Þingkosningar í Bretlandi 2017

Þúsundir mótmæltu í Lundúnum

1.7. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælagöngu í Lundúnum í dag þar sem þess var krafist að ríkisstjórn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, myndi segja af sér og að niðurskurði til almenningsþjónustu yrði hætt. Meira »

Greiða milljarð punda til N-Íra

26.6. Norður-Írland mun fá einn milljarð punda, sem svarar til 133 milljarða króna, í viðbótarframlag frá breska ríkinu á næstu tveimur árum. Þetta er hluti af samkomulagi sem Theresa May, formaður Íhaldsflokksins hefur gert við Lýðræðislega sambandsflokkinn, DUP. Meira »

Farron segir af sér í Bretlandi

14.6. Tim Farron, leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins í Bretlandi hefur tilkynnt um afsögn sína. Hann segir ástæðuna fyrir því vera umræðu um trúarskoðanir hans í tengslum við réttindi samkynhneigðra í nýafstaðinni kosningabaráttu vegna bresku þingkosninganna. Meira »

„Ég kom okkur í þessar ógöngur“

12.6. „Ég kom okkur í þessar ógöngur, ég ætla að koma okkur út úr þeim aftur,“ sagði Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, á fundi með samherjum sínum úr Íhaldsflokknum í Westminster í Lundúnum í dag. Meira »

Pundið nær aftur jafnvægi

12.6. Breska pundið er að komast aftur á rétt ról eftir mesta gengisfall gjaldmiðilsins í um átta mánuði. Pundið féll talsvert í verði gagnvart öðrum gjaldmiðlum í framhaldi af þingkosningunum í Bretlandi í síðustu viku. Meira »

Verður Farage í viðræðunefndinni?

12.6. Fram kemur í breskum fjölmiðlum að Lýðræðislegi sambandsflokkurinn (DUP) kunni að fara fram á það í viðræðum við breska Íhaldsflokkinn um samstarf flokkanna að Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, verði einn af fulltrúum breskra stjórnvalda í viðræðum um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Meira »

May tilkynnir nýja ríkisstjórn sína

11.6. Theresa May hefur tilkynnt hverjir taka sæti í ríkisstjórn hennar. Breytingarnar eru ekki miklar, en þó einhverjar í ljósi þess að hún Íhaldsflokkurinn tapaði þingmeirihluta sínum í kosningunum á fimmtudag. Meira »

Samstarfssamningur ekki í höfn

11.6. Viðræðum breska Íhaldsflokksins og Lýðræðislega sambandsflokksins um að veita Íhaldsflokknum stuðning í minnihlutastjórn er enn ekki lokið þrátt fyrir að breska forsætisráðherraskrifstofan hafi greint frá því í gærkvöldi. Í nótt upplýsti skrifstofa DUP að ekkert samkomulag væri í höfn. Meira »

Samkomulag um málefnaramma

10.6. Íhaldsflokkurinn og Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hafa náð samkomulagi um málefnaramma í kringum minnihlutastjórn Íhaldsflokksins eftir þingkosningar sem fóru fram í vikunni. Hefur niðurstöðum kosninganna verið lýst sem niðurlægingu fyrir Theresu May, forsætisráðherra Bretlands. Meira »

Ráðgjafar May segja af sér

10.6. Tveir helstu ráðgjafar breska forsætisráðherrans Theresu May hafa tilkynnt afsagnir sínar í kjölfar óvænts ósigurs Íhaldsflokksins í nýafstöðnum þingkosningum. Meira »

Virðist lítt spennt fyrir samstarfinu

9.6. Leiðtogi skoskra íhaldsmanna, Ruth Davidson, virðist lítt spennt fyrir samstarfi Íhaldsflokksins við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP) á Norður-Írlandi ef marka má færslu sem hún setti inn á samfélagsmiðilinn Twitter í dag eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, tilkynnti um fyrirhugað samstarf flokkanna. Meira »

Féllu á velferðinni en ekki Brexit

9.6. „Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins verður bæði veik og að sama skapi er staða May sem leiðtogi íhaldsmanna verulega löskuð eftir þessa útkomu enda var henni spáð 20% forskot á Verkamannaflokkinn þegar hún boðaði til kosninganna.“ Meira »

Spjótin standa á May

9.6. Kröfur um afsögn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, heyrast í auknum mæli í kjölfar þingkosninganna í gær þar sem Íhaldsflokkur hennar tapaði þingmeirihluta sínum. May boðaði til kosninganna um miðjan apríl með það að yfirlýstu markmiði að styrkja þingmeirihluta sinn en þess í stað hefur hún ákveðið að mynda minnihlutastjórn. Meira »

„Hefjumst nú handa“

9.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst gegna embættinu áfram í ríkisstjórn Íhaldsflokks hennar með stuðningi Lýðræðislega sambandsflokksins (DUP) á Norður-Írlandi. Þetta tilkynnti hún í dag fyrir utan skrifstofu sína í Downingstræti 10 í London eftir að hafa gengið á fund Elísabetar Bretadrottningar og fengið umboð til stjórnarmyndunar. Meira »

Konur aldrei fleiri

9.6. Konur í neðri deild breska þingsins hafa aldrei verið fleiri en í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í Bretlandi í gær. Þetta kemur fram á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC. Meira »

Corbyn vill mynda minnihlutastjórn

9.6. Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, vill mynda minnihlutastjórn í kjölfar þingkosninganna í Bretlandi í gær. Þetta kemur fram á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph, en flokkur hans bætti við sig um þrjátíu þingsætum í kosningunum. Meira »

Vill bandalag gegn íhaldsmönnum

9.6. Leiðtogi Skoska þjóðarflokksins, Nicola Sturgeon, segist reiðubúin að mynda bandalag með öðrum stjórnmálaflokkum til þess að halda breska Íhaldsflokknum frá völdum í kjölfar þingkosninganna í Bretlandi í gær. Flokkur Sturgeons tapaði miklu fylgi frá síðustu kosningum. Meira »

Leiðtogi UKIP segir af sér

9.6. Paul Nuttall, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins (UKIP), hefur sagt af sér í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í gær. Flokkurinn hlaut engin þingsæti í neðri deild breska þingsins og tapaði enn fremur miklu fylgi frá síðustu þingkosningum. Meira »

Reynir að mynda ríkisstjórn

9.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hyggst ganga á fund Elísabetar Bretadrottningar í dag og biðja um heimild til þess að mynda nýja ríkisstjórn í kjölfar þingkosninganna í gær þar sem Íhaldsflokkur hennar missti meirihluta sinn í neðri deild breska þingsins. Meira »

Hvað verður um Brexit?

9.6. Hvað verður núna um Brexit? Þessi spurning brennur vafalaust á mörgum í kjölfar þingkosninganna í Bretlandi í gær þar sem breski Íhaldsflokkurinn tapaði þingmeirihluta sínum. Niðurstaða kosninganna gæti bæði leitt til „mýkri“ útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og „harðari“. Meira »

Tekur Boris Johnson við af May?

9.6. Þegar hefur verið skorað á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtoga Íhaldsflokksins, að segja af sér embætti í kjölfar þingkosninganna í gær þar sem flokkurinn missti meirihluta sinn. Meðal annars af Jeremy Corbyn, leiðtoga Verkamannaflokksins. Meira »

Verður kosið aftur í Bretlandi?

9.6. Hugsanlegt er talið að niðurstaða þingkosninganna í Bretlandi, þar sem enginn flokkur náði hreinum meirihluta þingsæta, gæti leitt til þess að lokum að boðað verði til nýrra þingkosninga. Til þess að útiloka Íhaldsflokkinn frá völdum þarf í raun samstarf eða hlutleysi allra annarra flokka sem fengu þingmenn kjörna. Meira »

May „tapaði veðmáli sínu“

9.6. Pierre Moscovici, yfirmaður efnahagsmála í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi „tapað veðmáli sínu“, eftir ósigur sinn í bresku þingkosningunum. Meira »

Enginn með hreinan meirihluta

9.6. Ljóst er að enginn flokkur nær hreinum meirihluta eftir þingkosningarnar í Bretlandi. Talið er að Íhaldsflokkurinn fái 319 sæti á breska þinginu en árið 2015 voru sæti flokksins 331 talsins. Þar með nær flokkurinn ekki 326 sæta markinu sem myndi veita honum meirihluta. Meira »

Bretar segja nei við May

9.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, hefur misst hreinan þingmeirihluta flokksins úr greipum sér samkvæmt nýjustu tölum og spám helstu fjölmiðla þar í landi. Meira »

Pundið fallið um næstum tvö prósent

9.6. Gengi breska pundsins hefur fallið um næstum tvö prósent síðan útgönguspár voru birtar klukkan níu að íslenskum tíma fyrr í kvöld. Gengið tók strax dýfu gagnvart Bandaríkjadal á fyrstu mínútunum eftir að spárnar voru birtar. Meira »

Corbyn skorar á May að segja af sér

9.6. Theresa May, forsætisráðherra Bretlands og leiðtogi Íhaldsflokksins, á að segja af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokks hennar í þingkosningunum. Þetta segir Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins. May segir landið þurfa á stöðugleika að halda. Meira »

Vandræðaleg tilraun Corbyn

9.6. Jeremy Corbyn, leiðtogi breska Verkamannaflokksins, átti eflaust vandræðalegasta augnablik kosninganæturinnar þegar hann hugðist gefa flokkssystur sinni og þingmanninum Emily Thornberry góða fimmu á gamla mátann. Meira »

„Theresa May er búin að vera“

9.6. Nigel Farage, fyrrverandi leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, segir í samtali við fréttastofu BBC að það hafi verið mistök fyrir Íhaldsflokkinn að velja stjórnmálamann, sem hafði verið á móti útgöngu Breta úr ESB, til að sjá um Brexit-ferlið. Segir hann Theresu May hafa misst allan trúverðugleika. Meira »

Baráttan gert stjórnmálin betri

9.6. Leiðtogi breska Verkamannaflokksins, Jeremy Corbyn, segir að stjórnmálalandslagi Bretlands hafi verið snúið á hvolf eftir að kosningaspár og fyrstu tölur benda til þess að enginn flokkur muni hafa hreinan meirihluta á þingi. Meira »