Tölvum stolið úr gagnaverum

Áfrýja til Landsréttar

27.1. Sindri Þór Stefánsson, sem fékk þyngsta dóminn í gagnaversmálinu, hefur ákveðið að áfrýja dóminum til Landsréttar.  Meira »

Sindri mun líklega áfrýja

18.1. Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar, sem hlaut í gær fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjaness fyrir innbrot í fjögur gagnaver og tilraunir til tveggja innbrota til viðbótar, segir að líklega verði niðurstöðunni áfrýjað. Meira »

Sindri skipulagði innbrotin frá A til Ö

17.1. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í gagnaversmálinu er sú að Sindri Þór Stefánsson hafi verið höfuðpaurinn og skipulagt öll innbrotin. Hann hafi fengið aðra ákærða til liðs við sig vegna málsins en ákæruvaldið telur að skýringar Sindra, þess efnis að einhver erlendur fjárfestir sem hann óttist hafi lagt á ráðin með honum um „að ræna þetta lið“, sé fjarstæða og uppspuni. Meira »

Sindri Þór í 4 og hálfs árs fangelsi

17.1. Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt Sindra Þór Stefánsson í fjögurra og hálfs árs fangelsi í gagnaversmálinu svokallaða.  Meira »

Telur fimm ár of þungan dóm

7.12. Verjandi Sindra Þórs Stefánssonar telur kröfu ákæruvaldsins um fimm ára óskilorðsbundið fangelsi vegna gagnaversmálsins vera alltof þunga refsingu. Meira »

Játa sök að hluta í gagnaversmálinu

3.12. Tveir sakborningar játuðu sök að hluta er aðalmeðferð hófst í morgun í gagnaversmálinu svokallaða. Breyttu þeir afstöðu sinni til ákæruefnisins, að því er RÚV greinir frá, og játuðu að hafa farið inn í gagnaverin sem stolið var úr. Allir sjö sem eru ákærðir voru í málinu mættu til skýrslutöku í morgun. Meira »

Frávísunarkröfu hafnað

15.11. Héraðsdómur Reykjaness hefur hafnað kröfu fimm sakborninga af sjö í gagnaversmálinu um að máli þeirra verði vísað frá. Verjendur mannanna töldu að réttindi þeirra hefðu ekki verið virt og að rann­sak­end­ur hefðu beitt ólög­mæt­um aðferðum til að afla sér upp­lýs­inga við rann­sókn­ina. Meira »

„Algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins“

9.11. „Það er algjör fásinna af hálfu ákæruvaldsins að gera því skóna að þetta sé ólögmætur verknaður eða einhverskonar aðstoð við meintan flótta. Ég hef enga heimild til að halda vegabréfinu hans,“ segir Þorgils Þorgilsson, verjandi Sindra Þórs Stefánssonar. Meira »

Lögregla hafi beitt ólögmætum aðferðum

17.10. Verjendur tveggja manna sem eru ákærðir í gagnaversmálinu krefjast þess að málinu verði vísað frá dómi vegna þess að réttindi ákærða hafi ekki verið virt og að rannsakendur hafi beitt ólögmætum aðferðum til að afla sér upplýsinga við rannsóknina. Meira »

Borgaði sig lausan úr farbanni

11.10. Sindri Þór Stefánsson, sem ákærður er í gagnaversmálinu svokallaða, er ekki lengur í farbanni þrátt fyrir að hafa verið úrskurðaður í farbann til 25. október næstkomandi. Hann mun hafa greitt tryggingu til að losna undan banninu. Meira »

Allir neita sök í gagnaversmálinu

11.9. Allir þeir sem ákærðir eru í einu stærsta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi, þar sem meðal annars var stolið 600 öflugum bitcoin-leitarvélum í lok síðasta árs og upphafi þessa, neituðu sök í máli sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum höfðaði á hendur þeim. Meira »

Dulbjuggu sig sem öryggisverði

3.9. Sindri Þór Stefánsson og aðrir sem ákærðir eru fyrir innbrot í gagnaver um síðustu áramót dulbjuggu sig sem öryggisverði er þeir brutust inn í eitt þeirra. Frá þessu er greint á fréttavef RÚV, sem hefur ákæru lögreglustjórans á Suðurnesjum undir höndum. Meira »

Landsréttur staðfestir farbann Sindra

30.8. Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness um að Sindri Þór Stefánsson verði áfram í farbanni þar til dómur gengur í máli hans, en ekki þó lengur en til 25. október. Meira »

Lögreglulaust þegar ránið var framið

30.8. Þegar umtalsverðu magni af tölvubúnaði var stolið úr gagnaveri í Borgarnesi aðfaranótt 15. desember var enginn lögreglumaður á vakt í bænum. Meira »

Sjö ákærðir fyrir tölvuþjófnað

27.8. Sjö eru ákærðir í einu umfangsmesta þjófnaðarmáli síðari ára hér á landi sem varðar þjófnað á 600 öflugum bitcoin-leitarvélum úr þremur gagnaverum í lok síðasta árs og upphafi þessa árs. Meira »

Úrskurðaðir í átta vikna farbann

24.8. Farið verður fram á áframhaldandi farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni og tveimur meintum samverkamönnum hans. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði mennina í farbann í lok júlí og rennur það út í dag. Meira »

Þrír áfram í farbanni

27.7. Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað Sindra Þór Stefánsson og tvo meinta samverkamenn hans í aframhaldandi farbann til 24. ágúst nk. Lögreglan á Suðurnesjum gefur ekki upp hve margir eru ákærðir í málinu. Meira »

Þrír áfram í farbanni

9.7. Landsréttur staðfesti í síðustu viku úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um farbönn yfir Sindra Þór Stefánssyni og tveimur meintum samverkamönnum hans sem grunaðir eru um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum. Farbönnin yfir mönnunum gilda til 27. júlí. Meira »

Ákæra gegn Sindra gefin út

6.7. Ákæra gegn Sindra Þór Stefánssyni og samverkamönnum hans var afhent Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Ólafur Helgi Kjartansson, í samtali við mbl.is. Meira »

Farbann framlengt og ákæra undirbúin

2.7. Farbann yfir Sindra Þór Stefánssyni hefur verið framlengt fram í lok júlí. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is. Þá hefur farbann yfir meintum samverkamanni Sindra einnig verið framlengt. Meira »

Meintur samverkamaður Sindra í farbann

7.6. Landsréttur staðfesti farbann yfir karlmanni sem grunaður er um að vera samverkamaður í innbrotum í gagnaver í desember. Sindri Þór Stefánsson, sem flúði land í apríl, er einnig grunaður en áætlað er að verðmæti búnaðarins sem var stolið nemi rúmlega 200 milljónum króna. Meira »

Farbann yfir Sindra staðfest

7.6. Landsréttur staðfesti í dag farbannsúrskurð Héraðsdóms Reykjaness yfir Sindra Þór Stefánssyni til 29. júní og enn fremur að honum verði gert að bera á sér búnað svo að mögulegt verði að fylgjast með ferðum hans á sama tíma. Meira »

Flókin rannsókn

4.6. Rannsókn á tölvustuldi úr gagnaverum á Suðurnesjum stendur enn yfir. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir málið afar flókið. Meira »

Rannsókn málsins á lokastigum

24.5. Rannsókn eins stærsta þjófnaðarmáls Íslandssögunnar er á lokastigum. „Eina sem ég get sagt þér er að rannsókn málsins er á lokastigum,“ sagði Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, í samtali við mbl.is í gær. Meira »

Engar ábendingar um tölvubúnaðinn

2.5. Engar gagnlegar ábendingar hafa komið fram varðandi tölvubúnað sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrr á árinu, en eigendur búnaðarins hétu 6 milljónum íslenskra króna til þess sem gat veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn væri að finna. Meira »

Bjóða áfram 6 milljóna fundarlaun

17.4. Eigendur tölvubúnaðar sem stolið var úr gagnaveri á Suðurnesjum fyrr á árinu heita áfram 6 milljónum íslenskra króna í fundarlaun til þess sem getur veitt áreiðanlegar upplýsingar um hvar búnaðinn er að finna. Meira »

Flúði út um glugga á Sogni

17.4. Fanginn sem strauk úr fangelsinu að Sogni í nótt, Sindri Þór Stefánsson, er ekki talinn hættulegur að sögn Gunnars Schram yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Um afdrif Sindra Þórs segir Gunnar að verið sé að kanna hvort hann hafi farið úr landi. Meira »

Lýst eftir strokufanga

17.4. Lögreglan á Suðurnesjum lýsir eftir Sindra Þór Stefánssyni en hann strauk frá fangelsinu að Sogni nú í nótt.   Meira »

Ábendingar hafa ekki leitt til þýfisins

13.4. „Við fáum alltaf ábendingar en þær hafa nú ekki leitt til þess að við höfum fundið tölvubúnaðinn ennþá, því miður,“ segir Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Meira »

Lögreglan engu nær að finna tölvurnar

10.4. Stærsta þjófnaðarmál Íslandssögunar er enn óleyst og segist lögreglan engu nær í að finna þær 600 tölvur sem voru teknar úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í byrjun ársins. Einn er enn í haldi vegna málsins, en hann sætir síbrotagæslu til 16. apríl og er ekki ljóst hvort hún verði framlengd. Meira »