Sýrland

Assad virðir vopnahlé að vettugi

10:27 Stjórnarher Sýrlands heldur áfram árásum sínum á austurhluta Ghouta-héraðs þrátt fyrir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi í gær samþykkt tafarlaust 30 daga vopnahlé á svæðinu. Grimmilegar árásir hersins hafa nú staðið yfir samfellt í 8 daga og yfir 500 manns hafa látið lífið. Meira »

Þjáningar jukust á meðan beðið var

Í gær, 22:48 „Með hverri mínútunni sem öryggisráðið beið, þá jukust þjáningar fólks,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að öryggisráð SÞ samþykkti í dag samhljóða ályktun þar sem þess er krafist að lagt verði á 30 daga vopnahlé í Sýrlandi. Meira »

Vopnahlé samþykkt í Sýrlandi

Í gær, 19:56 Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu um þrjátíu daga vopnahlé í Sýrlandi. Hjálparsamtökum gefst þá tækifæri til að koma hjálpargögnum til almennings á umsetnum svæðum sem samtök uppreisnarmanna ráða yfir í austurhluta Ghouta-héraðs nálægt Damaskus. Meira »

500 fallið á einni viku

Í gær, 16:57 Sýrlenskar stjórnarhersveitir hafa fellt yfir 500 saklausa borgara undanfarna viku, en hersveitirnar hafa gert stórskotaárásir á svæði uppreisnarmanna í Austur-Ghouta skammt frá höfuðborginni Damaskus. Meira »

21 almennur borgari fórst

í gær 21 almennur borgari fórst í loftárásum sýrlenska hersins á uppreisnarmenn í austurhluta Ghouta-héraðs.  Meira »

Atkvæðagreiðslu um vopnahlé frestað

í fyrradag Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur frestað atkvæðagreiðslu um vopnahlé í Sýrlandi þar til klukkan 17 á laugardag. Ekki var komist að samkomulagi sem Rússar gátu sætt sig við. Meira »

6 börn drepin í Ghouta í dag

í fyrradag Í það minnsta 32, þar af 6 börn, voru drepnir í austurhlua Ghouta-héraðs í Sýrlandi í dag. Stjórnarher Sýrlands, með stuðningi frá Rússum, heldur áfram að láta sprengjum rigna yfir svæðið. Meira »

Merkel: Jafnast á við fjöldamorð

22.2. Angela Merkel kanslari Þýskalands segir að stöðva verði „blóðbaðið“ í Sýrlandi. Linnulausar árásir stjórnarhersins á bæi og þorp í Ghouta-héraði hafa kostað um 300 almenna borgara lífið síðustu daga. Í morgun létust að minnsta kosti 13 í enn einni árásinni. Meira »

Vill að bardögum linni

21.2. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, vill að bardagar verið stöðvaðir þegar í stað í austurhluta Ghouta-héraðs í Sýrlandi. Meira »

Það næsta sem kemst helvíti á jörð

21.2. Versti dagurinn. Versti mánuðurinn. Versta árið. Versta ástand allra tíma. Lýsingarorð í efsta stigi til að útskýra hörmungarnar í Sýrlandi eru á þrotum. Engin orð ná utan um þá skelfingu sem þar á sér stað. Meira »

Sprengjum varpað á sex sjúkrahús

20.2. Sprengjum sýrlenska hersins hefur verið varpað á sex sjúkrahús á síðustu tveimur dögum í austurhluta Ghouta-héraðs þar sem sýrlenskir uppreisnarmenn hafast við. Meira »

Kemur til átaka Sýrlendinga og Tyrkja?

20.2. Hermenn hliðhollir stjórnvöldum í Sýrlandi eru komnir til bæjarins Afrin í norðurhluta landsins sem verið hefur á valdi Kúrda. Tyrkneskar hersveitir og sýrlenskir bandamenn þeirra hafa að undanförnu gert ítrekaðar árásir á bæinn en hann er skammt frá landamærum Tyrklands. Meira »

Tugir barna látist í árásunum

20.2. Að minnsta kosti 45 féllu í loftárásum Sýrlandshers í austurhluta Ghouta-héraðs í dag. Að minnsta kosti 127 almennir borgarar, þar af 39 börn, létust í árásum hersins í gær. Ghouta-hérað hefur verið í herkví frá árinu 2013. Svæðið er eitt síðasta vígi uppreisnarmanna í landinu. Meira »

Sprengdu fæðingarstofu í loft upp

20.2. Að minnsta kosti tuttugu börn eru meðal þeirra 100 óbreyttu borgara sem féllu í loftárásum Sýrlandshers í austanverðu Ghouta-héraði í gær. Herinn lét sprengjum rigna yfir svæðið sem hefur verið í herkví stjórnvalda árum saman. Nú undirbýr herinn áhlaup á jörðu niðri. Meira »

77 óbreyttir borgarar fórust

19.2. Að minnsti 77 óbreyttir borgarar fórust í sprengjuárás sem Sýrlandsher gerði á uppreisnarmenn í austurhluta Ghouta-héraðs, skammt frá höfuðborginni Damaskus. Meira »

Hnúturinn frekar að harðna

16.2. „Hnúturinn í Sýrlandi er ekki að leysast heldur frekar að harðna og nú er ekki aðeins einn hnútur heldur margir,“ segir Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í sagnfræði við Williams College í Bandaríkjunum, í samtali við mbl.is spurður um stöðu mála í Sýrlandi. Meira »

Fyrstu hjálpargögnin til Ghouta á þessu ári

14.2. Fyrsta bílalest hjálpargagna frá því í nóvember kom til Austur-Ghouta , sem er á svæði uppreisnarmanna á Sýrlandi á mánudag að því er Sameinuðu þjóðirnar greindu frá. Meira »

Átökin magnast eftir tillögu um vopnahlé

12.2. Átökin í Sýrlandi hafa versnað á þeirri viku sem liðin er frá því að Sameinuðu þjóðirnar báðu um mánaðarlangt vopnahlé.   Meira »

Verja sig gegn öllum árásum

11.2. Ísrael mun verja sig „gegn öllum árásum“, sagði Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísrael, eftir að Ísrael stóð fyrir umfengsmestu loftárásum sem það hefur staðið fyrir á svæði í Sýrlandi í áratugi. Meira »

Tveir létust er herþyrla hrapaði

10.2. Forseti Tyrklands, Recep Tayyip Erdogan, sagði fyrr í dag að þyrlan hefði verið „skotin niður“ og að Kúrdar muni fá að borga fyrir afdrif hennar. Meira »

Ætti að loka þá inni og henda lyklunum

9.2. Dóttir Skota, sem starfaði fyrir alþjóðleg hjálparsamtök í Mið-Austurlöndum og var tekinn af lífi árið 2014, vonast til þess að mennirnir sem myrtu föður hennar fái „hægan og kvalarfullan dauðdaga“. Meira »

Skelfing í vægðarlausum árásum

9.2. Vægðarlausar árásir sýrlenska stjórnarhersins á þorp og bæi í Austur-Ghouta hafa orðið til þess að enn erfiðara hefur reynst en áður að koma þangað nauðþurftum til íbúanna sem hafa verið í herkví árum saman. Að minnsta kosti 220 almennir borgarar hafa fallið á svæðinu síðustu fjóra daga. Um 400 þúsund manns eru innlyksa á svæðinu. Meira »

Síðustu „Bítlarnir“ handteknir á Sýrlandi

8.2. Uppreisnarsveitir kúrda á Sýrlandi hafa handsamað tvo Breta, sem taldir eru tilheyra illræmdum hópi breskra vígamanna úr sveitum Ríkis íslams. BBC hefur þetta eftir bandarískum embættismönnum. Meira »

Saka Bandaríkin um „hryllilegt fjöldamorð“

8.2. Ríkisstjórn Sýrlands sakar Bandaríkin um „hryllilegt fjöldamorð“ með loftárásum á hersveitir hliðhollar Bashar al-Assad Sýrlandsforseta síðastliðna nótt. Um 100 manns létust í árásunum. Utanríkisráðuneyti Sýrlands hefur ritað Sameinuðu þjóðunum bréf þar sem þess er krafist að árásirnar verði fordæmdar. Meira »

Gagnrýna árás hernaðarbandalagsins

8.2. Sýrlenska ríkissjónvarpið sagði frá því í morgun að tugir „bardagamanna“ hefðu fallið í árás hernaðarbandalags leiddu af Bandaríkjamönnum. Í fréttinni kom ekki fram hvort um hermenn stjórnarhersins hefði verið að ræða. Meira »

Bandaríkjamenn gerðu árás í Sýrlandi

8.2. Hernaðarbandalag undir forystu Bandaríkjamanna, sem barist hefur gegn Ríki íslams, gerði í gær árásir á vopnaða hópa hliðholla Sýrlandsstjórn í landinu. Árásirnar voru gerðar í Deir Ezzor, að því er bandalagið sagði sjálft frá. Meira »

Grunur um sex efnavopnaárásir

7.2. Sýrlandsher og skæruliðahópar honum tengdir eru grunaðir um að minnsta kosti sex efnavopnaárásir síðastliðinn mánuð.   Meira »

Enn einn dagur loftárása

7.2. Loftárásir stjórnarhersins í Sýrlandi héldu áfram í dag í Austur-Ghouta og í þeim féllu að minnsta kosti sjö almennir borgarar. Bæirnir sem árásirnar voru gerðar á eru undir yfirráðum uppreisnarmanna. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem harðar loftárásir eru gerðar á svæðinu. Meira »

Segja allt benda til notkunar klórgass

7.2. Frönsk stjórnvöld segja að allt bendi til þess að ríkisstjórn Bashars al-Assads Sýrlandsforseta noti klórgas í borgarastríðinu í landinu. Meira »

Deilt um fordæmingu en ekkert gert

6.2. Hart var tekist á um hvort fordæma ætti efnavopnaárásir stjórnvalda í Sýrlandi á íbúa landsins undanfarið í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Niðurstaðan var sú að engin yfirlýsing var gefin út. Tæplega 30 almennir borgarar voru drepnir á litlu svæði skammt frá höfuðborg Sýrlands í gær. Meira »