Í sumar eru liðin tíu ár síðan Valdimar Sverrisson, ljósmyndari og uppistandari, missti sjónina í kjölfar aðgerðar þar sem æxli var fjarlægt úr heila hans. Af því tilefni ætlar hann að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu 23. ágúst og safna áheitum fyrir Grensásdeild Landspítalans.