOW air hafa farið fram á frest fram í miðjan mars til að gera upp ógreidd lendinga- og farþegagjöld á erlendum flugvöllum. Þetta kemur fram á vefsíðu Túrista. Meira »