Þingkosningar í Svíþjóð 2018

Löfven verður forsætisráðherra

18.1. Stefan Löfven, formaður Jafnaðarmannaflokksins, verður áfram forsætisráðherra. Fjórir mánuðir eru frá því sænska þjóðin gekk að kjörborðinu en greidd voru atkvæði um Löfven á sænska þinginu í morgun og var tillagan samþykkt. Meira »

Löfven verði áfram forsætisráðherra

16.1. Ný stjórn virðist nú vera í burðarliðnum í Svíþjóð eftir fjögurra mánaða stjórnarmyndunarviðræður. Vinstriflokkurinn hefur nú fallist á að Stefan Löfven gegni áfram embætti forsætisráðherra. Meira »

Norlén ræðir við formenn flokka

16.1. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, stendur í ströngu í dag en hann ræðir við formenn allra flokka sem eiga menn á þingi. Fyrsti fundurinn hefst eftir fimmtán mínútur en það er formaður Jafnaðarmannaflokksins, Stefan Löfven, sem ræðir þá við Norlén um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf. Meira »

Aftur á byrjunarreit

14.1. Þingmenn Vinstriflokksins munu ekki greiða atkvæði með því að Stefan Löfven, leiðtogi jafnaðarmanna, verði áfram forsætisráðherra á þingfundi á miðvikudag ef staðan verður óbreytt frá því sem nú er. Þetta kom fram í máli formanns Vinstriflokksins, Jonas Sjöstedt, á blaðamannafundi áðan. Meira »

Er stjórnarkreppan að leysast?

14.1. Líkur eru á að samkomulag náist um forsætisráðherra Svíþjóðar í dag en talið er fullvíst að Vinstriflokkurinn ætli að styðja minnihlutaríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja. Meira »

Ný ríkisstjórn í Svíþjóð í burðarliðnum

11.1. Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, segir að flokkurinn muni styðja Stefan Löfven, leiðtoga Sósíaldemókrataflokksins, sem áframhaldandi forsætisráðherra landsins í nýrri ríkisstjórn. Meira »

Tekst Löfven að mynda ríkisstjórn?

11.1. Ýmis teikn eru á lofti um að ný ríkisstjórn taki brátt við í Svíþjóð, fjórum mánuðum eftir að þingkosningar fóru fram. Þetta er fullyrt í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter þar sem segir að forystumenn Frjálslynda flokksins og Miðflokksins þurfi að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra og þurfa þeir að ákveða sig um helgina. Meira »

Atkvæðagreiðslu frestað fram í janúar

19.12. Forseti sænska þingsins, Andreas Norlén, segir að þingheimur muni ganga til atkvæðagreiðslu að nýju um næsta forsætisráðherra landsins, þá þriðju frá Svíar gengu að kjörborðinu í september, en það verði ekki gert fyrr en á næsta ári. Meira »

Þingheimur hafnaði Löfven

14.12. Leiðtoga Jafnaðarmannaflokks Svíþjóðar, Stefan Löfven, var hafnað af þingmönnum í morgun þegar greidd voru atkvæði um hvort hann myndi gegna embætti forsætisráðherra áfram. Meira »

Miðflokkurinn styður ekki Löfven

10.12. Slitnað hefur upp úr stjórnarmyndunarviðræðum sænskra Sósíaldemókrata og Miðflokksins. Þetta tilkynnti Annie Lööf, formaður Miðflokksins, á blaðamannafundi í sænska þinghúsinu nú í morgun. Forystumenn flokkanna hafa undanfarnar tvær vikur fundað um mögulegt ríkisstjórnarsamstarf undir forystu Stefans Löfven, formanns Sósíaldemókrata og núverandi forsætisráðherra. Meira »

Ræða viðbrögð Löfven við kröfum sínum

3.12. Stjórn sænska Miðflokksins mun funda í dag og ræða viðbrögð Stefans Löfven, formanns Sósíaldemókrata, við kröfum sem Miðflokkurinn hefur sett fram gegn því að styðja hann í embætti forsætisráðherra. Meira »

Ríkisstjórnarsamstarf í uppsiglingu?

28.11. Formaður sænska Miðflokksins, Annie Lööf, sagði í gær að flokkurinn væri reiðubúinn að styðja Stefan Löfven í embætti forsætisráðherra gegn því að jafnaðarmenn gefi eftir í nokkrum málum. Meira »

Löfven fær annað tækifæri

23.11. Leiðtogi Sósíaldemókrataflokksins í Svíþjóð, Stefan Löfven, hefur fengið annað tækifæri til að mynda ríkisstjórn í landinu eftir að leiðtogum Miðflokksins og hægriflokksins Moderaterna mistókst að mynda stjórn eftir þingkosningarnar í landinu. Meira »

Lööf skilar umboðinu ― kosið að nýju?

22.11. Annie Lööf, formaður sænska Miðflokks­ins, tilkynnti í morgun að hún hefði gefist upp á stjórnarmyndunartilraunum og skilað umboði til þess. Miðju- og hægriflokkar höfðu undanfarna viku reynt að mynda starfhæfa stjórn. Meira »

Hafna tilnefningu Kristersson

14.11. Sænska þingið hafnaði nú í morgun tilnefningu Ulf Kristers­son, formanns hægri­flokks­ins Modera­terna, í embætti forsætisráðherra. Rúmur helmingur þingmanna sagði nei við tillögunni og segir Dagens nyheter úrslitin söguleg. Aldrei áður hafi þingið hafnað tilnefningu þingforsetans. Meira »

Sænskir hægrimenn klofnir

13.11. Bandalag mið- og hægriflokka á sænska þinginu virðist sprungið eftir að formenn Miðflokksins og Frjálslynda flokksins lýstu því yfir að þingmenn flokkanna myndu ekki styðja Ulf Kristersson, formann hægriflokksins Moderaterna, þegar kosið verður um tilnefningu hans í embætti forsætisráðherra á morgun. Meira »

Kristersson fær umboðið

5.11. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, ætlar að fela Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, að mynda nýja ríkisstjórn. Meira »

Fordæmalaus staða í Svíþjóð

29.10. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur skilað inn stjórnarmyndunarumboðinu. Hann hefur síðustu tvær vikur reynt að mynda ríkisstjórn en ekki haft erindi sem erfiði frekar en Ulf Kristersson sem fyrstur fékk umboðið. Sé umboðinu skilað inn fjórum sinnum ber forseta þingsins að boða til nýrra kosninga. Meira »

Löfven spreytir sig við stjórnarmyndun

16.10. Stefan Löfven fékk stjórnarmyndunarumboð í Svíþjóð á fundi með Anders Norlén þingforseta í gær og í dag hóf hann að ræða við formenn annarra flokka. Í því ferli verður ekki rætt við Svíþjóðardemókrata, samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Meira »

Stjórnarmyndun er ekki í augsýn

14.10. „Ég gerði hvað ég gat í þessari umferð, en nú er það ekki lengur ég sem ber ábyrgð á þessu ferli,“ sagði Ulf Kristersson, formaður Moderatarna í samtali við fjölmiðla fyrr í dag, eftir að ljóst varð að hann myndi afsala sér umboði til þess að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Meira »

Pattstaða í Svíþjóð

13.10. Ulf Kristersson formanni Moderatarna tókst ekki að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð í dag og mun sennilega skila umboði sínu til ríkisstjórnarmyndunar á morgun. Meira »

Kristersson fær umboðið

2.10. Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, hefur fengið umboð forseta sænska þingsins til að mynda ríkisstjórn. Andreas Norlén, þingforseti og samflokksmaður Kristersson, greindi frá þessu í dag en hann hefur síðustu daga fundað með formönnum flokkanna sem eiga sæti á sænska þinginu. Meira »

Hægrimaður kosinn þingforseti

24.9. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, er nýr forseti sænska þingsins en þing kom saman í dag í fyrsta sinn frá kosningum fyrr í mánuðinum. Meira »

Þing kemur saman í Svíþjóð

24.9. Þing kemur saman í Svíþjóð í dag í fyrsta skipti eftir þingkosningar í landinu fyrr í mánuðinum og verður kosið í embætti þingforseta, sem síðan fær það hlutverk að tilnefna næsta forsætisráðherra. Meira »

Sósíaldemókratar tilnefna ekki forseta

18.9. Sænskir Sósíaldemókratar hyggjast ekki leggja til eigin frambjóðanda í embætti þingforseta þegar nýtt þing kemur saman á þriðjudaginn eftir viku. Þetta tilkynntu Stefan Löfven, formaður flokksins og forsætisráðherra, og Anders Ygeman þingflokksformaður eftir þingflokksfund í dag. Meira »

Löfven vill ekki styðja hægribandalagið

12.9. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Sósíaldemókrata, hefur hafnað tilboði hægribandalagsins um að Sósíaldemókratar styðji ríkisstjórn hægribandalagsins. Leiðtogar flokkanna fjögurra, sem mynda hægribandalagið, lögðu tillöguna fram í grein sem leiðtogar þeir skrifuðu á DN í dag. SVT greinir frá. Meira »

„Vilja deila hægribandalaginu og drottna“

11.9. Þreifingar eru hafnar milli sænskra stjórnmálaflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningarnar á sunnudag. Sænska ríkisútvarpið segir Miðflokkinn og Frjálslynda flokkinn, sem báðir tilheyra hægribandalaginu, hafa hafnað tilboði Stefan Löfven, formanns Sósíaldemókrata, um samstarf. Meira »

Bandalag hægriflokka vill stjórnarmyndunarumboð

10.9. Bandalag hægriflokka sækist eftir umboði til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð. Þingkosningar fóru fram í landinu í gær og fékk bandalag hægri flokka, sem Modera­terna, Kristi­leg­ir demó­krat­ar, Miðflokk­ur­inn og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn mynda, 143 þingsæti. Rauðgræna blokk­in, sem sam­an­stend­ur af Sósí­al­demó­kröt­um, Græn­ingj­um og Vinstri­flokkn­um, hlaut 144 þing­sæti. Meira »

Íslensk fyrirmynd í samstarfi flokka

10.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir niðurstöðu sænsku þingkosninganna sýna að flokkar þurfa að hugsa út fyrir rammann þegar kemur að samstarfi eftir kosningar eins og gert var hérlendis við myndun núverandi ríkisstjórnar. Meira »

Lööf vill að Löfven segi af sér

10.9. Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, hefur hvatt Stefan Löfven forsætisráðherra til að segja af sér eftir niðurstöðu þingkosninganna í gær. Meira »