„Þetta er mjög forvitnileg þróun sem nú hefur orðið miðað við öll hin gosin,“ segir Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðaprófessor við mbl.is um óvænta stefnu gossins sem hófst á Reykjanesskaga í gærkvöldi. Óttast prófessorinn um afdrif innviða í norðurátt en að þessu sinni séu hvorki Grindavík né Bláa lónið í háska.