Sviptivindar í flugrekstri

Feykigott ár hjá EasyJet

í gær Hagnaður breska flugfélagsins EasyJet jókst um 17% á síðasta rekstrarári sem lauk í lok september. Aldrei áður hefur félagið flutt jafnmarga farþega, alls 88,5 milljónir talsins, og er aukningin á milli ára 10,2%. Meira »

Draga ársreikninga Primera í efa

14.11. Andri Már Ingólfsson, aðaleigandi Primera-samstæðunnar, hafnar því að ranglega hafi verið staðið að gerð ársreikninga félaga innan ferðaþjónustusamstæðunnar. Greint er frá þessu í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Telur ekki víst að kaupin gangi eftir

11.11. Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi fjármálaráðherra, sagði í Silfri Egils nú í morgun að ekki væri enn víst að af kaupum Icelandair á WOW air verði. Enn væru mikilvægir þættir sem biðu skoðunar, svo sem hvaða skilyrði Samkeppniseftirlitið myndi setja gagnvart kaupunum. Meira »

Gætu átt forgang á flugvélar WOW

10.11. Vegna forgangsréttarákvæðis í samningum við Icelandair gætu félagsmenn í Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) átt forgang á flug í flugvélum WOW air. Með því yrðu flugmenn lággjaldaflugfélagsins á sama kjarasamningi og flugmenn Icelandair. Meira »

Icelandair leggur til hlutafjárhækkun

8.11. Stjórn Icelandair Group mun leita heimildar hluthafa til þess að hækka hlutafé félagsins með útboði á 625 milljónum hluta í félaginu á meðal hluthafa þess. Þetta kemur fram í tilkynningu félagsins til Kauphallar um dagskrá hluthafafundar, sem haldinn verður 30. nóvember. Meira »

Samkeppni ýtti undir launakostnað

8.11. Sigþór Kristinn Skúlason, forstjóri Airport Associates, segir samruna Icelandair og WOW air ekki hafa áhrif á starfsemi félagsins á Keflavíkurflugvelli. Airport Associates þjónustar um 20 flugfélög á Keflavíkurflugvelli. Meira »

Með fleiri í vinnu en Landspítalinn

7.11. Tæplega 6.000 manns hafa starfað hjá Icelandair Group og WOW air í ár. Til samanburðar starfa nú um 5.300 manns á Landspítalanum. Meira »

Opnar nýja markaði

7.11. Uppstokkun á sameiginlegu leiðakerfi Icelandair og WOW air getur skapað tækifæri fyrir íslenska ferðaþjónustu.  Meira »

WOW Air átti frumkvæðið

6.11. WOW Air átti frumkvæði að viðræðum um sameiningu Icelandair og WOW Air. Þetta segir Bogi Nils Bogason, starfandi forstjóri Icelandair, í viðtali við Rúv. Greint var frá kaupum Icelandair á öllu hlutafé í WOW Air í gær. Meira »

„Ég mun halda áfram að gera mitt besta“

6.11. „Síðustu 72 klukkustundir hafa verið einhverjar þær erfiðustu á ævinni þar sem ég þurfti að taka ákvarðanir um framtíð WOW air á mjög erfiðum tímum.“ Þetta segir Skúli Mo­gensen, stofn­andi og for­stjóri WOW air, í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni fyrir stundu. Meira »

Lækka eftir mikla hækkun í gær

6.11. Hlutabréf í Icelandair group hafa lækkað um 2% í 756 milljóna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Kemur þetta í kjölfarið á 39% hækkun bréfanna í gær eftir að tilkynnt var um kaup félagsins á öllu hlutafé í WOW air. Meira »

Bless skinkusamloka, halló borgaratvenna

6.11. Hvað verður um 99 dollara flugin, hjónabandserfiðleikar og vetrarkoma í anda Game of Thrones eru meðal þeirra samlíkinga sem erlendir fjölmiðlar koma með í umfjöllun sinni um kaup Icelandair á WOW air. Forbes segir slíka sameiningu ekki vandkvæðalausa. Meira »

Lítið félag í evrópskum samanburði

6.11. Farþegafjöldi Icelandair mun aukast verulega í kjölfar kaupa félagsins á WOW air, en það síðarnefnda flutti um 2,8 milljónir farþega á fyrstu níu mánuðum ársins. Á sama tímabili voru farþegar Icelandair um 3,3 milljónir. Meira »

Fjölgun farþega en minni sætanýting

6.11. Farþegum Icelandair fjölgaði um 10% í október þegar miðað er við sama mánuð í fyrra. Flutti félagið 352.787 farþega í síðasta mánuði, en 320.745 farþega í október í fyrra. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði á sama tímabili um 18%. Sætanýting minnkaði hins vegar og var 80,9% í síðasta mánuði, samanborið við 83,4% í október í fyrra. Meira »

Uppstokkun á markaði

6.11. Áreiðanleikakönnun mun leiða í ljós hvort Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, fær 1 milljarð eða allt að 3,6 milljarða fyrir fyrirtækið. Gengið var frá samningi um kaup Icelandair Group á öllu hlutafé fyrirtækisins í gærmorgun. Meira »

„Í örmum Icelandair“

5.11. „Fljúgandi sameining á Íslandi,“ skrifar norski viðskiptavefmiðillinn E24 í fyrirsögn í dag og fjallar um kaup Icelandair á WOW air. „Þungbært samkeppnisumhverfi og hækkandi olíuverð leggja WOW í arma Icelandair.“ Meira »

Yfirtakan betri en að keppa til dauða

5.11. Framkvæmdastjóri lággjaldaflugfélagsins EasyJet segir að yfirtaka Icelandair Group á öllu hlutafé í WOW air hafi ekki komið sér á óvart. Þessi orð lét hann falla á ferðasýningunni World Travel Market í Lundúnum í dag. Meira »

„Besta lausnin í stöðunni“

5.11. „Mér líst vel á fréttir dagsins úr því sem orðið var,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra ferðamála í Kastljósi á RÚV í kvöld, innt eftir viðbrögðum við kaupum Icelandair Group á öllu hlutafé í WOW air. Meira »

37 prósent áfangastaða þeir sömu

5.11. Icelandair flýgur til 45 áfangastaða á meðan WOW air býður upp á flug til 35 áfangastaða. Síðarnefnda flugfélagið býður þó upp á 37 lendingarstaði, þar sem flogið bæði til London Gatwick og Stansted og New York JFK og EWR. Meira »

Taka verði mið af hagsmunum neytenda

5.11. Neytendasamtökin beina þeim tilmælum til Samkeppniseftirlitsins að í umfjöllun um hugsanlega sameiningu Wow og Icelandair verði fyrst og fremst tekið mið af hagsmunum neytenda. Þetta kemur fram í ályktun stjórnar Neytendasamtakanna. Meira »

Kom ekki á óvart

5.11. „Ég get ekki sagt að þetta hafi komið mér á óvart en auðvitað höfum við fylgst grannt með þessum málum um nokkurt skeið,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um kaup Icelandair Group á WOW air. Meira »

Bréf í Icelandair hækkuðu um 39% í dag

5.11. Hlutabréf í Icelandair hækkuðu um 39,2% í dag en tilkynnt var um kaup Icelandair Group á WOW air rétt fyrir hádegi. Viðskipti með bréf Icelanda­ir voru stöðvuð áður en til­kynnt var um kaup­in en opnað var fyrir þau aftur klukkan 13:00. Meira »

Búið að vera of ódýrt að fljúga

5.11. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri var starfandi forstjóri lággjaldaflugfélagsins Iceland Express þegar að WOW air tók yfir flugáætlun félagsins í október árið 2012 og þekkir vel til flugrekstrar. Hann segir að yfirtaka Icelandair Group á WOW air í dag komi honum ekki endilega á óvart. Meira »

Telur að flugfargjöld gætu hækkað

5.11. „Þetta styrkir horfurnar fyrir ferðaþjónustuna og dregur kannski úr óvissunni um flugsamgöngur til og frá landinu,“ segir Sigurður Örn Karlsson, greinandi hjá IFS, um kaup Icelandair á WOW air. Meira »

Skúli ávarpaði starfsfólk WOW air

5.11. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi WOW air, var tilfinningaríkur þegar hann ávarpaði starfsfólk félagsins á starfsmannafundi fyrirtækisins sem haldinn var í hádeginu vegna kaupa Icelandair á öllu hluta­fé í WOW air. Meira »

Gríðarleg hækkun hjá Icelandair

5.11. Hlutabréf í Icelandair hafa hækkað gríðarlega í Kauphöll Íslands eftir að tilkynnt var um kaup flugfélagsins á WOW air.  Meira »

„Þetta er því augljósasta lendingin“

5.11. „Það var nokkuð augljóst að það var ekki hægt að halda áfram með óbreyttum hætti,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túristi.is, um kaup Icelandair á öllu hlutafé í WOW air. Hann telur útkomuna vera augljósustu lendinguna í þeim sviptivindum sem hafa verið á flugmarkaði undanfarið. Meira »

Eykur stöðugleika í ferðaþjónustunni

5.11. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir stjórnvöld ekki hafa haft afskipti af kaupum flugfélagsins Icelandair á WOW air en nefnir að þau muni halda áfram að fylgjast grannt með gangi mála eins og þau hafi gert á undanförnum mánuðum. Meira »

Söluverðið 2,18 milljarðar

5.11. Söluverð WOW air nemur 2,18 milljörðum miðað við skráð hlutabréfaverð Icelandair í Kauphöllinni í dag. Icelandair tilkynnti um kaupin rétt í þessu. Verðið getur orðið hærra eða lægra eftir því hvernig staða WOW air verður metin í áreiðanleikakönnun. Meira »

Icelandair kaupir WOW air

5.11. Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Hluthafar í WOW air munu eignast 5,4% hlutafjár í Icelandair eftir viðskiptin. Meira »