„Segjum að það yrði seldur 20% hluti. Það myndi hafa margskonar jákvæðar afleiðingar,“ segir Magnús Harðarson forstjóri Kauphallarinnar. Þetta myndi laða að erlenda fjárfesta bæði vegna stærðar félagsins en einnig vegna þeirrar sérstöðu sem fyrirtækið hefur í orkuöflun.