Þingkosningar í Svíþjóð 2018

Hafna tilnefningu Kristersson

Í gær, 10:19 Sænska þingið hafnaði nú í morgun tilnefningu Ulf Kristers­son, formanns hægri­flokks­ins Modera­terna, í embætti forsætisráðherra. Rúmur helmingur þingmanna sagði nei við tillögunni og segir Dagens nyheter úrslitin söguleg. Aldrei áður hafi þingið hafnað tilnefningu þingforsetans. Meira »

Sænskir hægrimenn klofnir

í fyrradag Bandalag mið- og hægriflokka á sænska þinginu virðist sprungið eftir að formenn Miðflokksins og Frjálslynda flokksins lýstu því yfir að þingmenn flokkanna myndu ekki styðja Ulf Kristersson, formann hægriflokksins Moderaterna, þegar kosið verður um tilnefningu hans í embætti forsætisráðherra á morgun. Meira »

Kristersson fær umboðið

5.11. Andreas Norlén, forseti sænska þingsins, ætlar að fela Ulf Kristersson, leiðtoga hægriflokksins Moderaterna, að mynda nýja ríkisstjórn. Meira »

Fordæmalaus staða í Svíþjóð

29.10. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur skilað inn stjórnarmyndunarumboðinu. Hann hefur síðustu tvær vikur reynt að mynda ríkisstjórn en ekki haft erindi sem erfiði frekar en Ulf Kristersson sem fyrstur fékk umboðið. Sé umboðinu skilað inn fjórum sinnum ber forseta þingsins að boða til nýrra kosninga. Meira »

Löfven spreytir sig við stjórnarmyndun

16.10. Stefan Löfven fékk stjórnarmyndunarumboð í Svíþjóð á fundi með Anders Norlén þingforseta í gær og í dag hóf hann að ræða við formenn annarra flokka. Í því ferli verður ekki rætt við Svíþjóðardemókrata, samkvæmt frétt sænska ríkisútvarpsins, SVT. Meira »

Stjórnarmyndun er ekki í augsýn

14.10. „Ég gerði hvað ég gat í þessari umferð, en nú er það ekki lengur ég sem ber ábyrgð á þessu ferli,“ sagði Ulf Kristersson, formaður Moderatarna í samtali við fjölmiðla fyrr í dag, eftir að ljóst varð að hann myndi afsala sér umboði til þess að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð. Meira »

Pattstaða í Svíþjóð

13.10. Ulf Kristersson formanni Moderatarna tókst ekki að mynda ríkisstjórn í Svíþjóð í dag og mun sennilega skila umboði sínu til ríkisstjórnarmyndunar á morgun. Meira »

Kristersson fær umboðið

2.10. Ulf Kristersson, leiðtogi hægriflokksins Moderaterna, hefur fengið umboð forseta sænska þingsins til að mynda ríkisstjórn. Andreas Norlén, þingforseti og samflokksmaður Kristersson, greindi frá þessu í dag en hann hefur síðustu daga fundað með formönnum flokkanna sem eiga sæti á sænska þinginu. Meira »

Hægrimaður kosinn þingforseti

24.9. Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, er nýr forseti sænska þingsins en þing kom saman í dag í fyrsta sinn frá kosningum fyrr í mánuðinum. Meira »

Þing kemur saman í Svíþjóð

24.9. Þing kemur saman í Svíþjóð í dag í fyrsta skipti eftir þingkosningar í landinu fyrr í mánuðinum og verður kosið í embætti þingforseta, sem síðan fær það hlutverk að tilnefna næsta forsætisráðherra. Meira »

Sósíaldemókratar tilnefna ekki forseta

18.9. Sænskir Sósíaldemókratar hyggjast ekki leggja til eigin frambjóðanda í embætti þingforseta þegar nýtt þing kemur saman á þriðjudaginn eftir viku. Þetta tilkynntu Stefan Löfven, formaður flokksins og forsætisráðherra, og Anders Ygeman þingflokksformaður eftir þingflokksfund í dag. Meira »

Löfven vill ekki styðja hægribandalagið

12.9. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Sósíaldemókrata, hefur hafnað tilboði hægribandalagsins um að Sósíaldemókratar styðji ríkisstjórn hægribandalagsins. Leiðtogar flokkanna fjögurra, sem mynda hægribandalagið, lögðu tillöguna fram í grein sem leiðtogar þeir skrifuðu á DN í dag. SVT greinir frá. Meira »

„Vilja deila hægribandalaginu og drottna“

11.9. Þreifingar eru hafnar milli sænskra stjórnmálaflokka um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir kosningarnar á sunnudag. Sænska ríkisútvarpið segir Miðflokkinn og Frjálslynda flokkinn, sem báðir tilheyra hægribandalaginu, hafa hafnað tilboði Stefan Löfven, formanns Sósíaldemókrata, um samstarf. Meira »

Bandalag hægriflokka vill stjórnarmyndunarumboð

10.9. Bandalag hægriflokka sækist eftir umboði til að mynda nýja ríkisstjórn í Svíþjóð. Þingkosningar fóru fram í landinu í gær og fékk bandalag hægri flokka, sem Modera­terna, Kristi­leg­ir demó­krat­ar, Miðflokk­ur­inn og Frjáls­lyndi flokk­ur­inn mynda, 143 þingsæti. Rauðgræna blokk­in, sem sam­an­stend­ur af Sósí­al­demó­kröt­um, Græn­ingj­um og Vinstri­flokkn­um, hlaut 144 þing­sæti. Meira »

Íslensk fyrirmynd í samstarfi flokka

10.9. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir niðurstöðu sænsku þingkosninganna sýna að flokkar þurfa að hugsa út fyrir rammann þegar kemur að samstarfi eftir kosningar eins og gert var hérlendis við myndun núverandi ríkisstjórnar. Meira »

Lööf vill að Löfven segi af sér

10.9. Annie Lööf, formaður Miðflokksins í Svíþjóð, hefur hvatt Stefan Löfven forsætisráðherra til að segja af sér eftir niðurstöðu þingkosninganna í gær. Meira »

Fyrirsjáanleg pattstaða í Svíþjóð

10.9. Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri, segir að staðan sem núna er uppi í sænskum stjórnmálum hafi blasað við í þónokkurn tíma. Hann telur útilokað að Svíþjóðardemókratar komi að stjórnarmyndun. Horfa þarf yfir miðjuna milli vinstri og hægri. Meira »

Telja daga Löfven á stjórnarstóli talda

10.9. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, kveðst ekki ætla að segja af sér eftir niðurstöður þingkosninga í Svíþjóð í gær. Flestir stjórnmálaskýrendur virðast þó þeirrar skoðunar að dagar Löfven á stóli forsætisráðherra séu taldir Meira »

Rauðgrænir einum fleiri

10.9. Þegar 99,95% atkvæða í sænsku kosningunum hafa verið talin hefur rauðgræna blokkin, sem samanstendur af Sósíaldemókrötum, Græningjum og Vinstriflokknum, 144 þingsæti, einu fleira en bandalag hægriflokka, sem Moderaterna, Kristilegir demókratar, Miðflokkurinn og Frjálslyndi flokkurinn mynda. Meira »

Stefnir í flóknar samningaviðræður

9.9. „Það er allt í hnút og það stefnir í verulega flókna ríkisstjórnarmyndun á næstu vikum. Þetta er ekki eitthvað sem er að fara leysast snögglega held ég,“ segir dr. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og prófessor, um niðurstöðu kosninganna í Svíþjóð í samtali við mbl.is Meira »

Löfven: Endalok blokkapólitíkurinnar

9.9. Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar og formaður Sósíaldemókrata, segir niðurstöður kosninganna nú eiga að þýða endalok þeirrar blokkapólitíkur sem hefur einkennt sænsk stjórnmál til margra áratuga. Meira »

Krefst afsagnar Löfvens

9.9. Ulf Kristersson, formaður hægriflokksins Moderaterna, krefst þess að Stefan Löfven, formaður Sósíaldemókrata, segi af sér sem forsætisráðherra strax að loknum kosningum. Meira »

„Svíþjóð mun ekki breytast“

9.9. „Svíþjóð er eitt auðugasta land í heimi og staðan þar er mjög sterk núna. Í Svíþjóð ríkir mikil hefð samvinnustjórnmála og þess að setja ágreining til hliðar svo hægt sé að setja framtíðarhagsmuni Svíþjóðar í forgang. Ég er sannfærður um að niðurstaða þessara kosninga muni gera okkur kleift að halda því áfram,“ segir sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Meira »

Býður Kristersson til samstarfs

9.9. Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, bauð Ulf Kristersson, formanni Moderaterna, sérstaklega til samstarfs í þakkarræðu sem hann hélt á kosningavöku flokksins nú fyrir stundu. Hann sagðist þó tilbúinn að ræða við alla flokka. Meira »

Mikil spenna í Svíþjóð

9.9. Búið er að telja atkvæði í yfir 4.500 af 6.000 héruðum Svíþjóðar og samkvæmt þeim tölum sem hafa verið birtar eru Sósíaldemókratar með 28,1% atkvæða. Moderaterna er næststærsti flokkurinn með 19,5% og Svíþjóðardemókratarnir þriðji stærsti flokkurinn með 17,8% talinna atkvæða. Meira »

Svíþjóðardemókratar í „oddastöðu“

9.9. „Þetta er alveg eins og búist var við. Þessar tvær blokkir sleikja 40% og Svíþjóðardemókratarnir í algjörri oddastöðu eins og stefndi í,“ segir Dr. Eiríkur Bergmann, stjórnmálafræðingur og prófessor, í samtali við mbl.is um fyrstu útgönguspá í Svíþjóð. Meira »

Óvenjulegar kosningar

9.9. Viðmælendur á kosningavöku Moderaterna voru flestir sammála um að kosningarnar nú væru um margt óvenjulegar og óvenjulegt væri að sænskar kosningar vektu jafnmikla athygli erlendis og nú er. Meira »

Sósíaldemókratar stærstir

9.9. Kjörstöðum í Svíþjóð lokaði kl. 18 og samkvæmt fyrstu útgönguspám er flokkur Sósíaldemókrata stærstur. Þjóðernisflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir er nærst stærsti flokkurinn. Meira »

Hafna ímyndinni um fyrirmyndarríkið

9.9. „Þetta eru æsispennandi kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur í samtali við blaðamann mbl.is um kosningar dagsins í Svíþjóð. Eiríkur segir að spennan snúist að miklu leyti um það hversu stórir Svíþjóðardemókratarnir verði á sænska þinginu, Riksdag, þegar úrslitin liggi fyrir. Meira »

Kosið í Svíþjóð í dag

9.9. Svíar ganga til kosninga í dag. Auk þess að kjósa um öll 349 sætin á sænska þinginu, Riksdagen, er einnig kosið til sveitarstjórna og héraðsstjórna (s. landsting) en þær eru tuttugu talsins. Meira »