Verðsamráðsmál Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins

Byko áfrýjar til Landsréttar

17.5.2018 Byko hefur ákveðið að áfrýja til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Samkeppniseftirlitsins gegn fyrirtækinu.  Meira »

Byko greiði 400 milljónir í sekt

16.5.2018 Héraðsdómur Reykjavíkur staðfesti í dag þá niðurstöðu Áfrýjunarnefndar samkeppnismála að Byko hafi framið alvarleg brot á samkeppnislögum. Dæmdi dómstóllinn fyrirtækið til þess að greiða 400 milljónir króna í sekt en nefndin hafði áður dæmt það til þess að greiða 65 milljónir króna. Meira »

Íhugar kæru til Mannréttindadómstóls

3.12.2016 Geir Gestsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi fyrrverandi starfsmanns Byko sem var sakfelldur í Hæstarétti Íslands, segir að til greina komi að kæra málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Meira »

Kom á óvart og veldur vonbrigðum

2.12.2016 Ákvörðun Hæstaréttar um að sakfella tvo núverandi og tvo fyrrverandi starfsmenn Húsasmiðunnar á grundvelli ákæru saksóknara kemur fyrirtækinu á óvart og veldur vonbrigðum. Meira »

BYKO segir dóminn óskiljanlegan

1.12.2016 Forsvarsmenn BYKO segja að ákvörðun Hæstaréttar Íslands um að snúa við niðurstöðu héraðsdóms um meint verðsamráð á byggingavörumarkaði valdi bæði undrun og vonbrigðum. Meira »

Í fangelsi fyrir verðsamráð

1.12.2016 Hæstiréttur hefur dæmt sex starfsmenn byggingavöruverslanana BYKO og Húsasmiðjunnar fyrir refsivert verðsamráð í störfum sínum á árunum 2010 til 2011. Var fyrrverandi framkvæmdastjóri hjá BYKO dæmdur í 18 mánaða fangelsi og kollegi hans hjá Húsasmiðjunni í níu mánaða fangelsi. Meira »

Verðsamráðsmáli áfrýjað

15.5.2015 Ríkissaksóknari hefur áfrýjað dómi héraðsdóms í verðsamráðsmáli gegn starfsmönnum þriggja byggingavöruverslana til Hæstaréttar. Tólf starfsmenn Byko, Húsasmiðjunnar og Úlfsins byggingavar voru ákærðir í málinu en allir voru saknaðir fyrir utan einn. Meira »

Einn sakfelldur í verðsamráðsmáli

9.4.2015 Ellefu starfsmenn Húsa­smiðjunn­ar, Byko og Úlfs­ins bygg­inga­vara voru í dag sýknaðir af ákæru sérstaks saksóknara en Steingrímur Birkir Björnsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri byggingarsviðs Byko, var hins vegar dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Meira »

Sérfræðingarnir allir tengdir málinu

14.1.2015 Fjölskipaður héraðsdómur í verðsamráðsmálinu svonefnda samanstendur af þremur héraðsdómurum. Dómsformaður upplýsti um það við fyrirtöku í morgun að leitað hafi verið logandi ljósi að sérfróðum meðdómsmanni en þeir sérfræðingar sem komið hafi til greina séu verjendur eða tengjast málinu á annan hátt. Meira »

Var óheimilt að gefa út ákæru

12.1.2015 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjaness sem vísaði frá dómi ákæru sérstaks sak­sókn­ara á hend­ur ein­um sak­born­inga í verðsam­ráðsmá­l­inu svo­kallaða. Alls voru 13 ákærðir í mál­inu en aðeins einn þeirra, sem var starfsmaður Byko, krafðist þess að mál­inu yrði vísað frá dóm­i. Meira »

Ákæru í verðsamráðsmáli vísað frá

10.12.2014 Héraðsdómur Reykjaness hefur vísað frá dómi ákæru séstaks saksóknara á hendur einum sakborninga í verðsamráðsmálinu svokallaða. Alls voru 13 ákærðir í málinu en aðeins einn þeirra, sem var starfsmaður Byko, krafðist þess að málinu yrði vísað frá dómari. Meira »

Krefst frávísunar í samráðsmáli

20.11.2014 Verjendur ellefu sakborninga í verðsam­ráðsmá­l­inu svo­kallaða lögðu fram greinargerðir við fyr­ir­töku máls­ins í Héraðsdómi Reykja­ness í morg­un. Alls eru þrettán ákærðir í málinu, sem sérstakur saksóknari höfðaði á hendur starfsmanna Húsasmiðjunnar, Byko og Úlfsins í vegna gruns um verðsamráð. Meira »

Landsmenn töpuðu og landsmenn borga

11.7.2014 „Samráð þessara tveggja fyrirtækja um verðlagningu á byggingavörum hefur hækkað byggingarkostnað um milljarða króna, með tilheyrandi vísitöluhækkun á lánum heimila og fyrirtækja,“ segir Baldur Björnsson, framkvæmdastjóri Múrbúðarinnar, um sátt Húsasmiðjunnar við Samkeppniseftirlitið. Meira »

Viðurkenna alvarleg brot með sátt

11.7.2014 Samkeppniseftirlitið segir með sátt við eldri eigendur Húsasmiðjunnar hafi verið viðurkennd alvarleg brot á samkeppnislögum. Viðurkennd sé meðal annars reglubundin samskipti við Byko um verð, birgðastöðu og fleira í því skyni að vinna gegn verðlækkunum á grófum byggingabörum. Meira »

Gerðu sátt við Samkeppniseftirlitið

10.7.2014 Fyrrverandi eigendur Húsasmiðjunnar hafa undirritað sátt við Samkeppniseftirlitið, vegna máls sem var til rannsóknar frá 2008 og 2011 og sneir að starfsemi Húsasmiðjunnar, áður en vörumerki hennar og rekstur voru seld dönsku byggingavörukeðjunni Bygma í árslok 2011. Meira »

Fá frest til nóvember í verðsamráðsmáli

26.6.2014 Sérstakur saksóknari lagði fram samantekt yfir þau gögn sem varða hvern og einn sakborning í verðsamráðsmálinu svokallaða við fyrirtöku þess í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Þá var verjendum veittur frestur til nóvember til að skila greinargerðum í málinu. Meira »

„Það þorir bara enginn að tala“

22.5.2014 Þrettán karlmenn sem störfuðu hjá Byko, Húsa­smiðjunn­i eða Úlfinum bygg­inga­vöru­versl­un­ neituðu sök fyrir Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Sérstakur saksóknari ákærði þá fyrir sam­keppn­is­brot framin á ár­un­um 2010 og 2011. Skjöl málsins telja tæplega fimm þúsund blaðsíður. Meira »

„Þetta eru orðin hjaðningavíg“

16.5.2014 Framkvæmdastjóri fagsölusviðs Byko og vörustjóri timburdeildar Húsasmiðjunnar hvöttu hvor annan til að stuðla að því að Byko og Húsamiðjan myndu ekki stunda samkeppni. Í ákæru sérstaks saksóknara á hendur þrettán starfsmönnum þriggja byggingavöruverslana er birt brot úr símtali þeirra. Meira »

Vörustjórinn sendur í leyfi

16.5.2014 Stjórn Húsasmiðjunnar hefur kynnt sér efni ákæra á sex núverandi starfsmenn Húsasmiðjunnar ehf. vegna meintra samkeppnislagabrota. Niðurstaða stjórnarinnar er að vörustjóri grófvöru fari í tímabundið leyfi frá störfum sínum hjá fyrirtækinu. Meira »

Húsasmiðjan kynnir sér efni ákæra

8.5.2014 Nokkrir starfsmenn Húsasmiðjunnar hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn embættis sérstaks saksóknara á meintum samkeppnislagabrotum. Yfirstjórn og eigendur Húsasmiðjunnar munu á næstunni kynna sér efni þeirra ákæra sem snerta núverandi starfsmenn Húsasmiðjunnar ehf. og meta í framhaldi hvort ástæða sé til sérstakra viðbragða. Meira »

Andmælaskjal sent í samráðsmáli

8.5.2014 Vegna frétta um ákærur í samráðsmáli Húsasmiðjunnar og Byko vill Samkeppniseftirlitið árétta að málið sé tvíþætt, að hluta til rannsóknar hjá lögreglu og að hluta hjá Samkeppniseftirlitinu. Meira »

Ákært vegna samráðs

7.5.2014 Fimm starfsmenn BYKO hafa verið ákærðir í rannsókn sérstaks saksóknara á meintu verðsamráði þriggja byggingavörufyrirtækja. Stjórnendur BYKO hafa ákveðið að einn hinna ákærðu, þáverandi framkvæmdastjóri fagsölusviðs, fari í leyfi þar til dómstólar hafa komist að niðurstöðu um sekt hans eða sýknu. Meira »

Þurfa að afhenda samninga

12.4.2013 Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að Húsasmiðjunni beri að afhenda sérstökum saksóknara ráðningarsamninga tiltekinna starfsmanna. Hins vegar þarf Húsasmiðjan ekki að láta af hendi fundargerðir stjórnar frá janúar 2010 til og með mars 2011. Meira »

Þrír starfsmenn í leyfi

18.3.2011 Ákveðið hefur verið, að þrír starfsmenn vörustýringarsviðs Húsasmiðjunnar fari í tímabundið leyfi á meðan rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og Samkeppniseftirlitsins stendur yfir á meintu samráði á byggingarvörumarkaði. Meira »

Öllum sleppt eftir yfirheyrslu

14.3.2011 Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra hefur í dag, yfirheyrt alls sautján manns sem allir eru stjórnendur eða starfsmenn Byko og Húsasmiðjunnar hf. Yfirheyrslum er nú lokið og eru allir frjálsir ferða sinna. Meira »

Fimmtán handteknir

14.3.2011 Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra handtók í dag og færði til frekari yfirheyrslu fimmtán stjórnendur og starfsmenn BYKO og Húsasmiðjunnar, vegna rannsóknar á meintu ólögmætu samráði fyrirtækjanna. Þá hefur einn starfsmaður verið boðaður til frekari yfirheyrslu. Meira »

Húsleit hjá Byko og Húsasmiðju

8.3.2011 Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans og Samkeppniseftirlitið gerðu í dag húsleitir í húsnæði Byko hf., Húsasmiðjunnar hf. og Úlfsins byggingarvörum. Var þetta gert vegna gruns um verðsamráð fyrirtækjanna. Meira »