Sýrland

Hótar að eyða Tyrkjum efnahagslega

14.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í gær að „tortíma Tyrklandi efnahagslega“ geri tyrkneski herinn árásir á varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi í kjölfar fyrirhugaðrar brottfarar Bandaríkjahers frá landinu. Tyrkir hétu því í dag að halda baráttu sinni gegn Kúrdum áfram. Meira »

Telur hægt að tryggja öryggi Kúrda

13.1. Mike Pompeo, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist bjartsýnn á að hægt verði að ná samkomulagi við tyrknesk stjórnvöld um að tryggja öryggi varnarsveita Kúrda í Sýrlandi, eftir að Bandaríkjaher heldur þaðan á brott. Meira »

Flytja búnað, ekki herlið, frá Sýrlandi

12.1. Bandaríkjaher hefur hafist handa við að flytja búnað frá Sýrlandi sem telst ekki vera nauðsynlegur. Bið verður þó á því að bandarískir hermenn yfirgefi landið, en að sögn embættismanna hjá bandaríska varnarmálaráðuneytinu ríkir enn óvissa um skipulagt brotthvarf Bandaríkjahers frá landinu. Meira »

Fara ekki frá Sýrlandi á undan Írönum

10.1. Bandaríkin munu vinna með bandamönnum sínum að því að koma hverjum einasta íranska hermanni burt frá Sýrlandi. Þetta sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fréttamannafundi í Karíó í Egyptalandi í dag. Meira »

Bandarískir vígamenn handteknir

7.1. Hersveitir undir stjórn Kúrda sem berjast við hersveitir Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands segjast hafa tekið fimm útlenda vígamenn til fanga. Þar á meðal tvo bandaríska ríkisborgara. Meira »

Vilja tryggingu fyrir öryggi Kúrda

6.1. Brotthvarf bandarískra hermanna frá Sýrlandi er háð því skilyrði að trygging fáist frá stjórnvöldum í Tyrklandi um að öryggi Kúrda í norðurhluta Sýrlands verði tryggt, samkvæmt John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafa Bandaríkjastjórnar. Meira »

Kanadískur ferðamaður í haldi

6.1. Kanadískur ferðamaður er í haldi í Sýrlandi samkvæmt upplýsingum frá stjórnvöldum í Kanada. Ferðamaðurinn, karlmaður að nafni Kristian Lee Baxter, hafði ferðast til þorps skammt frá landamærum Líbanon að Sýrlandi sem er á valdi sýrlenska stjórnarhersins. Meira »

Tveir breskir hermenn særðust

6.1. Tveir breskir hermenn særðust í gær í austurhluta Sýrlands þegar þeir urðu fyrir flugskeyti sem skotið var af vígamönnum hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams. Meira »

Samræma aðgerðir í Sýrlandi

29.12. Rússar og Tyrkir hafa ákveðið að samræma aðgerðir herliða sinna á jörðu niðri í Sýrlandi eftir að Bandaríkin tilkynntu óvænt að þau ætli að draga her sinn til baka frá landinu. Meira »

Andstæðar yfirlýsingar um Sýrland

28.12. Talsmaður sýrlenska stjórnarhersins segir herinn hafa borgina Manbij í norðurhluta Sýrlands á sínu valdi eftir að Kúrdar buðu hernum að taka yfir borgina í ótta um að tyrkneskar sveitir myndu gera árás á hana, að því er segir í umfjöllun BBC. Meira »

Vara Frakka við að styðja Kúrda

25.12. Yfirvöld í Tyrklandi vöruðu í dag Frakka við því að verja varnarsveitir Kúrda í Sýrlandi sem hingað til hafa verið studdar af Bandaríkjamönnum. Sögðu þau að hernaðarmáttur Tyrkja væri nægur til að geta borið sigur úr býtum í baráttunni við samtökin Ríki íslams. Meira »

Sádar borgi enduruppbyggingu Sýrlands

25.12. „Er ekki ágætt þegar stórkostlega efnuð ríki hjálpa til við endurbyggingu nágranna sinna, fremur en Bandaríkin sem eru í 5.000 mílna fjarlægð?“ Meira »

Vilja koma í veg fyrir valdatafl

23.12. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, komust að samkomulagi símleiðis í dag að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir valdatafl í Sýrlandi eftir að bandarískt herlið yfirgefur landið. Meira »

Harmar ákvörðun Trump

23.12. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segir að þjóðir verði að geta treyst bandamönnum sínum. Hann harmar ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem tilkynnti í lok síðustu viku að hann ætlaði að kalla allt bandarískt herlið heim frá Sýrlandi. Meira »

Sérfræðingur í málefnum Ríki íslams segir af sér

22.12. Brett McGurk, sérfræðingur bandarískra stjórnvalda í málefnum Ríkis íslams, hefur sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að draga allt herlið Banda­ríkj­anna frá Sýr­landi. Meira »

Verkinu í Sýrlandi ólokið

21.12. Alþjóðlegt hernaðarbandalag sem hefur staðið saman í baráttunni gegn Ríki íslams í Sýrlandi „þarf að ljúka verkinu“ þrátt fyrir ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga allt herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Þetta sagði varnarmálaráðherra Frakklands. Meira »

Vara við hernaðarlegu tómarúmi

20.12. Hernaðarbandalag í Sýrlandsstríðinu undir stjórn Kúrda segir þá ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að draga herlið Bandaríkjanna frá Sýrlandi gera vígasveitum Ríkis íslams kleift að öðlast styrk á ný. Meira »

Frakkar kalla herinn ekki heim frá Sýrlandi

20.12. Frönsk stjórnvöld munu ekki hætta sinni þátttöku í baráttunni gegn vígasamtökum Ríkis íslams í Sýrlandi. Þetta sagði Evrópumálaráðherra Frakklands í dag. Segja bresk og frönsk stjórnvöld hryðjuverkaógnina enn vera til staðar. Meira »

„Obamaleg mistök“ að yfirgefa Sýrland

20.12. Sú ákvörðun Donald Trumps Bandaríkjaforseta að kalla allar hersveitir Bandaríkjahers heim frá Sýrlandi hefur mætt verulegri gagnrýni heima og erlendis. Repúblikaninn og öldungadeildarþingmaðurinn, Lindsey Graham, sagði ákvörðunina að draga herliðið til baka vera „risastór Obamaleg mistök“. Meira »

Bandaríkjaher yfirgefur Sýrland

19.12. Bandaríkjamenn undirbúa að draga allt herlið sitt frá Sýrlandi. Háttsettur yfirmaður varnarmála sagði CNN að draga ætti allt herlið frá Sýrlandi með hraði. Meira »

Felldu háttsettan foringja Ríkis íslams

3.12. Hernaðarbandalagið sem Bandaríkjamenn leiða í Sýrlandi gegn Ríki íslams hefur fellt háttsettan leiðtoga vígasamtakanna sem m.a. kom að aftökum á bandarískum hjálparstarfsmanni og öðrum vestrænum gíslum. Meira »

Á heimleið eftir tveggja ára hörmungar

2.12. Argentínsk kona á sextugsaldri er á leið heim eftir að hafa verið tæld til Sýrlands fyrir tveimur árum. Konan hafði kynnst Sýrlendingi á netinu og fór til þess að ganga í hjónaband með honum. Meira »

Yfir 500 lík í gröfinni

28.11. Fjöldagröf með líkamsleifum yfir fimm hundruð einstaklinga hefur fundist í Raqqa, sem áður gegndi hlutverki höfuðborgar kalífaveldis vígasamtakanna Ríkis íslam í Sýrlandi. Meira »

Mikið mannfall í árás vígamanna

26.11. Árásir hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í austurhluta Sýrlands hafa á síðustu þremur dögum orðið að minnsta kosti 92 að bana. Meira »

Feðgar pyntaðir til dauða

5.11. Frönsk yfirvöld hafa gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur þriggja háttsettra manna í leyniþjónustu Sýrlands í tengslum við dauða tveggja einstaklinga sem eru með franskt og sýrlenskt ríkisfang. Meira »

Gríðarleg neyð í Rukban-búðunum

3.11. Hjálparstarfsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna hafa komið hjálpargögnum til um 50.000 óbreyttra borgara sem hafa verið strandaglópar við landamæri Sýrlands að Jórdaníu. Þetta er í fyrsta sinn frá því í janúar sem hjálpargögn berast til fólksins. Meira »

Norskur sendiherra SÞ í Sýrlandi

31.10. Reyndur norskur erindreki hefur verið ráðinn sendiherra Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Í bréfi sem Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sendi öryggisráði stofnunarinnar í gær segist hann vilja ráða Geir Pedersen í starfið. Meira »

Vilja binda enda á átökin

27.10. „Íbúar Sýrlands verða að ákveða stöðuna varðandi Bashar al-Assad,“ sagði Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti eftir leiðtogafund Tyrkja, Rússa, Þjóðverja og Frakka. Þar voru ræddar leiðir til að binda enda á átökin í Sýrlandi. Meira »

Þjóðarleiðtogar funda um framtíð Sýrlands

27.10. Þjóðarleiðtogar Tyrklands, Rússlands, Þýskalands og Frakklands komu saman á fundi í Istanbúl í Tyrklandi í morgun þar sem unnið er að því að leita leiða til að binda enda á átök í Sýrlandi sem hafa staðið yfir í sjö ár. Meira »

„En enginn kemur“

17.10. Allan daginn flytja smáir bátar fólk yfir ána Efrat til sýrlensku borgarinnar Raqqa þar sem brýr, íbúðarhús og skólabyggingar bera áhlaupinu á borgina enn glögg merki. Sýrlensku lýðræðissveitirnar (SDF) með aðstoð Bandaríkjamanna náðu völdum yfir borginni úr höndum vígamanna Ríkis íslams fyrir ári og hröktu þá á flótta. Innviðir hennar eru enn í molum í bókstaflegri merkingu þar sem vegir og brýr eru rústir einar. Meira »