Viðskiptadeila Bandaríkjanna og Kína

Myndi íhuga að gefa Kína smá frest

12.2. Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði í dag að hann myndi íhuga að framlengja tímafrestinn sem hann hefur sett á viðræður um viðskiptasamning á milli Bandaríkjanna og Kína, ef svo færi að viðræðurnar væru ekki alveg í höfn 1. mars næstkomandi, en nálguðust endamarkið. Meira »

„Geysilegur árangur“ hafi náðst

31.1. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að „geysilegur árangur“ hafi náðst í viðræðum Bandaríkjanna og Kína um fyrirkomulag viðskipta á milli ríkjanna, nú þegar mánuður er eftir af þeim tíma sem stjórnvöld í Bandaríkjunum gáfu Kínverjum til þess að komast að samkomulagi. Meira »

Hætta samningaviðræðum 1. mars

9.12. Aðalsamningamaður Bandaríkjanna vegna viðskiptadeilunnar við Kína segir að 1. mars sé síðustu forvöð til að komast að niðurstöðu um samning sem komið geti í veg fyrir frekara viðskiptastríð milli landanna. Meira »

Vopnahlé í tollastríði

2.12. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, og forseti Kína, Xi Jinping, hafa komist að samkomulagi um gera tímabundið hlé á álagningu nýrra verndartolla. Meira »

„Viðskiptastríð það heimskulegasta í heimi“

5.11. „Viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína er það heimskulegasta í heimi,“ segir Jack Ma, stofnandi vefverslunarinnar Alibaba.   Meira »

Áttu „mjög gott“ spjall um viðskiptadeilu

1.11. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, átti „mjög gott“ samtal við Xi Jinping, forseta Kína, um harðnandi viðskiptadeilu á milli ríkjanna tveggja. Trump greindi frá þessu á Twitter. „Átti langt og mjög gott samtal við Xi Jinping, forseta Kína. Við töluðum um ýmis mál, en lögðum mikla áherslu á viðskipti,“ skrifaði Trump. Meira »

Kínverjar reyni að hafa áhrif á kosningar

18.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að Kínverjar reyni að hafa áhrif á bandarísku þingkosningarnar með því að leggja innflutningstolla á bandarískar vörur. Meira »

Viðskiptadeilan magnast

18.9. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að Bandaríkin hygðust leggja innflutningstolla á kínverskar vörur að andvirði 200 milljarða Bandaríkjadala. Þessi aðgerð er umfangsmeiri en fyrri skærur í viðskiptadeilu ríkjanna tveggja. Meira »

200 milljarða dala tollar

17.9. Bandaríkin ætla að leggja nýja innflutningstolla á kínverskar vörur, að andvirði um 200 milljarða dala.  Meira »

Hótar 20% tollum á evrópska bíla

22.6. Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði í dag að setja 20% innflutningstolla á bíla sem framleiddir eru í löndum Evrópusambandsins og fluttir til Bandaríkjanna. Meira »

Evrópa fái undanþágu frá tollum

22.4. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, vonast til að Bandaríkin setji ekki innflutningstolla á stál og ál frá Evrópu.  Meira »

Harka hlaupin í deiluna

4.4. Bandarísk yfirvöld tilkynntu í gærkvöldi að áformað væri að leggja innflutningstolla á yfir 1.300 kínverskar vörur og vöruflokka. Kínverjar svöruðu fljótt, en stjórnvöld í Peking tilkynntu í morgun að 25% innflutningstollar yrðu lagðir á 106 vöruflokka frá Bandaríkjunum innan skamms. Meira »

Ísland gæti dregist inn í tollastríð

3.4. „Hvernig sem á það er litið eru þetta ekki góðar fréttir,“ segir Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræði og fyrrverandi ráðherra, um tollastríðið sem virðist yfirvofandi á milli Bandaríkjanna og Kína. Íslendingar myndu finna fyrir því eins og aðrir ef tollastríð hægir á heimshagkerfinu. Meira »

Táknrænar aðgerðir hjá Kínverjum

2.4. Vaxandi spenna er í samskiptum Bandaríkjanna og Kína í kjölfar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta að verja innlenda framleiðslu á ákveðnum sviðum með tollum. Hins vegar hefur ekki enn brotist út eiginlegt viðskiptastríð á milli ríkjanna. Meira »

Tollar á 128 bandarískar vörur

2.4. Kínverjar hafa sett tolla á 128 bandarískar vörur fyrir um þrjá milljarða dollara, þar á meðal á ávexti og svínakjöt.  Meira »