Hljómsveitin Skálmöld þurfti að halda krísufund eftir að fyrsta plata sveitarinnar, Baldur, kom út árið 2010. Vinsældirnar urðu svo miklar og langt fram úr björtustu vonum liðsmanna sveitarinnar að þeir þurftu að setjast niður og ákveða hvort þeir vildu halda áfram og verða frægir.