„Ég á eina vinkonu hérna í Eyjum sem sagði mér að það sé búið að ættleiða einn, sem tjaldið brotnaði hjá, heim til hennar. Þannig ég held að mjög margir séu í viðbragðsstöðu að taka fólk inn,“ segir Jenný Guðmundsdóttir, eyjagestur á Þjóðhátíð, um hvassviðrið sem byrjaði þar fyrir stuttu.