Sýrland

Feðgar pyntaðir til dauða

5.11. Frönsk yfirvöld hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur þriggja háttsettra manna í leyniþjónustu Sýrlands í tengslum við dauða tveggja einstaklinga sem eru með franskt og sýrlenskt ríkisfang. Meira »

Gríðarleg neyð í Rukban-búðunum

3.11. Hjálparstarfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa komið hjálpargögnum til um 50.000 óbreyttra borgara sem hafa verið strandaglópar við landamæri Sýrlands að Jórdaníu. Þetta er í fyrsta sinn frá því í janúar sem hjálpargögn berast til fólksins. Meira »

Norskur sendiherra SÞ í Sýrlandi

31.10. Reyndur norskur erindreki hefur verið ráðinn sendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Í bréfi sem Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sendi öryggisráði stofnunarinnar í gær segist hann vilja ráða Geir Pedersen í starfið. Meira »

Vilja binda enda á átökin

27.10. „Íbúar Sýrlands verða að ákveða stöðuna varðandi Bashar al-Assad,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti eftir leiðtogafund Tyrkja, Rússa, Þjóðverja og Frakka. Þar voru ræddar leiðir til að binda enda á átökin í Sýrlandi. Meira »

Þjóðarleiðtogar funda um framtíð Sýrlands

27.10. Þjóðarleiðtogar Tyrklands, Rússlands, Þýskalands og Frakklands komu saman á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í morgun þar sem unnið er að því að leita leiða til að binda enda á átök í Sýrlandi sem hafa staðið yfir í sjö ár. Meira »

„En enginn kemur“

17.10. Allan daginn flytja smáir bátar fólk yfir ána Efrat til sýrlensku borgarinnar Raqqa þar sem brýr, íbúðarhús og skólabyggingar bera áhlaupinu á borgina enn glögg merki. Sýrlensku lýðræðissveitirnar (SDF) með aðstoð Bandaríkjamanna náðu völdum yfir borginni úr höndum vígamanna Ríkis íslams fyrir ári og hröktu þá á flótta. Innviðir hennar eru enn í molum í bókstaflegri merkingu þar sem vegir og brýr eru rústir einar. Meira »

Undirbjuggu netárás á efnavopnastofnun

4.10. Hollenska öryggislögreglan rak í apríl fjóra Rússa úr landi vegna áætlunar sem beinast átti gegn OPCW, alþjóðlegri stofnun gegn notkun efnavopna. Stofnunin var á þeim tíma m.a. að rannsaka taugaeiturárásina á Sergei Skripal. Meira »

Leiðtogafundur boðaður vegna Sýrlands

28.9. Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, greindi frá því í morgun að hún og leiðtogar Tyrklands, Rússlands og Frakklands ætluðu að hittast á fundi í næsta mánuði til þess að ræða ástandið í Sýrlandi. Meira »

Rússar efla loftvarnir Sýrlands

24.9. Rússnesk stjórnvöld ætla að styrkja loftvarnir Sýrlands með nýju eldflaugavarnakerfi. Vika er liðin síðan rússnesk herflugvél var fyrir mistök skotin niður með eldflaugum. Meira »

Segja Ísrael ábyrgt fyrir að þotan hrapaði

18.9. Rússnesk stjórnvöld segja Ísraelsríki bera ábyrgð á því að skot úr sýr­lenskri loft­varn­ar­byssu lenti á rússneskri herþotu og að þau áskilji sér allan rétt til að bregðast við. Þotan er sögð hafa hrapað er Sýrlandsstjórn varðist árásum Ísraelshers á mannvirki sýrlensku stjórnarinnar í Damaskus. Meira »

Rússnesk herþota hverfur yfir Miðjarðarhafi

18.9. Rússnesk herþota með 14 manns innanborðs hvarf af radar á flugi yfir Miðjarðarhafi, skammt frá Sýrlandsströnd, seint í gærkvöldi. Leit er hafin að vélinni, en samkvæmt heimildum CNN varð hún fyrir skoti úr loftvarnarbyssu sem beint var gegn ísraelskri flugskeytaárás. Meira »

Hlutlaust svæði í kringum Idlib

17.9. Rússar og Tyrkir hafa samþykkt að setja upp hlutlaust svæði í kringum héraðið Idlib í Sýrlandi sem er undir stjórn uppreisnarmanna. Meira »

Vilja ekki að Íranar nái fótfestu í Sýrlandi

16.9. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segist vinna að því að stöðva fjendur ríkis síns í því að komast yfir fullkomin vopn. Meira »

Skutu niður ísraelskar eldflaugar

15.9. Ísraelskum eldflaugum var skotið á flugvöllinn í Damaskus í Sýrlandi í dag. Loftvarnarkerfi fór í gang og skaut flaugarnar niður, segir í frétt sýrlenska ríkisfjölmiðilsins, SANA. Meira »

Erdogan og Pútín funda

14.9. Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti mun eiga fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta á mánudag vegna stríðsins í Sýrlandi. Meira »

Loftárásir á Idlib halda áfram

9.9. Hersveitir sýrlensku stjórnarinnar og Rússa héldu áfram loftárásum sínum á héraðið Idlib í Sýrlandi í morgun. Að minnsta kosti eitt barn lést í árásunum, að sögn mannréttindasamtakanna Syrian Observaroty for Human Rights. Meira »

Hörðustu árásir í margar vikur

8.9. Stjórnarherinn í Sýrlandi og rússneskar hersveitir hafa varpað sprengjum á uppreisnarmenn í Idlib-héraði í Sýrlandi í „ofbeldisfyllstu og umfangsmestu loftárásum“ í margar vikur, samkvæmt mannréttindasamtökum sem fylgjast með ástandinu í Sýrlandi. Meira »

Rússar hafna beiðni um vopnahlé

7.9. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hafnað beiðni Tyrkja um að lýst verði yfir vopnahléi til að koma í veg fyrir „blóðbað“ í norðurhluta Sýrlands. Meira »

Segist ekki hafa viljað drepa Assad

5.9. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar því að hann hafi viljað láta drepa Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, eftir að stjórnarherinn beitti efnavopnum þar í landi á síðasta ári. Meira »

Óttast að efnavopnum verði beitt

4.9. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kemur saman á föstudag til að ræða ástandið í Idlib- héraði í Sýrlandi, en Rússar hófu að varpa sprengjum á héraðið í morgun eftir þriggja vikna hlé. Idlib-hérað er síðasta vígi uppreisnarmanna í Sýrlandi. Meira »

Rússar varpa sprengjum á Idlib-hérað

4.9. Rússneskar herþotur vörpuðu sprengjum á Idlib-hérað í Sýrlandi í morgun eftir þriggja vikna hlé.  Meira »

Trump varar við árás á Idlib-hérað

3.9. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, varar stjórnvöld í Sýrlandi við því að gera árás á síðasta vígi uppreisnarmanna í Idlib-héraði, með aðstoð Rússa og Írana. Hann segir að slík árás geti komið af stað „mannlegum harmleik“. Meira »

Óttast mannlegan harmleik í Idlib

2.9. Frans páfi varar við mannlegum harmleik í Idlib-héraði í Sýrlandi en héraðið er síðasta mikilvæga vígi uppreisnarmanna sem stjórnarherinn lætur sprengjum rigna yfir. Meira »

800.000 manns gætu þurft að flýja

29.8. Sameinuðu þjóðirnar vöruðu í dag við afleiðingum mögulegrar árásar sýrlenskra stjórnvalda á eina hertekna hérað Sýrlands, Idlib, og nágrenni. Meira »

Greina frá umfangi aðgerða í Sýrlandi

23.8. Rússar hafa greint frá umfangi hernaðaraðgerða sinna í stríðinu í Sýrlandi. Í myndskeiði frá varnarmálaráðuneyti landsins kemur fram að meira en 63.000 Rússar hafi tekið þátt í bardögum síðan í september 2015. Meira »

„Urðum öll læknar þennan dag“

22.8. Ef forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, beitir efnavopnum á íbúa Idlib-héraðs verður því svarað segir ráðgjafi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trump, í öryggismálum. Í dag eru fimm ár frá því efnavopnum var beitt á íbúa Ghouta með þeim afleiðingum að rúmlega 1.300 létust. Meira »

69 látnir eftir sprenginguna í Sarmada

13.8. Tala látinna eftir sprengingu í vopnageymslu í bænum Sarmada í Idlib-héraði í gær er nú komin upp í 69. Sýrlenska mannréttindavaktin Syrian Observatory for Human Rights segir flesta hinna látnu hafa verið almenna borgara og að 17 börn séu þeirra á meðal. Meira »

Bað um lausn eiginmannsins

7.8. Eiginkona japansks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi fyrir rúmum þremur árum rauf þögnina í dag og bað um að honum yrði sleppt eftir að hann sást í myndbandi sem var birt í síðustu viku. Meira »

Rændu 36 konum og börnum í Sweida

30.7. Vígasamtökin Ríki íslams rændu tugum drúsa-kvenna og barna er þeir réðust á þorp þeirra í Sweida í Suðaustur-Sýrlandi í síðustu viku. Árásirnar í síðustu viku eru þær mannskæðustu í Sweida-héraði frá því Sýrlandsstríðið hófst. Meira »

„Ertu viss um að hann sé dáinn?“

25.7. „Ertu að segja satt? Ertu viss um að hann sé dáinn?“ spyr Salwa sem á erfitt með að trúa því að frændi hennar, sem var sýrlenskur aðgerðarsinni og var handtekinn árið 2011, hafi verið dáinn í að minnsta kosti fimm ár. Meira »