Viðskiptadeila Bandaríkjanna og Kína

Hætta samningaviðræðum 1. mars

9.12. Aðalsamningamaður Bandaríkjanna vegna viðskiptadeilunnar við Kína segir að 1. mars sé síðustu forvöð til að komast að niðurstöðu um samning sem komið geti í veg fyrir frekara viðskiptastríð milli landanna. Meira »

Vopnahlé í tollastríði

2.12. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og forseti Kína, Xi Jinping, hafa komist að samkomulagi um gera tímabundið hlé á álagningu nýrra verndartolla. Meira »

„Viðskiptastríð það heimskulegasta í heimi“

5.11. „Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína er það heimskulegasta í heimi,“ segir Jack Ma, stofnandi vefverslunarinnar Alibaba.   Meira »

Áttu „mjög gott“ spjall um viðskiptadeilu

1.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „mjög gott“ samtal við Xi Jinping, forseta Kína, um harðnandi viðskiptadeilu á milli ríkjanna tveggja. Trump greindi frá þessu á Twitter. „Átti langt og mjög gott samtal við Xi Jinping, forseta Kína. Við töluðum um ýmis mál, en lögðum mikla áherslu á viðskipti,“ skrifaði Trump. Meira »

Kínverjar reyni að hafa áhrif á kosningar

18.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Kínverjar reyni að hafa áhrif á bandarísku þingkosningarnar með því að leggja innflutningstolla á bandarískar vörur. Meira »

Viðskiptadeilan magnast

18.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að Bandaríkin hygðust leggja innflutningstolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala. Þessi aðgerð er umfangsmeiri en fyrri skærur í viðskiptadeilu ríkjanna tveggja. Meira »

200 milljarða dala tollar

17.9. Bandaríkin ætla að leggja nýja innflutningstolla á kínverskar vörur, að andvirði um 200 milljarða dala.  Meira »

Hótar 20% tollum á evrópska bíla

22.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag að setja 20% innflutningstolla á bíla sem framleiddir eru í löndum Evrópusambandsins og fluttir til Bandaríkjanna. Meira »

Evrópa fái undanþágu frá tollum

22.4. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vonast til að Bandaríkin setji ekki innflutningstolla á stál og ál frá Evrópu.  Meira »

Harka hlaupin í deiluna

4.4. Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gærkvöldi að áformað væri að leggja innflutningstolla á yfir 1.300 kínverskar vörur og vöruflokka. Kínverjar svöruðu fljótt, en stjórnvöld í Peking tilkynntu í morgun að 25% innflutningstollar yrðu lagðir á 106 vöruflokka frá Bandaríkjunum innan skamms. Meira »

Ísland gæti dregist inn í tollastríð

3.4. „Hvernig sem á það er litið eru þetta ekki góðar fréttir,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi ráðherra, um tollastríðið sem virðist yfirvofandi á milli Bandaríkjanna og Kína. Íslendingar myndu finna fyrir því eins og aðrir ef tollastríð hægir á heimshagkerfinu. Meira »

Táknrænar aðgerðir hjá Kínverjum

2.4. Vaxandi spenna er í samskiptum Bandaríkjanna og Kína í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að verja innlenda framleiðslu á ákveðnum sviðum með tollum. Hins vegar hefur ekki enn brotist út eiginlegt viðskiptastríð á milli ríkjanna. Meira »

Tollar á 128 bandarískar vörur

2.4. Kínverjar hafa sett tolla á 128 bandarískar vörur fyrir um þrjá milljarða dollara, þar á meðal á ávexti og svínakjöt.  Meira »