Bækur eftir Ásu Marin eru gjarnan skáldaðar ferðasögur þar sem sögupersónur ferðast um fjarlæga staði og hún segir mikilvægt að hún hafi sjálf ferðast þangað. Lesendur séu fljótir að átta sig hafi höfundur ekki upplifað aðstæðurnar og menninguna sjálfur.