Uppskriftir

Ómótstæðilegur kjúklingaréttur með beikoni og sveppum

11:33 Fyrir ári kom út matreiðslubókin Gulur, rauður, grænn & salt sem inniheldur einfaldar og fljótlegar uppskriftir fyrir alla sem elska góðan mat með lítilli fyrirhöfn. Meira »

Smjörsteiktur þorskur sem slær í gegn

í gær „Mánudagar eru fiskidagar, það er eldgömul saga,“ segir Svava Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheitum en hér erum við með fiskuppskrift sem hún segir að hafi vakið óvenjumikla lukku á sínu heimili þrátt fyrir að vera eins einföld og mögulegt er. Meira »

Purusteik með spennandi meðlæti

9.12. Jólamánuður ársins er genginn í garð og þá leyfum við okkur allt. Purusteik er vinsæl á flestum heimilum landsins og hér bjóðum við upp á slíka steik með spennandi meðlæti. Meira »

Sjúklegt sætkartöflumeðlæti

9.12. Þegar sætar kartöflur eru annars vegar getur fátt klikkað. Hér eru þær dulbúnar í bragðgóðum rétti með spínati og sýrðum rjóma. Meira »

„Unaður í hverjum bita“

9.12. Nú eru allir á fullu við að baka smákökur og hér gefur að líta uppskrift sem tikkar í öll box. Það er Gígja S. Guðjónsdóttir sem á þessa uppskrift sem hún segir að sé æðislegt. Meira »

Ómótstæðilegur ís með óvæntu bragði

8.12. Basilika er ein elsta og vinsælasta kryddjurt sem til er í heiminum. Við notum hana óspart til að bragðbæta matinn en sjaldan í þessu formi sem við kynnum hér. Meira »

Volg brownie með snjókalli

8.12. Þetta er með því flottara sem sést hefur. Hér erum við með volga brownie köku og snjókall ofan á. Ef börnin eiga ekki eftir að elska þetta þá veit ég ekki hvað. Meira »

Dásemdareggjakaka með kartöflum

8.12. Orkuríka eggjakakan er hér – með kartöflum og lauk. Einn af þessum réttum sem hægt er að „henda í“ þegar ekkert er til í ísskápnum, sem er ansi oft, og er alltaf jafn góður. Meira »

Nýjung fyrir neytendur - Bakaðar ostakökur

7.12. Ostakökurnar frá MS hafa alltaf notið mikilla vinsælda og hafa ýmsar bragðtegundir verið settar á markað á undanförnum árum. Nýjustu kökurnar eru hins vegar ólíkar hinum að því leyti að um er ræða bakaðar ostakökur sem eru þéttari í sér og eins og nafnið ber með sér, bakaðar. Meira »

Forréttur sem þú verður að smakka

7.12. Við tökum vel á móti litlum og léttum réttum – eða forréttum eins og það oftast er kallað. Hér bjóðum við upp á frekar einfalda útgáfu af bragðgóðum byrjanda sem inniheldur aspas og bresaola. Meira »

Auðveldustu lakkrískaramellur í heimi

6.12. Karamellur eru bráðnauðsynlegar til að hafa við höndina þessa dagana þegar jólastressið byrjar að læðast upp bakið á manni.   Meira »

Ljúffengar svissneskar hnetukökur

6.12. Við höldum áfram að deila með ykkur einföldum og ljúffengum smákökum til að baka á aðventunni. Þessar eru algjör draumur og henta stórvel með góðum kaffibolla eða heitu kakói. Meira »

Fyllt lambalæri með kryddjurtum og fetaosti

6.12. Þessi uppskrift er ein af þessum skotheldu sem gaman er að dútla við og njóta. Ilmurinn úr eldhúsinu verður afskaplega lokkandi eins og segir í kvæðinu og ekki spillir fyrir að Hanna setti saman myndband sem kennir hvernig á að bera sig að. Meira »

Uppáhalds letimatur Nigellu

6.12. Öll þekkjum við þá tilfinningu að nenna ekki að elda. Bara alls ekki. Sjónvarpsstjörnur og ofurkokkar eru þar engin undantekning og sjálf Nigella Lawson lýsti því á dögunum hvaða matur væri formlega „letimaturinn“ hennar. Meira »

Swiss Mocha-aðventukokteill

5.12. Hvað er betra á aðventunni en að fá sér heitan og ljúfan kokteil eftir góða og nærandi útiveru? Það er engin önnur en Linda Ben sem á heiðurinn að þessum drykk sem ætti að ylja einhverjum um hjartaræturnar. Meira »

Hrísgrjón sem gera allar máltíðir betri

5.12. Það má alveg leiða hugann að suðrænni strönd á árstíma sem þessum, þessi réttur ætti að fleyta okkur hálfa leið í það minnsta. Meira »

Geggjuð kjötsamloka sem auðvelt er að búa til

5.12. Þú þarft ekki að eiga mikið til í ísskápnum til að töfra fram girnilega kjötsamloku. Hér er upplagt að nota afganga af kjúklingabringu eða öðru góðu nautakjöti og kvöldmáltíðinni er borgið. Meira »

Kjúklinganaggar sem krakkarnir elska

5.12. Hver elskar ekki kvöldmat sem er í senn fremur auðveldur og krakkarnir elska? Þetta er það sem kallast á fjölskyldumáli alslemma enda er þessi réttur sérlega frábær og ekki að ástæðulausu. Meira »

Lúxuskjúlli með beikoni og fetaosti

4.12. Þegar uppskrift ber titilinn lúxuskjúklingarétur með fetaosti liggur það í augum uppi að þetta er eitthvað sem þarf að smakka sem fyrst. Það er nákvæmlega ekkert í þessum rétti sem gerir lífið ekki ögn betra. Athugið að hann er hugsaður fyrir tvo þannig að tvöfaldið bara gleðina ef þið eruð fleiri. Meira »

Pavlova sem smakkast eins og jólin

4.12. Spilakvöld með vinum eða bröns með fjölskyldunni – þá er þessi pavlova alltaf á boðstólnum. Hún er svo dásamlega falleg á að líta og svo bragðast hún eins og jólin sjálf. Meira »

Eitt snjallasta eplatrix síðari ára

4.12. Hér er eitt stórgott leynitrix við eplum. Það er ekkert meira óspennandi en niðurskorið epli fyrir krakkana til að taka með í nesti og eplabátarnir verða fljótt brúnir á lit. Meira »

Besti steikti fiskur í heimi

3.12. Til er það hráefni sem ekki margir þekkja en er þeim eiginleikum bundið að allt sem það kemur nálægt verður umtalsvert betra. Þá ekki síst steiktur matur eins og í þessu tilfelli þar sem steiktur fiskur er tekinn upp á næsta stig og gott betur. Meira »

Jólasmákökur með appelsínukeim

2.12. Ilmur af jólum er ilmur af smákökum, það má svona næstum því setja samasemmerki þarna á milli. Ilmurinn af þessum smákökum færir í það minnsta hugann að jólunum. Meira »

Súkkulaðibitakökur með leynihráefni

2.12. Þessi uppskrift kemur verulega á óvart enda er hráefnalistinn að mestu hefðbundinn fyrir utan hráefni sem kemur manni algjörlega í opna skjöldu. Meira »

Hinar heimsfrægu Bessastaðakökur

1.12. Bessastaðakök­ur voru bakaðar á Bessastöðum í tíð Vigdísar Finnbogadóttur. Vigdís segir kökurnar hafa verið bakaðar í sinni fjölskyldu frá því hún man eftir sér. Vigdís segir þær ættaðar frá Jakobínu Thomsen, konu Gríms Thomsen þegar hann bjó á Bessa­stöðum á síðari hluta 19. ald­ar. Meira »

Partýpylsurétturinn sem slær í gegn

1.12. Hversu skemmtilegt væri að bjóða upp á svín í teppi í næsta afmæli? Þetta má útfæra á ýmsa vegu, þá með tómatsósu eða öðru sem til fellur og hentar í pylsupartýið. Meira »

Hinn fullkomni helgarmorgunverður

1.12. Við getum ekki sagt „nei takk“ við blöndu sem þessari. Þegar rjómaostur, mangó chutney og avocado mætast ofan á volgu nan-brauði þá bjóðum við góðan daginn – enda er þetta hinn fullkomni morgunverður að okkar skapi. Meira »

Geggjaður forréttur úr smiðju Grillmarkaðsins

30.11. Út er komin bókin Grillmarkaðurinn, sem inniheldur úrval bestu og þekktustu uppskrifta veitingastaðarins vinsæla. Í bókinni er jafnframt að finna uppskriftir sem eru ekki lengur á matseðli og hefur verið sárt saknað. Nokkuð ljóst er að þessi bók er mikill hvalreki fyrir aðdáendur Grillmarkaðarins. Meira »

Kynngimagnaður kvöldverður á augabragði

29.11. Hér gefur að líta uppskrif að forláta snitsel sem ætti að falla í kramið hjá flestum enda er hjúpurinn ansi kynngimagnaður og ætti að vekja lukku á flestum heimilum. Meira »

Einfalt og æðislegt tikka masala

29.11. Þessi máltíð er alveg hreint til háborinnar fyrirmyndar. Hér erum við með máltíð að austurlenskum hætti; bragðmikið tikka masala sem var borið fram með naan-bauði, jógúrt-gúrkusósu og hrísgrjónum. Meira »