Þingkosningar 2013

59,9% styðja ríkisstjórnina

14.6.2013 Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 59,9% samkvæmt nýrri könnun MMR um fylgi stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn nýtur stuðnings 28,2% kjósenda en Samfylkingin er með 11,7% fylgi. Meira »

Ræddu um ráðuneytin í gær

15.5.2013 Formenn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins vörðu stærstum hluta dagsins í gær í að fara yfir verksvið ráðuneytanna og hvernig það hefði þróast á undanförnum árum. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, í samtali við Ríkisútvarpið í hádeginu. Meira »

Fengu sent soðbrauð úr sveitinni

10.5.2013 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddu saman í dag um stöðu ríkisfjármálanna, skattkerfi, skuldsetningu heimilanna og gjaldeyrishöftin, að sögn Bjarna Benediktssonar. Meira »

Hlustað verði á álit 60% kjósenda

10.5.2013 Dögun, stjórnmálasamtök um réttlæti, sanngirni og lýðræði, skorar á fulltrúa í stjórnarmyndunarviðræðum að standa með þeim rúmlega 60% kjósenda sem kusu flokka með markmið um leiðréttingu á stökkbreyttum verðtryggðum lánum. Meira »

Ræða skuldir heimilanna í dag

10.5.2013 Efnahags- og skuldamál verða einkum til umræðu á fundi formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar sem gert er ráð fyrir að hefjist upp úr hádegi í dag. Þar með talinn skuldavandi heimilanna. Meira »

Árangursríkum fundi lokið

9.5.2013 Fundi þeirra Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar er lokið. Mun fundurinn hafa gengið mjög vel og verður viðræðum fram haldið á morgun. Meira »

Fundað næst á morgun

8.5.2013 Enginn fundur fer fram í dag á milli formanna Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins í dag vegna myndun nýrrar ríkisstjórnar og verður dagurinn nýttur í aðra vinnu í tengslum við hana að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. Meira »

Ekkert sem valda á töfum

7.5.2013 „Ég held að það sé mjög mikilvægt að við séum með heildstætt efnahagsplan og að við séum með stjórnarsáttmála sem tekur á mikilvægustu málunum.“ Meira »

Ráðuneytaskipting ekki verið rædd

7.5.2013 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa gengið vel til þessa og einkum snúið að efnahagsmálum að sögn Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanna flokkanna. Meira »

Viðræðurnar halda áfram á hádegi

7.5.2013 Viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins halda áfram í dag og hefjast í hádeginu að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins. Meira »

Flestir strikuðu yfir nafn Bjarna

6.5.2013 Stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi strikuðu flestir yfir nafn Bjarna Benediktssonar í nýafstöðnum þingkosningum. Útstrikanir, eða færsla í sæti neðar en nemur röðunartölu, voru 738. Hlutfallið af atkvæðatölu listans nemur 4,73%. Meira »

Flestir strikuðu yfir nöfn Guðlaugs og Álfheiðar

6.5.2013 Kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður strikuðu flestir yfir nafn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í nýafstöðnum þingkosningum. Útstrikanir, eða færsla í sæti neðar en nemur röðunartölu, voru 564. Hlutfallið af atkvæðatölu listans nemur 5,96%, samkvæmt upplýsingum frá landskjörstjórn. Meira »

Kallar á þingmenn eftir þörfum

6.5.2013 Viðræður formannanna, Bjarna Benediktssonar og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, ganga vel fyrir sig, samkvæmt heimildum mbl.is. Þá mun Sigmundur Davíð hafa kallað þingmenn flokks síns á fund sinn eftir þörfum. Meira »

Viðræður formannanna hafnar á ný

6.5.2013 Viðræður eru hafnar á ný á milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar en þær hófust formlega í gær. Meira »

Viðræðurnar halda áfram í dag

6.5.2013 Viðræður Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um myndun nýrrar ríkisstjórnar halda áfram í dag en þær hófust í gær og stóðu yfir fram á kvöld. Meira »

Fundi lokið - haldið áfram á morgun

5.5.2013 Fyrsta formlega fundi formanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um stjórnarmyndun er nú lokið. Fundurinn gekk vel og verður haldið áfram með vinnuna á morgun. Meira »

Sitja á fundi og borða vöfflur

5.5.2013 Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sitja enn á fundi. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er verið að snæða vöfflur með kaffinu. Meira »

Í viðræður við Sjálfstæðisflokk

4.5.2013 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir Framsóknarflokkinn ætla að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokki. Segir Sigmundur að skuldamál heimilanna séu í forgangi í viðræðum. Meira »

Sjálfstæðisflokkur að senda skilaboð

4.5.2013 Sjálfstæðisflokkurinn hefur sent út skilaboð um að hann sé líklegur til að taka málin í sínar hendur og hefja viðræður við aðra flokka en Framsóknarflokkinn, skrifar Björn Valur Gíslason, varaformaður Vinstri grænna, á bloggsíðu sína. Meira »

Báðir lofa skattaafslætti

4.5.2013 Í kosningastefnuskrám bæði Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks er að finna loforð um að leysa skuldavanda heimilanna með því að veita sérstakan skattaafslátt sem verði notaður til að lækka höfuðstól húsnæðislána. Meira »

Segir Framsókn tæpast stjórntæka

4.5.2013 „Ég verð að viðurkenna að ég hef takmarkaða trú á því að þingflokkur Framsóknarflokksins sé stjórntækur þótt þessa dagana sé hann fullur af lofti sem flestir rugla við sjálfstraust,“ skrifar Friðjón Friðjónsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á bloggsíðu sína í dag. Meira »

„Formlegar viðræður geti hafist um helgina“

4.5.2013 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, væntir þess að tíðinda varðandi stjórnarmyndun geti verið að vænta um helgina. Meira »

„Ég neita þessu innilega“

2.5.2013 Formaður Heimdallar heldur því fram í pistli á Facebook að blaðamaður sem starfar á DV beri ábyrgð á síðum sem birst hafa á samskiptavefnum í nafni sjálfstæðismanna, en Framsóknarflokkurinn og formaður hans eru harðlega gagnrýndir á umræddum Facebook-síðum. Í samtali við mbl.is vísar umræddur blaðamaður ásökunum alfarið á bug. Meira »

Fordæma árásir á Sigmund Davíð

2.5.2013 „Það sjá allir að þessi skrif eru ekki á vegum sjálfstæðismanna, heldur fjandmanna þeirra. Til þess eins skrifuð til þess að koma illu til leiðar og koma höggi á Sjálfstæðisflokkinn,“ segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Meira »

Formenn hittust á leynifundi

1.5.2013 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, og Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sitja nú á fundi samkvæmt heimildum úr herbúðum beggja flokka. Mikil leynd hefur ríkt yfir fundarhöldum þeirra og ekki fæst uppgefið hvar fundurinn á sér stað né hvenær hann hófst. Meira »

Munu hittast á fundi á eftir

1.5.2013 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, mun hitta Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, á fundi síðar í dag eða í kvöld. Hvorki tímasetning né staðsetning þess fundar hefur þó fengist upp gefin. Meira »

Lýðræðislegar minnihlutastjórnir mýta

1.5.2013 „Það er mýta að minnihlutastjórnir séu svo lýðræðislegar.“ Þetta skrifar Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, á Facebook-síðu sína. Segir hún ótækt að miða við minnihlutastjórnir sem hafa verið algengar í Noregi og Svíþjóð. Bæði fengju litlir flokkar mikil völd og einn flokkur alla ráðherra. Meira »

Hittast að öllum líkindum í dag

1.5.2013 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, munu að öllum líkindum hittast í dag, en það er hluti af umboði Sigmundar til stjórnarmyndunar. Þetta segir Jóhannes Þ. Skúlason, aðstoðarmaður Sigmundar í samtali við mbl.is. Meira »

Mikilvægt að menn ræði saman

1.5.2013 „Lykilskilaboð frá kjósendum voru krafan um betri vinnubrögð á Alþingi. Meira um samvinnu þvert á flokka,“ segir Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, á facebooksíðu sinni í dag. Meira »

Minnihlutastjórn möguleg?

1.5.2013 „Ég held að það sé mögulegt að útkoma stjórnarmyndunar muni koma öllum á óvart. Meira segi ég ekki að svo stöddu. Ég vona það allavega,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, á Facebook-síðu sinni í dag. Meira »