Japanska geimvísindastofnunin skaut á loft eldflaug laust fyrir miðnætti að íslenskum tíma. Um er að ræða könnunarfar sem skotið var á loft frá geimferðamiðstöðinni í Tanegashima. Stutt er síðan indverskt könnunarfar lenti á suðurpóli tunglsins en Japönum hefur mistekist að koma fari á tunglið í tvígang.