Útskriftir

Að öðlast heyrn og mannréttindi

15.6. Bræðurnir Óli Þór og Nói Hrafn Sigurjónssynir fæddust heyrnarlausir, fóru í kuðungsígræðslu á unga aldri, hafa unnið þrotlaust með sérfræðingum og foreldrum sínum að því að fá heyrn og standa nú á tímamótum. Meira »

Fjölmennasta útskrift Keilis frá upphafi

14.6. Keilir brautskráði 185 nemendur við hátíðlega athöfn í dag, en um er að ræða fjölmennustu útskrift skólans frá upphafi. Fyrsta útskrift Keilis fór fram sumarið 2008 en síðan hafa 3.522 lokið námi við skólann. Meira »

Fórnaði ekki vinskap fyrir tölur á blaði

5.6. „Það skipti miklu máli fyrir mig að útiloka ekki félagslífið. Það þarf að vera jafnvægi í þessu. Ég hefði aldrei viljað fórna félagslífinu, æfingunum og að eignast góða vini til að fá góða tölu á blaði. Þó er samt mjög gaman að fá góða tölu og viðurkenningu,“ segir Sunneva Björk Birgisdóttir dúx Menntaskólans við Sund í ár. Meira »

Skiptinámið til Spánar skipti sköpum

2.6. „Eftir að fyrsta tían kom í hús þá var ég búinn að setja ákveðinn „standard“, ég vildi halda áfram á þessari braut,“ segir Guðmundur Freyr Gylfason, dúx af náttúruvísindabraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti með einkunnina 9,49. Meira »

Ísold Egla dúx ML

2.6. Fimmtíu og einn nýstúdent brautskráðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni í gær. Fjölmenni var á útskrift, fjölskyldur nýstúdenta og júbilantar. Bestum heildarárangri nýstúdenta náði Ísold Egla Guðjónsdóttir frá Selalæk í Rangárþingi ytra en hún var með aðaleinkunnina 9,31. Meira »

Fall í hverju lokaprófi fararheill

1.6. Ungur maður brautskráðist af fornmáladeild Menntaskólans í Reykjavík í gær með 3 í grísku og 3,5 í latínu. Aldrei á skólagöngu sinni náði hann lokaprófi í latínu. Latínukennarinn erfir það ekki við hann, segir hann. Meira »

„Foreldrar mínir eru ekkert menntuð“

30.5. Oft er starfsnám ekki einu sinni rætt við krakka sem eru að útskrifast úr grunnskóla. Þeim sem vita ekkert hvað þau langar að gera er beint í bóklegt nám. Sum þeirra hafa engan áhuga á því. Meira »

36 brautskráðust í Mosfellsbæ

29.5. Alls brautskráðust 36 nemendur frá Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ í dag við hátíðlega athöfn.  Meira »

FB útskrifaði þúsundasta rafvirkjann

29.5. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti útskrifaði 153 nemendur við hátíðlega athöfn í Silfurbergi Hörpu í gær. Þar af útskrifuðust 83 nemendur með stúdentspróf, 12 sjúkraliðar, 20 húsasmiðir, 24 rafvirkjar, 11 nemendur af snyrtibraut og 10 nemendur af starfsbraut. Meira »

Hæsta einkunn úr MÍ markmið dúxins

28.5. Pétur Ernir Svavarsson fékk hæstu meðaleinkunn sem nokkurn tímann hefur verið gefin við Menntaskólann á Ísafirði við útskrift skólans um síðustu helgi. Meira »

Óvenjumargir með góða skólasókn

27.5. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ brautskráði 68 nemendur á laugardag og fengu óvenjumargir viðurkenningu fyrir góða skólasókn að þessu sinni, eða þrettán nemendur. Meira »

Dúxinn með 9,83 í MH

26.5. 126 nemendur voru brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á laugardaginn. Flestir þeirra útskrifuðust af opinni braut, 43 talsins. Átta náðu ágætiseinkunn, það er meðaleinkunn yfir 9. Meira »

Margrét Friðriksdóttir kveður

25.5. Síðasta útskriftarathöfn Margrétar Friðriksdóttur sem skólameistara MK var haldin í Digraneskirkju í gær. Þar brautskráðust alls 218 nemar úr skólanum. Meira »

Eineggja tvíburar dúx og semídúx

25.5. Við útskrift í Flensborgarskólann á fimmtudaginn reyndust dúx og semídúx vera tvíburasystur. Þær eru á sömu námsbraut, í sömu íþrótt og líta eins út. Þær gera allt saman. Meira »

FÁ brautskráði 118 nemendur

24.5. Fjölbrautaskólinn við Ármúla brautskráði 118 nemendur við hátíðlega athöfn í skólanum í dag, en þar af brautskráðust 9 af tveimur brautum. Magnús Ingvason skólameistari FÁ stýrði athöfninni og færði nemendum innblásin skilaboð í útskriftarræðu sinni. Meira »

86 brautskráðir frá Flensborg

24.5. 86 stúdentar voru útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði í gær, af félagsvísinda- raunvísinda-, viðskipta- og hagfræðibraut, starfsbraut og opinni námsbraut. Alls luku 36 nemendur íþróttaafrekssviði sem hluta af stúdentsprófinu. Meira »

Sautján ára stúdent

27.12. „Að ná stúdentsprófinu á fimm önnum er vissulega krefjandi, en allt snýst þetta um rétt hugarfar og gott skipulag. Ég sagði sjálfri mér að takmarkið væri raunhæft og vann samkvæmt því. Skólinn er líka skemmtilegur og námið var áhugavert,“ segir Dýrleif Birna Sveinsdóttir. Meira »

Fékk aðra hæstu einkunn frá upphafi

23.12. Melkorka Gunborg Briansdóttir, nemandi við Menntaskólann í Hamrahlíð fékk hæstu lokaeinkunn allra nemenda sem brautskráðust frá skólanum á föstudag, 9,91, og er einkunnin önn­ur til fjórða hæsta ein­kunn í sögu skól­ans. Meira »

130 nemendur brautskráðir frá MH

23.12. Í gær voru 130 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum við Hamrahlíð af sex námsbrautum. Brautskráðir voru 25 af félagsfræðabraut, 1 af listdansbraut, 8 af málabraut, 25 af náttúrufræðibraut, 70 af opinni braut og 1 af tónlistarbraut. Stúlkur eru í drjúgum meirihluta, þ.e. eru 60% móti 40% pilta. Meira »

„Ég er áhugasamur um allt saman“

22.12. Sigurður Arnór Sigurðsson, nemandi við Fjölbrautarskólann í Ármúla fékk hæstu einkunn útskriftarnemenda á haustönn, 8,62, en í gær voru 102 nemendur brautskráðir frá skólanum. Þar að auki fékk Sigurður sérstök verðlaun fyrir góðan árangur í sálfræði, félagsfræði, þýsku og fyrir mætingu og ástundun. Meira »

FÁ útskrifar 102 nemendur

21.12. Hundrað og tveir nemendur voru brautskráðir frá Fjölbrautarskólanum við Ármúla í dag. Þar af voru 71 stúdent. Dúx skólans á haustönn 2018 er Sigurður Arnór Sigurðsson. Meira »

82 brautskráðust frá FG

21.12. Fjölbrautaskólinn í Garðabæ útskrifaði 82 nemendur, þar af 80 með stúdentspróf, við hátíðlega athöfn í gær. Þær Dagný Rósa Vignisdóttir og Unnur Hlíf Rúnarsdóttir báru af og útskrifuðust af listnámsbraut með 9,2 í meðaleinkunn. Meira »

„Ég á auðvelt með nám“

29.5.2018 „Ég hef alltaf verið mjög metnaðarfull og vil vinna þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur eins vel og ég get,“ segir Írena Rut Stefánsdóttir sem hlaut verðlaun fyrir afburðaárangur á stúdentsprófi þegar hún útskrifaðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni á laugardag. Meira »

Konur nær helmingur útskrifaðra húsasmiða

28.5.2018 Verkmenntaskóli Austurlands útskrifaði 33 nemendur af 11 námsbrautum um helgina. Af húsasmíðabraut brautskráðust 11 nemendur en athygli vekur að þar af voru fimm stúlkur. Meira »

Íris Brynja dúx í Verzló með 9,7

28.5.2018 „Ég er ekkert smá ánægð,“ segir Íris Brynja Helgadóttir, sem var dúx Verzlunarskóla Íslands laugardag síðastliðin, við mbl.is. Hún útskrifast með meðaleinkunnina 9,7 eftir að hafa tekið stúdentspróf á þremur árum. Meira »

Kaflaskipti í MK

28.5.2018 Alls voru 259 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum í Kópavogi í tveimur útskriftarathöfnum sem fóru fram í Digraneskirkju í vor. Sú breyting er að eiga sér stað að skólinn er að breytast úr fjögurra ára bóknámsskóla í þriggja ára og í vor útskrifaðist síðasti hópurinn sem eftir var í fjögurra ára kerfinu. Meira »

Dúxaði með 9,94

28.5.2018 Nýtt einkunnamet var slegið í Flensborg þetta vorið en Daníel Einar Hauksson lauk stúdentsprófi af fjögurra ára braut með 9,94 í meðaleinkunn. Þetta er hæsta stúdentseinkunn sem gefin hefur verið við skólann. Í þriggja ára kerfinu var Ólafur Andri Davíðsson dúx með 9,89 í meðaleinkunn. Meira »

Sló met í meðaleinkunn Verzló

28.5.2018 Bjarni Ármann Atlason útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands um helgina með 9,9 í meðaleinkunn og sló þar með fjögurra ára gamalt met Mörtu Jónsdóttur, sem útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,8. Meira »

Dúxinn sló met skólameistarans

21.5.2018 „Ég bjóst ekki við þessu, þetta kom mér á óvart,“ segir Erla Ingileif Harðardóttir sem brautskráðist frá Framhaldsskólanum á Laugum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi frá skólanum. Erla Ingileif dúxaði með einkunnina 9,51. Meira »

Dúxaði og stefnir á læknisfræði

23.12.2017 „Ég var mjög glöð með þetta allt saman. Ég var ekki alveg að búast við þessu af því ég er búin að vera að æfa svo mikið með skólanum.“ Þetta segir Selma Rún Bjarnadóttir, dúx Flensborgarskólans. Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut skólans með meðaleinkunnina 9,37 þann 21. desember síðastliðinn. Meira »