Vextir á Íslandi

Seðlabankinn hélt vöxtum óbreyttum í janúar og gaf út ritið Peningamál

Óbreyttir stýrivextir

20.3. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Hægt hefur á hagvexti og eins hefur verðbólga hjaðnað. Meira »

Auðveldar ekki sátt í vetur

8.11. Hækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum var harðlega gagnrýnd af aðilum vinnumarkaðarins í gær. Miðstjórn ASÍ lýsti því yfir að hún mundi ekki auðvelda að sátt næðist í komandi kjaraviðræðum og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins sagði að hún hefði ekki jákvæð áhrif á viðræðurnar. Meira »

Aldrei góðar fréttir fyrir neytendur

7.11. „Vaxtahækkanir eru aldrei góðar fréttir fyrir neytendur,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, um vaxtahækkun Seðlabanka Íslands. Bank­inn til­kynnti í morg­un um 0,25 pró­sentu­stiga vaxta­hækk­un. Meira »

Gerir viðræður „flóknari og erfiðari“

7.11. Miðstjórn Alþýðusambands Íslands lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með þá ákvörðun peningastefnunefndar að hækka stýrivexti og segir í yfirlýsingu að ákvörðunin muni ekki verða til þess að auðvelda að sátt náist í komandi kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Meira »

Ekki víst hvort vextir hækki frekar

7.11. Greining Íslandsbanka veltir því upp í umfjöllun sinni um stýrivaxtahækkun peningastefnunefndar hvort vextir muni hækka meira á næstu mánuðum. Sérfræðingar bankans telja ekki víst að svo verði. Meira »

Vaxtahækkun kynnt í „afsakandi tón“

7.11. Síharðnandi „haukatónn“ peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands er „prýddur dúfnafjöðrum“ að mati greiningardeildar Arion banka, sem fjallar um vaxtahækkun Seðlabankans á vef sínum í dag og segir vaxtahækkunina hafi verið kynnta í „afsakandi tón“. Meira »

„Ekki tímabær vaxtahækkun“

7.11. „Eins og við bjuggumst við var harður tónn í yfirlýsingunni en það eru veruleg vonbrigði að vextir séu hækkaðir nú þegar mikil óvissa er um horfurnar í efnahagslífinu,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, um vaxtahækkun Seðlabankans. Meira »

Vaxtahækkunin „mikil vonbrigði“

7.11. Konráð Guðjónsson hagfræðingur Viðskiptaráðs segir að nú þegar fjárfestingarvöxtur sé farinn að minnka og farið sé að hægja á í hagkerfinu, séu það „mikil vonbrigði að það sé verið að hækka vexti á fólk og fyrirtæki á sama tíma.“ Meira »

Seðlabankinn hækkar vexti

7.11. Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Aukin verðbólga og og hærri verðbólguvæntingar síðustu mánuði hafa lækkað raunvexti Seðlabankans umfram það sem æskilegt er í ljósi núverandi efnahagsástands og telur nefndin því nauðsynlegt að hækka vexti nú. Meira »

69% fasteignalána verðtryggð

9.10. Heimili landsins hafa á undanförnum árum tekið verðtryggð íbúðalán í meiri mæli en óverðtryggð. Í fyrra voru 31% allra nýrra íbúðalána óverðtryggð og 69% verðtryggð. Um miðjan september hófu vextir á óverðtryggðum húsnæðislánum að hækka hjá nokkrum lánastofnunum. Meira »

Stýrivextir áfram 4,25%

3.10. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Ef verðbólgan eykst áfram mun það kalla á harðara taumhald peningastefnunnar en verðbólguálag á skuldabréfamarkaði hefur hækkað. Meira »

Spá óbreyttum vöxtum

26.9. Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum á næsta fundi nefndarinnar, en ákvörðunin verður tilkynnt miðvikudaginn 3. október. Meira »

Óbreyttir vextir

29.8. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Meira »

Stýrivextir áfram óbreyttir

13.6. Stýrivextir Seðlabankans verða áfram óbreyttir og halda sér því í 4,25%. Þetta kemur fram í yfirlýsingu peningastefnunefndar bankans sem birt var nú í morgun. Meira »

Óbreyttir stýrivextir

16.5. Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að halda vöxt­um bank­ans óbreytt­um. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því áfram 4,25%. Meira »

Óbreyttir stýrivextir

7.2.2018 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Meira »

Mikil hagvöxtur og lítil verðbólga

13.12.2017 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Stýrivextir verða því áfram 4,25%. Útlit er fyrir að hagvöxtur verði enn meiri en spáð var í síðasta mánuði og gjaldeyrismarkaður í jafnvægi. Eins eru verbólguvætningar í samræmi við markmið bankans. Meira »

Minni hagvöxtur og meiri verðbólga

15.11.2017 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,25%. Spáð er minni hagvexti og meiri verðbólgu. Meira »

Stýrivextir áfram 4,5%

23.8.2017 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 4,5%. Þetta er í samræmi við væntingar greingardeilda. Meira »

Spá allar óbreyttum stýrivöxtum

18.8.2017 Greiningardeildir stóru bankanna þriggja spá allar því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni halda stýrivöxtum óbreyttum við næstu vaxtaákvörðun sem verður kynnt í næstu viku. Meira »

Nefndin komin í „vaxtalækkunarbuxurnar“?

14.6.2017 Tónn peningastefnunefndar Seðlabankans hefur mýkst til muna á síðustu mánuðum að mati Greiningardeildar Arion banka. Nefndin greindi frá því í morgun að hún hafi ákveðið að lækka stýrivexti um 0,25% og var yfirlýsingin í dag sú þriðja í röðinni þar sem ekki er minnst á að spenna í hagkerfinu, eftirspurnarvöxtur eða aðstæður á vinnumarkaði kalli á varkárni við ákvörðun vaxta. Meira »

Lækkunin lá í loftinu

14.6.2017 Lækkun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á stýrivöxtum sem tilkynnt var í morgun lá í loftinu og er mjög jákvætt skref. Þetta skrifar aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, Ingólfur Bender, á heimasíðu samtakanna. Meira »

Spá óbreyttum stýrivöxtum

12.6.2017 Hagfræðideild Landsbankans telur að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni halda vöxtum óbreyttum á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem fram fer á miðvikudaginn. Deildin telur þó að nefndin muni íhuga lækkun upp á 0,25 prósentur og að það sem helst mælir með vaxtalækkun er áframhaldandi lágt verðbólgustig og styrking krónunnar frá síðasta fundi. Meira »

0,25 eða 0,50 prósentustiga lækkun?

8.6.2017 Greiningardeild Arion banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands muni lækka vexti um 0,25 prósentustig þegar að nefndin tilkynnir vaxtaákvörðun sína í næstu viku. Spáir deildin því að meginvextir verði 4,5%. Meira »

Vaxtalækkunin „löngu tímabær“

17.5.2017 Vaxtalækkun Seðlabankans sem var tilkynnt í morgun var í takt við væntingar Samtaka atvinnulífsins enda sterk rök fyrir vaxtalækkun að mati samtakanna. Meira »

Lækka vextir aftur í júní?

17.5.2017 Frekari styrking krónunnar hefur líkilega skapað svigrúm til vaxtalækkunar hjá Seðlabankanum í júní. Hvað verður í haust er erfiðara að segja en greiningardeild Arion banka segir ekki horfur á stórvægilegum breytingum þá. Meira »

Fundur seðlabankastjóra í beinni

17.5.2017 Kynning á rökum fyrir ákvörðun peningastefnunefndar fer nú fram í húsakynnum Seðlabanka Íslands og er hægt að horfa á hana í beinni hér á mbl.is. Meira »

Stýrivextir óbreyttir

15.3.2017 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda meginvöxtum bankans, vext­i á sjö daga bundn­um inn­lán­um, óbreyttum. Það þýðir að stýrivextir bankans verða áfram 5%. Meira »

Ákvörðunin kom á óvart

8.2.2017 Ákvörðunin peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands um óbreyta stýrkivexti frá því í morgun kom Samtökum atvinnulífsins á óvart, ekki síst vegna þess að vextir voru lækkaðir á síðasta fundi nefndarinnar og horfurnar hafa batnað síðan. Meira »

Kröftugur vöxtur kallar á varkárni

8.2.2017 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 5%. „Kröftugur vöxtur eftirspurnar og órói á vinnumarkaði kalla á varkárni við ákvörðun vaxta,“ segir peningastefnunefndin í tilkynningu. Meira »