Veiðiþjófar á Ströndum

Ákærðir fyrir brot á lögum um náttúruvernd

17.11. Þrír menn hafa verið ákærðir af embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum fyrir að hafa í fyrra brotið gegn lögum um náttúruvernd og auglýsingu um friðland á Hornströndum með því að hafa laugardaginn 28. Maí í fyrra komið í friðlandið og dvalið þar í vikutíma án þess að tilkynna Umhverfisstofnun um ferðalag sitt. Meira »

Sýknaður eftir ummæli um veiðiþjófnað

17.11. Rúnar Karlsson, einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Borea Travel á Vestfjörðum hefur verið sýknaður af kæru um meiðyrði sem lögð var fram af ferðaþjónustufyrirtækinu GJÁ útgerð sem einnig er þekkt sem Standferðir. Var kæran lögð fram vegna umfjöllunar um meintan veiðiþjófnað í Hornvík á Hornströndum í fyrra. Meira »

Ekki ákært fyrir meint brot í friðlandi

23.1.2017 Lögreglan á Vestfjörðum ætlar ekki að leggja fram ákæru vegna meintra brota í friðlandinu á Hornströndum í júní síðasta sumar. Ekki tókst að sýna fram á sekt þeirra sem í hlut áttu nema að hluta til. Þess í stað verður beitt sektarmeðferð í málinu. Meira »

Rannsókn á veiðiþjófnaði á lokametrum

12.1.2017 Rannsókn á meintum veiðiþjófnaði í Hornvík í friðlandinu á Hornströndum í júní á síðasta ári er á lokametrunum og búast má við að henni ljúki á næstu vikum. Þetta segir Karl Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum, í samtali við mbl.is. Meira »

Hóta landverði meiðyrðamáli

10.8.2016 Forsvarsmenn Strandferða ehf. hafa hótað Jóni Smára Jónssyni, landverði í Hornstrandafriðlandinu, meiðyrðamáli vegna ummæla hans í kjölfar Hornvíkurmálsins sem kom upp fyrr í sumar. Meira »

Meintur veiðiþjófnaður enn í rannsókn

30.6.2016 Embætti lögreglustjórans á Vestfjörðum er enn með til rannsóknar meintan veiðiþjófnað nokkurra manna í Hornvík á Hornströndum sem sagt var frá fyrr í mánuðinum. Ekki hefur náðst að yfirheyra alla í málinu. Meira »

Rannsaka enn meintan veiðiþjófnað

21.6.2016 Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á meintum veiðiþjófnaði nokkurra manna í Hornvík á Hornströndum á Vestfjörðum fyrr í mánuðinum stendur enn yfir. Ekki er búið að yfirheyra alla sakborninga í málinu. Meira »

Veiðiþjófar í Hornvík yfirheyrðir

13.6.2016 Lögreglan á Vestfjörðum hefur yfirheyrt nokkra úr hópi veiðiþjófa sem staðnir voru að verki í Hornvík á Hornströndum í síðustu viku. Hlynur Hafberg Snorrason, yfirlögregluþjónn á Vestfjörðum, staðfestir það í samtali við mbl.is en vill ekki gefa upp nákvæman fjölda þeirra. Meira »

Vitni gáfu skýrslu í veiðiþjófamáli

7.6.2016 Rannsókn lögreglunnar á Vestfjörðum á veiðiþjófamálinu sem kom upp í Hornvík á Hornströndum á Vestfjörðum síðustu helgi er enn á frumstigi. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Meira »

Drukku kaffi með veiðiþjófum

6.6.2016 Meintir veiðiþjófar sem höfðu komið sér fyrir í neyðarskýli í Hornvík og Hornströndum og meðal annars skotið sel voru þar í leyfisleysi landeigenda. Mennirnir komu með ferðaþjónustufyrirtækinu Strandferðum. Tveir skipstjórar félagsins voru á staðnum. Meira »

Ekki á vegum Strandferða

6.6.2016 Ferðalag full­orðinna karl­manna, sem komu sér fyrir í neyðar­skýli í Horn­vík þar sem þeir stunduðu ólög­leg­ar veiðar, var ekki á vegum fyrirtækisins Strandferða. Fyrirtækið sá aðeins um að flytja þá til Hornvíkur og sækja þá viku síðar. Mistök voru gerð þegar Strandferðir tilkynntu ekki um ferðina í friðlandið. Meira »

Veiðiþjófar staðnir að verki

6.6.2016 Fimm fullorðnir karlmenn höfðu komið sér fyrir í neyðarskýli í Hornvík þar sem þeir stunduðu ólöglegar veiðar á öllu sem hreyfðist. Þegar mennirnir voru staðnir að verki sl. laugardag höfðu þeir dvalið á svæðinu í rúma viku. Ferðaþjónustuaðili kom upp um veiðiþjófana. Meira »