Verðkannanir

Allt að 100% verðmunur á spilum

7.12. Mikill verðmunur er á leikföngum og spilum á milli verslana og hleypur á nokkur þúsund krónum. Mesti verðmunur í krónum talið er 9.500 krónur en Lego City lögreglustöð, sem kostar 19.500 kr. í Hagkaup en 9.999 kr. í Toys'R' Us. Meira »

Mikill verðmunur á bílatryggingum

2.5. Mikill munur er á hæsta og lægsta verði fyrir bílatryggingar í nýjustu könnun Verðlagseftirlits ASÍ. Þar kemur fram að 107% munur er á hæsta og lægsta tilboðs í ábyrgðartryggingu og kaskótryggingu. Meira »

Hagkaupaeggin hækkuðu mest

28.3. Verð á páskaeggjum hefur lítið hækkað síðan í fyrra og er algengara að það hafi lækkað lítillega eða staðið í stað. Undantekningin á þessu eru verðhækkanir í Hagkaup en þar hækkuðu 7 páskaegg af 15. Meira »

Allt að 57% verðmunur á páskaeggjum

23.3. Mikill verðmunur var á páskaeggjum og páskamat þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í matvöruverslunum hinn 20. mars. Ódýrustu páskaeggin var langoftast að finna í Bónus eða í 28 tilfellum af 32 á meðan Hagkaup var oftast með dýrustu páskaeggin eða í 19 af 32 tilfellum. Meira »

Avókadó langdýrast í Costco

9.2. Mikill verðmunur er ávöxtum og grænmeti hjá stærstu verslunarkeðjum landsins, eða frá 66% upp í 137%. Þetta sýnir ný verðlagskönnun ASÍ sem framkvæmd var í níu stærstu og dreifðustu verslunum og verslunarkeðjum landsins þann 7. febrúar síðastliðinn. Meira »

Bónus oftast með lægsta verðið

8.9.2017 Bónus Korputorgi var oftast með lægsta verðið í nýrri verðkönnun ASÍ. Reyndist verðið vera lægst hjá Bónus í 44 tilvikum af 90, þar á eftir kom Víðir Skeifunni með lægsta verðið í 14 tilvikum. Iceland Engihjalla var hins vegar oftast með hæsta verðið, eða í 40 tilvikum. Meira »

Dagvaran út úr veltuvísitölunni

17.8.2017 Rannsóknasetur verslunarinnar hefur nú hætt birtingu veltuvísitölu dagvöruverslana og nokkurra annarra flokka smásölu. Ástæðan er sú að aðilar með mikla markaðshlutdeild á smásölumarkaði hafa ákveðið að hætta miðlun á veltutölum sínum. Meira »

Verðmunurinn á bilinu 25-150%

12.6.2017 Verðið var oftast lægst í Litlu fiskbúðinni Hellubrauni í Hafnarfirði þear veðlagseftirlit Alþýðusambandsins Íslands kannaði verð á fiskafurðum 8. júní eða í ellefu tilvikum af 25. Kjöt og fiskur í Bergstaðastræti var hins vegar oftast með hæsta verðið í könnuninni eða í 9 tilvikum af 25. Meira »

Allt að 158% verðmunur

28.4.2017 Allt að 158% verðmunur getur verið á þjónustu við dekkjaskipti á jeppa af stærri gerðinni með dekkjastærð 265/60R18. Þetta kemur fram í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á dekkjaverkstæðum víðsvegar um landið. Meira »

Kjöt, grænmeti og ávextir hækka mest

28.9.2016 Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í verði í sjö verslunum frá því í júní 2016 þar til nú í september, mesta hækkunin 2%, er hjá Iceland. Í fjórum verslunum hefur vörukarfan lækkað í verði. Meira »

Hækkandi verð á mjólkurvörum

9.9.2016 Síðustu þrjá mánuði hafa mjólkurvörur hækkað um 3% í verði. Þetta kemur fram í samanburði verðkannana sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi 13. júní og 5. september. Meira »

Bónus oftast með lægsta verðið

7.9.2016 Verslunin Bónus Skipholti var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í átta verslunum á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn mánudag. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland Engihjalla. Munurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 5% upp í 129% en oftast var 25-50% verðmunur. Meira »

Álagning á skiptibókamarkaði 50%

19.8.2016 Álagning skiptibókamarkaðanna er um og yfir 50% samkvæmt verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í þremur verslunum á höfuðborgarsvæðinu 16. ágúst. Meira »

Lægsta verðið í Pennanum-Eymundsson

18.8.2016 Penninn-Eymundsson Kringlunni var oftast með lægsta verðið á 35 algengum námsbókum fyrir framhaldsskóla í mælingu verðlagseftirlits ASÍ. Forlagið Fiskislóð og Heimkaup.is voru oftast með hæsta verðið. Meira »

Vörukarfan hækkað í átta verslunum

29.6.2016 Vörukarfa ASÍ hefur hækkað í átta verslunum frá því í febrúar þar til nú um miðjan júní. Í þremur verslunum hefur vörukarfan lækkað, mest um 1,5% hjá Krónunni og um 1,4% hjá Bónus. Á sama tímabili hefur matur og drykkur hækkað um 0,4% í vísitölu neysluverðs. Meira »

Tugir þúsunda fyrir sumarnámskeið

7.6.2016 Foreldrar sem senda börn sín á sumarnámskeið geta þurft að greiða tugi þúsunda fyrir og getur kostnaðurinn margfaldast ef mörg börn eru í fjölskyldunni. Getur því verið um talsverðar upphæðir að ræða sem geta reynst mörgum fjölskyldum þungar í skauti. Meira »

Neituðu að taka þátt í könnun

18.4.2016 Um helmingur dekkjaverkstæða neitaði þátttöku í könnun verðlagseftirlits ASÍ þegar gerð var tilraun til að kanna verð á dekkjaskiptum nú í byrjun apríl, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá ASÍ. Þá hafi verið vísbendingar um samráð milli aðila um að vísa fulltrúum verðlagseftirlitsins frá. Meira »

Hærri laun, dýrari páskaegg

16.3.2016 Vinnuaflskostnaður vegur þungt í framleiðslu á páskaeggjum og verður að taka þann kostnað inn í reikninginn þegar verð á þeim er ákveðið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nóa Síríus vegna fréttar ASÍ um verðhækkanir á páskaeggjum. Meira »

Miklar hækkanir á verði páskaeggja

14.3.2016 Páskaeggin sem verðlagseftirlit ASÍ kannaði nýlega verð á hafa hækkað í verði í öllum verslunum nema Víði frá sambærilegri könnun sem gerð var á sama tíma í fyrra. Verð páskaeggjanna hefur hækkað mikið hvort sem um er að ræða egg frá Nóa, Freyju eða Góu en þau hafa hækkað í verði í öllum verslunum. Meira »

Mikill verðmunur á páskaeggjum

10.3.2016 Allt að 57% verðmunur er á páskaeggjum í ár, en algengast er að 20-40% munur sé á hæsta og lægsta verði páskaeggja að því er fram kemur í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu í gær. Meira »

25-75% verðmunur á fiskafurðum

2.3.2016 Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á fiskafurðum í 25 fiskbúðum og öðrum verslunum með fiskborð mánudaginn 29. febrúar. Lægsta verðið var oftast að finna hjá Fiskbúð Hafnarfjarðar Helluhrauni og Litlu Fiskbúðinni Miðvangi Hafnarfirði eða í 8 tilvikum af 41 Meira »

Hækkar mest hjá 10/11

26.2.2016 Verð á vörukörfu ASÍ hefur hækkað um allt að sjö prósent frá því í febrúar 2015, mest hjá 10/11 en minna hjá Bónus, Krónunni, Iceland og Samkaup-Strax. Á sama tíma lækkaði vörukarfan hjá Hagkaupum, Samkaupum-Úrval og Víði. Meira »

Vörukarfan lækkað hjá 7 verslunum

22.2.2016 Vörukarfa ASÍ hefur lækkað hjá sjö verslunum frá því í september 2015 þar til nú í febrúar. Hjá sex verslunum hefur vörukarfan hækkað í verði, mest um 7,3% hjá 10/11. Mesta lækkunin á þessu tímabili er 3,8% hjá Hagkaupum. Meira »

Mjólkurvörur hækka í verði

11.2.2016 Niðurstöður verðkönnunar sem verðlagseftirlit ASÍ framkvæmdi þann 5. febrúar sl. sýna að verð á mjólkurvörum hefur hækkað áberandi mest af þeim 140 vörutegundum sem kannaðar voru. Meira »

898 krónu munur á frosnu mangó

8.2.2016 Bónus í Ögurhvarfi var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ fór á stúfana 4. febrúar sl. Verð var kannað í átta verslunum á höfuborgarsvæðinu og var Bónus lægst í 81 tilviki. Hæsta verðið var oftast að finna í Iceland Engihjalla, eða í um þriðjungi tilvika. Meira »

Mikill verðmunur á jólamat

16.12.2015 Mestur verðmunur reyndist vera á ferskum jarðarberjum og minnstur á jólasíld frá ORA í verðkönnun ASÍ á jólamatnum.  Meira »

Stórir bóksalar forðast verðsamanburð

10.12.2015 Verðlagseftirlit ASÍ gerði verðsamanburð á jólabókum í sjö bókabúðum og matvöruverslunum víðsvegar um landið á mánudag. Oftast var á milli 20-40% munur á hæsta og lægsta verði milli verslana. Þá var mikill munur á vöruúrvali á milli þeirra sjö verslana sem könnunin náði til. Meira »

Hefur afnám sykurskatts skilað sér?

20.11.2015 Sælgæti hefur hækkað í verði frá því að vörugjöld af sykri, svonefndur sykurskattur, voru afnuminn um síðustu áramót. Verð á mörgum öðrum sykruðum vörum hefur hins vegar lækkað. Meira »

Sykurinn mun ódýrari fyrir jólin í ár

17.11.2015 Verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð á bökunarvörum 9. nóvember og þegar mælingin er borin saman við sambærilega könnun sem gerð var í fyrra má sjá að miklar verðbreytingar hafa átt sér stað, bæði til hækkunar og lækkunar. Meira »

Með lægsta verðið en minnsta úrvalið

11.11.2015 Bónus Ísafirði var oftast með lægsta verðið og Iceland Engihjalla var oftast með hæsta verðið í nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í lágvöruverðsverslunum og stórmörkuðum, mánudaginn 9. nóvember. Kannað var verð á 112 algengum vörum til baksturs og konfektgerðar. Meira »