Tölvum stolið úr gagnaverum

Bjóða áfram 6 milljóna fundarlaun

17.4. Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrr á árinu heita áfram 6 milljónum íslenskra króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. Meira »

Flúði út um glugga á Sogni

17.4. Fanginn sem strauk úr fangelsinu að Sogni í nótt, Sindri Þór Stefánsson, er ekki talinn hættulegur að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Um afdrif Sindra Þórs segir Gunnar að verið sé að kanna hvort hann hafi farið úr landi. Meira »

Lýst eftir strokufanga

17.4. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni en hann strauk frá fangelsinu að Sogni nú í nótt.   Meira »

Ábendingar hafa ekki leitt til þýfisins

13.4. „Við fáum alltaf ábendingar en þær hafa nú ekki leitt til þess að við höfum fundið tölvubúnaðinn ennþá, því miður,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Meira »

Lögreglan engu nær að finna tölvurnar

10.4. Stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunar er enn óleyst og segist lögreglan engu nær í að finna þær 600 tölvur sem voru teknar úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun ársins. Einn er enn í haldi vegna málsins, en hann sætir síbrotagæslu til 16. apríl og er ekki ljóst hvort hún verði framlengd. Meira »

Ábendingar borist vegna tölvubúnaðar

26.3. „Það bárust nokkrar ábendingar í morgun en það er of snemmt að segja til um það hvort þær leiði til einhvers, en þær verða athugaðar.“ Þetta sagði Ólafur Helgi Kjartansson í samtali við mbl.is. Meira »

Bjóða sex milljóna fundarlaun

25.3. Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrir nokkrum vikum, heita 6 milljónum íslenskra króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. Meira »

Einn í haldi lögreglu vegna innbrota

19.3. Einn karlmaður situr enn í gæsluvarðhaldi grunaður um aðild að hrinu innbrota í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun þessa árs. Maðurinn er einn hinna handteknu í aðgerðum lögreglunar fyrr í þessum mánuði en alls hafa 23 verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins. Meira »

23 handteknir og yfirheyrðir

14.3. Fimm eru í gæsluvarðhaldi vegna innbrots í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð. Þá hafa 23 verið handteknir og yfirheyrðir til þessa, en engar vísbendingar eru um hvar þær 600 tölvur sem stolnar voru eru að finna Meira »

Húsleit vegna innbrots í gagnaver

11.3. Lögreglan á Suðurnesjum fór í gær í húsleit í iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu, með aðstoð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og sérsveitar ríkislögreglustjóra, þar sem tugir tölva voru innan dyra. Meira »

Samstarf við Europol vegna innbrots

9.3. Lögreglan á Suðurnesjum hefur verið í samstarfi við Evrópulögregluna, Europol, vegna rannsóknar á innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð. Meira »

Úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald

2.3. Tveir karlmenn, sem hafa setið í gæslu­v­arðhaldi vegna rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á Suður­nesj­um á inn­brot­um í gagna­ver í Reykja­nes­bæ og Borg­ar­byggð, voru í dag úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald fram til miðvikudagsins 7. mars. Meira »

Þýfi úr gagnaverum falið í Eyjum?

1.3. Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar tvo gáma sem hefur verið komið fyrir á Eiðinu í Vestmannaeyjum. Hugsanlegt er gámarnir tengist þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »

Leita til almennings vegna innbrots

28.2. Lögreglan á Suðurnesjum leitar enn verðmæts tækjabúnaðar sem var stolið úr gagnaveri Advania á Suður­nesj­um. Greint var frá innbrotunum, sem áttu sér stað í desember og janúar, í síðustu viku. Meira »

Áfram í haldi vegna innbrots í gagnaver

26.2. Síðastliðinn föstudag voru tveir karlmenn sem hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð, úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald fram til föstudagins 2. mars. Meira »

Eitt stærsta þjófnaðarmál sögunnar

23.2. „Við erum að fara í gegnum þau gögn sem við höfum og yfirheyra þessa aðila. Það verður væntanlega tekin afstaða til þess í dag hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald,“ segir Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Meira »

Öryggisverðinum sagt upp störfum

21.2. Starfsmanni Öryggismiðstöðvarinnar sem var hnepptur í gæsluvarðhald vegna innbrots í gagnaver Advania hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar segir að málið sé mikið áfall fyrir starfsfólk fyrirtækisins, enda sé traust eitt af lykilgildum þess. Meira »

Stálu 600 tölvum - tveir í haldi

21.2. Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð þar sem samtals 600 tölvum var stolið. Meira »