Sviptivindar í flugrekstri

WOW á markað innan 18 mánaða

17.9. Skúli Mogensen, eigandi WOW air, hyggst safna 22-33 milljörðum króna í hlutafjárútboði. Það hyggst hann gera innan eins og hálfs árs. Þetta kemur fram í viðtali við Skúla í Financial Times. Meira »

Bjarni blandar sér í umræðuna

17.9. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, blandaði sér í umræðu um lendingargjöld íslenskra flugfélaga með stuttri færslu á Twitter síðdegis á laugardaginn. Meira »

Hafa tvisvar kyrrsett flugvélar

15.9. Isavia hefur tvisvar sinnum nýtt heimild í loftferðalögum til kyrrsetningar flugvéla vegna ógreiddra notendagjalda, en fyrirtækið nýtur að auki almennra innheimtuúrræða. Isavia tekur almennt ekki tryggingar fyrir ógreiddum notendagjöldum samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu. Meira »

Hafi aldrei skuldað tvo milljarða

15.9. Í skriflegu svari flugfélagsins Wow air við fyrirspurn mbl.is kemur fram að flugfélagið hafi aldrei skuldað Isavia tvo milljarða króna. Flugfélagið vildi ekki svara öðrum spurningum, m.a. um það hvort flugfélagið væri í einhverri skuld við Isavia vegna lendingargjalda. Meira »

Hegðun Isavia „illskiljanleg“

15.9. Starfandi forstjóri Icelandair Group segir illskiljanlegt ef rétt reynist að Isavia, fyrirtæki í opinberri eigu, taki þátt í að fjármagna taprekstur flugfélagsins WOW air og skekkja þar með samkeppnisstöðu á markaðnum. Icelandair skuldar Isavia ekki lendingargjöld. Meira »

Baldanza hættur í stjórn WOW air

15.9. Bandaríkjamaðurinn Ben Baldanza er hættur í stjórn WOW air. Það gerði hann eftir að hann tók sæti í stjórn flugfélagsins JetBlue í Boston í ágúst. Meira »

„Mjög góðar fréttir“

15.9. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segir það mjög góðar fréttir að flugfélagið WOW air sé að takast að afla sér viðbótarfjármuna. Meira »

Milljarðaskuld við Isavia

15.9. Flugfélagið WOW air skuldar Isavia ohf. um tvo milljarða króna í lendingargjöld. Af þeirri skuld er um helmingurinn nú þegar gjaldfallinn. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Meira »

Útboð fyrir opnum tjöldum varla ætlunin

14.9. „Upphaflega var lagt upp með að ná inn allt að 12 milljörðum króna og það er spurning hvaða áhrif það hefur ef ekki næst inn meira fé,“ segir Kristján Sigurjónsson, ritstjóri Túrista.is, í svari sínu við fyrirspurn mbl.is vegna tíðinda frá WOW air um að skuldabréfaútgáfu lyki á þriðjudag, og að nú lægi fyrir að lágmarki yrði náð. Meira »

WOW segir fjármögnun tryggða

14.9. Forsvarsmenn WOW air hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að búið sé að tryggja 50 milljónir evra í skuldabréfaútboði fyrirtækisins. Útboðinu muni ljúka þriðjudaginn 18. september næstkomandi. Meira »

Niðurstaðan í nánd

14.9. Í gær voru erlendir fjárfestar búnir að skrá sig fyrir um 45 milljónum evra í útboði WOW air, að því er fram kemur í frétt Fréttablaðsins í dag. Meira »

Skúli hvetur starfsfólk sitt áfram

13.9. Skúli Mogensen, forstjóri Wow air, hvetur starfsfólk sitt til dáða og segir að vinna við skuldafjárútboð flugfélagsins gangi vel og að hann sjái fyrir endann á því ferli. Þetta kemur fram í bréfi sem hann sendi starfsfólki í dag. Meira »

Ólíklegt að bankarnir komi að WOW

13.9. Afar ólíklegt er talið að stóru bankarnir þrír muni taka þátt í fjármögnun Wow air. Þetta hefur Fréttablaðið í dag eftir heimildarmönnum sínum. Meira »

Ekki í spilunum að loka fyrir viðskipti

12.9. Í viðskiptum með skráð hlutafélög í Kauphöllinni er fylgt þeirri meginreglu að opið sé fyrir viðskipti meðan markaðurinn er opinn og býsna ríkar ástæður þarf til að víkja frá þeirri meginreglu. Þetta segir Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Bréf Icelandair halda áfram að hækka

12.9. Hlutabréfaverð Icelandair hélt áfram að hækka nú í morgun eftir opnun markaða. Hefur það hækkað um 5,1% það sem af er degi í 289 milljón króna viðskiptum. Óvissa um skuldafjárútboð WOW air er talin hafa áhrif á hlutabréfaverðið. Meira »

Vongóðir um fjármögnun

12.9. Forsvarsmenn WOW air eru vongóðir um að geta tryggt félaginu aukið fjármagn til rekstrarins. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins. Síðustu vikur hafa þeir í samráði við fjármálafyrirtæki, innlend og erlend, unnið að því að tryggja félaginu a.m.k. 50 milljónir dollara með útgáfu skuldabréfa. Meira »

Veiking krónunnar tengist líklega stöðu WOW

11.9. Staða WOW Air er langlíklegasta skýringin á veikingu íslensku krónunnar að mati Daníels Svavarssonar, forstöðumanns hagfræðideildar Landsbankans. Íslenska krón­an veikt­ist tals­vert um miðjan dag gagn­vart öll­um helstu gjald­miðlum á tíma­bili. Þannig hafði geng­is­vísi­tala hækkað um 2,45% upp úr klukkan 14 í dag. Meira »

Icelandair hækkaði um 10% í dag

11.9. Á sama tíma og hlutabréf flestra fyrirtækja á aðallista Kauphallarinnar lækkuðu í dag ruku hlutabréf í Icelandair upp. Talsverður órói hefur verið á markaði í dag og hélt meðal annars krónan áfram að lækka sem hún hefur gert síðustu daga. Seinni partinn styrktist krónan hins vegar á ný. Meira »

Fréttir af WOW í lok vikunnar

11.9. Fréttir af skuldabréfaútboði WOW air eru væntanlegar í vikulok þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins vænta þess að geta skýrt nánar frá gang mála. Þetta segir Svanhvít Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri samskiptasviðs WOW air, í skriflegu svari til mbl.is um stöðu útboðsins. Meira »

Funduðu um stöðu WOW air

10.9. Fulltrúar stjórnvalda funduðu nú um helgina vegna málefna flugfélagsins WOW air. Þetta herma heimildir Morgunblaðsins innan úr stjórnarráðinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins róa nú að því öllum árum að tryggja að lágmarki 50 milljóna dollara fjármögnun til handa starfseminni. Meira »

Ríkið ætti ekki að stíga inn

7.9. Almennt séð ætti íslenska ríkið ekki að koma einkafyrirtækjum til aðstoðar, segir Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, aðspurður um hans skoðun á því hvort ríkið ætti að stíga inn og koma íslensku flugfélagi til bjargar ef útlit væri fyrir að það stefndi í þrot. Meira »

Klárast öðrum hvorum megin við helgina

7.9. Gert er ráð fyrir því að skuldabréfaútboð WOW air klárist öðrum hvorum megin við helgina. Þetta er meðal þess sem kemur fram í viðtali við Skúla Mogensen, forstjóra WOW air, í Bloomberg. Meira »

Ræður ráðgjafa vegna ráðningar forstjóra

6.9. Stjórn Icelandair Group hefur ráðið alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækið Spencer Stuart annars vegar og Capacent á Íslandi hins vegar til þess að hafa umsjón með ráðningarferli á nýjum forstjóra félagsins. Meira »

Reikna með tapi upp á 3,3 milljarða

5.9. Sérfræðingar norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities reikna með því að flugfélagið WOW air skili tapi upp á 31 milljón dala, sem nemur um 3,3 milljörðum króna á núverandi gengi, eftir skatta á þessu ári. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Meira »

Umtalsvert færri fljúga innanlands

1.9. Nærri sjö þúsund færri flugu innanlands í júlí í ár en á sama tíma í fyrra. Breytt samsetning erlendra ferðamanna hefur þar mikil áhrif. Meira »

Búið að tryggja WOW milljarða

31.8. Fjárfestar sem taka þátt í skuldabréfaútboði WOW air, sem gert er ráð fyrir að klárist innan tveggja vikna, munu einnig fá kauprétt að hlutafé í flugfélaginu þegar það verður skráð á hlutabréfamarkað sem nemur helmingi af höfuðstól skuldabréfanna. Meira »

Icelandair færir störf til Eistlands

30.8. Starfandi forstjóri Icelandair Group, Bogi Nils Bogason, segir í samtali við Viðskiptablaðið í dag að félagið stefni að því að færa hluta bak- og bókhaldsvinnslu sinnar til eistnesks dótturfélags, þar sem launakostnaður er lægri. Meira »

Hafnar mögulegri bótaábyrgð stjórnenda

30.8. Björgólfur Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Icelandair Group, hafnar því að stjórnendur félagsins hafi bakað sér bótaábyrgð með ákvörðunum sem leiddu til fjárhagstjóns fyrirtækisins. Meira »

„Treystum því að allt verði í standi“

29.8. „Þótt flugfélögin séu að vinna í sínum fjárhag þá er ekkert sem bendir til annars en að þau muni halda áfram að flytja fólk til og frá landinu,“ segir Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri um þá stöðu sem uppi er hjá íslensku flugfélögunum. Meira »

Gæti þurft að endurmeta spár

29.8. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir hafa hægt hraðar á hagkerfinu en hann reiknaði með. Því geti þurft að endurmeta spár um hagvöxt í ár til lækkunar. Meira »