Aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið (ESB) myndu í engu snúast um undanþágur Íslands frá stefnu sambandsins, aðeins aðlögun Íslands að verðandi sambandsríki. Það er tóm ímyndun að halda öðru fram, segir breski Íhaldsmaðurinn Daniel Hannan, sem sat í 21 ár á Evrópuþinginu.