Þórunn Arna Kristjánsdóttir féll fyrir leiklistinni sem barn á leiksýningu í Þjóðleikhúsinu og segist hafa fundið eitthvað sem hún hafði aldrei séð áður. Hún lærði síðan leiklist og söng, en aldrei datt henni í hug að hún myndi verða leikstjóri líka, eins og hún segir frá í viðtali í Dagmálum Morgunblaðsins.