Sýrland

69 látnir eftir sprenginguna í Sarmada

13.8. Tala látinna eftir sprengingu í vopnageymslu í bænum Sarmada í Idlib-héraði í gær er nú komin upp í 69. Sýrlenska mannréttindavaktin Syrian Observatory for Human Rights segir flesta hinna látnu hafa verið almenna borgara og að 17 börn séu þeirra á meðal. Meira »

Bað um lausn eiginmannsins

7.8. Eiginkona japansks blaðamanns sem var rænt í Sýrlandi fyrir rúmum þremur árum rauf þögnina í dag og bað um að honum yrði sleppt eftir að hann sást í myndbandi sem var birt í síðustu viku. Meira »

Rændu 36 konum og börnum í Sweida

30.7. Vígasamtökin Ríki íslams rændu tugum drúsa-kvenna og barna er þeir réðust á þorp þeirra í Sweida í Suðaustur-Sýrlandi í síðustu viku. Árásirnar í síðustu viku eru þær mannskæðustu í Sweida-héraði frá því Sýrlandsstríðið hófst. Meira »

„Ertu viss um að hann sé dáinn?“

25.7. „Ertu að segja satt? Ertu viss um að hann sé dáinn?“ spyr Salwa sem á erfitt með að trúa því að frændi hennar, sem var sýrlenskur aðgerðarsinni og var handtekinn árið 2011, hafi verið dáinn í að minnsta kosti fimm ár. Meira »

220 látnir eftir sjálfsmorðsárásir

25.7. Á þriðja hundrað eru látnir eftir hrinu sjálfsmorðs- og skyndiárása í suðurhluta Sýrlands í dag. Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum sem eru einar þær mannskæðustu sem gerðar hafa verið í landinu. Meira »

Tugir létust í sjálfsvígsárásum

25.7. Nokkrir vígamenn í samtökunum Ríki íslams bera ábyrgð á dauða 40 almennra borgara í suðurhluta Sýrlands undanfarinn sólarhring. Meira »

Skutu niður sýrlenska herþotu

24.7. Ísraelar skutu niður sýrlenska herþotu í dag en samkvæmt upplýsingum frá Ísraelsher var flugvélin komin inn í ísraelska lofthelgi. Þessu neitar sýrlenski herinn. Flugvélin hafi verið hluti af aðgerðum gegn vígasamtökunum Ríki íslams yfir sýrlensku landsvæði. Meira »

Segja Hvítu hjálmana vera hryðjuverkamenn

23.7. Utanríkisráðuneyti Sýrlands fordæmir brottflutning hundruð liðsmanna Hvítu hjálmanna og fjölskyldna þeirra frá Suður-Sýrlandi en Ísrael kom að flutningi þeirra frá átakasvæðunum. Meira »

Hvítu hjálmunum forðað í skjól

22.7. Ísraelsk yfirvöld fluttu um 800 liðsmenn björgunarsamtakanna Hvítu hjálmanna og fjölskyldur þeirra frá átakasvæði í suðvesturhluta Sýrlands og til Jórdaníu. Stjórnarher Sýrlands sækir nú fram á svæðinu. Meira »

Hjálpargögnin komin til Austur-Ghouta

21.7. Hjálpargögn, sem Frakkar og Rússar sendu í sameiningu, komu til Sýrlands í dag. Leiðtogar landanna, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti, hafa gert með sér samkomulag um aðstoð til nauðstaddra Sýrlendinga. Þetta er fyrsta mannúðaraðgerðin sem Rússar fara í með vestrænu ríki. Meira »

Óbreyttir borgarar falla í loftárásum

20.7. Að minnsta kosti 26 óbreyttir borgarar létust í loftárásum á suðurhluta borgarinnar Daraa í Sýrlandi fyrr í dag. Uppreisnarhópar hafa verið við völd í borginni í nokkur ár. Meira »

Afsala sér völdum

19.7. Sýrlenskir uppreisnarmenn hafa samþykkt að afsala sér völdum í Quneitra-héraði í suðvesturhluta landsins sem er skammt frá Gólan-hæðum sem eru hersetnar af Ísraelsmönnum. Meira »

Almennir borgarar í felum féllu

13.7. 28 almennir borgarar féllu í loftárásum sem gerð var á síðasta vígi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands. Meira »

Sýrlenski fáninn í Daraa

12.7. Sýrlenski herinn fór í dag inn í suðurhluta borgarinnar Daraa en þar hafa uppreisnarhópar verið við völd í nokkur ár. Herinn hefur gert árásir á borgina og næsta nágrenni hennar í félagi við bandamenn sína Rússa síðustu vikur og hafa þúsundir lagt á flótta. Meira »

Fékk gervilimi í stað túnfiskdósa

7.7. Átta ára sýrlenskri stúlku, sem vakti heimsathygli fyrir að nota tómar túnfiskdósir sem gervilimi, hefur nú verið gefið viðeigandi stoðtæki í Tyrklandi. Meira »

Tugþúsundir flýja árásir

2.7. Áhlaup stjórnarhers Sýrlands í suðurhluta landsins hefur neytt yfir 270 þúsund manns til að yfirgefa heimili sín og leggja á flótta, að því er Sameinuðu þjóðirnar segja. Meira »

Ákærðir fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi

28.6. Franska risafyrirtækið Lafarge hefur verið ákært fyrir þátttöku í glæpum gegn mannkyni og fyrir að fjármagna hryðjuverkastarfsemi með því að borga öfgasamtökum, m.a. Ríki íslams, milljónir til að halda sementsverksmiðju sinni í Sýrlandi opinni meðan á stríðinu hefur staðið. Meira »

Snúa aftur heim til Sýrlands

28.6. Sýrlenskir flóttamenn, sem dvalið hafa í bænum Arsal í Líbanon skammt frá heimalandinu, eru í hundruðavís að snúa aftur heim. Heimför þeirra er liður í samkomu lagi sem stjórnvöld í Líbanon og Sýrlandi hafa gert. Meira »

Sjúkrahúsum lokað vegna loftárása

27.6. Loftárásir á yfirráðasvæði uppreisnarmanna í suðurhluta Sýrlands urðu til þess að loka þurfti þremur sjúkrahúsum í nótt. Sýrlandsher sækir fram á svæðinu með stuðningi sinna helstu bandamanna, Rússa. Meira »

Flúðu skelfingu lostin út á akrana

25.6. Stjórnvöld í Sýrlandi hafa hert á loftárásum sínum á og í nágrenni borgarinnar Daraa í suðurhluta landsins í dag. Tugir fjölskyldna hafa lagt á flótta af þessum sökum og óttast er að enn ein stórátakahrinan sé í uppsiglingu, nú þegar rúmlega sjö ár eru liðin frá því að stríðið braust út. Meira »

Flóttafólki fjölgar í Albaníu

21.6. Albanía hefur hingað til ekki verið áfangastaður flóttafólks sem er að reyna að komast til vel stæðra ríkja í Evrópusambandinu en það er að breytast enda nánast ómögulegt að komast á annan hátt um Evrópu vegna aukinnar gæslu á landamærum flestra ríkja. Meira »

Óljóst hver ber ábyrgð á árás

18.6. Tæplega fjörutíu erlendir hermenn sem berjast við hlið Sýrlandshers voru drepnir í loftárásum í austurhluta Sýrlands, skammt frá landamærum Írak. Meira »

Bæði sarín- og klórgas notað í árásunum

13.6. Bæði sarín- og klórgas var notað í árásum á bæinn Latemneh í norðvesturhluta Sýrlands í mars á síðasta ári. Þetta er niðurstaða rannsóknar OPCW, alþjóðlegrar stofnunar gegn notkun efnavopna. Meira »

920 þúsund þurftu að flýja

11.6. Yfir 920 þúsund manns þurftu að flýja húsnæði sitt í Sýrlandi á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs vegna stríðsins þar í landi. Fjöldinn hefur aldrei verið meiri frá því stríðið hófst fyrir sjö árum, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Meira »

Vill að Bandaríkjaher yfirgefi landið

31.5. Forseti Sýrlands, Bashar al-Assad, segir að litlu hefði munað að til beinna átaka milli Bandaríkjanna og Rússa í Sýrlandi nýverið. Þetta kemur fram í viðtali við forsetann í rússneskum sjónvarpsþætti í dag. Meira »

35 féllu í árás Ríkis íslams

27.5. Að minnsta kosti 26 sýrlenskir hermenn og níu Rússar létust í árás vígasveita Ríkis íslams í vikunni.  Meira »

12 létust í árás Bandaríkjahers

24.5. Að minnsta kosti tólf liðsmenn í skæruliðasamtökum sem berjast gegn stjórnvöldum í Sýrlandi létust í árás sem gerð var á búðir þeirra í nótt, samkvæmt upplýsingum frá Syrian Observatory for Human Rights. Meira »

Felldu 26 stjórnarhermenn

22.5. Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams felldu 26 hermenn stjórnarhers Sýrlands úr launsátri í Badiya-eyðimörkinni í landinu. Meira »

Með full yfirráð yfir Damaskus

21.5. Sýrlenski herinn hefur náð fullum yfirráðum yfir höfuðborg landsins, Damaskus, og úthverfum að því er segir í tilkynningu.   Meira »

Pútín og Assad funduðu í Sochi

17.5. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, áttu fund í Sochi í Rússlandi í dag. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, segir að ítarlega samræður hafi átt sér stað milli leiðtoganna, sem hittust síðast á rússneskri herstöð í Latakia-héraði í Sýrlandi í desember. Meira »