Vextir á Íslandi

Seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum í janúar og gaf út ritið Peningamál

Stýrivextir áfram óbreyttir

13.6. Stýrivextir Seðlabankans verða áfram óbreyttir og halda sér því í 4,25%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans sem birt var nú í morgun. Meira »

Óbreyttir stýrivextir

16.5. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því áfram 4,25%. Meira »

Óbreyttir stýrivextir

7.2. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Meira »

Mikil hagvöxtur og lítil verðbólga

13.12. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Stýrivextir verða því áfram 4,25%. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði enn meiri en spáð var í síðasta mánuði og gjaldeyrismarkaður í jafnvægi. Eins eru verbólguvætningar í samræmi við markmið bankans. Meira »

Minni hagvöxtur og meiri verðbólga

15.11. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Spáð er minni hagvexti og meiri verðbólgu. Meira »

Stýrivextir áfram 4,5%

23.8. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Þetta er í samræmi við væntingar greingardeilda. Meira »

Spá allar óbreyttum stýrivöxtum

18.8. Greiningardeildir stóru bankanna þriggja spá allar því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem verður kynnt í næstu viku. Meira »

Nefndin komin í „vaxtalækkunarbuxurnar“?

14.6.2017 Tónn peningastefnunefndar Seðlabankans hefur mýkst til muna á síðustu mánuðum að mati Greiningardeildar Arion banka. Nefndin greindi frá því í morgun að hún hafi ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25% og var yfirlýsingin í dag sú þriðja í röðinni þar sem ekki er minnst á að spenna í hagkerfinu, eftirspurnarvöxtur eða aðstæður á vinnumarkaði kalli á varkárni við ákvörðun vaxta. Meira »

Lækkunin lá í loftinu

14.6.2017 Lækkun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum sem tilkynnt var í morgun lá í loftinu og er mjög jákvætt skref. Þetta skrifar aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, Ingólfur Bender, á heimasíðu samtakanna. Meira »

Spá óbreyttum stýrivöxtum

12.6.2017 Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni halda vöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem fram fer á miðvikudaginn. Deildin telur þó að nefndin muni íhuga lækkun upp á 0,25 prósentur og að það sem helst mælir með vaxtalækkun er áframhaldandi lágt verðbólgustig og styrking krónunnar frá síðasta fundi. Meira »

0,25 eða 0,50 prósentustiga lækkun?

8.6.2017 Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um 0,25 prósentustig þegar að nefndin tilkynnir vaxtaákvörðun sína í næstu viku. Spáir deildin því að meginvextir verði 4,5%. Meira »

Vaxtalækkunin „löngu tímabær“

17.5.2017 Vaxtalækkun Seðlabankans sem var tilkynnt í morgun var í takt við væntingar Samtaka atvinnulífsins enda sterk rök fyrir vaxtalækkun að mati samtakanna. Meira »

Lækka vextir aftur í júní?

17.5.2017 Frekari styrking krónunnar hefur líkilega skapað svigrúm til vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum í júní. Hvað verður í haust er erfiðara að segja en greiningardeild Arion banka segir ekki horfur á stórvægilegum breytingum þá. Meira »

Fundur seðlabankastjóra í beinni

17.5.2017 Kynning á rökum fyrir ákvörðun peningastefnunefndar fer nú fram í húsakynnum Seðlabanka Íslands og er hægt að horfa á hana í beinni hér á mbl.is. Meira »

Stýrivextir óbreyttir

15.3.2017 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda meginvöxtum bankans, vext­i á sjö daga bundn­um inn­lán­um, óbreyttum. Það þýðir að stýrivextir bankans verða áfram 5%. Meira »

Ákvörðunin kom á óvart

8.2.2017 Ákvörðunin peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um óbreyta stýrkivexti frá því í morgun kom Samtökum atvinnulífsins á óvart, ekki síst vegna þess að vextir voru lækkaðir á síðasta fundi nefndarinnar og horfurnar hafa batnað síðan. Meira »

Kröftugur vöxtur kallar á varkárni

8.2.2017 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5%. „Kröftugur vöxtur eftirspurnar og órói á vinnumarkaði kalla á varkárni við ákvörðun vaxta,“ segir peningastefnunefndin í tilkynningu. Meira »

Spá óbreyttum stýrivöxtum

3.2.2017 Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands haldi stýrivöxtum óbreyttum í 5% en nefndin birtir vaxtaákvörðun sína í næstu viku. Meira »

SA telja stýrivexti of háa

2.1.2017 Vextir á Íslandi eru of háir að sögn Halldórs Benjamíns Þorbergssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, sem tekur undir orð forsætisráðherra um sama mál. Meira »

Einn á móti vaxtalækkun

30.12.2016 Fjórir af fimm nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands vildu lækka vexti bankans en einn taldi rétt að halda þeim óbreyttum. Þetta kemur fram í fundargerð nefndarinnar en vextir bankans lækkuðu um 0,25 prósentur fyrr í mánuðinum. Meira »

Lækkun á ekki að koma á óvart

14.12.2016 Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands, um að lækka vexti um 0,25 prósentur eigi ekki að koma á óvart en síðast vildu þrír nefndarmenn halda vöxtum óbreyttum en tveir lækka vexti. Meira »

Lækka vexti um 0,25 prósentur

14.12.2016 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Stýrivextir bankans verða því 5%. Gengi krónunnar er orðið hærra en spáð var og eins er samsetning hagvaxtar hagstæðari en búist var við. Verðbólgan hefur verið undir markmiðum bankans í tæp þrjú ár. Meira »

Töldu 0,25% lækkun ekki nóg

1.12.2016 Þeir nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands sem hölluðust helst að því að halda vöxtum óbreyttum í nóvember töldu lækkun vaxta upp á 0,25 prósentustig líklega of litla lækkun, heldur þyrfti að lækka vexti verulega og gefa skýr skilaboð um að þeim yrði haldið lágum um einhvern tíma. Það myndi hins vegar stangast á við það vaxtastig sem kann að reynast nauðsynlegt til að halda aftur af innlendum þensluöflum. Meira »

Vaxtalækkun hefði áhrif á neyslu

28.11.2016 Lækkun stýrivaxta myndi hvetja til örari íbúðafjárfestingar sem myndi með tíð og tíma halda aftur af hækkun húsnæðisverðs. Þetta kemur fram í samantekt greiningardeildar Arion banka þar sem skoðað er hvað myndi mögulega gerast yrðu stýrivextir lækkaðir um 200 punkta, í 3,25%. Meira »

Mikið þarf að gerast til að vextir hækki

16.11.2016 Stýrivextir Seðlabanka Íslands eru í hlutlausum gír og mikið þarf að gerast svo þeir hækki í bráð. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar, seðlabankastjóra á vaxtaákvörðunarfundi Peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í dag. Meira »

Óbreyttir vextir

16.11.2016 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25%. Meira »

„Reyndu að fá til þín iðnaðarmann“

5.10.2016 Rangir útreikningar Hagstofunnar á vísitölu neysluverðs höfðu sáralítil áhrif á ákvarðanir peningastefnunefndar um stýrivexti síðustu mánuði. Hagstofan þarf þó að skoða vel hvað fór úrskeiðis við mat á vísitölu neysluverðs. Þetta segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri í samtali við mbl.is. Meira »

Ofspáin í raun minni en talið var

5.10.2016 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5,25%. Í yfirlýsingu kemur fram að ofspá Seðlabankans á verbólgunni hér á landi fram eftir ári sé minni en áður var talið. Meira »

Bankinn svari ekki gagnrýni

29.8.2016 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi vaxtastefnu Seðlabanka Íslands á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis með peningastefnunefnd bankans í morgun og sagði stýrivextina allt of háa. Meira »

Varfærni við ákvörðun vaxta

29.8.2016 Már Guðmundsson seðlabankastjóri sagði á fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í morgun með peningastefnunefnd Seðlabankans að gæta þyrfti varfærni við ákvörðun vaxta á næstunni. Meira »