„Við höfum aldrei séð hval í Hvalfirði í þau 25 ár sem við höfum verið með hvalaskoðunarferðir, þannig að þetta er alveg nýtt fyrir okkur, og síðast í gær frétti ég af stökkvandi hvölum við Ferstiklu,“ segir Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Eldingar, um hnúfubaka sem sést hafa í firðinum undanfarna daga.