Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari kveðst þess fullviss að dómsmálaráðherra hafni beiðni ríkissaksóknara um að hann verði leystur frá störfum tímabundið. Helgi greinir frá því að hann hafi „stigið skref í þá átt að fá samtal“ við Guðrúnu. Verði niðurstaðan önnur muni hann leita réttar síns.