Þinglok sumar 2018

Persónuupplýsingar eign einstaklinganna

13.6. Ný lög um persónuvernd ná til allra skráðra persónuupplýsinga um einstaklinga. Brot á lögunum geta haft í för með sér sektir allt að 2,4 milljarða króna. Lögin voru samþykkt á Alþingi í nótt og taka þau gildi 15. júlí næstkomandi. Meira »

Frumvarp um persónuvernd samþykkt

13.6. Alþingi samþykkti nú í kvöld frumvarp til laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga. Um er að ræða ný lög en með gildistöku laganna verða auk þess gerðar breytingar á 42 öðrum lögum. Frumvarpið var samþykkt með 50 atkvæðum gegn 7 en 3 greiddu ekki atkvæði. Meira »

Rafrettufrumvarpið samþykkt

12.6. Rafrettufrumvarpið svokallaða var samþykkt með 54 atkvæðum gegn engum á Alþingi í dag. Frumvarpið hefur verið gagnrýnt mikið undanfarið, en það hefur tekið þó nokkrum breytingum. Meira »

Þinglok í uppnámi

12.6. Þingstörf virðast hafa komið í uppnám eftir að deilur urðu á Alþingi um meðferð frumvarps Miðflokksins um að taka húsnæðislið úr vísitölu til verðtryggingar, en meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar hefur lagt til að málið verði vísað til úrvinnslu í starfshópi. Meira »

Umræðu um veiðigjöld hvergi nærri lokið

9.6. Umræðu og afgreiðslu á frumvarpi um breytingu á veiðigjöldum er hvergi nærri lokið. Þetta er meðal þess sem kom fram í máli Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Afgreiðslu frumvarpsins var frestað fram á haust og var stór liður í að þingflokkarnir náðu samkomulagi um þinglok í gær. Meira »

Samþykktu fjármálaáætlun

8.6. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til fimm ára var samþykkt á Alþingi í dag með þrjátíu og einu atkvæði gegn nítján, sjö þingmenn greiddu ekki atkvæði. Meira »

„Í duftið fyrir ráðherrum“

8.6. „Engin sundurliðuð kostnaðaráætlun, illa skilgreind markmið, sama og engir mælikvarðar, spurningum ekki svarað, mjög takmörkuð umræða,“ sagði Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, í umræðum um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til 5 ára á Alþingi í dag. Meira »

Samkomulagi um þinglok náð

8.6. Formenn stjórnmálaflokka sem eiga sæti á Alþingi náðu samkomulagi rétt fyrir miðnætti um þinglok. Frá þessu er greint í miðnæturfréttum RÚV. Ekki er ljóst hvenær þingstörfum lýkur nákvæmlega. Formenn flokkanna komu saman klukkan tíu í kvöld til að ræða þinglok. Meira »

Inga segist vongóð um þinglokasamning

7.6. Vonir eru um að samningar um þinglok liggi fyrir um kvöldmatarleiti, segir Inga Sæland, í samtali við mbl.is. Hún segir mikinn samstarfsanda ríkja milli stjórnarandstöðuflokkanna og segir það ánægjulegt hversu samstíga þeir eru. Meira »

Óeining í minnihlutanum

7.6. Stíft er fundað milli atkvæðagreiðslna og á meðan umræður standa á Alþingi í dag. Fulltrúar minnihlutans hafa hist með hléum í allan dag, en tillaga meirihluta atvinnuveganefndar varðandi veiðigjöld hefur þótt umdeild og liggur fyrir tilboð frá meirihlutanum um samkomulag í málinu. Meira »

„Tálsýn og draumsýn“

7.6. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er „tálsýn og draumsýn,“ sagði Ágúst Ólafur Ágústsson á blaðamannafundi sem haldinn var í Alþingishúsinu í dag. Samfylkingin kynnti 10 tillögur flokksins sem hann sagði full fjármagnaðar með því að afturkalla skerðingar ríkisstjórnar í tekjustofn ríkisins. Meira »

Tilboð á borðinu um óbreytt veiðigjöld

6.6. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir segir við mbl.is að ekkert samkomulag liggi fyrir um veiðigjaldafrumvarp meirihlutans. Hún staðfestir þó að tilboð liggi á borðinu, en hún sagðist ekki geta tjáð sig um innihald tilboðsins. Meira »

„Við munum nýta okkar málfrelsi“

6.6. Miklar deilur eru um veiðigjaldafrumvarp meirihlutans á Alþingi og er enn óljóst hvernig þinghaldi verði háttað. Fulltrúi minnihlutans segist reiðubúinn til þess að beita málfrelsi til að knýja fram ásættanlega niðurstöðu náist ekki samkomulag milli meirihluta og minnihluta þingsins um veiðigjöld. Meira »

Gjöld lækkuð hjá vel stæðum fyrirtækjum

5.6. „Helmingur lækkunarinnar fer til tíu stærstu útgerðarfyrirtækja landsins,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, á Alþingi í morgun. Hún spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um fyrirhugað frumvarp um lækkun veiðigjalda. Meira »

Ræða um veiðigjöldin í dag

5.6. Tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum verður tekin á dagskrá Alþingis í dag til fyrstu umræðu af þremur. Ljóst er að þinghöld tefjast, en þinglok voru áætluð á fimmtudag. Meira »

Ríkisstjórnin sérhagsmunabandalag

4.6. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og fyrirhugaða lækkun veiðigjalda í eldhúsdagsumræðum á Alþingi í kvöld. Hún sagði að núna sex mánuðum eftir myndun ríkisstjórnarinnar hefði skýr mynd teiknast upp af ríkisstjórninni. Meira »

„Stórt og hápólitískt mál“

4.6. „Við vitum ekkert hvenær þessu þingi lýkur eða hvernig. Við tökum okkur bara þann tíma sem við þurfum til að ræða málin,“ segir Oddný G. Harðardóttir, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, um veiðigjaldamálið sem verður tekið til fyrstu umræðu af þremur á Alþingi á morgun. Meira »

Býst við framhaldi á þingstörfum

4.6. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það liggja í loftinu að framhald verði á þingstörfum um einhverja daga. Meira »

Skýrist með veiðigjöld í dag

4.6. Búast má við að það skýrist hvenær tillaga meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum verður tekin á dagskrá Alþingis eftir fund þingflokksformanna með forseta Alþingis. Meira »

Veiðigjöld væntanlega á dagskrá á þriðjudag

3.6. Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður atvinnuveganefndar Alþingis á ekki von á öðru en að breytingar á veiðigjöldum verði á dagskrá þingsins á næsta þingfundi núna á þriðjudag. Atvinnuveganefnd leggur frumvarpið fram að beiðni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Engin rök fyrir þriggja milljarða lækkun

2.6. Það eru engin rök fyrir því að lækka gjöld á sjávarútvegsfyrirtæki um þrjá milljarða þegar fé vantar í önnur verkefni. Þetta sagði Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, í þættinum Víglínunni á Stöð 2 í hádeginu. Meira »

Veiðigjöld rædd eftir helgi

2.6. „Ég myndi gera ráð fyrir því að það verði mælt fyrir því í þinginu á þriðjudag,“ segir Birgir Ármannsson, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, þegar hann er spurður um stöðu tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um breytingu á veiðigjöldum. Meira »

Óvissa um innheimtu veiðigjalda

1.6. Lilja Rafney Magnúsdóttir segir ekki ljóst hvert framhaldið verður fyrir tillögu meirihlutans um veiðigjöld þar sem Alþingi samþykkti ekki að veita málinu flýtimeðferð í gær. Meira »

Ræddu fundarstjórn í 5 klukkustundir

31.5. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði ráðherra vera „að fá þingmenn til þess að vinna skítverk fyrir sig.“ Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í dag um að veita afbrigði frá hefðbundinni dagskrá til þess að taka til umfjöllunar tillögu atvinnuveganefndar um veiðigjöld. Meira »

Engin veiðigjöld ef ekkert er gert

31.5. Minnihlutinn á Alþingi gerir í dag verulegar athugasemdir við að tillaga meirihluta atvinnuveganefndar, um breytingu á veiðigjöldum, verði tekin á dagskrá. Taki þingið ekki málið til umfjöllunar geta heimildir til innheimtu gjalda runnið út. Meira »

Málinu rutt í gegn í bullandi ósætti

31.5. Fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar tóku til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta á Alþingi og gagnrýndu að fyrirhuguð lækkun veiðigjalda yrði tekin fyrir á þingi í dag. Meira »