Tvöföldun Reykjanesbrautar

Tvöföldun Reykjanesbrautar hefur lengi verið í umræðunni og þegar er búið að tvöfalda frá Fitjum við Reykjanesbæ og þangað til rétt vestan við álverið í Straumsvík. Eftir standa kaflarnir frá Fitjum að Keflavíkurflugvelli og frá því rétt vestan við álverið að kirkjugarðinum í Hafnarfirði.

Komast ekki leiðar sinnar á aðfangadag

24.12. Um 60 manns sem áttu bókað flug hjá Air Iceland Connect komast ekki leiðar sinnar í dag vegna aflýstra ferða til og frá Akureyri og Ísafirði. „Það eru stormviðvaranir í gangi svo það verður ekkert flogið meira í dag. Það er ekkert flogið á jóladag svo næsta flug er bara á annan í jólum.“ Meira »

Aðskilnaði akstursstefna jafnvel flýtt

16.11. Ráðherra samgöngumála útilokar ekki að aðskilnaði akstursstefna á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð verði flýtt, en hann fundaði með forsvarsfólki Stopp-hópsins svokallaða í fyrradag. Meira »

Vitum ekki hvar verður næst slys

29.10. Samgönguráðherra segir eðlilegt að þrýstingur á úrbætur aukist í kjölfar alvarlegra slysa en segir mikilvægt að horft sé á stóru myndina. Núverandi samgönguáætlun sé heildstæð og þar sé meðal annars kveðið á um tvöföldun Reykjanesbrautar. Meira »

Samræðan er leiðin áfram

29.10. „Samgönguráðherra hefur sent mér skilaboð þess efnis að hann vilji hitta okkur og fara yfir stöðuna, ræða saman,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, einn talsmanna Stopp, hingað og ekki lengra. Ísak hefur mótmælt hugmyndum annarra í hópnum um að loka Reykjanesbraut til að knýja á um úrbætur þar. Meira »

Ætla að loka Reykjanesbrautinni

28.10. „Við erum búin að reyna að fara góðu leiðina,“ segir Guðbergur Reynisson. Hann hefur í nokkur ár, ásamt fleirum, þrýst á yfirvöld að klára tvöföldun Reykjanesbrautar og ætlar hópurinn í vikunni að standa fyrir því að brautinni verði lokað. Það er gert til að mótmæla hægagangi við tvöföldun. Meira »

Verksamningur vegna mislægra gatnamóta

21.3.2017 Fulltrúar Loftorku, Suðurverks og Vegagerðarinnar skrifuðu undir verksamning um gerð mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar í dag. Framkvæmdir hefjast strax enda á verkið að vinnast á skömmum tíma. Meira »

800 milljónir í mislæg gatnamót

2.2.2017 Útboðsgögn vegna mislægra gatnamóta Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurvegar verða afhent frá og með næstkomandi mánudegi. Opnað verður fyrir tilboð 21. febrúar. Að sögn Hreins Haraldssonar, forstjóra Vegagerðarinnar, nemur fjárveiting vegna verkefnisins um 800 milljónum króna. Meira »

Útboðsferli hefst síðar í vikunni

24.1.2017 Útboðsferli vegna mislægra gatnamóta á mótum Reykjanesbrautar og Krísuvíkurvegar hefst síðar í þessari viku.  Meira »

Mislæg gatnamót á dagskrá

13.1.2017 Framkvæmdir við gatnamót Reykjanesbrautar og Krýsuvíkurveg hefjast á næstunni. Þetta staðfesti samgönguráðherra í viðtali á Bylgjunni í morgun. Hafnarfjarðarbær fagnar ákvörðuninni en bæjarfélagið hefur lengi kallað eftir mislægum gatnamótum á svæðinu. Meira »

Skoða merkingar á framkvæmdasvæðinu

10.10.2016 Farið verður yfir merkingar á framkvæmdasvæðinu við Hafnaveg eftir að tveggja bíla árekstur varð á gatnamótum við Reykjanesbraut í gær. Áætluð verklok eru um miðjan nóvember. Meira »

Vegakaflinn „er dauðans alvara“

9.10.2016 Óljósar merkingar eru við framkvæmdasvæði á Reykjanesbrautinni, þar sem tveggja bíla árekstur varð fyrr í dag. Þetta segir Atli Már Gylfason, einn talsmanna hópsins „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem barist hefur fyrir tvöföldun brautarinnar. Meira »

Vill tvöföldun á samgönguáætlun

17.8.2016 Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur farið fram á það við ráðherra samgöngumála og vegamálastjóra að tvöföldun Reykjanesbrautar verði sett á samgönguáætlun hið fyrsta en þar til henni verði lokið verði tafarlaust farið í þrenns konar framkvæmdir. Meira »

Falleg og góð stund með ráðherra

29.7.2016 „Þetta var falleg stund og góð,“ segir Valur Ármann Gunnarsson, talsmaður leigubílstjóra á Suðurnesjum, sem áttu fund með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra á gatnamótum Hafnavegar og Reykjanesbrautar í hádeginu. Meira »

Leigubílstjórar skora á ráðherra

29.7.2016 Ólöf Nordal innanríkisráðherra hittir leigubílstjóra af Suðurnesjum í hádeginu í dag við gatnamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar. Meira »

Óska skýringa frá Vegagerðinni

25.7.2016 Ísak Ernir Kristinsson, einn stofnenda Facebook-hópsins Stopp, hingað og ekki lengra!, er ánægður með að Vegagerðin hafi lokað vinstri beygju af Hafnarvegi inn á Reykjanesbraut. Betur má þó ef duga skal að hans mati. Meira »

Vinstri beygju við Reykjanesbraut lokað

22.7.2016 Vegagerðin vinnur nú að lokun vinstri beygju frá Hafnavegi upp Reykjanesbraut í átt að Grænás. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir starfsmenn Vegagerðarinnar hafa mætt á staðinn fyrir hádegi og hafið að loka beygjuakreininni. Meira »

Innan veghelgunarsvæðis Vegagerðarinnar

19.7.2016 G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir óheimilt að setja upp skilti á veghelgunarsvæði Vegagerðarinnar nema í samráði við Vegagerðina. Vegagerðin fjarlægði fyrr í dag skilti sem sett var upp af forsvarsmönnum hópsins „Stopp hingað og ekki lengra!“ sem barist hefur fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Meira »

Vegagerðin fjarlægði skiltin

19.7.2016 Vegagerðin hefur tekið niður skilti „Stopp hingað og ekki lengra!“-hóp­sins sem sett voru upp hvort sínu megin við Reykjanesbrautina í gær til þess að vekja athygli á umferðaróhöppum á vegakafla brautarinnar. Meira »

Hitta ráðherra vegna tvöföldunar

19.7.2016 „Stopp hingað og ekki lengra!“-hópurinn sem barist hefur fyrir tvöföldun Reykjanesbrautar fundar með Ólöfu Nordal innanríkisráðherra og Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og öðrum þingmanni Suðurkjördæmis, í innanríkisráðuneytinu í dag. Meira »

Kostnaður við tvöföldun 10 milljarðar

11.7.2016 Kostnaður við að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar er áætlaður um 10 milljarðar. Innifalið í þeirri upphæð eru mislæg gatnamót við Krýsuvíkurleið og Fitjar. Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is. Meira »

Afnema vinstri beygju við Hafnaveg

11.7.2016 Til stendur að afnema vinstri beygju frá Hafnavegi út á Reykjanesbraut. Banaslys varð á gatnamótunum á fimmtudag. Slysið er áttunda banaslysið í umferðinni á árinu. Meira »

Una ekki lengur við hálfklárað verk

9.7.2016 „Þetta er ekki pólitískt mál, þetta er samfélagsmál,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, einn stofnenda Facebook-hópsins Stopp, hingað og ekki lengra! sem er hugsaður sem vettvangur til að þrýsta á yfirvöld um að klára tvöföldun Reykjanesbrautar. Banaslys varð á henni á fimmtudag. Meira »

Þúsundir vilja tvöfalda Reykjanesbraut

8.7.2016 Í gærkvöldi stofnuðu þeir Guðbergur Reynisson og Ísak Ernir Kristinsson Facebook-hóp sem er hugsaður sem vettvangur til að þrýsta á yfirvöld um að klára tvöföldun Reykjanesbrautar. Á rétt rúmlega sólarhring hafa tæplega átta þúsund manns gengið í hópinn. Meira »

Vegrið á Reykjanesbrautinni allri

17.12.2012 Á þremur árum urðu 8 slys á Reykjanesbraut með þeim hætti að bíl var ekið út af og yfir á gagnstæðan veghluta. Einskær heppni réð því að aldrei varð banaslys. Lögreglan á Suðurnesjum vakti athygli á þessu í bréfi til Vegagerðarinnar, sem hefur ákveðið að setja upp vegrið alla leið til Keflavíkur. Meira »