Tilkoma gervigreindar mun koma til með að auka skilvirkni í stjórnarstarfi verulega. Þetta var meðal þess sem fram kom á fundi sem haldinn var á vegum Kauphallarinnar um málið. Baldur Thorlacius framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland var gestur í viðskiptahluta Dagmála þar sem hann fór yfir málið en einnig yfir þróunina á hlutabréfamarkaðnum ásamt fleiru.