Sýrland

Sérfræðingarnir komnir til Douma

21.4. Sérfræðingar frá alþjóðlegri stofnun um bann við efnavopnun, OPCW, eru komnir til sýrlenska bæjarins Douma þar sem talið er að efnavopnaárás hafi verið gerð 7. apríl. Meira »

Bjóða milljón dollara fundarlaun

20.4. Bandarísk yfirvöld hafa boðið eina milljón dollara hverjum þeim sem getur veitt þeim upplýsingar um Austin Tice, bandarískan blaðamann sem hvarf í Sýrlandi árið 2012. Meira »

Sérfræðingar komnir til Douma

17.4. Alþjóðlegir sérfræðingar eru komnir í sýrlenska bæinn Douma. Þar ætla þeir að rannsaka meinta efnavopnaárás sem vestræn ríki hafa sakað sýrlensk stjórnvöld um að hafa gert hinn 7. apríl. Meira »

„Mjög líklegt“ að átt verði við sönnunargögn

17.4. Franska ríkisstjórnin telur mjög miklar líkur á því að sönnunargögn eigi eftir að hverfa af vettvangi efnavopnaárásarinnar í Douma í nágrenni Damaskus í Sýrlandi áður en að sérfræðingar alþjóðlegrar stofnunar um bann við efnavopnum (OPCW) komist þangað til að sinna rannsóknum og safna gögnum. Meira »

Árásin til að verja heiður alþjóðasamfélagsins

17.4. Frakkar Bretar og Bandaríkjamenn gerðu loftárásir á geymslu- eða framleiðslustaði efnavopna Sýrlandshers til að verja heiður alþjóðasamfélagsins. Þetta segir Emmanuel Macron Frakklandsforseti. Meira »

Draga fréttir af loftárás til baka

17.4. Sýrlenska ríkissjónvarpið segir að komið hafi í ljós að engin loftárás hafi verið gerð í Homs í nótt líkt og fram kom fram í fréttum þeirra í morgun. Meira »

Teymið væntanlegt til Douma

17.4. Sérfræðingar alþjóðlegrar stofnunar gegn notkun efnavopna, OPCW, eru væntanlegir til Douma í Sýrlandi á morgun til að rannsaka meinta efnavopnaárás í borginni í síðustu viku. Meira »

Hernaðaríhlutun engu skilað

16.4. „Það hefur sýnt sig að hernaðaríhlutun hefur engu skilað í þessu viðbjóðslega stríði og þá er ég ekki eina sekúndu að verja þetta ógeð sem það er að beita eigin þjóð efnavopnum,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og 2. varaformaður í utanríkismálanefnd Alþingis, í Kastljósi. Meira »

„Rússland hefur ekki átt við vettvanginn“

16.4. Stjórnvöld í Rússlandi þvertaka fyrir að hafa átt við sönnunargögn á vettvangi þar sem grunur leikur á að efnavopnum hafi verið beitt gegn almennum borgurum í Douma þarsíðustu helgi. Meira »

Ekki enn komist inn í Douma

16.4. Rússar og Sýrlandstjórn hafa enn ekki leyft eftirlitsmönnum stofnunar um bann við notkun efnavopna (OPCW) að komast inn í Douma þar sem efnavopnaárás var gerð fyrir nokkrum dögum sem varð til þess að þrjú vestræn ríki tóku höndum saman í loftárásum í landinu. Meira »

Finna fyrir reiði þingmanna

16.4. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa í dag fengið að finna fyrir reiði þingmanna sinna sem margir hverjir ósáttir eru við loftárásir sem farið var í í félagi við Bandaríkin í Sýrlandi á laugardag. Meira »

Rússar lofa að skipta sér ekki af

16.4. Rússar heita því að skipta sér ekki af vinnu sérfræðinga alþjóðlegrar stofnunar um bann við efnavopnum (OPCW) sem komnir eru til Sýrlands til að rannsaka meinta notkun efnavopna gegn almennum borgurum í Douma fyrir nokkrum dögum. Meira »

Neyðarfundur um efnavopnaárásina

16.4. Rússneskir, breskir og franskir sendiherrar gagnvart Hollandi eru meðal þeirra sem komnir eru til neyðarfundar alþjóðlegu stofn­un­ar­inn­ar um bann við efna­vopn­um, OPCW, í Haag. Fundurinn er haldinn vegna efnavopnaárásarinnar í Douma í Sýrlandi. Meira »

Macron sannfærði Trump

16.4. Emmanuel Macron Frakklandsforseti segist hafa sannfært Donald Trump Bandaríkjaforseta um að halda herliði sínu áfram í verkefnum í Sýrlandi. Hins vegar hafi Hvíta húsið tilkynnt aðeins örfáum klukkutímum síðar að bandarískt herlið yrði dregið til baka frá Sýrlandi eins fljótt og mögulegt væri. Meira »

Ótímabærar loftárásir

15.4. „Við vorum að reyna að fá upplýsingar hvernig þetta hefði borið að, vorum reyna að fá tímalínu. Af hverju við höfum ekki verði upplýst og af hverju það hefur ekki verið haft samband við okkur,“ sagði Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í kvöld. Meira »

Er sömu skoðunar og áður

15.4. „Ég er á sömu skoðun og ég var,“ sagði Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingkona VG, í samtali við mbl.is eftir fund utanríkismálanefndar Alþingis í kvöld. Rósa bað um fundinn til að ræða loftárásir Bandaríkjamanna, Breta og Frakka á Sýrland en hún styður ekki árásirnar. Meira »

Píratar segja stuðning óásættanlegan

15.4. Þingflokkur Pírata segir óásættanlegt að ríkisstjórn Íslands hafi stutt yfirlýsingu NATO um hernaðaraðgerðir Banda­ríkja­manna, Frakka og Breta í Sýr­landi sem ógni öryggi almennra borgara á svæðinu og hamli rannsókn alþjóðlega viðurkenndra eftirlitsaðila á efnavopnaárásinni sem þar var gerð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokknum nú í kvöld. Meira »

„Hættið að eyðileggja Sýrland“

15.4. Þúsundir Íraka mótmæltu loftárásum Bandaríkja, Bretlands og Frakka á Sýrland í nokkrum borgum Íraks í dag. Síja klerkurinn Moqtada Sadr hvatti fólk til að mótmæla. Meira »

„Þessu helvíti verður að linna“

15.4. „‪Undanfarna daga hafa hvítir karlar í jakkafötum keppst við að fordæma eða fagna árásum Bandaríkjanna, Frakklands og Bretlands á Sýrland. Allt þetta havarí kemur stríðshrjáðum Sýrlendingum harla lítið við, enda þeirra hagsmunir ekki forgangsmál frekar en síðustu sjö árin.“ Meira »

Lífið gengur sinn vanagang

15.4. Lífið í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, er farið að ganga sinn vanagang, að minnsta kosti um tíma, degi eftir að árásir voru gerðar á efna­verk­smiðjur og rann­sókn­ar­stof­ur í Sýr­landi. Meira »

Gætu leitt til upplausnar

15.4. Vladimir Pútín Rússlandsforseti sagði í samtali við Hassan Rouhani, forseta Íran, að frekari loftárásir á Sýrland myndu leiða til upplausnar í alþjóðsamskiptum. Meira »

Flókið fyrir Vinstri græn að styðja NATO

15.4. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera flókna stöðu fyrir Vinstri græna sem ríkisstjórnarflokk að styðja yfirlýsingu NATO um hernaðaraðgerðir Bandaríkjamanna, Frakka og Breta í Sýrlandi þar sem flokkurinn er opinberlega og einlæglega á móti veru Íslands í NATO. Meira »

Heimurinn stendur aðgerðalaus hjá

15.4. Khatt­ab al-Mohammad segir að loftárásir Bandaríkjanna, Frakka og Breta séu ekkert annað en vitleysa og sé ekki ætlað að koma sýrlensku þjóðinni til aðstoðar. Khattab býr á Akureyri ásamt fjölskyldu sinni en þau komu hingað til lands í janúar 2016. Meira »

Óttast frekari harmleik

15.4. Utanríkisráðherra Frakklands, Jean-Yves Le Drian, segir að mannlegur harmleikur sé yfirvofandi í Idlib-héraði í Sýrlandi en óttast er að þar muni hersveitir stjórnvalda, með stuðningi Rússa, láta til skarar skríða. Meira »

Öryggisráðið felldi tillögu Rússa

14.4. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna felldi nú síðdegis ályktunartillögu Rússa um að ráðið fordæmdi flugskeytaárásirnar, sem gerðar voru á efnaverksmiðjur og rannsóknarstofur í Sýrlandi í morgun. Meira »

Öryggisráðinu mistókst að taka á árásunum

14.4. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti aðildarríki öryggisráðs SÞ til að sýna stillingu og koma í veg fyrir ástandið í Miðausturlöndum stigmagnaðist. Sagðist hann jafnframt harma það að öryggisráðinu hefði mistekist að komast að niðurstöðu um hvernig bregðast ætti við beitingu efnavopna í Sýrlandi. Meira »

„Eins og best verður á kosið“

14.4. Donald J. Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að loftárásir herja Breta, Bandaríkjamanna og Frakka á Sýrland í nótt, hafi farið eins og „best verður á kosið“. Meira »

Öryggisráð SÞ kemur saman

14.4. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun koma saman í dag kl 15 að íslenskum tíma vegna loftárása herja Bretlands, Bandaríkjanna og Frakklands á borgirnar Damaskus og Homs í nótt. Meira »

Ekkert mannfall, segja Rússar

14.4. Varnarmálaráðuneyti Rússlands sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem fullyrt er að ekkert mannfall hafi orðið í árásum Breta, Bandaríkjamanna og Frakka á borgirnar Damaskus og Homs í Sýrlandi í nótt. Meira »

ESB styður árás vesturveldanna

14.4. Donald Tusk, forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, tilkynnti nú í morgun að Evrópusambandið styddi við hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna, Bretlands og Frakklands í sýrlensku borgunum Homs og Damaskus í nótt. Meira »