Útskriftir

„Ég á auðvelt með nám“

29.5. „Ég hef alltaf verið mjög metnaðarfull og vil vinna þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur eins vel og ég get,“ segir Írena Rut Stefánsdóttir sem hlaut verðlaun fyrir afburðaárangur á stúdentsprófi þegar hún útskrifaðist frá Menntaskólanum að Laugarvatni á laugardag. Meira »

Konur nær helmingur útskrifaðra húsasmiða

28.5. Verkmenntaskóli Austurlands útskrifaði 33 nemendur af 11 námsbrautum um helgina. Af húsasmíðabraut brautskráðust 11 nemendur en athygli vekur að þar af voru fimm stúlkur. Meira »

Íris Brynja dúx í Verzló með 9,7

28.5. „Ég er ekkert smá ánægð,“ segir Íris Brynja Helgadóttir, sem var dúx Verzlunarskóla Íslands laugardag síðastliðin, við mbl.is. Hún útskrifast með meðaleinkunnina 9,7 eftir að hafa tekið stúdentspróf á þremur árum. Meira »

Kaflaskipti í MK

28.5. Alls voru 259 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum í Kópavogi í tveimur útskriftarathöfnum sem fóru fram í Digraneskirkju í vor. Sú breyting er að eiga sér stað að skólinn er að breytast úr fjögurra ára bóknámsskóla í þriggja ára og í vor útskrifaðist síðasti hópurinn sem eftir var í fjögurra ára kerfinu. Meira »

Dúxaði með 9,94

28.5. Nýtt einkunnamet var slegið í Flensborg þetta vorið en Daníel Einar Hauksson lauk stúdentsprófi af fjögurra ára braut með 9,94 í meðaleinkunn. Þetta er hæsta stúdentseinkunn sem gefin hefur verið við skólann. Í þriggja ára kerfinu var Ólafur Andri Davíðsson dúx með 9,89 í meðaleinkunn. Meira »

Sló met í meðaleinkunn Verzló

28.5. Bjarni Ármann Atlason útskrifaðist úr Verzlunarskóla Íslands um helgina með 9,9 í meðaleinkunn og sló þar með fjögurra ára gamalt met Mörtu Jónsdóttur, sem útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,8. Meira »

Dúxinn sló met skólameistarans

21.5. „Ég bjóst ekki við þessu, þetta kom mér á óvart,“ segir Erla Ingileif Harðardóttir sem brautskráðist frá Framhaldsskólanum á Laugum með hæstu einkunn sem gefin hefur verið á stúdentsprófi frá skólanum. Erla Ingileif dúxaði með einkunnina 9,51. Meira »

Dúxaði og stefnir á læknisfræði

23.12. „Ég var mjög glöð með þetta allt saman. Ég var ekki alveg að búast við þessu af því ég er búin að vera að æfa svo mikið með skólanum.“ Þetta segir Selma Rún Bjarnadóttir, dúx Flensborgarskólans. Hún útskrifaðist af náttúrufræðibraut skólans með meðaleinkunnina 9,37 þann 21. desember síðastliðinn. Meira »

67 útskrifaðir frá Flensborgarskólanum

23.12. Á fimmtudaginn voru 67 stúdentar útskrifaðir frá Flensborgarskólanum í Hafnarfirði. Dúx var Selma Rún Bjarnadóttir með 9,37 í einkunn en semidux Sverrir Kristinsson með 9,07. Meira »

Dúxaði með 9,72

23.12. Fríða Pálmars Lárusdóttir Snædal er dúx Menntaskólans á Egilsstöðum. Fríða, sem er 19 ára gömul, útskrifaðist með meðaleinkunnina 9,72 og hlaut sérstök verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku og erlendum tungumálum. Meira »

„Þetta voru æðislegar fréttir“

22.12. „Ég var þokkalega sátt með þetta“ segir Íris Ösp Sigurðardóttir, dúx Fjölbrautaskólans við Ármúla, sem útskrifaðist í gær af nýsköpunar- og listabraut með viðbót til stúdentsprófs með einkunnina 9,44. Íris segist ekki hafa búist við því að hún yrði dúx, þótt hún hafi reynt að stefna að því. Meira »

„Vissi að þetta gæti gerst“

21.12. „Ég hafði aldrei pælt í þessu fyrr en vinkona mín nefndi það við mig fyrir ári hvort ég ætlaði að verða dúx, því mér hefur alltaf gengið vel í skóla. Þá kannski varð það smá markmið. Ég hef samt alltaf reynt að standa mig sem best. Ég bjóst ekkert endilega við þessu en vissi að þetta gæti gerst.“ Meira »

„Ég bara læri“

20.12. „Ég bara læri,“ segir Freydís María Friðriksdóttir, sem dúxaði með 9,37 í meðaleinkunn á haustönn úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, spurð hvernig hún færi að því að ná þessum námsárangri. Hún var með 9,37 í meðaleinkunn af tæknisviði á náttúrufræðabraut. Meira »

Dúxinn segir skipstjórann skipta máli

26.6.2017 Atli Hafþórsson var með hæstu einkunn brautskráðra meistaranema við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands um helgina en hann útskrifaðist þar með meistarapróf í aðferðafræði. Aðaleinkunn hans var 9,25. Meira »

Dúxaði með 10 í meðaleinkunn

25.6.2017 Árni Freyr Gunnarsson útskrifaðist í gær með BS-próf í stærðfræði frá Háskóla Íslands, en meðaleinkunn hans er 10. „Þú þarft bara að svara rétt og ég ákvað það bara snemma að ég ætlaði alltaf að svara rétt og það tókst,“ segir Árni. Meira »

Með hæstu einkunn á meistaraprófi

24.6.2017 „Tilfinningin er mjög góð,“ segir Hildur Hjörvar, sem í dag útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands með hæstu meðaleinkunn á mag. jur. prófi í sögu deildarinnar eða 9,48. Hildur segir það hafa komið sér skemmtilega á óvart að dúxa með svo háa einkunn, en er vitanlega afar ánægð með árangurinn. Meira »

Dúx með 9,75 í meðaleinkunn

9.6.2017 Keilir útskrifaði 115 nemendur við hátíðlega athöfn á Ásbrú í dag. Við athöfnina brautskráðust nemendur úr Háskólabrú, Íþróttaakademíu og Flugakademíu, auk nemenda í leiðsögunámi í ævintýraferðamennsku á vegum Thompson Rivers University og Keilis. Meira »

Skrítið augnablik að verða dúx

31.5.2017 Ragnheiður Silja Kristjánsdóttir varð á dögunum dúx í Menntaskólanum í Hamrahlíð með 9,64 í einkunn og útskrifaðist hún af opinni braut með áherslu á stærðfræði og þýsku. Meira »

Bræðrabörn dúxuðu bæði

30.5.2017 Bræðrabörnin Arnar Huginn Ingason og Dagmar Ísleifsdóttir eru augljóslega með góðar gáfur í genunum, en þau dúxuðu hvort sinn skólann síðastliðna helgi. Arnar er dúx Borgarholtsskóla með meðaleinkunnina 9,32 og Dagmar dúx Fjölbrautaskólans í Breiðholti með meðaleinkunnina 9. Meira »

Dúx FÁ gagnrýnir sameininguna

29.5.2017 Dúx Fjölbrautarskólans við Ármúla segir of mikil völd vera í höndum eins aðila, ef breyta eigi menntakerfi landsins í skólaiðnað. Hilmar Snorri Rögnvaldsson, fæddur árið 1993, er dúx skólans af bóknámsbrautum og hlaut hann viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í raungreinum og þýsku. Meira »

Dúxaði með 9,93 í meðaleinkunn

28.5.2017 Gísli Björn Helgason er dúx Menntaskólans á Egilsstöðum með hæstu meðaleinkunn í manna minnum, 9,93. Hann fékk tíu í öllum áföngum nema tveimur enskuáföngum og íþróttum, þar sem hann fékk níu. Hann fékk alls átta verðlaun fyrir hin ýmsu fög ásamt ástundarverðlaunum og viðurkenningu fyrir félagsstörf. Meira »

„Þetta var mjög góð tilfinning“

28.5.2017 „Ég vissi alveg að ég væri með góða einkunn en bjóst ekki alveg við því að vera hæst,“ segir Katarina Kekic, dúx Verzlunarskóla Íslands, í samtali við mbl.is, en hún útskrifaðist í gær með meðaleinkunnina 9,23. Meira »

Natalía og Nadía dúxuðu í FG

27.5.2017 Natalía Ýr Hjaltadóttir er dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ þetta vorið með 9,62 í meðaleinkunn. Nadía Helga Loftsdóttir var með 9,57 í meðaleinkunn og er því semi-dúx. Þær voru báðar á náttúrufræðibraut. Meira »

Dúxaði í MR með 9,87 í einkunn

26.5.2017 Mennta­skól­inn í Reykja­vík út­skrifaði 202 stúd­enta frá skól­an­um í dag. Fleiri stúlkur en piltar útskrifuðust eða 123 stúlk­ur og 79 pilt­ar. Guðrún Sólveig Sigríðardóttir var dúx en hún hlaut ein­kunn­ina 9,87. Að lokum tilkynnti Yngvi Pétursson rektor að þetta yrðu hans síðustu skólaslit. Meira »

Dúxinn fór beint í sauðburð

25.5.2017 Tækniskólinn útskrifaði í gær 464 nemendur af framhalds- og fagháskólastigi. Þá voru í fyrsta sinn nemendur útskrifaðir frá þremur brautum; hönnunar og nýsköpunarbraut, kvikmyndatækni og frá Vefskólanum, en Vefskólinn er tveggja ára diplómanám sérsniðið að vefhönnun og forritun veflausna. Meira »

220 brautskráðir frá HR

28.1.2017 220 nemendur voru brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík við hátíðlega athöfn í Hörpu í dag. 163 nemendur voru brautskráðir úr grunnnámi og 56 úr meistaranámi. Meira »

Með 9,71 í meðaleinkunn

14.1.2017 Keilir - Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs útskrifaði 126 nemendur á Ásbrú í gær. Dúx var Olga Kristín Jóhannesdóttir með 9,71 í meðaleinkunn, en það er hæsta meðaleinkunn af Háskólabrú frá upphafi. Meira »

Skipulag og mæting lykillinn að velgengni

28.12.2016 Haraldur Örn Arnarsson er dúx Tækniskólans á haustönn 2016 en hann útskrifaðist frá skólanum með einkunnina 9,73 úr grafískri miðlun. Hann stefnir á að ljúka sveinsprófi í vor og er kominn með samning hjá Odda. Meira »

Dúx Tækniskólans með 9,73

27.12.2016 275 nemendur brautskráðust frá alls tíu deildum Tækniskólans við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu þann 21. desember. Dúx skólans á haustönn 2016 er Haraldur Örn Arnarson sem útskrifaðist með einkunnina 9,73 úr grafískri miðlun frá Upplýsingatækniskólanum. Meira »

„Læra jafnt og þétt yfir önnina“

22.12.2016 Margrét Sóley Kristinsdóttir var dúx Fjölbrautaskólans í Garðabæ en 64 nemendur brautskráðust í vikunni. Margrét útskrifaðist af náttúrufræðabraut og hlaut auk þess fjölmörg önnur verðlaun fyrir góðan árangur. Hún segir að best sé að læra jafnt og þétt til að ná árangri. Meira »