Vesturlandsvegur

Segja horft fram hjá hrópandi þörf

13.6. Bæjarstjórn Akraness krefst þess að samgönguyfirvöld bregðist tafarlaust við hættulegu ástandi Vesturlandsvegar um Kjalarnes. Í ályktun bæjarstjórnar frá því í gær er ráðherra samgöngumála sagður horfa fram hjá hrópandi framkvæmdaþörf. Meira »

Vilja enn heyra í vitnum að árekstrinum

6.6. Nokkuð hefur verið um að fólk hafi sett sig í samband við lögreglu vegna banaslyssins sem varð á Vesturlandsvegi á mánudagskvöldið. Þetta staðfestir Kristján Ólafur Guðnason, stöðvarstjóri hjá lögreglunni í Grafarholti. Meira »

Bjartsýnn á fjárveitingu fyrir Kjalarnes

6.6. Talsvert verður lagt í viðhald Vesturlandsvegar í sumar að sögn framkvæmdastjóra Vegagerðarinnar. Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur samþykkti samhljóða á fundi sínum nú í morgun deiliskipulag fyrir veginn, en vinna við breikkun hans mun þó væntanlega ekki hefjast fyrr en síðla næsta árs. Meira »

Þarf að fara að ræsa gröfurnar

6.6. „Ég er búin að fara nokkuð oft upp á Vesturlandsveg og nú þarf bara að fara að girða sig í brók og ræsa gröfurnar,“ segir Sævar Helgi Lárusson, rannsóknarstjóri á umferðarsviði Rannsóknarnefndar samgönguslysa, sem fer með rannsókn banaslyssins sem varð á Vesturlandsvegi á mánudagskvöld. Meira »

Undirbýr breikkun vegarins

6.6. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkur hefur til meðferðar nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Nýtt skipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn eins og þrýst hefur verið á í kjölfar alvarlegra slysa á veginum á þessu ári. Meira »

Sex sem slösuðust útskrifaðir

5.6. Þrír einstaklingar, sem lentu í alvarlegu umferðarslysi á Vesturlandsvegi í gærkvöld, dvelja enn á Landspítalanum, einn á almennri legudeild og tveir á gjörgæsludeild. Sex hafa verið útskrifaðir en samtals voru níu fluttir á spítalann. Meira »

Óska eftir vitnum að árekstrinum

5.6. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að árekstrinum sem varð milli fólksbíls og sendibifreiðar á Vesturlandsvegi í gærkvöldi. Ökumaður fólksbifreiðarinnar, karlmaður á fertugsaldri sem var erlendur ríkisborgari búsettur hér á landi, lést í slysinu. Meira »

Fjórir á gjörgæslu alvarlega slasaðir

5.6. Þeir fjórir sem slösuðust alvarlega er sendibíll og fólksbíll lentu í hörðum árekstri á Vesturlandsvegi í gærkvöldi eru enn á gjörgæsludeild Landpítalans. Einn lést og níu slösuðust í árekstrinum. Þá liggja fimm á almennri deild eftir slysið. Meira »

Banaslys á Vesturlandsvegi

4.6. Einn lést og níu slösuðust í hörðum árekstri sem varð á Vesturlandsvegi skammt frá Enni á Kjalarnesi á áttunda tímanum. Níu sjúkrabifreiðar voru sendar á staðinn og fluttu sjö þeirra slasaða einstaklinga á slysadeild Landspítalans. Meira »

Deiliskipulag Vesturlandsvegar tilbúið

24.3. Nýtt deiliskipulag fyrir Vesturlandsveg er tilbúið og á síðasta fundi borgarráðs var samþykkt að auglýsa það. Nýtt deiliskipulag er forsenda þess að hægt verði að breikka veginn, eins og hávær krafa hefur verið um. Meira »

Suðurlandsvegur er ekki enn á áætlun

11.2. Í upphafi ársins hefur verið mikil umræða um stofnleiðir á höfuðborgarsvæðinu. Ein er sú leið úr höfuðborginni sem ekkert hefur verið í umræðunni og enginn þrýstihópur hefur myndast um hana. Það er Suðurlandsvegur frá gatnamótunum við Vesturlandsveg að kaflanum Sandskeiði. Meira »

Undrast þögn Reykjavíkurborgar

27.1. Sveitarfélögin á Vesturlandi hafa undanfarið tekið undir með þeim íbúum sem krefjast vegabóta á Kjalarnesi. Stofnandi Facebook-hóps, þar sem þess er krafist að vegabætur verði gerðar frá Kollafirði og að Hvalfjarðargöngum, undrast þögn borgarinnar í málinu, enda liggur vegurinn um borgarland. Meira »

„Ráðherra fékk mjög skýr skilaboð“

24.1. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, segir að mikil samstaða hafi einkennt opinn fund sem haldinn var þar í kvöld um samgöngumál á Vesturlandi. Meira »

Leyfileg dýpt 50 mm eftir hrun

24.1. Brýn þörf er á viðhaldi á um 7,5 km kafla á þeim hluta Vesturlandsvegarins sem nær frá hringtorginu við Þingvallaveg og upp að Hvalfjarðargöngum og verður fyllt upp í hjólförin næsta sumar að sögn Vegagerðarinnar. Fyrir hrun var leyfileg dýpt hjólfara 20 mm, en er nú 50 mm. Meira »

Í fyrsta sinn á ævinni hrædd við veginn

12.1. Skagamaðurinn Bjarnheiður Hallsdóttir stofnaði Facebook-hópinn Til öryggis á Kjalarnesi í fyrradag og eru meðlimirnir strax orðnir um 3.000 talsins. Þar er þess krafist að stjórnvöld lagfæri veginn strax. Meira »

Vilja tvöföldun Vesturlandsvegar

10.1. Bæjarstjórn Akraness skorar á samgönguyfirvöld að bregðast nú þegar við ástandi Vesturlandsvegar á Kjalarnesi og veita frekari fjármuni til nauðsynlegra úrbóta vegna tvöföldunar vegkaflans. Meira »

Banaslys á Vesturlandsvegi

3.1. Karlmaður á fertugsaldri lést í umferðarslysi á Vesturlandsvegi á Kjalarnesi í dag, en þar rákust saman fólksbíll og flutningabíll. Tilkynning um slysið barst kl. 9.35, hinn látni var ökumaður fólksbílsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Meira »

Aukin framlög til vegakerfisins

14.12. Framlag til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu hækkar um 1.388 milljónir frá gildandi fjárlögum, að því er kemur fram í nýjum fjárlögum fyrir árið 2018. Meira »

Vesturlandsvegur annar ekki umferð

13.1.2017 Umferðin um Vesturlandsveg og Hvalfjarðargöng hefur aukist mikið síðustu árin og hefur aldrei verið meiri.  Meira »