Valdimar Svavarsson ráðgjafi

Hvers vegna þarf fyrrverandi að vera með?

8.4. „Sambýlismaður minn er í messages-hóp með börnum sínum og fyrrverandi eiginkonu. Þar inná póstar hann myndum, öllu sem honum finnst merkilegt og þar á meðal ferðalögum okkar innanlands og utan. Mér finnst ekkert að því að börnin hans fylgist með ferðum okkar og merkisatburðum sem snerta okkur og svo öfugt en ég hef engan áhuga á því að fyrri eiginkona sé með allt á hreinu sem gerist í okkar lífi.“ Meira »

Heldur að kærastinn sé að reyna við konur

6.4. „Ég er í yndislegu sambandi við konu sem er frábær í alla staði, nema eitt... hún er að mér finnst afbrýðisöm og stjórnsöm við mig. Ég er í vinnu þar sem ég hitti mikið af kvenfólki og vinn með því (sem yfirmaður). Hún hefur komið með mér á vinnustaðaskemmtanir og verið með mér í vinnunni og talar þá um að ég tali á annan hátt við konur en karla.“ Meira »

Pabbinn er fullur á pabbahelgum

7.2. „Ég óttast mjög mikið að ég sé að vinna þeim tjón með því að láta þau fara til þeirra um helgar, þótt það sé bara aðra hvora helgi. Það er mjög erfitt að senda börnin sín þangað sem þau vilja ekki vera. Svo heldur eitt barnið því fram að pabbinn og nýja kærastan séu mjög dónaleg við hana og hin systkinin taka undir það.“ Meira »

Ertu útbrunninn?

6.2. „Ég man eftir því að sitja fyrir framan vinkonu mína sem vinnur sem ráðgjafi og var að segja henni frá því að ég væri að upplifa óstjórnlegan kvíða, hreinlega skalf yfir daginn og lítið þurfti til að auka kvíðann verulega, svo mikið að ég var nánast lamaður á köflum. Ég skildi ekkert í þessu, ég sem er alltaf svo kraftmikill og hreinlega leita uppi krefjandi áskoranir.“ Meira »

Ég hata enn þá viðhaldið

3.1. „Um tíma var samband okkar mjög slæmt og hann meðal annars fór að halda við aðra konu. Það er allt saman löngu búið og sambandið okkar mun betra í dag, en það sem stendur mér og okkur helst fyrir þrifum í dag er viðhaldið.“ Meira »

Ein ráðalaus með sinn fyrrverandi

4.12. „Fyrrverandi maðurinn minn er alltaf að skipta um kærustur. Við eigum börn og eru þau viku og viku hjá okkur til skiptis. Sem er bara fínt nema hvað hann er alltaf að biðja mig um að svissa vikunum og núna vill hann fara að breyta öllu í desember og ég er bara ekkert til í það.“ Meira »

Vont að kunna ekki að skammast sín

2.12. „„Það er betra að kunna að skammast sín en að kunna það ekki!“ Þessa setningu heyrði ég doktor í Háskóla Íslands segja á fundi sem ég sat fyrir nokkru síðan. Það skal tekið fram að orðunum var ekki beint til mín en það er óhætt að segja að hún hafi haft mikið til síns máls. Meira »

Óhuggandi eftir sambandsslitin

29.11. „Kærasti minn hætti með mér um daginn og síðan þá eða í um tvo mánuði hef ég varla getað dregið andann fyrir ástarsorg. Ég veit samt að sambandið var ekkert upp á marga fiska, það var í raun ömurlegt.“ Meira »

Hvenær hætta börn að vera viku og viku?

15.10. „Ég hef verið að velta fyrir mér með unglinga sem eiga fráskilda foreldra og búa til skiptis á báðum heimilum. Hvenær eru þeir orðnir það gamlir að það er betra fyrir þá að eiga eitt heimili og hætta að flakka á milli?“ Meira »

Er eðlilegt að makinn djammi oft í mánuði?

10.10. „Er eðlilegt að annar makinn fari og djammi 1-3 sinnum í mánuði án hins aðilans og er oftast í bænum þar til staðir loka um 5 - 5:30? Við erum fjölskyldufólk með ung börn á heimilinu,“ spyr lesandi og leitar ráða. Meira »

Makinn vill ekki að ég hitti vinkonur mínar

23.9. „Hann virðist stöðugt óttast að eitthvað gerist og tilhugsunin um að „sleppa“ mér einni virðist vera meira en hann ræður við. Það er orðið mjög erfitt fyrir mig að afsaka mig frá því að hitta vinkonur mínar og þegar til dæmis er talað um að fara til útlanda saman þá fæ ég bara kvíðahnút í magann af því ég veit að það er í rauninni ekki möguleiki fyrir mig, það kostar of mikið álag.“ Meira »

Er í lagi að fyrirgefa framhjáhald?

11.9. „Við áttum saman nokkur góð ár þar til hann tók upp fyrri siði og fór að halda við aðra konu. Ég komst fljótlega að því og skildi við hann nokkrum mánuðum síðar og á svipuðum tíma sleit hann sambandið við viðhaldið.“ Meira »

Er hægt að félagsstarfa yfir sig?

5.9. „Ég var fyrir mörgum árum á kafi í félagsstarfi og það voru ófá kvöldin og helgarnar sem fóru í að sinna því. En þótt ég hafi stundað þetta áhugamál með fullt af yndislegu fólki þá var óneitanlega innan um lítill hópur sem hafði allt á hornum sér.“ Meira »

Felur fjármálaóreiðu fyrir makanum

3.9. Íslensk kona leitar ráða vegna þess að hún fer stöðugt á bak við maka sinn. Hún segir að fjárhagsleg fortíð þeirra sé ólík og hún hafi aldrei treyst sér til að gera hreint fyrir sínum dyrum. Meira »

Eiginkonan daðrar við gamlan séns

29.8. Íslenskur maður upplifir mikið vantraust á eiginkonu sína eftir að hann komst að því að hún væri að daðra við gamlan séns í gegnum „Messenger“ á Facebook. Meira »

Fyrri konan liggur á línunni

22.8. Íslensk kona er í ástarsambandi við mann sem skildi fyrir átta árum. Nú sækir fyrrverandi konan mikið í hann og hann talar við hana í leyni. Nýja konan er ekki sátt og leitar ráða. Meira »

„Hún sagði að ég væri of góður“

31.7. „Ég er maður á miðjum aldri og hef verið í mikilli tilvistarkreppu eftir skilnað og hef verið að reyna að átta mig á hlutunum. Ég skildi fyrir rúmu einu ári eftir tæplega tuttugu ára hjónaband. Við reyndum allt til að bjarga því, t.d. ráðgjöf, en allt kom fyrir ekki og á endanum tókum við sameiginlega ákvörðun um að láta staðar numið.“ Meira »

Hvort á ég að velja maka eða fjölskyldu?

30.7. „Hann getur verið mjög erfiður í umgengni og þungur í skapinu. Þegar við giftumst þá fór allt í hund og kött og samband hans við foreldra mína, sem var nánast ekkert fyrir, fór út um þúfur. Þau vilja ekkert með hann hafa og hann ekkert með þau. Þessi staða hefur valdið því að ég er að verða meira og meira fjarlæg fjölskyldunni minni því ég þarf í hvert einasta skipti að „velja hann eða þau“.“ Meira »

Er í lagi að eiga vin af gagnstæðu kyni?

23.6. „Málið er að alla tíð hef ég átt strákavini enda alin upp með strákum og að sumu leiti eins og strákur. Ég er á sextugsaldri gift til margra ára og á uppkomin börn. Í sambandi okkar hjónanna hefur aldrei komið upp nein afbrýðisemi og alltaf hefur ríkt gagnkvæmt traust á milli okkar.“ Meira »

Á ég að klaga vinkonu mína?

17.6. „Fyrir um það bil 7-8 árum síðan þá vorum við báðar einhleypar og eðlilega aðeins að spá í strákum, en hún var í því að stunda það að sofa hjá giftum mönnum. Henni fannst það spennandi og montaði sig af fjöldanum og að hún hefði þetta vald, til að verða valin framyfir eiginkonuna.“ Meira »

Er 10 ára samband farið í vaskinn?

13.6. „Ég og maðurinn minn erum búin að vera saman i 10 ár og auðvitað hefur gengið á ýmsu,en fyrir ca 3 árum fór maðurinn minn að vinna mikið og í framhaldi af því fjarlægðumst við og var komið svo að um tíma for ég langt niður og var ekki sátt sýndi honum litla ást og umhyggju. Svo fyrir ári síðan fórum við í ráðgjöf sem mér fannst ekki hjálpa mér neitt.“ Meira »

Er í lagi að kalla samstarfsaðila sexý?

1.6. „Ég komst að því um daginn að konan mín er búin að vera í samskiptum við yfirmann sinn. Hann er 20 árum eldri og hafa þau samskipti átt sér staði í gegnum samfélagsmiðla í laumi.“ Meira »

Á ég að hætta með henni?

25.5. „Ég er í sambandi við konu og við eigum barn saman, ég elska barnið mitt meira en sjálfan mig og mér hryllir við þeirri tilhugsun að fá ekki að vera í kringum það á hverjum degi. En aftur á móti er allur neisti farinn úr þessu sambandi og hann kemur ekki aftur hvað mig varðar amk,“ segir íslenskur karl í spurningu til Valdimars. Meira »

„Á ég að bregðast við framhjáhaldi?“

8.5. Valdimar Þór Svavarsson, ráðgjafi hjá Lausninni, svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hann spurningu frá konu sem komst að því að maki hennar er henni ótrúr. Meira »

Eru áhyggjur og kvíði að „drepa þig“?

20.3.2018 „Þegar við höfum of miklar áhyggjur í of mikinn tíma getur það þróast í alvarleg einkenni af kvíða, sjúklegum eða óeðlilegum kvíða sem hefur verulega hamlandi áhrif á líf viðkomandi. Máltækið „dropinn holar steininn“ á vel við í þessu samhengi. Kvíði af þessu tagi verður í mörgum tilfellum viðvarandi tilfinning, fólk vaknar og sofnar með svokallaðan kvíðahnút og finnur fyrir honum yfir mestallan daginn.“ Meira »

Íslenska miðaldra konu langar í mann

19.3.2018 „Ég skildi fyrir nokkrum árum síðan eftir rúmlega 20 ára samband og 5 börn. Þetta var búið að vera mjög erfiður tími. Mikið um áföll, þunglyndi o.fl. Suma daga geng ég í gegnum sorg en aðra daga er ég bjartsýn. Áhyggjur af peningamálum koma og fara en svo er það framtíðin. Mig langar ekki að vera ein.“ Meira »

Á ég að loka á gifta manninn?

23.2.2018 „Ég kynntist manni sem á konu. Hann er rosalega ljúfur og góður og við svakalega góðir vinir. Samband okkar þróaðist úr vináttu og í eitthvað meira. Hann og konan hafa átt í miklum vandræðum og er samband þeirra mjög slæmt og augljóst að hann ber litlar sem engar tilfinningar til hennar.“ Meira »

Íslenskur karl berst við einmanaleika

22.2.2018 „Er rúmlega þrítugur og aldrei verið í sambandi og hef verið að berjast við gífurlegan einmanaleika. Ég hef reynt allnokkrum sinnum að tengjast einhverjum en fæ höfnun á eftir höfnun. Ég reyni að halda höfði en það er farið að reynast erfitt.“ Meira »

Íslensk kona berst við skilnaðarsamviskubit

17.2.2018 „Ég þjáist af svo miklu skilnaðarsamviskubiti. Er það eðlilegt? Og hvað er til ráða? Skildi fyrir 8 árum við eiginmann minn til 16 ára. Við tók tímabil þar sem börnin okkar voru viku og viku til skiptis hjá okkur með tilheyrandi flutningum milli húsnæða, misjöfnu tilfinningalífi mínu, ójafnvægi og óvissu.“ Meira »

58 ára og þorir ekki að skipta um vinnu

15.2.2018 „Er ég haldin einhvers konar meðvirkni ef mér finnst erfitt að taka ákvarðanir t.d. varðandi vinnu? Finn að ég er orðin pínu útbrennd og leið í starfinu mínu, sem ég hef sinnt í 11 ár og langar til að breyta um. En vandamálið er að ég er alltaf að humma það af mér.“ Meira »