Vignir Vatnar Stefánsson tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á opna Íslandsmótinu í skák sem lauk á Blönduósi í gær. Vignir náði sigri gegn Adam Omarssyni í lokaumferðinni og stakk sér fram fyrir þá Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Braga Þorfinnsson sem voru í harðri baráttu um titilinn.