Myndagallerí

Músíktilraunir, 4. kvöld

Birtingardagur: Þriðjudaginn, 2. apríl 2019
Ásta Kristín Pjetursdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr um þessar mundir á Flateyri. Hún er klassískt menntaður lágfiðluleikari en segist hafa leiðst alveg óvart út í að syngja og spila á gítar nú í ársbyrjun.
Ásta Kristín Pjetursdóttir er fædd og uppalin í Reykjavík en býr um þessar mundir á Flateyri. Hún er klassískt menntaður lágfiðluleikari en segist hafa leiðst alveg óvart út í að syngja og spila á gítar nú í ársbyrjun.
Mynd 1 af 8 – Ljósm.:
Grafarhyltingarnir Ómar Smári Sigurgeirsson, Óttarr Daði Garðarsson Proppé, Haukur Ingi Tómasson og Árni Jökull Guðbjartsson nefna hljómsveit sína Boiling Snakes. Ómar og Óttarr, sem báðir eru sautján ára, spila í gítara, Haukur á bassa og Árni á trommur, en þeir eru báðir sextán ára. Ómar syngur líka. Á sviði gegna þeir nöfnunum Lúsi, Eagle, Hawk og Noname og flytja lög á ensku fyrir alla svala unglinga.
Grafarhyltingarnir Ómar Smári Sigurgeirsson, Óttarr Daði Garðarsson Proppé, Haukur Ingi Tómasson og Árni Jökull Guðbjartsson nefna hljómsveit sína Boiling Snakes. Ómar og Óttarr, sem báðir eru sautján ára, spila í gítara, Haukur á bassa og Árni á trommur, en þeir eru báðir sextán ára. Ómar syngur líka. Á sviði gegna þeir nöfnunum Lúsi, Eagle, Hawk og Noname og flytja lög á ensku fyrir alla svala unglinga.
Mynd 2 af 8 – Ljósm.:
Arnaldur Ingi Jónsson kallar sig Dread Lightly. Hann er 22 ára og leikur á gítar og skælifetlabretti og syngur um sorgir, ást og tilgangsleysi allra hluta. Þess má geta að hann var í Lucy in Blue sem hreppti önnur verðlaun í Músíktilraunum 2014.
Arnaldur Ingi Jónsson kallar sig Dread Lightly. Hann er 22 ára og leikur á gítar og skælifetlabretti og syngur um sorgir, ást og tilgangsleysi allra hluta. Þess má geta að hann var í Lucy in Blue sem hreppti önnur verðlaun í Músíktilraunum 2014.
Mynd 3 af 8 – Ljósm.:
Á síðasta ári tók tríó frá Hvolsvelli þátt í Músíktilraunum sem mætir nú sem kvartett undir nýju nafni, Global. Sveitina skipa Jón Ágústsson gítarleikari, Karel Örn Tryggvason bassaleikari söngkonurnar Freyja og Oddný Benónýsdætur og Bjarni Sigurðsson trommuleikari. Þau eru 14 til 16 ára gömul.
Á síðasta ári tók tríó frá Hvolsvelli þátt í Músíktilraunum sem mætir nú sem kvartett undir nýju nafni, Global. Sveitina skipa Jón Ágústsson gítarleikari, Karel Örn Tryggvason bassaleikari söngkonurnar Freyja og Oddný Benónýsdætur og Bjarni Sigurðsson trommuleikari. Þau eru 14 til 16 ára gömul.
Mynd 4 af 8 – Ljósm.:
Hljómsveitina Hákon Hjaltalín skipa Hákon Magnús Hjaltalín gítarleikari og söngvari, Albert Arason bassaleikari og Haukur Snær Gunnarsson trommuleikari. Þeir eru 18 til 22 ára. Hákon Magnús Hjaltalín er uppalinn í Skagafirði og býr nú í Reykjavík. Hann hefur spilað á hljóðfæri frá fjögurra ára aldri og vinnur nú að útgáfu á plötu.
Hljómsveitina Hákon Hjaltalín skipa Hákon Magnús Hjaltalín gítarleikari og söngvari, Albert Arason bassaleikari og Haukur Snær Gunnarsson trommuleikari. Þeir eru 18 til 22 ára. Hákon Magnús Hjaltalín er uppalinn í Skagafirði og býr nú í Reykjavík. Hann hefur spilað á hljóðfæri frá fjögurra ára aldri og vinnur nú að útgáfu á plötu.
Mynd 5 af 8 – Ljósm.:
Karma Brigade tók þátt í síðustu Músíktilraunum og var þá valin hljómsveit fólksins. Hún snýr nú aftur aðeins breytt. Liðsmenn hennar eru 16 til 17 ára úr Reykjavík og Garðabæ. Agla Bríet Einarsdóttir syngur, Kári Hlynsson leikur á hljómborð, Hlynur Sævarsson leikur á bassa, Jóhann Egill Jóhansson leikur á trommur, Steinunn Hildur Ólafsdóttir leikur á hljómborð og syngur og Killian Briansson leikur á gítar.
Karma Brigade tók þátt í síðustu Músíktilraunum og var þá valin hljómsveit fólksins. Hún snýr nú aftur aðeins breytt. Liðsmenn hennar eru 16 til 17 ára úr Reykjavík og Garðabæ. Agla Bríet Einarsdóttir syngur, Kári Hlynsson leikur á hljómborð, Hlynur Sævarsson leikur á bassa, Jóhann Egill Jóhansson leikur á trommur, Steinunn Hildur Ólafsdóttir leikur á hljómborð og syngur og Killian Briansson leikur á gítar.
Mynd 6 af 8 – Ljósm.:
Remony's Voice er tríó þeirra Maríu Carmela Torrini, sem syngur og leikur á kassagítar, Guðmundar Elí Jóhannssonar, sem leikur á hljómborð og bassa, og Þorsteins Steinberg Allanssonar, sem leikur á gítar. María og Guðmundur eru 19 ára, Þorsteinn 25 ára. Þau segjast gefa ævintýrum og þjóðsögum nýjan búning með leikandi og ljúfum tónum með þjóðlagarokkbrag.
Remony's Voice er tríó þeirra Maríu Carmela Torrini, sem syngur og leikur á kassagítar, Guðmundar Elí Jóhannssonar, sem leikur á hljómborð og bassa, og Þorsteins Steinberg Allanssonar, sem leikur á gítar. María og Guðmundur eru 19 ára, Þorsteinn 25 ára. Þau segjast gefa ævintýrum og þjóðsögum nýjan búning með leikandi og ljúfum tónum með þjóðlagarokkbrag.
Mynd 7 af 8 – Ljósm.:
Úr Dalvíkurbyggð kemur hljómsveitgin THOR skipuð þeim Þormari Erni Guðmundssyni söngvara og Þorsteini Jakob Klemenzsyni píanó- og gítarleikara. Þeir eru í 9. bekk í Dalvíkurskóla, verða báðir 15 ára á árinu, og hafa þeir verið í hljómsveit á vegum Tónlistarskólans á Tröllaskaga, komið fram á úrslitum Söngkeppni Samfés tvö ár í röð, 2018 og 2019. Undanfarin tvö ár hafa þeir unnið að eigin tónsmíðum.
Úr Dalvíkurbyggð kemur hljómsveitgin THOR skipuð þeim Þormari Erni Guðmundssyni söngvara og Þorsteini Jakob Klemenzsyni píanó- og gítarleikara. Þeir eru í 9. bekk í Dalvíkurskóla, verða báðir 15 ára á árinu, og hafa þeir verið í hljómsveit á vegum Tónlistarskólans á Tröllaskaga, komið fram á úrslitum Söngkeppni Samfés tvö ár í röð, 2018 og 2019. Undanfarin tvö ár hafa þeir unnið að eigin tónsmíðum.
Mynd 8 af 8 – Ljósm.: