Um helgina má búast við nokkur þúsund gestum á ævintýra- og vísindaskáldskapsráðstefnuna Midgard Reykjavík í Laugardalshöll þar sem öllu verður tjaldað til svo hægt verði að fanga blæ allra helstu ævintýraheima.Auk þess mun þátttakendum gefast kostur á að læra búningagerð, spila borðspil og hitta annað áhugafólk um ævintýraheima og vísindaskáldskap.